Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1980
Pétur Reimarsson, formaður SÍNE:
Lánasjóður
íslenskra
námsmanna
Lánveitingar, f jármögnun og endurgreiðslur námslána
Að undanförnu hafa far-
ið fram umræður um mál-
efni Lánasjóðs íslenskra
námsmanna (LÍN) og
náðu þær hámarki við af-
greiðslu fjárlaga frá Al-
þingi nú fyrir skömmu. f
þessari umræðu hefur bor-
ið nokkuð á vanþekkingu
um Lánasjóðinn og hafa
námsmannasamtökin sem
aðild eiga að LÍN ákveðið
að kynna almenningi og
ráðamönnuni starfsemi
sjóðsins. Áætlað er að
‘kynning þessi fari fram
með nokkrum greinum
sem birtar verða í blöðum
nú á næstunni.
f þessari grein verður
fjallað um fjölda þeirra
sem þiggja námslán, upp-
hæðir sem veittar eru að
láni, fjármögnun sjóðsins
og endurgreiðslur náms-
lána.
Fjöldi námslána
Ráðamenn hafa séð nokkrum
ofsjónum yfir þeim peningum sem
renna til námslánakerfisins og
hefur sérstaklega verið talað um
að námslánum hafi fjölgað mjög á
undanförnum árum. Hér fylgir því
tafla um fjölda veittra námslána
frá 1974.
Samkvæmt lauslegri athugun
virðast námsmenn erlendis flestir
stunda nám sem ekki er unnt að
stunda hér heima. Er þar aðallega
um að ræða framhaldsnám og
sérhæft nám ýmis konar. í grein-
argerð sem íslenskir námsmenn í
Gautaborg sömdu árið 1976 kemur
fram að ef allir íslenskir náms-
menn erlendis væru við nám í
Svíþjóð hefði kostnaður sænska
ríkisins þá verið um 20 milljón
sænskar krónur. Hér er eingöngu
átt við kennslu- og stjórnunar-
kostnað. Þessi upphæð miðað við
gengið í dag og samtals 30%
verðbólgu í Svíþjóð 1975—1979
nemur 2600 milljón íslenskum
krónum. Reikna má með að heild-
arkostnaður íslenska ríkisins við
að koma á fót menntunaraðstöðu
fyrir ailt þetta fólk sé miklu mun
hærri.
Athygli vekur að á tímabilinu
72—73 til 78—79 hefur heildar-
fjöldi veittra námslána ekki auk-
ist nema um 330 eða tæplega 12%
sem er varla svo mikil fjölgun að
ástæða sé til að hafa sérstakar
áhyggjur af. Tölur fyrir námsárið
1979—80 liggja ekki fyrir en ljóst
virðist að fjölgunin sé innan við
10% miðað við árin áður. Það er
því ekki offjölgun lánþega sem
skapar aukna þörf á fjármagni til
LÍN en hvað er það þá?
Upphæð veittra lána
Hér fylgir nú tafla sem sýnir
heildarupphæð veittra lána Lána-
Námsár
74- 75
75- 76
76- 77
77- 78
78- 79
Fjöldi lána til náms við Ileildarf jöldi
aðra
innl. skóla veittra
H.í. skóla erl. lána
1474 476 999 2949
1387 675 1036 3098
1048 665 1233 2947
995 580 1256 2831
1047 774 1323 3144
ekki til það lifa af. Ef gerður er
tölulegur samanburður á þessu
tvennu kemur eftirfarandi í Ijós.
Fyrir tímabilið 1. júní 1979 til 31.
maí 1980 mun eililífeyrisþegi sem
er einstæður og býr sjálfstætt fá
981 þús. kr. í ellilífeyri, tekju-
tryggingu og heimilisuppbót. Auk
þess má hann hafa tekjur (svo sem
í lífeyrissjóði eða launatekjur) upp
á 455 þús. kr. Samtals eru þetta
2436 þús. kr. fyrir þessa 12 mán-
uði. Framfærslukostnður LIN
fyrir námsmann við þessar að-
stæður er 2436 þús. kr. fyrir sama
tímabil. Ef námsmaðurinn hefur
455 þús. kr. í tekjur fengi hann
námslán að upphæð 1684 þús. kr.
