Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980
Hákon Bjarnason
Til eru tvær tegundir elris í
norðanverðri Evrópu, sem báðar
hafa verið ræktaðar hér. Önnur
er gráelri, Alnus incana, en hin
rauðelri, A. glutinosa. Sá síðar-
nefnda á erfitt uppdráttar hér á
landi, en hin þrífst með ágætum
þar eð hún gerir svipaðar kröfur
til lífsins og birkið okkar.
Gráelri er fremur lítil trjáteg-
und, verður sjaldan yfir 10 m á
hæð. Hún vex norður um allan
Noreg, í fjöllum Mið-Evrópu,
austur um endilanga Asíu að
Kyrrahafi á Kamtsjatka. Fræ
gráelris hefur verið aflað í
Norður-Noregi, og hafa tré af
því vaxið mjög vel. Þótt undar-
legt megi virðast hefur lítið
verði sótt eftir þessu tré í garða
fram að þessu, og því mun lítið
um það í gróðrarstöðvum lands-
ins. A Austurvelli í Reykjavík
eru fáein elritré nálægt mynda-
styttu Jóns Sigurðssonar, sem
hafa vaxið nokkuð jafnt og þétt
undanfarin ár en ekki ýkja
hratt.
Elrið er skylt birkinu en blöð
þess eru um tvöfalt stærri en
birkiblöð, egglaga og ydd. Þau
eru dökkgræn á efri borði en
gráleit að neðan og af því er
nafnið dregið. A haustin halda
blöðin grænum Iit uns þau falla
af greinum en sölna ekki eins og
blöð flestra annarra trjáa. Það
er líka einkenni elris, að brum
þess stendur á stuttum stilk, og
er það því auðþekkt á vetrum.
Elri gerir ekki miklar kröfur
til jarðvegsgæða að öðru en því,
að það kann best við í hlíðum,
þar sem er ferskt jarðvatns-
rennsli. Á rótum þess Iifa bakt-
eríur í smáhnýðum, sem safna
köfnunarefni andrúmsloftsins,
sviðaðar þeim, sem eru á lúpín-
urótum. Fyrir því er elri jarð-
vegsbætandi.
Hér ber gráelrið þroskað fræ í
flestum árum og hefur verið
lítill vandi að fjölga því, en lítil
eftirsprun hefur ekki hvatt til
mikillar fjölgunar.
Hinsvegar er óhætt að mæla
með gráelri sem garðtré, ekki
síst fyrir það, að það er aldrei
svo stórvaxið að það skyggi mjög
á annan gróður eða taki upp
ofmikið rými í litlum görðum.
I fáeinum görðum má sjá
einstök rauðelritré, og þar sem
góðs skjóls nýtur og sólríkt er,
hefur það náð furðu góðum
þroska. En það er miklu við-
kvæmara en gráelrið og þarf um
einnar gráðu meiri sumarhita.
Fyrir því á það litla framtíð
fyrir sér hér á landi og óþarfi að
fjölyrða um það. En þess má
geta, að þegar tréð er fellt
verður viður þess hárauður, og
af því kemur nafnið. Viður þess
var mjög notaður til að reykja
síld, og af því fékk Borgundar-
hólmssídlin fallegan rauðan lit.
Síðan fóru aðrir, sem áttu ekki
greiðan aðgang að rauðelri að
lita reykta síld rauða. Þetta var
útúrdúr.
Hingað hefur líka komið elri
frá Alaska, Alnus sinuata, sem
er nauðalíkt gráelrinu. Mjög
lítið er enn til af þeirri tegund,
en auðvelt væri að fjölga því ört,
ef þörf krefur. Svo virðist sem
það sé öllu sterkara og ef til vill
eitthvað stórvaxnara en gráelr-
ið, en of snemmt er að fullyrða
nokkuð um það enn sem komið
er.
Viður elris er fremur mjúkur
og léttur. Fyrrum var hann
notaður til kolagerðar og kolin
talin með þeim bestu til púður-
gerðar, en það er löngu liðin tíð.
Nú er hann notaður í allskonar
rennismíði og léttari húsgögn
því viðurinn er fallegur áferðar.
Ennfremur til eldiviðar og sem
reykingaviður.
Eins bera að geta í sambandi
við ræktun gráelris. Ungar
plöntur geta virst ærið
duttlungafullar. Sumar eru
nokkur ár að búa um sig eftir
gróðursetningu áður en þær fara
að hækka. Aðrar byrja vöxtinn
strax og þjóta upp. Slíkar plönt-
ur geta staðið allt að því hlið við
hlið. Engar skýringar eru á
þessu svo ég viti til, en helst má
ætla að eitthvað skorti á vöxt
rótarhnýðanna á þeim plöntum,
sem standa í stað.
