Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1980 Oánægja með kerfi ÓÁNÆGJA hefur verið meðal steypuvinnufólks og bifreiða- stjóra hjá verktakanum Foss- virki við Hrauneyjarfoss með „premiu“-kerfi, sem verktak- inn og verkalýðsfélögin hafa orðið ásátt með og hafa þessir hópar af þeim sökum fellt niður vinnu í hádeginu við steypuvinnu, en áður fór helmingur hópsins í mat, en hinn hélt áfram að vinna, en var síðan leystur af síðar af hinum hópnum. Einnig hefur hópurinn afþakkað vinnu eft- ir klukkan 19 á kvöldin. Jón Snorri Þorleifsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur kvað fulltrúa verkalýðsfélaganna hafa verið á fundi í fyrradag við Hrauneyjarfoss vegna þessa máls og kvaðst hann vonast til að harka færðist ekki í málið umfram það sem þegar er orðið. Hann sagði að fulltrúar stéttarfélaganna myndu aftur hitta talsmenn verktakans í dag. Að öðru leyti kvað Jón Snorri samstarfið við verktakann hafa verið með ágætum, haldnir hafi verið á hálfsmánaðar fresti fund- ir, þar sem vandamálin hafi verið rædd. Kvað hann flesta fundina hafa verið þannig að þeir hafi aðeins verið rabbfundir, þar sem engin vandamál hafi verið í sam- vinnu félaganna og verktakans. Óskalisti rikis- stjórnarinnar: Vill 38 mál af- greidd fyrir þinglok — ekki hægt, nema þing sitji lengur en til 10. maí segir Lárus Jónsson varaform. þingflokks Sjálfstæðisflokksins „ÞAÐ gefur auga leið, að það er enginn vegur að koma þessum málum öilum i gegn fyrir þing- lok, ef ríkisstjórnin stefnir á þau 10. maí, eins og síðustu fréttir herma. Ég tel hins vegar ekkert óeðlilegt að Alþingi vinni lengur á þessu vori, þar sem það var minna að störfum í haust en oftast áður vegna kosninga,“ sagði Lárus Jónsson varafor- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, er Mbl. leitaði álits hans á þeim óskalista, sem rikis- stjórnin hefur lagt fram um þau 38 stjórnarfrumvörp, sem hún óskar eftir að fái afgreiðslu á þessu þingi. Af þessum málum eru 16 lögð fram í efri deild, 11 i neðri deild, ein tillaga til þings- ályktunar lögð fram í sameinuðu þingi og 10 væntanleg þingmál. Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar sagði það fjarri lagi, að þessi 38 mál mætti afgreiða fyrir þinglok í byrjun maí. „Enda læt ég mér ekki til hugar koma, að öll þessi mál þurfi endilega að afgreiðast og vil geta þess að einstök þingmannamál bíða líka afgreiðslu, sum hver ekki ómerkari en ýmislegt á óskalista ríkisstjórnarinnar." Fjöldinn fylgist með skemmtiatriðum á Lækjartorgi. Ljósm. Emilía. Marmfjöldi fagnaði sumrinu UNGIR og gamlir Reykvíkingar fjölmenntu í miðborgina á sumardag- inn fyrsta, gangandi og akandi og fylgdust með því sem fram fór þar. Mátti bæði hlýða á ýmis dagskráratriði eða líta við í tjöldum skátanna sem reist höfðu verið eftir endilöngu Austurstræt- inu, en þar mátti fá ýmiss konar afþreyingu og menn gátu reynt hæfni sína á mörgum sviðum. Um tíma var Austurstrætið nánast troðfullt af fólki svo sem sjá má af myndunum, en veðrið var þó varla nema sæmilegt þennan fyrsta dag sumarsins. hausnum í gatinu, sem menn máttu reyna að hitta. Ljósm. Rut Melsted. Svampurínn, vatnsósa, á lofti og á fleygiferð i áttina að... Ljósm. ÓI. K. M,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.