og samtals yrði ráðstöfunarfé
hans 2139 þús. krónur. Þessi
upphæð er um 88% af ráðstöfun-
arfé ellilífeyrisþegans og er um
178 þúsund krónur á mánuði að
meðaltali. Með því að afla tekna
getur námsmaðurinn bætt stöðu
sína þannig að ef hann hefði 1200
þúsund krónur í tekjur yrði lánið
1051 þús. kr. og ráðstöfunarféð
2251 þús. kr. eða 92% af ellilaun-
um. Ef hann hefði 2436 þús kr. í
tekjur yrði lánið 0. Með slíkri
vinnu yrði svo ekki stundað fullt
nám.
í töflunni hér að ofan kemur
fram að heildarlánveitingar LIN
hækkuðu um 728 milljón krónur á
ímabilinu frá 1974—75 til 78—79
eða um 23%. Á sama tíma hefur
þjóðarframleiðslan aukist um rúm
20% og hafa því námslán staðið
hlutfallslega í stað miðað við
þjóðarframleiðsluna. Hér má
kannski minna á þá umræðu sem
fram fer í nágrannalöndunum og
einnig hér á landi um nauðsyn
þess að efla hvers kyns tækni-
þróun og nýsköpun til að viðhalda
vexti þjóðarframleiðslunnar. Slík
þróun getur þó tæplega átt sér
stað ef ekki er haldið uppi öflugu
menntakerfi.
Það er alveg ljóst að þær tölur
sem hér hafa verið raktar skýra
ekki heldur hvers vegna talað er
um að Lánasjóðurinn blási út og
Eins og lesa má úr töflunni
hefur veittum námslánum aðeins
fjölgað um 6.6% á þessu fimm ára
tímabili. Fjölgunin er svipuð til
náms við skóla erlendis og aðra
skóla en Háskólann hér heima eða
um 300 til hvers. Á móti kemur
veruleg fækkun lána til náms við
Háskóla íslands eða um 400 frá
1974. Sérstaklega er áberandi
fækkun lána á tímabilinu 1976—
1978 en þá voru námslánin vísi-
tölutryggð í fyrsta sinn og
námsmenn eðlilega mjög hræddir
við slíkt fyrirkomulag. Fjölgun
lána til annarra innlendra skóla
en HÍ er mest vegna fjölgunar við
Kennaraháskólann og einnig
vegna þess að inn í lánakerfið
hafa verið teknir nýir skólar eins
og Myndlistaskólinn og Fóstur-
skólinn.
Fjölgun námsmanna er-
lendis hefur verið nokkuð jöfn frá
því Lánasjóðurinn var stofnaður
1967.
(allar tölur í þúsund sé nú að verða einhvers konar
sjóðsins krónum): bákn í bákninu. En það er rétt að
Ileildarlán á Heildarlán Meðallán
Námsár verðlagi hvers árs verðlag mars 80 verðlag mars 80
74-75 641.501 3.139.850 1.065
75-76 937.943 3.455.262 1.115
76-77 1.062.967 3.031.959 1.029
77-78 1.476.131 2.948.100 1.041
78-79 2.693.495 3.867.859 1.230
í þessari töflu kemur fram að
meðallán hafa hækkað um rúm
10% frá 75—76 en voru lægri á
tímabilinu 1976—78 en 1974—76.
Til þess að gera grein fyrir
hvaða upphæðir koma í hlut
einstaks námsmanns skal hér
gerður samanburður á námslán-
um og ellilífeyri. Margir eru þeirr-
ar skoðunar að námslán séu allt of
há og sífellt verið að bruðla með
þau í alls kyns óþarfa en hins
vegar þykir sumum jafn ljóst að
ellilaun séu allt of lág og hreint
líta á hvernig staðið er að fjár-
mögnun LIN.
Fjármögnun LÍN
Framlög ríkisins til Lánasjóðs-
ins 1979 og 1980 voru sem hér
segir:
Bein framlög
Lántökur
Samtals
1979
2243 millj.kr.
1528 millj.kr.
3771 millj.kr.