Hér á landi hefur gráelri verið
gróðursett á nokkrum stöðum
meðfram lækjardrögum í girð-
ingum Skógræktar ríkisins. Á
nokkrum stöðum er það komið
vel á veg og er til yndisauka
jafnframt því, sem það eykur
fjölbreytni gróðurlendisins.
V/sitala
118 -
116 -
114
112
r.o
108
106 -
104
102
100 -
98 -
96
94 -
92 -
90 -
88 -
86-
84-
MEÐALTEKJUR VIRKRA FRAMTELJENDA
EFTIR SKATTUMDÆ.MUM SEM HLUTFALL
AF LANDSMEOALTEKJUM 1970-1978.
LANDSMEÐALTAL JAFNT 100 ÖLL ÁRIN.
/ Veitmannaeyjar
x Reykjanet
Noróurland eyttra
Autturland
Reykjavik
/ Vetturland
/ /Norðurland vettra
✓' Suðurland
82
80 -
78 -
Sigurður Óskarsson, Hellu:
Orkuokur
og innlend
nýlendu-
þróun á
Suðurlandi
Byggðaílótti
Um síðustu aldamót bjuggu á
Suðurlandi 17% landsmanna en
árið 1979 aðeins 8,6% af íbúum
landsins eða 19.462. Þannig hefur
þróunin orðið í blómlegustu land-
búnaðarhéruðum á íslandi, þeim
landshluta sem leggur til besta
raföflunarmöguleika landsmanna
og á strendur að einum auðugustu
fiskimiðum veraldarinnar.
Á árunum 1972—1977 fækkaði
um 81 mann í störfum við fram-
leiðslugreinar á Suðurlandi. Á
sama tíma fjölgaði slíkum störf-
um um 6.600 á landinu í heild.
Heildarmannafli á Suðurlandi
hefur á fyrrnefndu tímabili aðeins
aukist um 2,9%, en á landinu öllu
um 12,3%. Aukning mannafla á
Suðurlandi á þcssum árum er
nærri þrisvar sinnum hægari en í
nokkru öðru héraði landsins. Á
þessum árum, 1972—1977, þegar á
Suðurlandi voru framkvæmdar
stórfelldar virkjana- og vatns-
miðlunarbyggingar, þá fluttu
burtu þaðan 888 menn umfram
aðflutta. Þetta er mesti byggða-
flótti á þessum tíma og jafngildir
hlutfallslegri fækkun íbúa um
4,4%.
Orkuokur
Verkalýðsfélagið Rangæingur
hefur framkvæmt samanburðar-
könnun á orkuverði til húskynd-
ingar. Samkvæmt niðurstöðum
þeirrar könnunar ver verkamaður
sem vinnur samkvæmt 3ja taxta
verkamannalauna (mánaðarlaun
Sigurður óskarsson.
dagvinnu 1.2 1980 265.508.-) 26.6%
árslauna sinna til kyndingar íbúð-
arhúss með olíu. Noti sami maður
raforku samkv. taxta Hitaveitu
Reykjavíkur eyðir þessi maður
5,3% í húskyndingu.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
það orkuokur sem meginhluti
Sunnlendinga býr við á sama tíma
og orkuöflunarmöguleikar Suður-
lands eru nýttir til þess að byggja
upp vinnumarkað í öðrum lands-
hlutum sem nærast á ódýru raf-
magni úr sunnlenskum fallvötn-
um.
Það er alveg ljóst að lengur
verður ekki unað við að lífskjör í
þessum landshluta og framtíðar-
möguleikar ungs fólks séu með
þeim hætti að fólksflótti þaðan er
að verða árvisst ástand. Suður-
land framleiðir nú ungt fólk inn á
vinnumarkað annarra landshluta,
ódýra raforku fyrir vinnumarkað
annarra landshluta og frá land-
búnaðarhérðuðum Suðurlands eru
fluttar lítt eða óunnar afurðir.
Meðallaunatekjur á Suðurlandi
á árunum 1977 og 1978 eru þær
lægstu á landinu. Ef kjaraskerð-
ing sú er felst í orkuokri vegna
húskyndingar og almennrar heim-
ilisnotkunar er tekin með í það
dæmi verður að öllum líkindum að
leita suður undir miðbaug til þess
að finna jafn léleg lífskjör.