Morgunblaðið - 26.04.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 26.04.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 Fræðslufundur í Skógræktarstöðinni Fræðsluíundur verður hald- inn í Skógræktarstöðinni í Foss- vogi laugardaginn 26. apríl kl. 2 eh. Þar verður sérstaklega leið- beint með uppeldi á trjám og runnum, svo sem sáning, um- plöntun, græðlingaklipping og fjölgun plantna á þann hátt. Þá verður sýnikennsla í klippingu og snyrtingu runna, gróðursetn- ingu trjáplantna og færslu stórra trjáa. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, Hulda Valtýsdóttir fram- kvæmdastjóri Árs trésins ásamt sérfræðingum Skógræktarfélgs- ins verða til viðtals um skógrækt og trjárækt. Væntanlega not- færir fólk sér þetta einstæða tækifæri til að fá upplýsingar frá fagfólki. Jafnframt þessari fræðslu verður hægt að fá ýmsa bækl- inga og rit um trjárækt og garðrækt á staðnum. Kvikmyndasýningar verða í Skógræktarstöðinni frá kl. 3—5. Sýndar verða skógræktarmynd- ir. 18 drengir keppa um skólaskák- meistaratitil Landsmót Skólaskákar fer fram í Varmalandsskóla í Bprgarfirði dagana 25.-27. apríl. Á mótinu keppa skákmeistarar kjördæm- anna í yngri og eldri flokki að viðbættum þeim sem urðu í 2. sæti í Reykjavík, um titilinn Skóla- skákmeistari íslands 1980. Sigurvegararnir hljóta „skák- fáka“ sem geymdir skulu í skólum þeirra til næsta árs en einnig hljóta þeir sjálfir litla skákfána til eignar. Skákfákarnir voru gefnir af Samvinnubankanum og Skákhúsinu í Reykjavík. Y ngri flokkur Kristján Pétursson Reykj aneskj ördæmi Birgir Örn Birgisson Vesturlandskjördæmi Eyþór Sigurðsson Vestfjarðakjördæmi Páll Ágúst Jónsson Norðurlandskjördæmi vestra Hermann Friðriksson Norðurlandskjördæmi eystra Helgi Hansson Austurlandskj ördæmi Ulfhéðinn Sigurmundsson Suðurlandskj ördæmi Davíð Ólafsson Reykjavík Arnaldur Loftsson Reykjavík Eldri flokkur Björgvin Jónsson Reykjaneskjördæmi Ólafur Brynjarsson Vesturlandskjördæmi Guðmundur Gíslason Vestfj arðakj ördæmi Guðmundur Traustason Norðurlandskjördæmi vestra Pálmi Pétursson Norðurlandskjördæmi evstra Magnús Steinþórsson Austurlandskjördæmi Ingimundur Sigmundsson Suðurlandskj ördæmi Karl Þorsteins Reykjavík Lárus Jóhannesson Reykjavík Sigurvegararnir í hvorum flokki munu hljóta bókargjöf frá Frið- riki Ólafssyni forseta FIDE. Yngsti keppandinn á mótinu verður Birgir Örn Birgisson, skólaskákmeistari Vesturlands- kjördæmis í yngri flokki, en hann er aðeins 8 ára að aldri. Leiklistarhátíð í tilefni 80 ára afmælis L.H. FYRSTU helgi maí, nánar tiltek- ið 2.-4. maí, hyggst Leikfélag Húsavikur halda upp á 80 ára afmæli sitt, en afmælisdagurinn var 14. febrúar sl. Stofnað verður til eins konar leiklistarhátíðar, hinnar fyrstu á Islandi hjá áhugaleikfélögum. Þar koma fulltrúar leikfélaga saman, ræða hagsmunamál og sýna verk sín. Hefjast leiksýningar á laugar- deginum kl. 14.00 og á sunnudeg- inum kl. 16.00. Þrjú leikfélög koma í heim- sókn til Húsavíkur: Leikfélag Sauðárkróks með Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson; Leikfélag Siglufjarð- ar með Skírn eftir Guðmund Steinsson og Litla leikfélagið í Garðinum með Spegilmanninn, barnaleikrit eftir Brian Way, sem •frumsýnt var á menningarvöku Suðurnesja fyrir skömmu. Auk þess mun Leikfélag Húsa- víkur sýna Vals eftir Jón Hjartar- son, En það leikrit er nú á leikför í Finnlandi og kemur heim um næstu mánaðamót. Leikfélag Húsavíkur var stofn- að 14. febrúar árið 1900 og hét þá Sjónleikafélag Húsvíkinga. Það starfaði með allmiklum blóma fram undir 1920. Árið 1928 var svo félagið endurskipulagt, því sett ný lög