Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH*rcimbIabií> FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1980 1. maí: Sendiherrar hundsa hátíðarhöld í Moskvu — Sendiherra Islands mætir að sögn AP SENDIHERRAR nokkurra vest- rænna ríkja hafa ákveðið að hundsa 1. maí hátíðahöldin í Moskvu samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar í gær til þess að mótmæla innrás Rússa í Afg- anistan, en samkvæmt heimildun- um er líklegt að sendiherrar íslands og Frakklands mæti við hátíðahöldin. Að sögn diplómata voru sendi- herrar Bretlands, Belgíu, Noregs, Danmerkur, Portúgals, Italíu og Astralíu meðal þeirra sem ætluðu ekki að mæta við hersýninguna á Rauða torgi og senda lægra setta fulltrúa í staðinn. Vestur-þýzki sendiherrann var ekki í Moskvu og ekki var vitað hver yrði fulltrúi Vestur-Þj óðverj a. Banaslys á Hellissandi TVEIR drengir, 10 og 11 ára gamlir, urðu undir sandbarði á Hellissandi í fyrrakvöld og beið annar þeirra bana. Drengirnir höfðu verið að leik þegar slysið varð. Varð fyrir vörubíl og slapp lítt meiddur „ÉG get víst örugglega hrós- að happi að slasast ekki meira en raun ber vitni,“ sagði Magnús Árnason i samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, en hann lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu- að verða fyrir vörubíl á Suðurlandsbrautinni og oln- bogabrotna, auk þess að skrámast litillega á hné. „Það er í raun alveg óskilj- anlegt hvernig þetta gat skeð á beinum og breiðum vegin- um, ég sá vörubílinn ekki og vörubílstjórinn sá mig ekki. Þetta er sennilega bara ell- in,“ sagði Magnús ennfremur, en hann er nú á 74. aldursár- inu. Þegar drengirnir komu ekki heim á tilskildum tíma fór faðir annars drengsins að svipast um eftir þeim. Hann fann son sinn grafinn í barðinu, en hinn dreng- urinn var þá látinn, en hann var 11 ára gamall. • Morgunblaðið heiðraði i gær átta íþróttamenn fyrir afrek þeirra á síðasta ári og vetri. Fór verðlaunaafhending fram í veitingahúsinu Hollywood. Á meðfylgjandi mynd Emilíu Björnsdóttur getur að lita flokkinn, en að þessu sinni og framvegis var fólk úr fleiri íþróttagreinum en áður heiðrað. íþróttafólkið er talið að ofan frá vinstri: Kristinn Jörundsson, Jón Sigurðsson, Árni Indriðason, Kristján Arason. Neðri röð frá vinstri, Hugi Harðarson, Guðríður Guðjónsdóttir, Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Árvakurs, Steinunn Sæmundsdóttir og Oddur Sigurðsson. Sjá nánar á íþróttasíðu. Eiginlegri vertíð lokið víða sunnanlands: I>orsk\ ciöibann gengið í gildi hjá bátaflotanum Vertíðin viðast mjög góð — Friðrik Sigurðsson ÁR aflahæstur UM ÞESSI mánaðamót gekk í gildi netaveiðibann fyrir Suður- og Vesturlandi, sem gildir til 21. mai en i öðrum landshlutum má veiða i net til 6. maí. Jafnframt er þorskveiðibann i gildi hjá öllum togbátum 1.—7. mai að báðum dögum meðtöldum. Vetrarvertíð á að Ijúka 15. mai en vegna veiðitak- markana er Ijóst að vertiðinni er i raun lokið í helstu verstöðvunum sunnanlands. Það er helst i Vest- mannaeyjum að bátar ætli á tog- veiðar fyrri hluta mánaðarins, en þorskur má ekki vera yfir 15% af afla bátanna. Vertíðin sunnan- lands og vestan hefur i heildina verið mun betri en í fyrra þó ekki jafnist hún á við vertíðir hér fyrr á árum. Atvinna hefur verið mjög mikil i öllum sjávarplássum. í Vestmannaeyjum lágu ekki fyrir í gær nákvæmar tölur um vertíðaraflann um mánaðamótin en hann er á bilinu 25—28 þúsund tonn. Er það 35% meiri afli en kominn var á land á sama tíma í fyrra. Vertíðin hefur fyrst og Kjaraskerðingin frá 1977 um 20% KJARASKERÐINGIN frá því er sólstöðusamningarnir tóku gildi á árinu 1977 og fram til dagsins í dag er orðin á bilinu 17 til 20% hjá þeim aðilum, sem ekkert hafa fengið i staðinn, þ.e.a.s. svokallaður félagsmála- pakki nær ekki til. Svo er t.d. um alla félaga innan BSRB og BHM. Hins vegar hafa nokkur atriði félagsmálapakkans náð til ASÍ-félaga, en hann var i heild metinn til 3ja prósenta. Þvi er kjaraskerðingin meðal ASÍ-fólks minni, sem því nem- ur. Skerðingin fer vaxandi þeim mun lengra sem líður vegna ákvæða svonefndra Ólafslaga, sem breyttu umsömdum verð- bótaákvæðum og mun nú vera orðin á almennum launum verkamanna um 50 þúsund krón- ur á mánuði. Fyrir hvert 1%, sem vísitala framfærslukostnað- ar stígur, hækkar verðbótavísi- talan aðeins um 0,85%. Hluti kjaraskerðingarinnar stafar frá efnahagsráðstöfunum, sem ríkisstjórn Olafs Jóhannes- sonar gerði hinn 1. desember 1978. Þá átti kauphækkun sam- kvæmt vísitölu að verða 14,13%, en varð aðeins 6,12%. 