Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1980 11 Tinna Gunnlaugsdóttir og Árni Blandon í hlutverkum sínum skorti. En flekkleysi elskend- anna ungu túlka þau Árni og Tinna með sóma. Baldvin Halldórsson og Þóra Friðriksdóttir sýndu mjög skemmtilegan samleik í hlut- verkum Príorsins og Príoriss- unnar. Jón Gudduson er áber- andi persóna í leiknum, kannski um of. Arnar Jónsson gerði honum ísmeygileg skii og tókst sæmilega að varast þá gildru sem heitir ofleikur. Kristbjörg Kjeld átti ekki í neinum vanda með að túlká Möngu. Þeim Helga Skúlasyni og Rúrik Haraldssyni auðnaðist að sýna okkur inn í hugskot Eldjárns og Hrólfs út- laganna. Þráinn Karlsson lék Björn, eina hlutverkið í leiknum sem kalla má vandræðalegt. Þráinn náði ekki heldur æski- legum tökum á hlutverkinu. Meðal leikara sem skiluðu hlut- verkum sínum á eftirminnilegan hátt má nefna Helgu E. Jóns- dóttur, Guðrúnu Þ. Stephensen, Þórhall Siguðrsson og Róbert Arnfinnsson. Ónefnt er lítið atriði sem gaman var að: Draumur Eld- járns með röddum þeirra Önnu Gísladóttur og hreyfingum Helgu Bernhard og Guðmundu Jóhannesdóttur. Það er kannski ástæðulaust að spá. En trú mín er sú að þessi sýning eigi eftir að njóta vins- ælda. Það á hún líka fyllilega skilið. Kóngsbakki Var aö fá í einkasölu 4—5 herbergja íbúö á 3. hæö viö Kóngsbakka. Sér þvottahús á hæöinni. Suöur svalir. Sérstaklega vönduö eign. Útborgun 28—29 milljónir. • - . „ Arni Stefansson hrl., Suðurgötu 4. Sími. 14314. Kvöldsími: 34231. HÚS- BYGGJENDUR Til afgreiðslu af lager: Niðurfallsrör Rennubönd Þakrennur Þakgluggar Þaktúður Gaflþéttilistar Kjöljárn Klippt og beygt járn af ýmsum gerðum. Öll almenn blikksmíði. 'S BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitiö nánari upplýsinga aðSigtúni 7 Simii29022 KROLL byggingakranar Sérstaklega hagkvæmir, traustir — og afkastamiklir. Til afgreiðslu af lager: Steyputrektar Steypusiló Sigmálskeilur m/teini. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitið nánari upplýsingá aðSigtúni 1 Simii29022 Hvers konar maður er Fer- aud? Helga varð við þeirri spurningu, sagði hann mann um sextugt, sem hafði verið bakari áður en hann gerðist tískukóng- ur. Þrígiftur og þrískilinn, allt er þegar þrennt er. Helga kvað hann einn af fáum tískukóngum, sem áhuga hefðu á kvenfólki, en ekki karlmönnum. Um tískulit- ina fyrir sumarið sagði Helga, að allt væri í pastellitum, mest þó blátt og bleikt. Efnin væru þunn og hæfðu kannski ekki sem best íslensku veðurfari. Semsagt þunn efni, ermalaust og hálfflegið. Helga hefur skroppið heim til íslands og unnið meðal annars fyrir Sambandið við Tíönnun lopafatnaðar. Segir hún lopapeysur og ann- an lopafatnað mikið í tísku hér í París um þessar mundir. Hún hefur jafnvel verið stoppuð á götu, þegar hún hefur verið í sínum lopapeysum, og fólk hefur spurt hana hvar hún hafi fengið þessi föt. Þó svo að hún hafi mikinn áhuga á að vinna úr íslenska lopanum hefur hún ekki í hyggju að hverfa frá starfi sínu hér í París, allavega ekki meðan henni líður svona vel. í frístundum sínum fer hún gjarnan á skíði, þegar tækifæri gefast. Einnig málar hún vatns- litateikningar, og þegar ég spurði hana hvort hún málaði þá fólk í fallegum fötum, sagðist hún mála fólk en ekkert frekar í fötum. Auðvitað sagðist hún renna sér á rúlluskautum niður helstu breiðgötu Parísar, Champs El- yseé á hverjum sunnudags- morgni, klukkan átta bætti hún við og hló. Jú, margs væri að sakna frá íslandi, fjölskyldu og góðra vina. Annars væri hún harður íslend- ingur, ætti alltaf brennivín, síld og harðfisk, sem íslendingar kynnu að meta þegar þeir kæmu í heimsókn. Hún sagðist sakna íslenskra jólasveina, tryði ekki enn sem komið væri á þá frönsku, jafnvel þótt þeir kæmu niður reykháf- ana hér í Parísarborg um jóla- leytið, svo að hún er sannur íslendingur. Ég kvaddi Helgu og þakkaði fyrir íslenskt góðgæti, um leið og mér hraus hugur við að aka alein um stræti Parísarborgar um hánótt. Héraðsvaka Rangæinga 1980 hefst á laugardag LAUGARDAGINN 3. maí kl. 21 hefst hin árlega héraðsvaka Rangæinga i Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Dagskrá vökunnar verður fjöl- breytt að vanda og meðal annars koma fram Samkór Rangæinga, kammerhljómsveit og barnakór Tónlistarskólans, svo og nýlega stofnuð lúðrasveit. Þá les Guð- mundur Daníelsson, rithöfundur, upp úr nýrri og óprentaðri bók sinni. Einnig verða flutt ávörp, píanóleikur, almennur söngur og fleira. Að síðustu leikur hljóm- sveit Gissurar Geirs fyrir dansi. Svo sem á liðnum árum, þá er héraðsvakan skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og hefur hún unnið sér hefð sem raunveruleg fjöl- skylduhátíð Rangæinga heima og heiman. Hefur vakan ætíð verið fjölsótt og víða að. Þess er vænst að svo verði einnig að þessu sinni. ísafjörður: Fyrsti tog- arinn vænt- anlegur inn á mánudaginn ísafirði. 29. april. ÞRÍR af fjórum togurum ísfirð- inga eru nú á veiðum. Mun sá fyrsti væntanlegur inn á mánu- daginn og hefst þá vinnsla eftir verkfall. Mun við það miðað að vinnslan geti orðið óslitin eftir að hún fer loks af stað. — Úlfar. Krabbameinsfélagi íslands afhent gjöf HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur færði nýlega Krabbameinsfélagi íslands höfðinglega gjöf, að fjár- hæð 200.000 krónur, til minningar um fyrrverandi formann sinn, Hrönn Pétursdóttur. (Fréttatilkynning) IÆTTIJÁR UNGIR JEfTt ERU mEÐ Vinningar strax í 1. fl. eru: Vinningur til íbúöakaupa á 10 milljónir, Ford Mustang Accent bifreiö, aö verömæti 7.4 milljónir. Bifreiöavinningur á 3 milljónir. 6 bifreiöavinningar á 2 milljónir hver. 25 utanferöir á 500 þúsund hver. 466 húsbúnaöarvinningar á 35 þúsund, 50 þúsund og 100 þúsund krónur hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiöa og flokksmiöa stendur yfir. Mánaöarverö miöa kr. 1400 ársmiöa kr. 16.800. fíllÐI ER mÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.