og nafninu breytt í Leikfélag Húsavíkur. Síðan hefur starf þess verið óslitið og nú síðustu árin sérstaklega þróttmikið. Er skemmst að minnast uppfærslu á Fiðlaranum á þakinu í leikstjórn Einars Þorbergssonar, sem sýnt var 38 sinnum á Húsavík á sl. ári, sáu sýninguna tæplega 5000 manns. Síðasta verkefni félagsins er Fjalla-Eyvindur, sem sett var upp sem afmælissýning og jafnframt í minningu 100 ára afmælis höfund- arins, Þingeyingsins Jóhanns Sig- urjónssonar. Vegna þessara tvennu tímamóta verður einnig gefið út afmæliskort í litlu, tölusettu upplagi í tilefni af frímerkjasýningunni FRÍM ÞING 80, sem haldin verður hér á Húsavík dagana 25.-28. apríl n.k. Á leiklistarhátíðinni mun Sig- urður Hallmarsson flytja yfirlit yfir sögu Leikfélags Húsavíkur. Núverandi formaður leikfélagsins er Anna Jeppesen. Zontaklúbbur Akureyrar gefur út útgáfudagsumslög legs minjasafns um hinn kunna rithöfund, sem átti heima í þessu húsi á bernskuárum, en fór 12 ára út í heim og vann sér þar frægð og frama. Umslögin með álímdum frí- merkjum, stimpluðum með út- gáfudagsstimpli, verða til sölu í Nonnahúsi, sem verður opið út- gáfudaginn (mánudag) kl. 10—18. Þar verða einnig til sölu frímerkt kost með sérstimpli safnsins í takmörkuðu upplagi. Nánari upplýsingar verða veitt- ar og tekið verður við pöntunum í síma (96 22777. Sv. P. Akureyri. 22. apríl. ZONTAKLÚBBUR Akur- eyrar gefur út áprentuð umslög með mynd af Nonnahúsi í tilefni útgáfu Nonna-frímerkis 28. apríl. Myndina af Nonnahúsi teiknaði Ragnar Lár. Húsið er í eigu klúbbsins, og þar sér klúbburinn um rekstur merki- Guðsþjónusta fyr- ir heyrnarskerta Fj ölskylduguðsþj ónusta verður fyrir heyrnarskerta í Garðakirkju, Garðaholti, sunnudaginn 27. apríl kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson þjónar fyrir altari. Heyrnleysingjar taka þátt í guðsþjónustunni og verða m.a. með helgileik. Túlkað verður yfir á táknmál. Nemendafélag Heyrnleys- ingjaskólans verður með köku- sölu eftir messu í anddyri Flataskóla við Vífilsstaðaveg til styrktar Svíþjóðarferð nemenda. Afhentu forsetan- um „í uppnámi44 PERLA íslenzkra skák- bókmennta, skákritið „í uppnámi“, hefur um ára- tuga skeið verið með öllu ófáanlegt, en prófessor Willard Fiske gaf ritið út á árunum 1901—2 og lét prenta það í Leipzig. Skáksamband íslands og Tafl- félag Reykjavíkur standa nú að endurútgáfu ritsins, sem bundið hefur verið í eina bók (300 bls.), þar af eru 250 eintök ljósrituð á fornritapappír, árituð og tölusett og bundin í alskinn. í móttöku á Bessastöðum fyrir FIDE-ráðið og nokkra aðra gesti afhentu þeir Einar S. Einarsson, forseti S.Í., og Stefán Björnsson, formaður T.R., forseta íslands, dr. Kristjáni Eld- járn, eintak nr. 1 af viðhafnarút- gáfu ritsins. (Fréttatilkynning). Frá bókasýningunni á HaHveigarstöðum þar sem verk Leníns eru til sýnis. Ljósm. Kristján. Sýning á verkum Lenins í tilefni 110 ára fæðingaraf mælis OPNUÐ hefur verið á Hallveigar- stöðum sýning á ýmsum bókum Leníns, en sýningin er í tilefni 110 ára fæðingarafmælis hans. Eru það sendiráð Austur-Þýzka- lands. Póllands, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna ásamt verzlun- arfulltrúum, sem undirbúið hafa sýningarhaldið. Á sýningu þessari er að finna auk bóka Leníns ýmsar hljómplöt- ur, frímerki og veggspjöld. Hún verður opin næstu daga kl. 14—19 og lýkur henni 29. apríi. Árið 1902 kom út í London enska þýðingin á bók hans „Hvað þarf að gera“ og eru því liðin nálega 80 ár frá því verk hans komust á framfæri og hafa þau verið gefin út á 130 tungumálum í 63 löndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.