Morgunblaðið - 01.05.1980, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Birgir Thorlacius: Sameiginlegir fundir rrtennta- málaráðherra Norðurlanda hófust 1938 og var fyrsti fundur þeirra í Kaupmannahöfn. Eftir styrjaldar- árin 1939—1945 hafa þessir fundir verið haldnir reglulega, fyrst ann- aðhvert ár, en árlega síðan 1954 og hin síðari ár oftar en einu sinni á ári, til skiptis í aðildarlöndunum. A þessum fundum bar stundum á góma að æskilegt væri að hafa til umráða sameiginiegan sjóð eða ráðstöfunarfé til þess að fylgja eftir þeim hugmyndum, sem ræddar voru og taldar voru heppi- legar til eflingar norrænni menn- ingarsamvinnu. Margar þessara hugmynda áttu rætur að rekja til ýmissa félagasamtaka, ekki síst norrænu félaganna. Norðurlanda- ráð fjallaði um slíka sjóðstofnun og einnig norrænu félögin, en þau lögðu til þegar á árinu 1955 að myndaður yrði sjóður sem hefði árlega til ráðstöfunar 1,2 milljónir norskra króna. Menntamálaráð- herrar Dana lögðu til árið 1963 að stofnaður yrði sjóður, sem hefði þrjár milljónir danskra króna til ráðstöfunar árlega. Mismunandi sjónarmið töfðu framgang máls- ins. Arið 1965 voru í tilraunaskyni lagðar fram 600 þús. d.kr. frá Norðurlandaríkjunum sameigin- lega og embættismönnum frá menntamálaráðuneytunum falin stjórn þessa bráðabirgðasjóðs, sem var undanfari Menningar- sjóðs Norðurlanda. Þessi tilraun, þótt í smáum stíl væri, þótti gefa góða raun, og hefur mönnum orðið æ ljósara að sameiginiegur sjóður til stuðnings norrænum menning- armálum er þýðingarmikill þáttur í því að breyta viljayfirlýsingum í raunverulegt menningarsamstarf. Um langt skeið hefur samstarf Norðurlandaríkja verið einna mest á sviði menningarmála. Skipulagsgrundvöllur þess menn- ingarsamstarfs sem fram fer á vegum ríkisstjórna Norðurlanda, er samningur Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Svíþjóð- ar, sem undirritaður var í Hels- ingfors 15. mars 1971, um sam- starf á sviði menningarmála. Öðl- aðist hann gildi 1. janúar 1972. Samningurinn er birtur í Stjórn- artíðindum 1972, C, bls. 1. Framkvæmd samningsins er í höndum ráðherranefndar Norður- landa (þ.e. menntamálaráðherr- anna), en henni til aðstoðar er embættismannanefnd, skipuð full- trúum frá menntamálaráðuneyt- unum. Ennfremur eru þrjár ráð- gjafanefndir, ein fyrir hvert svið, sem samningurinn tekur til: kennslumál, vísindastarfsemi og almenn menningarmál. í ársbyrjun 1972 var komið á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn með starfsliði frá öllum aðildarlöndun- um. Fjallar skrifstofan um sam- starfsverkefni á sviði menning- armála. Fjárframlög Norðurlandaríkja hvers um sig til norrænna sam- starfsverkefna á sviði menning- armála verður í eftirgreindum hlutföllum árin 1980—1982: Danmörk greiðir 23.7% Finnland — 16.0% ísland — 0.9% Noregur — 18.0% Svíþjóð — 41.4% Samtals 100.0% Um hin sameiginlegu fjárfram- lög er gerð sérstök fjárhagsáætl- un. Hún er undirbúin af embættis- mönnum bæði frá menntamála- ráðuneytum og fjármálaráðuneyt- um. Þá ræða menningarmála- nefnd Norðurlandaráðs, sem skip- uð er þingmönnum, og mennta- málaráðherrarnir um áætlunina á sameiginlegum fundi eða fundum, en ákvörðunarvaldið er í höndum ráðherranna. Niðurstaðan er svo lögð fyrir þjóðþingin, sem ákveða endanlega með fjárveitingum í fjárlögum hvers lands hver fram- lögin skuli vgra. Formenn í menn- ingarmálanefnd Norðurlandaráðs hafa löngum verið íslendingar: Ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Ragnhildur Helgadóttir og núver- andi formaður Arni Gunnarsson, alþm. Fjárhagsáætlun þessi, sem stundum er kölluð „menningar- fjárlögin", hefur hækkað ár frá ári. Var t.d. 32 millj. d.kr. árið 1973, en er árið 1980 80.625.000,- d.kr. Þar sem þessi áætlun veitir nokkurt yfirlit um hve fjölþætt norrænt menningarsamstarf er, er hún birt hér í heild: Greiðsluhlutfall íslands er 0.9% af heildarfjárhæðinni eða 725.625 danskar krónur, þ.e. 50.793.750 ísl. krónur. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt „menningarfjárlögunum" renna 4.516.000 d.kr. eða 316.120.000 ísl. kr. til rekstrar Norræna hússins og Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Reykjavík á árinu 1980. Af ýmsum öðrum liðum þessara fjár- veitinga nýtur ísland góðs, þ.á m. af þeim átta milljónum danskra króna eða 560 millj. ísl. kr., sem Menningarsjóður Norðurlanda hefur til ráðstöfunar. Um bókmenntaþýðingar, æsku- lýðsmál, tónlist og leiklist fjalla sérstakar nefndir, sem skipta fé sem veitt er til þessara mála og umsóknum, sem stjórn Menning- arsjóðsins berast varðandi þessi starfssvið, er því oft beint til þeirra. Um Menningarsjóð Norður- landa hafa verið gerðir tveir milliríkjasamningar. Hinn fyrri tók gildi 1. júlí 1967. Hann var síðan endurskoðaður í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hafði af starfsemi sjóðsins og nýr samn- ingur undirritaður í Stokkhólmi 12. júní 1975, eftir að þing Norður- landaráðs, sem haldið var í Reykjavík í febrúar 1975, hafði lýst sig samþykkt samningsdrög- unum. Samningurinn tók gildi 1. desember 1976 og samkvæmt hon- um starfar sjóðurinn nú. Samn- ingurinn er birtur í Stjórnartíð- indum 1976, C, bls. 137. Breytingar í síðari samningi frá hinum fyrri voru einkum fólgnar í því að samræma ákvæði hans ákvæðum menningarmálasamn- ingsins frá 15. mars 1971. Má nefna formbreytingu eins og þá, að framvegis skuli ráðherranefnd- in skipa fulltrúa ríkisstjórnanna í sjóðsstjórn en ekki ríkisstjórn hvers lands. Hinsvegar.er í reynd farið eftir tillögum ríkisstjórn- anna (menntamálaráðherranna). Þá var í fyrra samningi kveðið á um árlegt framlag til sjóðsins, sem reyndist of bindandi þegar framlögin voru hækkuð. Einnig var greiðsluhlutfall hvers lands til sjóðsins ákveðið í fyrra samningi en ekki hinum síðari. Það var áður miðað við fólksfjölda, en nú við þjóðartekjur. Starfssvið Menningarsjóðs Norðurlanda er mjög vítt og má veita fé úr sjóðnum til vísinda, kennslumála og almennrar menn- ingarstarfsemi. Veita má styrki til upplýsingastarfsemi á Norður- löndum og utan þeirra varðandi norrænt menningarsamstarf og norræna menningu. Styrki má veita til verkefna, sem stofnað er til í eitt skipti, en einnig til verkefna sem varanlegri eru, þó að jafnaði aðeins um tiltekinn tíma samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar. í sérstökum tilvikum má veita styrki til reglubundinna, endur- tekinna verkefna. Stjórn sjóðsins er skipuð tíu mönnum, fimm sem Norðurlanda- ráð skipar og fimm sem ráðherra- nefnd Norðurlanda (menntamála- ráðherrarnir) skipar. Jafnmargir varamenn eru skiþáðir af sömu aðilum. Stjórnin er skipuð til tveggja almanaksára í senn. Hún kýs árlega formann og varafor- mann úr sínum hópi og skulu þeir vera frá sama landi tvö ár í senn. Fulltrúar Islands höfðu for- mennsku og varaformennsku á hendi árin 1975 og 1976. Var undirritaður formaður þessi ár og Gils Guðmundsson, alþm., vara- formaður. Stjórnin er ályktunar- fær, ef formaður eða varafor- maður og eigi færri en sex aðrir stjórnarmenn eru á fundi. Afl atkvæða ræður úrslitum mála, en séu atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns. Fjárframlög úr sjóðn- um má þó ekki ákveða, ef báðir fulltrúar eir.hvers aðildarlandsins eru því andvígir. í stjórn sjóðsins eiga nú sæti: Frá Danmörku: Karl Skytte, fv. forseti þjóðþingsins, til ársloka 1980, en þá tekur við K.B. Ander- sen, forseti þjóðþingsins. Vara- maður er nú René Brusvang, þingmaður, en við tekur um næstu áramót Nathalie Lind, þingmaður. Ole Perch Nielsen, ráðuneytis- stjóri. Varamaður: Eyvind Noer, fulltrúi. Frá Finnlandi: Olavi Láhteen- máki, fv. þingmaður, til ársloka 1980, en þá tekur við Else Hete- máki-Olander, þingmaður. Vara- maður: Ilka-Christian Björklund, þingmaður. Jaakko Numminen, ráðuneytisstjóri. Varamaður: Matti Gustafson, fulltrúi. Frá íslandi: Sverrir Her- mannsson, alþingismaður. Vara- maður til ársloka 1980: Gils Guð- mundsson, fv. forseti Sameinaðs Alþingis, en þá tekur við Stefán Jónsson, alþm. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. Varamaður: Árni Gunnarsson, deildarstjóri. Frá Noregi: Jo Benkow, þing- maður, sem nú er formaður sjóð- stjórnarinnar. Varamaður: Rolf Fjeldvær, þingmaður. Olav Hove, ráðuneytisstjóri, varaformaður. Varamaður: Hans Sörbö, fulltrúi. Menningarsjóður Norðurlanda o.fl. Fjárveiting (í dönskum kr.): 2.3. Þjóðfræðastofnun Styrkur til Norræna Starfssvið: Norðurlanda 676.000 áhugaleikararáðsins 275.000 2.4 Sjóréttarstofnun 3.3 Bókmenntaverðlaun 01 Kennslumál 9.794.000 Norðurlanda 1.143.000 Norðurlandaráðs 230.000 02 Vísindamálefni 26.431.000 2.5 Norrænar jarð- og land- 3.4 Tónlistarverðlaun Norður- 03 Almenn menningarmál 15.900.000 fræðinámsferðir til íslands 320.000 landaráðs 150.000 04 Ráðherranefnd Norðurlanda, 2.6 Norræna vistfræðinefndin 451.000 3.5 Norrænt tónlistarsamstarf 1.543.000 ráðstöfunarfé 7.000.000 2.7 Norræn stofnun um 3.6 Norræn Samastofnun í 05 Menningarsjóður Asíufræði 2.513.000 Kautokeino 2.996.000 Norðurlanda 8.000.000 2.8 Norræna hafeðlis- 3.7 Norrænt samstarf 06 Norræna menningarmála- fræðinefndin 590.000 alþýðusamtaka: skrifstofan í Kaupmannahöfn 7.300.000 74.425.000 2.9 Norræn samstarfsnefnd æskulýðssamstarf 1.700.000 Áætlaður kostnaðarauki um heilbrigðisrannsóknir r alþýðufræðslusamstarf 1.100.000 vegna samningsbundinna á norðurslóðum 639.000 3.8 Styrkir til þýðingar á launahækkana 3.200.000 2.10 Norræn samstarfsnefnd um bókmenntum af einu Norður- Stofnkostnaðarútgjöld: rannsóknir á sviði alþjóðamála 748.000 landamáli á annað 1.200.000 Norræna húsið í Þórshöfn 2.11 Norræn samstarfsnefnd um 3.9 Norræna listamiðstöðin í Færeyjum 3.000.000 vísindalegar upplýsingar í Sveaborg 1.763.000 Samtals d.kr. 80.625.000 (NORDINFO) 2.304.000 3.10 Norræn kvikmynda- Sundurliðun eftir viðfangsefnum: 2.12 Norræn vísindamanna- námskeið 261.000 01 Kennslumál: námskeið 2.760.000 Styrkir: 1.1 Lýðfræðslustofnun Norður- Norrænir vísindamannastyrkir 800.000 3.11 Norræna listbandalagið 238.000 landa, Kungálv 2.640.000 Norrænar vísindaráðstefnur 400.000 3.12 Norræn rithöfunda- 1.2 Norrænt samstarf á sviði 2.13 Norræna eldfjallastöðin í námskeið 150.000 15.900.000 skólamála 1.199.000 Reykjavík 2.082.000 1.3 Norrænt samstarf um 2.14 Norræn samstarfsnefnd um 04 Ráðherranefnd Norðurlanda: fullorðinsfræðslu 175.000 hraðalrannsóknir 386.000 Ráðstöfunarfé 7.000.000 1.4 Norræna blaðamanna- 2.15 Norrænt samstarf um 05 Menningarsjóður námskeiðið 677.000 fjölmiðlarannsóknir 366.000 Norðurlanda 8.000.000 1.5 Norræn stofnun um 2.16 Norræna málstöðin 466.000 06 Norræna menningarmála- skipulagsfræði 3.413.000 Styrkir: skrifstofan í Kaupmannahöfn 7.300.000 'tyrkir: 2.17 Norræni sumarháskólinn 800.000 Áætlaður kostnaðarauki 6 Norræna lækna- 2.18 Norrænt félag um vegna samningsbundinna nnslusambandið 410.000 rannsóknir á málefnum 219.000 26'43L00° launahækkana 3.200.000 í. i Norræn námskeið á sviði rómönsku Ameríku Stofnkostnaðarútgjöld: kennslumála 1.280.000 9.794.000 03 Alemnn menningarmál: Norræna húsið í Þórshöfn 02 Vísindamálefni: 3.1 Norræna húsið í Reykjavík 2.434.000 í Færeyjum 3.000.000 2.1 Norræna sjólíffræðinefndin508.000 3.2 Norrænt leiklistarsam- Samtals 2.2 Atómvísindastofnun starf, framhaldsmenntun og d.kr.80.625.000 Norðurlanda (NORDITA) 8.260.000 gestaleikir 1.860.000 eða alls 5.643.750.000 ísl. kr. miðað við gengi 70/-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.