Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 23 V erðbólguhorfur 1980: 53—55% meðaltals- verðbólga milli ára — sagði Lárus Jónsson (S) — Sennilega 40% en ekki yfir 45% segir forsætisráðherra Hæstvirtur forsætisráðherra viðhafði ummæli í sjón- varpsþætti um verðbólguhorfur 1980, sem ég tel mjög villandi og fjarri því að vera rétt, sagði Lárus Jónsson (S) í umræðu utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær. Forsætisráðherra taldi verðbólguvöxt frá ársbyrjun til ársloka 1980 líklega 40% og ekki hærri en 45%. í upplýsingum, sem fjárveitinga- nefnd Alþingis fékk frá Þjóð- hagsstofnun, kemur fram, að verð- lagshorfur eru síður en svo góðar á árinu. Dæmið lítur þannig út í samanburði við „niðurtalningu" ríkisstjórnarinnar": • — 1. maí átti „niðurtalning" að hafa mörkin 8% — en niður- staðan varð 13.2%. • — 1. ágúst eiga „niðurtaln- ingarmörkin" að vera 7% — en vísitöluhækkanir verða 9%. • — 1. nóvember eiga „niðurtaln- ingarmörk" að verða 5% en vísi- töluhækkun framfærslukostnaðar verður þá ekki undir 10%, eins og segir í bréfi Þjóðhagsstofnunar. Þetta sýnir að marklaust er að ætla sér með stjórnvaldsákvörðun- um að „telja niður" verðbólgu — en láta jafnframt vaða á súðum í ríkisfjármálum, peningamálum, erlendum lántökum o.fl., eins og hæstvirt ríkisstjórn gerir. Áætlan- ir Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu hafa samkvæmt reynslu alltaf ver- ið varlega unnar — og, því miður, oftar en hitt reynst of bjartsýnar. Framangreindar upplýsingar þýða í raun að reiknað er með 48% verðbólgu frá 1. nóvember i fyrra til jafnlengdar í ár, sem aftur þýðir að framfærslukostnaður hækkar að meðaltali á árinu um 53—55% fram yfir meðaltals- hækkanir á árinu 1979. Ég vil vekja athygli á því, sagði Lárus, að þessi áætlun er miðuð við verulegan niðurskurð gjaldskrár- hækkana fyrir Hitaveitu Reykja- vikur, Strætisvagna Reykjavíkur og Rafveitu Reykjavíkur nú fyrir 1. mai, og eftir því sem ég bezt veit gjaldskrárhækkanir annarra opin- berra fyrirtækja, miðað við „niður- talningu" síðar á árinu, sem ekki stenzt. Einnig er þessi áætlun byggð á óbreyttu grunnkaupi hjá öllum launþegum á árinu 1980. Menn geta á þessum fosendum séð, hvort hér er um van- og ofáætlun að ræða um verðbólguvöxt á árinu. Hvernig skýrir forsætisráðherra að verðbólguhorfur séu um 40% og ekki hærri en 45% — eins og hann staðhæfir — í ljósi upplýsinga, sem ég hefi hér tíundað? Og hvern veg rökstyður hann að 53—55% meðal- hækkun vísitölu framfærslukostn- aðar milli ára, byggð á framan- greindum forsendum, sé ekki rétt- ur útreikningur. Þá benti Lárus á að samkvæmt upplýsingum Seðlabanka verði greiðslubyrði erlendra lána 16— Í7% af útflutningstekjum í ár, og með 90 milljarða króna viðbótar lántökum á árinu 18.2% á næsta ári. Hvernig kemur þetta heim og saman við ákvæði stjórnarsátt- Gunnar Thoroddsen mála um að greiðslubyrði erlendra lána fari ekki yfir 15% af útflutn- ingstekjum? Og hvað gerizt, ef afli bregst eða verðfall verður, sam- hliða svo botnlausri erlendri skuldasöfnun? Vöxtur verðbólgu 40 til 45% Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði áætlun