Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR
98. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1980 _____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins.
(jíslum í sendiráði
Irans hótað lifláti
London, 30. apríl AP.
VOPNAÐIR íranskir Arabar
tóku íranska sendiráðið við Hyde
Park í London í dag, tóku 20
gisla og kröfðust þess að 91
arabiskur fangi í íran yrði látinn
laus, þeir hótuðu í samtölum við
BBC World Service að drepa
gislana og sprengja bygginguna í
loft upp ef kröfum þeirra yrði
ekki fullnægt fyrir hádegi á
morgun.
Arabarnir krefjast þess að fá
flugvél til að komast úr landi með
gíslana. Lögreglan tekur hótun
þeirra um að drepa gíslana alvar-
lega en segist halda áfram að tala
við þá. Gíslarnir eru íranskir
diplómatar og minnst þrír Bretar,
m.a. lögregluþjónn sem var á verði
við sendiráðið þegar þeir brutust
inn.
Utanríkisráðuneytið hefur sent
íransstjórn orðsendingu þar sem
því er heitið að reynt verði að
útkljá málið fljótt, án manntjóns
reynist það unnt. Fólk var flutt úr
sendiráðum Túnis, Líberíu og
Líbýu rétt hjá. Einn gísl, írönsk
kona, fékk taugaáfall, og var látin
laus. Annar gísl særðist og lækni
var ekki hleypt inn í sendiráðið
þar sem samningaviðræður báru
ekki árangur.
I kvöld beindi lögregla kastljós-
um að sendiráðinu og leyniskyttur
lágu hreyfingarlausar á þökum
nálægra bygginga.
Óljóst hvort íranir
ætla að skila likunum
Teheran, 30. apríl. AP.
KHOMEINI trúarleiðtogi og bylt-
ingarráðið verða að ákveða hvort
lík þeirra sem féllu í tilrauninni til
að bjarga sendiráðsgislunum verða
send til Bandaríkjanna, sagði ritari
ráðsins, Mohammad Beheshti i dag.
Þar með virðist óljóst að likunum
verði skilað þótt Bani-Sadr forseti
hyggist senda þau úr landi með
hjálp Hilarion Capudji biskups, en
ritarinn kvað trani enn vænta
peninga fyrir likin.
I Washington var sagt að F-14
herþotur hefðu stöðvað íranskar her-
flugvélar er flugu í átt til bandaríska
flugvélaskipsins Nimitz á Omanflóa í
dag og vísað þeim aftur í íranska
lofthelgi án þess að vopnum hefði
verið beitt. írönsku flugvélarnar
munu ekki hafa farið nær Nimitz en
50 sjómílur.
Bani-Sadr reynir að efna til ráð-
stefnu SÞ, Evrópuþingsins, óháðra
ríkja og múhameðskra ríkja í Teher-
an 10—12. maí til að fordæma
björgunartilraunina.
Kúrdar og íransher sömdu enn
vopnahlé í dag og sagt var að
Bani-Sadr mundi senda nefnd til
Sanandaj til að kanna bardagana
síðustu tvær vikur.
Júlíana prinsessa, eins og hún er nú titluð, kyssir elztu dóttur sína,
Beatrix drottningu, eftir valdaafsal sitt á svölum konungshallarinnar i
Amsterdam.
Götubardagar
við valdaafsal
Amsterdam, 30. april. AP.
JÚLÍANA Hollandsdrottning
lagði niður völd í dag og
Beatrix krónprinsessa tók við
völdunum á sama tíma og lög-
regla vopnuð kylfum og mót-
mælendur sem köstuðu grjoti
börðust í nokkur hundruð
metra fjarlægð.
Mótmælendur reyndu árangurs-
laust að ryðjast gegnum varnar-
hring lögreglu umhverfis hverfið í
hjarta borgarinnar þar sem há-
tíðahöldin fóru fram í konungs-
höllinni og Nieuwe Kerk (Nýju
kirkju).
Hópar stjórnleysingja og rót-
tæklinga börðust við lögreglu á
fjórum aðalvígstöðvum. Beitt var
reyksprengjum og táragasi, bílum
var velt og kveikt í þeim og eldur
læsti sig um hús í þröngu stræti
við Dam-torg.
Yfirvöld segja að 50 lögreglu-
menn hafi slasazt, fimm þeirra
alvarlega. Gera varð að sárum 136
annarra í dag og sjö voru hand-
teknir meðal annars fyrir að beita
reyksprengjum og hindra lögregl-
una. Óeirðaseggir lögðu undir sig
tugi auðra bygginga um daginn.
Bardagarnir stóðu fram á kvöld
og að minnta kosti 8.000 manna
öryggislið var á verði á Dam-
svæðinu þar sem þúsundir manna
hylltu nýju drottninguna og þá
gömlu eftir valdaafsalið í höllinni
og valdatökuna í kirkjunni. Hana
sóttu konungbornir gestir frá 10
löndum, þeirra á meðal Karl
Bretaprins. Beatrix lýsti því yfir
gegnt fornri hefð að afmælisdagur
móður hennar, 30. apríl, yrði opin-
ber afmælisdagur drottningar en
ekki afmælisdagur hennar 31. jan-
úar.