8,01% átti að bæta launþegum í þrennu lagi: með skattalækkun til lág- tekjufólks 2,00%, með auknum niðurgreiðslum 3,01% og með félagslegum umbótum 3,00%. Eins og áður er sagt, hefur félagsmálapakkinn svonefndi ekki komið opinberum starfs- mönnum að neinu til góða og enn hafa sjómenn ekki séð efndir þeirra félagslegu umbótaloforða, sem þeir fengu gegn launalækk- uninni 1. desember 1978. Hins vegar hafa ASÍ-félagar fengið efndir að einhverju leyti á þeim loforðum, sem þeim voru gefin. Þar mun stærst vera löggjöf um slysa- og veikindatilfelli og bæt- ur fyrir þau. Sá hængur er þó á að ekki er unnt að meta þessa félagslegu umbót, þar sem engar tölfræðilegar upplýsingar voru til um veikindi og slys. Renna menn því gjörsamlega blint í sjóinn með vægi þessa. Fleira, sem var í félagsmála- pakkanum, var um vexti af innstæðum oflofsþega í póstgíró- stofu yrðu hækkaðir úr 5% í 22% og nýlega voru þeir aftur hækkaðir í 26%. Þá var ákvæði um afnám eftirvinnu á föstudög- um, sem sett var með lögum í maí í fyrra. Þá hafa greiðslur í lífeyrissjóði verið gerðar lögtækskræfar og einnig hefur verið sett löggjöf um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot. Þá er enn óafgreidd löggjöf um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var og ákvæði um fjárveitingar til verkalýðs- hreyfingarinnar og ákvæði um húsnæðismál. fremst verið góð hjá netabátunum og togurunum en mun lakari hjá togbátunum. Aflahæsti báturinn er Þórunn Sveinsdóttir með rúm 1196 tonn og Gjafar er í öðru sæti með 1067 tonn. Netabátarnir fara nú á troll eða í „skveringu" en einhverjir fara á net aftur þegar það verður leyft 21. maí. í Þorlákshöfn hefur vertíðin ver- ið mun betri en í fyrra en ekki lágu fyrir nákvæmar tölur um aflann í gær. Friðrik Sigurðsson er afla- hæsti báturinn með tæp 1504 tonn og er hann jafnframt aflahæstur allra vertíðarbáta á landinu. Skip- stjóri á Friðrik Sigurðssyni er Sigurður Bjarnason. Höfrungur III er annar í röðinni með 1322 tonn og Jón á Hofi þriðji með tæp 1315 tonn. Þessir bátar eru hættir veið- um í bili og munu því ekki koma með meiri afla að landi á þessari vetrarvertíð. í Grindavík voru í gær komin á land 26.400 tonn og er það um 5 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Aflahæsti bát- urinn er Vörður með 1260 tonn, Kópur er næstur með 1084 tonn og þriðji í röðinni er Jóhannes Gunn- ar með 1033 tonn. Næstu 11 bátar eru með 8—900 tonn svo að sjá má að vertíðin hefur verið góð hjá Grindavíkurbátum. Hlé verður nú á veiðum Grindavíkurbáta, svo þar er lokið hinni eiginlegu vetrar- vertíð, að sögn fréttaritara Mbl. þar. Guðmundur J. og skattalagafrumvarpið: Mætti ekki á nefndarfundi — Gaí ekki út nefndarálit „ÞAÐ er rétt,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, er Mbl. spurðist fyrir um afgreiðslu frum- varpsins um tekjuskatt og eigna- skatt í gærkvöldi, „að Guðmundur J. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins i fjárhags- og við- skiptanefnd, var ekki mættur á fundi nefndarinnar þegar málið var afgreitt og hefur ekki ennþá gefið út nefndarálit. Komið er nefndarálit frá sex nefndarmönnum, þremur sjálf- stæðismönnum, sem flytja breyt- ingartilögur við frumvarpið, og frá fulltrúa Alþýðuflokksins og full- trúa Framsóknarflokksins," sagði Matthías ennfremur. Þá hafði Guðmundur ekki tekið þátt í umræðum á Aiþingi um málið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi né gefið út nefndarálit. Ætlunin var að ljúka afgreiðslu skattafrumvarpsins í gærkvöldi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Að síðustu sagði Matthías, að það vekti athygli að frá Guðmundi heyrðist ekki neitt þegar verið væri að auka skattbyrði almennings í landinu og hlut ríkissjóðs sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, auk þess sem kaupmáttur fólksins í landinu færi síminnkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.