Eins og sjá má hækkar heildar-
framlagið um 75% milli ára. Þessi
hækkun skýrist með því að verð-
lagshækkanir eru áætlaðar 45%,
fjölgun námslána er áætluð 15%
og auk þess er gert ráð fyrir að
vaxta- og afborganagreiðslur
sjóðsins nær tvöfaldist. Þetta leið-
ir hugann að því hvort rétt sé að
fjármagna LIN með lántökum.
Skuldir sjóðsins nema nú um
3700 milljón krónum og kostnaður
við þessar skuldir munu nema um
670 milljón krónum á þessu ári.
Þeir sem ráðið hafa fjármálum
ríkisins undanfarin ár hafa kosið
að fjármagna sjóðinn að meira og
minna leyti með vísitölu- eða
gengistryggðum lánum. Þannig
væru lántökur sjóðsins 45.5% af
heildarlánveitingum ársins 1979.
Þetta þýðir að staða LÍN fer
versnandi ár frá ári og það er
borin von að endurgreiðslur
námslána geti staðið undir fjár-
mögnun sjóðsins að einhverju
verulegu marki. Það var þó til-
gangurinn með því að verðtryggja
námslánin eins og verið hefur frá
1976.
Þegar Lánasjóðurinn var til
umræðu á Alþingi báru menn
saman bein framlög ríkisins til
sjóðsins 79 og 80 en eins og kemur
fram í töflunni hafa þau hækkað
um 140% milli ára. Eins og kemur
fram af framansögðu á slíkur
samanburður þó tæpast rétt á sér
heldur verður að líta á það
heildarfjármagn sem sjóðurinn
hefur úr að spila. Fjárveitinga-
nefnd hafði fengið í hendur þær
tölur sem hér hafa verið raktar
um fjármögnun LÍN og alveg
furðulegt að menn skuli ekki hafa
reynt að gera sér grein fyrir því
hvað um er að ræða áður en
tillögur um stórfelldan niðurskurð
á fjárveitingum til sjóðsins voru
fluttar. Á þessu ári er ætlað að
endurgreiðslur námslána verði að
upphæð 130 milljón krónur. Þetta
virðist lág tala en á sér þó
eðlilegar skýringar.
Endurgreiðslur
námslána
Fyrir 1976: Frá því Lánasjóður-
inn var stofnaður 1967 giltu þær
reglur að námslán báru 5% vexti
sem reiknuðust þó ekki á meðan á
námi stóð. Lánin skyldu greiðast á
15 árum og endurgreiðslur hefjast
5 árum eftir að námi lyki. í
þessum reglíim felst að aðeins
mjög takmarkaður hluti námslán-
anna skilar sér aftur til sjóðsins
vegna þeirrar óðaverðbólgu sem
hér hefur ríkt lengi. Þess vegna
var farið að tala um það á árunum
1972—73 að rétt væri að vísitölu-
binda námslánin að einhverju
leyti. Vorið 1976 voru því sam-
þykktar breytingar á lögum um
námslán.
Eftir 1976: Námslánin eru nú
að fullu vísitölutryggð og árlegar
endurgreiðslur háðar sérstökum
reglum. Þannig greiðir einstakl-
ingur sem skuldar 4 námslán fasta
afborgun sem nemur nú um 165
þúsund krónum á ári. Þessi upp-
hæð hækkar með framfærsluvísi-
tölu. Að auki ber að greiða 1% af
þeim tekjum sem eru umfram
ákveðnar viðmiðunartekjur og
voru þær um 2 millj. kr. fyrir
einstakling árið 1979. Þannig
verður heildargreiðslan miðað við
annars vegar 6 millj. kr. í árstekj-
ur og 10 millj. hins vegar, 205 og
245 þúsund krónur.
Samkvæmt þessum reglum er
reiknað með að 50—60% af öllum
námslánum skili sér aftur til
sjóðsins. Það tekur hins vegar
langan tíma fyrir þessar nýju
reglur að slá í gegn svo þeirra fari
að gæta að verulegu marki. En það
1980 Hækkun
5395 millj.kr. 140%
1200 millj.kr. —
6595 millj.kr. 75%
virðist ljóst að tekjur LÍN af
endurgreiðslum námslána munu
aukast verulega á næstu árum. Af
hálfu ríkisvaldsins hafa þó verið
settar fram kröfur um að endur-
greiðslur verði enn hertar frá því
sem nú er.
