Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Einar H. Ásgrímsson: Skal Brezhnev hylltur með íslenzkum fána? Vonandi ber íslenzka Ólympíu- nefndin gæfu til að bægja frá þeirri hneisu, sem orðstír Islend- inga yrði gerður, ef íslenzkir íþróttamenn færu til Ólympíuleik- anna í Moskvu í sumar. Neyðaróp Strax og samþykkt hafði verið að heimila Moskvu að efna til Ólympíuleikanna 1980, gall við hátt neyðaróp sovézkra flótta- manna sem sögðust skelfingu lostnir, því að Ölympíuleikar í Moskvu myndu slá þyrnirósar- svefni á allt starf andófsmanna í gjörvöllum Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra um langt árabil, og hvetja valdhafana til enn óbilgjarnari umsvifa bæði innan Sovétríkjanna og utan þeirra. Þessum kveinstöfum var fram- an af í engu sinnt hvorugu megin Atlantshafsins, þrátt fyrir það að þessi sömu sovézku flóttamenn svo og aðrir raunsæismenn bentu á það, að Sovétmenn væru að leggja undir sig hvert þjóðlandið af öðru með kúbönskum leigulið- um, svo sem Angóla, Suður- Yemen og Ethíópíu. Þetta breyttist í einni svipan, þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan með her sinn ódul- búinn um síðustu jól. Þá urðu menn í Bandaríkjunum og víðast á Vesturlöndum sammála um, að nú yrði að stinga við fótum. Carter Svo vel bar við, að Carter forseti Bandaríkjanna var farinn að hyggja að endurkjöri og hafði því næmara eyra fyrir aðvörunum raunsæismanna en áður. Sá Cart- er sig tilneyddan að kasta fyrir borð fyrri utanríkisstefnu sinni, og taka upp mun harðari raun- sæisstefnu í utanríkismálum. Þegar til átti að taka að hrinda í framkvæmd nýju stefnunni, kom strax í ljós að ekki var margra úrræða völ. Orðagjálfur Sovét- manna og Indverja undanfarin ár um friðlýst Indlandshaf hafði haft þau áhrif, að Bandaríkin áttu enga herstöð nógu nærri Afganistan til að geta aðhafst einn eða neinn mótleik á hernaðarsviðinu. Því að engum datt í hug að beita lang- drægum flugskeytum að öðru óreyndu. Svo snögg urðu þessi umskipti í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að mörgum nánustu stuðnings- mönnum Bandaríkjanna í Evrópu hnykkti við, þrátt fyrir að nýja stefnan er raunsærri og því að verulegu leyti skárri en sú fyrri. Það er því ekki að undra, þótt það kunni að taka okkur Islend- inga nokkurn tíma að átta okkur á og taka afstöðu til þessarar nýju gjörbreyttu utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Áskorun Þó er þar í einn veigamikill þáttur, sem snertir okkur beint og er svo hreinn og klár, að okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að taka afstöðu til hans strax, en það er sá ásetningur Carters að gera að sínu fyrrnefnt baráttumál sovézkra flóttamanna, að eyði- leggja Ólympíuleikana í Moskvu og leggja orðstír sinn að veði ef það mistekst. Sem leiðtogi vestrænna þjóða hefur Carter skorað á okkur íslendinga svo sem aðrar banda- lagsþjóðir Bandaríkjanna að senda ekki íþróttamenn á Ólympíuleikana í Moskvu. Þing Evrópuráðsins í Strass- borg samþykkti 31.1 1980 með miklum meirihluta atkvæða að beina þeirri brýnu áskorun til ólympíunefnda aðildarlandanna þar á meðal íslenzku ólympíu- nefndarinnar að senda ekki íþróttamenn á Ólympíuleikana í Moskvu. Það er íslenzka ólympíunefndin ein, sem taka þarf afstöðu til þessara áskorana. Til þess er nefndin fullfær, því að ólympíu- nefndin er skipuð 20 valinkunnum forystumönnum íslenzku íþrótta- hreyfingarinnar. Hér er um gríðarlega vanda- sama pólitíska ákvörðun að ræða, sem íslenzka ólympíunefndin þarf að taka á sig að ráða fram úr. Stæði til að halda