Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 3 3 Konur í efri deild: Fimmtungur þingdeildar FJÓRAR konur sitja nú í efri deild Alþingis (af 20 þingdeildarmönnum). Hærra hlutfall kvenna hefur ekki skipað þingdeild hérlendis áður. Meðfylgjandi er mynd af þessum fimmtungi efri deildar en „hann“ skiptist til helminga milli hægri og vinstri, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags. Kvenþingmenn Sjálf- stæðisflokks eru Salóme Þorkelsdóttir (Reykjanes), lengst til vinstri og Sigurlaug Bjarnadóttir (Vestfirð- ir), lengst til hægri. Kvenþingmenn Alþýðubandalags eru Soffía Guðmundsdóttir (Akureyri), 2. frá vinstri og Guðrún Hallgrímsdóttir (Reykjavík), önnur frá hægri. í neðri deild sitja nú 2 konur (af 40 þingdeildarmönnum): Guðrún Helgadóttir (Alþýðu- bandalag) og Jóhanna Sigurðardóttir (Alþýðuflokk- ur). Vegaáætlun 1980: „Markmiðum magnaukn- ingar frestað um sinn“ VEGAÁÆTLUN 1980 var loks lögð fram á Alþingi sl. miðviku- dag. Samkvæmt tekjuáætlun hennar verður fjáröflun sem hér segir: 1. Umferðarskattar 14.675 milljónir króna (cða nálægt helmingur ríkisskatta af um- ferð). 2. Lántaka vegna Borgar- fjarðarbrúar 1500 m.kr., 3. Lán- taka, ótilgreind, 6800 m.kr. 4. Rikisframlag 1000 m.kr. Samtals eru þetta tæpir 24 milljarðar króna, þar af 1 framlag úr ríkissióði. auk umferðarskatta. Bitnar á ný- byggingu vega og sumarviðhaldi Skipting gjaldahliðar er þannig: 1. Stjórn og undirbúningur 1206 m.kr. Viðhald þjóðvega 8302 m.kr. 2. Viðhald þjóðvega 8302 m.kr. 3. Nýir vegir 10392 m.kr. 4. Brúarsmíði 1000 m.kr. 5. Fjallveg- ir 176 m.kr. 5. Sýsluvegir 816 m.kr. 6. Vélakaup og áhaldahús 175 m.kr. og 7. Tilraunir 73 m.kr. í athugasemdum segir m.a.: „Til að verðbæta áætlunina að fullu (þ.e. gildandi vegaáætlun til sam- ræmis við verðbólgu) og greiða halla á nokkrum bundnum liðum frá 1979 (aðallega vetrarviðhald) þyrftu heildarútgjöld að hækka um 6.5 milljarða króna (frá áætl- un unninni í maí 1979).“ Ennfrem- ur: „Á þessu stigi þykir ekki fært að auka útgjöld svo mikið, og frestan því um sinn að ná þeim markmiðum í magnaukningu, sem að var stefnt." Enn segir: „Sá magnafsláttur frá upphaflegri áætlun sem þannig verður í ár bitnar á þeim liðum, sem mest var bætt við í áætluninni, þ.e. nokkuð á sumarviðhaldi, en þó einkum á nýjum framkvæmdum í vega- og brúargerð ...“ Þó segir í greinar- gerð að um „magnaukningu verði að ræða frá fyrra ári, en vegna hagstæðs tíðarfars í vetur hefur snjómokstur minnkað og það fé, sem þannig hefur sparast, komi nýbyggingum til góða. Gjaldskrár- breytingar í umsögn Neytenda- samtaka FRIÐRIK Sophusson (S) hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis að þjónustustofnunum ríkisins verði gert skylt að senda allar tillögur um gjaldskrárbreytingar til um- sagnar Neytendasamtakanna. í greinargerð með tillögunni segir: Ríkið er stærsti og öflugasti framleiðandi þjónustu og hefur í langflestum tilfellum einokunar- rétt á framleiðslunni. Það er því eðlilegt, að reynt sé að efla almennt