Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 19 Ánægja með Muskie en óvissa í utanríkismálum Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. i Washington. ALMENN ánægja ríkir í Banda- ríkjunum með ákvörðun Jimmy Carters forseta að skipa Edmund Muskie, öldungadeildarþing- mann frá Maine, utanrikisráð- herra í stað Cyrus Vance. Carter þykir hafa verið klókur að velja virtan mann úr liði þingsins, sem nýtur vinsæida og verður því væntanlega samþykktur í þing- inu alveg hávaðalaust og getur þannig hafið störf mjög fljótlega. Misheppnuð tilraun Bandaríkj- anna að bjarga gíslunum í Teher- an með valdi sl. fimmtudag og afsögn Vance vegna andstöðu hans við hana hafa komið róti á utan- ríkismál Bandaríkjanna. Það þyk- ir mikilvægt að þar hægist um sem allra fyrst og störf ráðuneyt- isins geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorizt sem fyrst. Muskie þykir tilvalinn til að halda starfi og stefnu Vance áfram. Warren Christofer, aðstoðarut- anríkisráðherra, mun gegna emb- ætti ráðherra þangað til Muskie tekur við. Það getur dregist í nokkrar vikur, því Muskie vill ljúka við störf sín í fjárlaganefnd þingsins, áður en hann tekur við embætti. Margir telja, að ósamkomulag milli Cyrus Vance og Zbigiew Brzezinski, öryggisráðgjafa Cart- ers, hafi haft áhrif á afsögn Vance. Carter sagði á blaða- mannafundi á þriðjudagskvöld, að sá orðrómur ætti ekki við nein rök að styðjast. Muskie sagði við útnefningu sína á þriðjudag, að hann hefði fullvissu fyrir því, að hann yrði talsmaður utanríkisst- efnu Bandaríkjanna. Vance var helzti ráðgjafi Muskies í utan- ríkismálum árið 1972, þegar hann sottist eftir útnefningu demókrata í forsetakosningunum. Þeir eru sammála um flest, en Muskie hefur stutt ákvörðun forsetans að Carter forseti tekur í höndina á Edmund Muskie eftir tilnefningu hans í embætti utanrikisráöherra. Á bak við þá eru Walter Mondale varaforseti og Cyrus Vance fráfarandi utanríkisráðherra. senda herlið eftir gíslunum í Teheran. Muskie hefur átt sæti í öldunga- deild þingsins í 22 ár. Hann hefur starfað samtals í 6 ár í utan- ríkismálanefnd þingsins, en hefur þó fyrst og fremst látið að sér kveða í efnahags- og náttúru- verndarmálum. Hann var varafor- . setaefni Huberts Humphrey 1968 og bauð sig sjálfur fram til forseta 1972. Hann dró sig þá til baka, eftir að hann brast í grát í New Hampshire, þegar hann reyndi að- ’ hreinsa mannorð konu sinnar af lágkúrulegum árásum Williams Loeb ritstjóra í blaði hans The Manchester Union Leader. Muskie þykir harður í horn að taka og talið er, að hann verði meira áberandi en Vance sem utanríkisráðherra. Hann þykir frjálslyndur í utanríkismálum. Hann varði Víetnam stríðið fram- an af, en 1972 sagðist honum þykja leitt að hafa ekki snúist gegn því 6 árum fyrr. Hann hefur mikinn áhuga á takmörkun vopnavígbúnaðar stórveldanna. Hann er hlynntur Salt samning- unum, en óttast að Salt II sam- ningurinn dragi lítið úr vopna- byrgðum þjóðanna. Muskie sagði, eftir innrás Sov- étríkjanna inn í Afganistan í janúar, að Sovétríkin hefðu svikið þá, sem héldu að hægt væri að komast að samkomulagi við sov- ézka ráðamenn. Hann sagði að nú þyrftu samningaviðræður land- anna að byrja aftur frá grunni og í framtíðinni gætu Bandaríkin ekki treyst orðum og fullyrðingum ' Sovétríkjanna. 