Ólympíuleik- ana hér á landi, værum við íslendingar vel dómbærir á póli- tíska þýðingu þeirra. En nú á að halda Ölympíuleikana í Sovétríkj- unum, og Sovetmenn fara ekki í neinar grafgötur um þá feiknar- legu pólitísku þýðingu sem Ól- ympíuleikarnir hafa. Staðfesting í handbók sovézka kommúnista- flokksins 1980 stendur, að það að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Moskvu muni jafngilda staðfest- ingu á utanríkisstefnu Sovétríkj- anna. Og í sovézku handbókinni „So- vét-íþróttir“ stendur einnig þetta: „Sú skoðun, sem þykir fín á Einar H. Ásgrímsson * Vesturlöndum, að íþróttir standi utan við pólitík, á sér enga formælendur í Sovétríkjunum. Hún fær ekki staðizt í okkar landi. Ef einhver segir, að íþróttir geti staðið utan við svið pólitískra ákvarðana, þá tökum við slíka fullyrðingu ekki alvarlega." Undirokun Því hefur verið haldið fram, að eyðilegging Moskvuleikanna muni hafa öfug áhrif á sovézka borgara, og muni alls ekki opna augu þeirra fyrir ódæði sovézku valdhafanna í Afganistan, heldur þjappa sovézk- um borgurum saman að baki forystunnar í Kreml. Þessi hug- mynd gengur í berhögg við skoð- anir flóttamannanna mörgu frá Sovétríkjunum og er því ugglaust röng. Að sjálfsögðu er ekki fyrir að synja, að flestum Moskvubúum og einnig mörgum Rússum muni þykja nærri sér höggvið, en þess er að gæta að þeir eru bara hluti af þeirri mergð manna, sem lúta verða valdhöfunum í Kreml. Öruggt er að allar aðrar undir- okuðu þjóðirnar innan Sovétríkj- anna og sömuleiðis allar þjóðir leppríkjanna í Austur-Evrópu munu skilja eyðileggingu Moskvu- leikanna sem varnaðartákn til drottnendanna í Kreml, að yfir- gangs framferði þeirra undanfarið verði ekki liðið framvegis. Augljóst er, að íþróttamenn Póllands, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalands til dæmis að taka, fara nauðugir ti' Moskvu, svo heiftar- lega sem þeir hata Rússa, ef af Ólympíuleikunum verður þar, en þeir eiga engra annarra kosta völ. Einvaldur Ákvörðun Ólympíunefndarinn- ar er gífurlega vandasöm sökum þess að ekki er einungis orðstír okkar íslendinga í veði, ef við rjúfum samstöðu vestrænna þjóða. Einvaldurinn Brezhnev er ein- angraður, hégómagjarn öldungur. Ef hann skal hylltur með þjóðfána svo sjálfstæðs lýðræðisríkis sem íslands, gæti það hæglega yljað honum svo um hjartaræturnar, að hann teldi sér óhætt að feta ótrauður þá braut, sem hann mest langar að láta rauða herinn troða. Kortsnoj Vildi íslenzka Ólympíunefndin fara sínar eigin leiðir í þessu máli, gæti hún sagt við Sovétmenn, að Islendingar skuli taka þátt í Ól- ympíuleikunum í Moskvu í sumar, ef Viktor Kortsnoj fái konu sína og son til sín í Sviss úr haldi í Sovétríkjunum fyrir 20. maí n.k. Þarna er um að ræða dæmi þess, að Sovétmenn beita pólitísku valdi pukrunarlaust til að reyna að veikja andlegt þrek Kortsnojs og þar með keppnisgetu hans í skákíþróttinni. Starfslið Burstagerðarinnar. Burstagerðin 50 ára: Framleiðir á þnðja hundrað þúsund bursta á ári BURSTAGERÐIN h.f. í Kópavogi er fimmtíu ára í dag. Burstagerðin er stærsti framleiðandinn á sínu sviði hér á landi, en eins og nafnið gefur tii kynna er framieiðslan fyrst og fremst burstar ýmiss konar. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Friðriks Hróbjarts- sonar, framleiðir Burstagerðin um 60% af þeim burstum sem seldir eru hér á landi ár hvert, en það munu vera á þriðja hundrað þús- und burstar. Jafnframt bursta- framleiðslunni framleiðir fyrir- tækið pensla, flytur inn ýmis hand- verkfæri fyrir iðnaðarmenn og hreingerningartæki fyrir skóla og sjúkrahús. Friðrik kvað framleiðsl- una fjölbreytta og sagði hana vera allt frá naglaburstum til stærstu götu- og verksmiðjukústa. Þá framleiðir fyrirtækið bursta fyrir fiskiðnaðarvélar og einnig sértil- búna bursta fyrir iðnað og sagði Friðrik að það væri vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Að jafn- aði eru framleiddar yfir sextíu tegundir bursta og kústa hjá fyrir- tækinu. Stofnandi Burstagerðarinnar, Hróbjartur Árnason, stofnaði fyrirtækið þann 1. maí árið 1930,en hann mun vera eini íslendingurinn sem hefur haft meistararéttindi í þeirri iðn. Hróbjartur rak fyrir- tækið til ársins 1953 en þá tók við rekstrinum Sigurbergur Árnason. Núverandi framkvæmdastjóri er Friðrik Hróbjartsson og hefur hann annast reksturinn frá árinu 1965. 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnar- firði og Starfsmannafélags Hafnarf jarðarkaupstaðar 1980 Vordagur, hátíðisdagur og baráttudagur. Þann- ig er 1. maí í vitund alþýðunnar. Fyrir 57 árum, hinn 1. maí 1923, fór íslensk alþýða í fyrsta sinn út á göturnar og bar fram kröfur sínar og í Hafnarfirði hefur kröfuganga verið farin í 36 ár eða síðan 1944. Það er ástæða til að minnast þess, að þótt brautin hafi verið grýtt og gangan erfið, þá hafa verkalýðssamtökin náð mikilsverðum árangri og unnið marka sigra. Hver ávinningur hefur kostað fórnir og nær alltaf skefjalausan rógburð á þá, sem í eldlínum hafa staðið hverju sinni, frá þeim sem ekki hafa viljað viðurkenna, að launþegar væru verðir launa sinna. Að þessu sinni rennur 1. maí upp við þær aðstæður, að gerð nýrra kjarasamninga hefur dregist á langinn mánuð eftir mánuð, þrátt fyrir málamyndafundi og hátíðlegar yfirlýsingar. Á sama tíma hefur óðaverðbólga geisað og skatta- hækkanir dunið yfir svo nú standa launþegar stórum verr að vígi, en þegar samningar runnu út við síðustu áramót. Orsakir þessa ófremdarástands eru þrjár: 1. Hógværum kröfum verkalýðssamtakanna hef- ur verið svarað með neitum atvinnurekenda og ríkisvalds og reyndar hafa atvinnurekendur krafist skerðingar á kjörum launþega. 2. Umrót á sviði stjórnmála og skattahækkana sem virkað hafa neikvætt á gerð kjarasamn- inga. 3. Ósamstæð verkalýðshreyfing, þar sem meting- ur á milli starfshópa gagnkvæmar ásakanir og deilur, er daglegur viðburður. Þessu hættulega og óþolandi ástandi verður að ljúka og stöðva verður þessa óheillaþróun. Hér dugar ekki kyrrstaða eða varnarráðstafanir heldur öflug sókn. Þolinmæði hins almenna launþega er þrotin. Hugsi hver launamaður aðeins um eigin afkomu munu heildarsamtök launafólks aldrei ná neinum umtalsverðum árangri. Það sem lyft hefur samtökum launafólks á undanförnum árum og gert þeim kleift að knýja fram kjarabætur í formi kauphækkana og bættra félagslegra að- stöðu, er óeigingjörn samstaða, hugsjónir félags- hyggju og samábyrgðar. I þeim anda þurfa launþegar að endurskipu- leggja baráttu sína fyrir nýjum og betri kjara- samningum, þar sem megin áhersla verði lögð á kauphækkun fyrir hina lægst launuðu, réttlátara skattakerfi og félagslegar umbætur. Hafnfirsk alþýða! Nú dugar ekki neitt tómlæti eða af3kiptaleysi í kjarabaráttunni, taka verður virkan þátt í störfum félagssamtaka launþega. Enginn má sitja hjá, allir verða að vera með minnugir þess, að hlutirnir ganga ekki af sjálfu sér, og að kjarabætur fást ekki án baráttu. Munið að einhuga samtök geta unnið stórvirki, en sundruð megna þau engu. Fram til baráttu, sóknar og sigurs í þeirri baráttu, sem nú er hafin fyrir nýjum og betri kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.