eftirlit og aðhald með gjaldskrám og verðlagningu á þjónustu ríkisstofnana og ríkis- fyrirtækja. Slíkt aðhald á að sjálfsögðu að vera að meginstofni til hjá Alþingi, en öllum er ljóst, að það hlýtur ávallt að vera nokkuð takmarkað. Alþingi setur lög um ríkisstofnanir, en starf- semi þeirra er í mörgum atriðum stakkur sniðinn með reglugerðum ráðuneyta og stofnana. Verðlagsyfirvöld fá til umsagn- ar og samþykktar hækkunar- beiðnir á gjaldskrám opinberra stofnana. Hins vegar er minna hugað að samsetningu gjaldanna og tilfærslu milli gjaldaliða gjaldskránna. Nýlegt dæmi um slíka breytingu eru áform Pósts og síma um breytingar á skrefataln- ingu símtala. Neytendasamtökin eru frjáls fé- lagasamtök, sem hafa unnið sér rétt til að koma fram fyrir hönd neytenda á ýmsum sviðum. Með þessari tillögu er ríkisstjórninni falið að láta ríkisstofnanir leita umsagnar samtakanna á gjald- skrárbreytingum, en slíkt stuðlar að sterkari stöðu Neytendasam- takanna almenningi til hagsbóta. „Tilbúningur og verzlun með smjörlíki44: „Rjómalíki nefnist feitijafningur...“ „Smjörlíki nefnist í lögum þessum allt það feitmeti sem líkist smjöri, hver svo sem uppruni þess er eða samsetning, þegar í því er feiti sem ekki á rót sína að rekja til mjólkur, í magni er nemur meiru en 25% af heildarmagni fitunnar. Ostlíki nefnist ostur sem í er önnur fita en mjólkurfita, í magni er nemur meira en 25% af heildarmagni fitunnar. Rjómalíki nefnist feitijafningur sem líkist rjóma, en inniheldur aðra feiti en mjólkurfitu, í magni er nemur meira en 25% af fitumagninu. Mjólkurlíki kallast vökvi sem líkist mjólk að útliti og efna- samsetningu en inniheldur feiti sem ekki á rót sína að rekja til mjólkur, í magni er nemur meira en 25% af heildarmagninu ...“ Frumvarp þetta, sem er endur- Stjórnarfrum- varp um „tilbúning og verzlun með smjörlíki“, sem mælt var fyrir á Alþingi sl. mánudag, vakti athygli þingmanna vegna málfars, sem ekki þótti auðskilið. Frumvarpsgreinin orðast svo: flutt, fjallar um heimild til að blanda smjör soyaolíu eða öðrum fituefnum, allt að 25%, svo og aðrar mjólkurafurðir, án þess að kallast smjörlíki. mjólkurlíki o.s.frv. „Hefur það verið haft í huga,“ segir í greinargerð, „að halda bragðeiginleikum smjörsins og fjölbreytni þess í tegundum fitusýra og gera það auðsmyrjan- legt við kæliskápshitastig". (Iblöndunin veldur því að smjör harðnar ekki við geymslu í kæl- um.) Orðaiag frumvarpsins olli þing- mönnum heilabrotum. Fyrirspurn um höfund frumvarpsins fékkst ekki svarað. Landbúnaðarráð- herra sagði frumvarpið erfðagóss frá fyrirrennara sínum en félags- málaráðherra að höfundur væri sennilega „sá sami og stefnumót- unar í landbúnaðarmálum", sem vakið hefði álíka athygli á sinni tíð. Hér sést Eggert Haukdal ganga á þingflokksfund sjálfstæðismanna á Alþingi sl. miðvikudag, í fyrsta sinn á þessu þingi, en hann var nýlega samþykktur í þingflokkinn sem kunnugt er. Með honum á myndinni sést Albert Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.