100 bandarískir út- sendarar enn í Iran ERLENT Lundúnum — 30. apríl — AP. YFIR hundrað sendiboðar Banda- rikjanna eru nú í felum i íran, að því er Lundúnablaðið The Daily Telegraph skyrir frá í dag. í hópnum eru íranir, sem stundað hafa nám í Bandaríkjunum. CIA- menn og „Green Beret“-liðar. Þeir fyrstu komu til írans um jólaleytið og létu það verða sitt fyrsta verk að velja athafnasvæðið í eyðimörkinni i námunda við Tabas, þar sem ófarir björgunarleiðangursins urðu á dögunum. Að sögn gæta menn þessir þess vandlega að tala aldrei ensku og bera þeir flestir tyrknesk, egypzk og pakistönsk skilríki. Þeir fengu ítar- legar upplýsingar um hagi gíslanna frá írönskum samverkamönnum, en eitt mikilvægasta verkefni þeirra var að stofna til öngþveitis um það leyti, sem björgunin fyrirhugaða átti að EBE: Thatcher ósveigjanleg Lundúnum, 30. april. AP. THATCHER forsætisráðherra Bretlands segir að Bretar muni hvorki fallast á hækkun landbún- aðarafurða né samþykkja stefnu EBE í fiskveiði- og orkumálum þar til bandalagið hafi afgreitt fjárhagsáætlun sína. Mikill fögnuður varð í Neðri málsstofu brezka þingsins þegar ráðherrann kunngerði þessa af- stöðu sína í dag, og er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þing- manna er sammála. Thatcher er nýkomin af leiðtoga- fundi EBE, en þar krafðist hún þess afdráttarlaust, að framlag Breta í sameiginlega sjóði banda- lagsins lækkaði til muna, en upp- hæðin sem farið er fram á er 1,1 milljarður sterlingspunda. eiga sér stað, ekki aðeins í Teheran heldur víðs vegar um landið. Áætlan- ir voru um vegatálmanir í borgum, en hinir ýmsu miðstéttarmenn höfðu fallizt á að leggja bílum sínum, auk þess sem áform voru um sprengju- tilræði og íkveikjur, að því er segir í þessari fregn, sem höfð er eftir þekktum fréttaritara blaðsins, Clare Hollingworth. í fréttinni kemur ennfremur fram, að Iranir í hópi aðkomumanna hafi lagt á ráðin um að þeir níu gíslanna, sem sakaðir hafa verið um njósnastarfsemi, yrðu fluttir brott fyrstir, en flutningarnir til Tabas hafi átt að fara fram með írönskum herþyrlum, sem íranskir flugmenn flygju. Formaður bandarískrar þing- nefndar sem kannar orsakir þess að björgunartilraunin fór út um þúfur, Samuel S. Stratton, kveðst sannfærð- ur um að hrein og klár óheppni hafi verið orsök slyssins. „Það lítur út fyrir að almættið hafi verið hliðhollt Irönum en ekki okkur," sagði Strat- ton, sem telur nánast útilokað að þyrlurnar þrjár hafi bilað vegna þess að misbrestur hafi verið á viðhaldi eða að vélar þeirra hafi verið þandar um of. Fimmtíu þeirra leiðangursmanna, sem sluppu heilir á húfi komu til Fort Bragg í dag. Þeir voru daufir í dálkinn og neituðu flestir að svara spurningum fréttamanns, sem komst í tæri við þá. Einn var að því spurður hvort þeir væru liðsmenn í Delta- deildinni og svaraði hann með þjósti: „Já, og hvað með það?“ Annar sagði vonsvikinn: „Manni er falið verkefni, sem maður veit að hægt er að leysa, og svo kemur einhver og segir manni að hætta við allt saman.“ Ekki er vitað hvenær leiðangurs- menn komu til Bandaríkjanna, en Jimmy Carter hitti þá að máli á sunnudaginn. Mikil leynd hvílir yfir öllu viðkomandi Delta-deildinni, en eftir því sem næst verður komizt eru í henni um 300 mánns. Þar af fóru 90 til írans. Deildin hefur bækistöðvar í Fort Bragg í Norður-Karólínu, en sagt er að hún sé undir beinni stjórn bandaríska varnarmálaráðuneytis- FRETTIR j STUTTU MÁLI Nýnazistar ákærðir Stuttgart. 