Júlíana sagði: „í þágu hollenzka
konungdæmisins, í þágu allra
Hollendinga er betra að ég víki
fyrir nýjum og þróttmeiri arf-
taka.“ Beatrix sagði: „Ég veit að
mikils verður vænzt af mér. Þó er
ég staðráðin í að taka því sem
miklu og glæsilegu hlutverki."
Fjórtán þingmenn af 225 mættu
ekki, fimm vegna andstöðu við
konungdæmið. Samkvæmt
skoðanakönnunum styðja 82%
Hollendinga konungdæmið.
Mestu vinnudeilur
í sögu Svíþjóðar
Frá fréttaritara MorKunblaðsins,
Sigrúnu Gisladóttur í Stokkhólmi í gær:
ÞAÐ er nú bláköld staðreynd,
að mestu og víðtækustu verkföll
i sögu Svíþjóðar eru óumflýjan-
leg.
Seint á þriðjudagskvöld lagði
ríkissáttanefnd fram lokatilboð
sitt fyrir LO (verkalýðsfélögin)
og SAF (atvinnurekendur). Til-
boðið gerir ráð fyrir 30 aura
tímakaupshækkun (1%) — vissri
aukahækkun fyrir þá lægstlaun-
uðu sem greiðist frá 1. apríl en
ekki 1. nóvember eins og LO
hefur lagt mikla áherzlu á því þá
runnu samningar út.
Síðast kl. 11 í dag, miðvikudag,
urðu samningaaðilar að hafa
annað hvort samþykkt eða hafn-
að sáttatilboðinu. Ljóst var þegar
í gær að LO-mönnum þætti 1%
launahækkun of lág. Rétt er að
taka fram að félögin hafa þegar
þegið 15 aura í sérsjóði sína sem
er um lA% hækkun og verðstöð-
vun og hliðarráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar eru taldar jafn-
gilda um 5%. Samtals nemur
þetta 7% en kröfur LO hljóða upp
á 11,4%.
Það kom fæstum á óvart að LO
hafnaði tilboði sáttanefndar í dag
en SAF samþykkti hins végar
tilboðið fyrir sitt leyti. Fulltrúar
opinberra starfsmanna fengu
einnig svipað tilboð frá sátta-
nefnd sem og var hafnað en þeir
lýstu sig fúsa til áframhaldandi
viðræðna. Svo virðist því sem þær
samningaviðræður séu ekki eins
læstar og milli LO og SAF.
Sósíaldemókratar gagnrýna
stjórnina óspart fyrir slælega
frammistöðu og það efnahags-
ástand sem landið býr nú við.
Lætur Olof Palme, leiðtogi
flokksins, hörð orð falla í garð
stjórnarinnar og hvetur Thor-
björn Fálldin forsætisráðherra
og stjórn hans til þess að segja af
sér.
Greinilegt er að almenningur
vill komast hjá svo alvarlegum
verkföllum eins og nú standa
fyrir dyrum. Flestir eru þó sam-
mála um að tilboð sáttanefndar
hafi verið of lágt.
Boðuð verkföll og verkbönn
(svar atvinnurekenda) skella því
á aðfaranótt 2. maí. Erfitt er að
gera sér í hugarlund hvernig
ástandið verður þegar 100,000
LO-meðlimir fara í verkfall og
um 800,000 verða útilokaðir frá
vinnu með verkbanni. Stærstu
iðnfyrirtæki Svía stöðvast, sam-
göngur lamast, fjöldi verzlunar-
húsa, hótela og veitingahúsa loka.
Hafnarverkamenn leggja niður
vinnu, en undanþága er veitt
fyrir uppskipun á olíu, benzíni og
matvælum.
Frekari tíðinda er ekki að
vænta fyrr en í byrjun næstu
viku.
Lance sýknaður
Atlanta, Georgia, 30. apríl. AP.
BERT Lance, fyrrverandi fjárlaga-
ráðherra og náinn vinur Jimmy
Carters forseta, var í dag sýknaður
af niu ákærum um bankasvjk eftir
16 vikna réttarhöld, en kviðdómur-
inn gat ekki tekið ákvörðun um
þrjár aðrar sakargiftir.
Samkvæmt þeim var Lance ákærð-
ur fyrir lygar í fjárhagsyfirlýsingum
og sakaður um að misnota banka-
sjóði með því að lána öðrum sakborn-
ingi, Richard Carr. Kviðdómurinn
sýknaði Carr einnig og tvo aðra
sakborninga, Thomas Mitchell og
Jack Mullins, eða náði ekki
samkomulagi um dómsuppskurð
þrátt fyrir 50 tíma umhugsun.