Nýjar endurgreiðslureglur: Á
síðastliðnu vori fékk stjórn Lána-
sjóðsins það hlutverk að endur-
skoða lögin um námslán. Það
frumvarp lagði þáverandi
menntamálaráðherra fram á Al-
þingi síðastliðið vor en því var
vísað til nefndar og er þar enn. í
sjóðsstjórninni náðist ákveðið
samkomulag um nýjar endur-
greiðslureglur. í því samkomulagi
er gert ráð íyrir að fastar afborg-
anir falli niður og að endurgreiðsl-
urnar verði eingöngu háðar tekj-
um. Ekki náðist þó samkomulag
um þær hlutfallstölur sem miða
skyldi við. Meirihluti sjóðsstjórn-
ar (fulltrúar ríkisins) lögðu til að
árlegar endurgreiðslur verði 5%
af tekjum umfram þær viðmiðun-
artekjur sem áður eru nefndar og
10% af tekjum umfram tvöfaldar
viðmiðunartekjur. Námsmenn
lögðu til að greidd yrðu 2.5% af
tekjum umfram viðmiðunartekj-
ur, 5% af tekjum umfram 1.5-
sinnum viðmiðunartekjur og 10%
af því sem er umfram tvöfaldar
viðmiðunartekjur. Einstaklingur
með 6 milljón króna árstekjur árið
1979 hefði átt að greiða 300
þúsund krónur samkvæmt tillög-
um meirihlutans en 275 þúsund
krónur miðað við tillögur náms-
manna. Fyrir einstakling með 10
milljón króna árstekjur yrðu þess-
ar tölur 700 og 675 þúsund krónur.
Niðurfelling fastra afborgana er
í samræmi við hugmyndir náms-
manna eins og þær birtast í
kröfunni: Engar endurgreiðslur á
þurftarlaun. Þetta er eðlileg
krafa því ef sú menntun sem menn
hafa lagt í skilar sér ekki aftur í
auknum tekjum að námi loknu er
varla hægt að krefjast þess að
námslánin séu endurgreidd. Þeir
sem ekki greiða neitt af námslán-
um sínum til baka yrðu þó vænt-
anlega mjög fáir og aðaílega um
að ræða fólk sem býr við mjög
skerta tekjuöflunarmöguleika svo
sem einstæða foreldra og lista-
menn.
Hjá þeim sem hærri hafa tekj-
urnar er gert ráð fyrir verulega
hertum endurgreiðslum og í heild
má ætla að reglur þessar gefi mun
meira af sér til LÍN en þær reglur
sem nú gilda. Það gildir þó það
sama um þessar reglur og reglurn-
ar frá 1976 að það mun taka
nokkurt árabil áður en þeirra færi
að gæta í fjármögnun sjóðsins. Að
undanförnu hafa þær hugmyndir
komið fram að námsmönnum beri
að endurgreiða námslánin að fullu
og öllu.
Fullar endurgreiðslur: Náms-
menn munu aldrei fallast á það að
allir greiði námslánin sín að fullu
aftur og gilda um það þau rök sem
talin eru upp í næstu málsgrein-
um hér að ofan. Þeir sem lagt hafa
þessar tillögur fram hafa að vísu
látið sér detta í hug að þeir sem
búi við lágar tekjur greiði lánin til
baka á lengri tíma en aðrir. Slíkt
verður þó varla gert nema með
lægri árlegum afborgunum.
Lokaorð
Lánasjóður íslenskra náms-
manna var stofnaður til að auka
efnahagslegt jafnrétti til náms.
Enn vantar þó verulega á að allir
njóti þessa efnahagslega jafnrétt-
is. Sjóðurinn lánar aðeins 85% af
reiknaðri fjárþörf námsmanna.
Námsmönnum er refsað fyrir að
vinna, því allar tekjur þeirra
dragast frá námslánum.
Brýnt er að fleiri skólar verði
teknir inn í lánakerfið.
Það er krafa námsmanna að úr
þessum atriðum verði bætt hið
fyrsta og að ráðamenn standi við
loforð sín gömul og ný í þessum
efnum.