30. aprll (AP). NIU meintir nýnazistar hafa verið ákærðir í Stuttgart fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum. Þeir ætl- uðu að taka gísla til að frelsa Rudolf Hess, fyrrverandi stað- gengil Hitlers, úr Spandau-fang- elsi, og lögðu á ráðin um sprengju- árásir á Berlínarmúrinn. Menn- irnir eru rúmlega tvítugir en foringi þeirra 54 ára gamall. Samdráttur í nánd Washington. 30. april (AP). BANDARÍSKA efnahagsvísitalan lækkaði um 2,6 stig í marz og það var þriðja mesta lækkun hennar í sögunni og enn ein vísbendingin um að bandaríska þjóðin stendur frammi fyrir miklum samdrætti. Þetta var áttunda lækkunin á tólf mánuðum og sú mesta síðan í september 1974 þegar hún lækkaði um 3% og við tók samdrátturinn 1974-1975. Christopher hættir Washington. 30. apríl (AP). WARREN Christopher starfandi utanríkisráðherra hyggst láta af störfum í utanríkisráðuneytinu og snúa sér aftur að lögfræðistörfum í Los Angeles þegar hann hefur hjálpað Edmund Muskie nógu lengi til þess að komast inn í starfið og koma sér upp liði aðstoðarmanna. Christopher mun leggja til að Muskie skipi vara- mann sem hann þekki vel og geti haft eins gott samband við og Cyrus Vance fyrrverandi ráðherra hafði við Christopher samkvæmt heimildum í ráðuneytinu. 300 manns frá Kúbu í dag Key West — 30. apríl — AP. EFTIR tveggja daga hlé vegna veðurofsa hélt flóttamanna- straumurinn frá Kúbu áfram í dag. Tíu bátar með 300 manns innanborðs komu til Key West í Flórída, en síðan þessir flutningar hófust fyrir tíu dögum hafa fjögur þúsund manns komið þangað. Bandaríkjamönnum ráð- lagt að f ara frá Líberíu BANDARÍKJASTJÖRN hefur ráð- lagt öllum bandariskum rikisborg- urum i Liberiu að yfirgefa landið og fara ekki aftur fyrr en ástandið færist i eðlilegt horf. Áherzla var á það lögð að orðsendinguna bæri ekki að skilja svo að ástandið i Liberiu hefði versnað á siðustu dögum enda væri ekki ætlunin að hefja skipulega brottflutninga. Um 6 þúsund Bandaríkjamenn, flest tæknisérfræðingar, kaupsýslu- menn og kristniboðar, ásamt fjöl- skyldum, búa í Líberíu. í óeirðum í kjölfar byltingar hersins 12. apríl s.l. særðust tveir Bandaríkjamenn lítils- háttar, auk þess sem hermannahópur nauðgaði bandarískri konu, en um- fram það hefur bandarísku fólki í landinu ekki verið gert mein. Carter vondaufur Washington — 30. apríl. — AP. CARTER Bandaríkja- forseti telur að því að- eins sleppi íranir banda- rísku sendiráðsgíslun- um að Khomeini trúar- leiðtogi, byltingarráð landsins og öfgamenn- irnir samþykki einum rómi að gera það. Af máli forsetans á blaðamannafundi mátti ráða að nær útilokað væri að slík samstaða næðist með hinum sund- urlausu öflum í íran. „Við getum ekki átt sam- neyti við ómannúðlegt fólk, sem hefur alþjóða- lög að engu, sem þver- brýtur eigin trúarlögmál og ofsækir saklaust fólk,“ sagði Carter, um leið og hann fordæmdi þann „hryllilega vitnisburð um mannúðarleysi" sem fram kom þegar efnt var til opinberrar sýningar á líkum bandarísku her- mannanna á sendiráðs- lóðinni eftir hina mis- heppnuðu björgunartil- raun. „Þetta hefur vakið við- bjóð og fyrirlitningu um allan heim, og sýnir ljós- lega við hvers konar fólk er að eiga þótt reynt sé með friðsamlegum hætti að tryggja lausn þessarar deilu," sagði forsetinn. Hann hvikaði ekki frá því að rétt hefði verð að reyna að bjarga gíslun- um þótt svo illa hefði farið og sagði að til væru meiri mistök en þau að ná ekki tilætluðum ár- angri, og þau væru í því fólgin að reyna ekki. Carter hét því að reyna enn allt sem nauðsynlegt væri og vænlegt til ár- angurs til að fá gíslana lausa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.