Þjóð- hagsstofnunar gerða á þeirri for- sendu að aðrar kostnaðarbreyt- ingar hafi áhrif á verðlag á líkan hátt og verið hefði. Þá gætu hækkanir orðið sem hér segir: Frá 1. febrúar 9,1%, í maímánuði 13% og síðan í ágúst 9% og loks í nóvember 10%. Þegar þessar fjórar tölur er reiknaðar saman yrði hækkunin á 12 mánaða skeiði þ.e. frá nóvember 1979 til jafnlengdar í ár 47.8%. Ef hinsvegar er reiknað með hækkun frá ársbyrjun 1980 til ársloka verður hækkunin 45%. Þessvegna staðhæfði ég í sjónvarpi að fréttafrásögn um 55% óðaverð- bólgu væru rangar. Ekki er aðeins rangri tölu og rangri spá slegið fram, heldur og Þjóðhagsstofnun borin fyrir. Lárus Jónsson Kjartan Jóhannsson „Þetta liggur ljóst fyrir,“ sagði forsætisráðherra, „þessar tölur eru réttar miðað við þessar áætlanir Þjóðhagsstofnunar, sem sagt töl- urnar 9.1, 13, 9 og 10, þá er samtalan þessi yfir það 12 mánaða tímabil, 47,8% frá nóvember til nóvember. En miðað við árið frá byrjun til enda þá er samtalan 45% hækkun verðbólgunnar." Nú er hinsvegar augljóst, að það er „ætl- un ríkisstjórnar og stefna- að breyta hér til. Ekki verða leyfðar hækkanir hjá opinberum stofnun- um í sama mæli og áður. Þannig að á næsta 3ja mánaða tímabili verði viðmiðunin 7% og þar næsta 5%. Miðað við að takist að framfylgja þessu stefnumarki, þá gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir að verðbólg- an verði frá byrjun til loka árs 40%. Á þessum útreikningum vóru orð mín í sjónvarpi byggð.“ Varðandi erlendar lántökur sagði forsætisráðherra að stjórnar- sáttmálinn kvæði ekki aðeins á um 15% greiðslubyrði erlendra skulda af útflutningstekjum. Fyrirvari væri á um arðbærar, gjaldeyris- sparandi framkvæmdir. Þá hefðu vextir erlendis hækkað, sem þýddi það að farið yrði yfir 15% markið þó engin ný lán bættust við. „Þessvegna er það ekki sæmilegur málflutningur að nefna hér aðeins 15% markið en sleppa hinu atriði stjórnarsáttmálans". Auk þess er vaxandi efasemdir um, hvort miða á erlendar skuldir við útflutnings- tekjur. Fleiri og fleiri hallast nú að viðmiðun við þjóðarframleiðslu. Meðaltalsverðbólga Hvers vegna var 15% markið, varðandi kostnað erlendra skulda, sett í stjórnarsáttmálann í des- embermánuði sl.? spurði Lárus Jónsson (S) Hefur forsætisráð- herra engar áhyggjur af því að þessi skuldabyrði erlendis fari í 18,2% útflutningstekna 1981 eða yfir hættumarkið? Hvern veg verð- ur við brugðist ef aflabrestur verður eða verðfall á útflutnings- vöru? Er ekki verið að stefna fjárhagslegu sjálfstæði okkar í tvísýnu, gera okkur of háða erlend- um fjármagnseigendum? Hvers- vegna stefnir ríkisstjórnin langt yfir þau skuldamörk er hún setti sjálfri sér í eigin stjórnarsáttmála fyrir fáum mánuðum? Ég var satt að segja undrandi á viðbrögðum jafn reynds stjórnmálamanns og forsætisráð- herra við framsettum staðreyndum mínum um verðlagshorfur 1980, byggðum á upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar til fjárveitinga- nefndar Alþingis. Forsætisráð- herra á að vita betur, hvern veg unnið er úr þeim tölum, sem hann vitnaði til. Það á ekki að leggja þessar tölur saman, heldur setja viðmiðunarmark á 100 í upphafi tíma, sem reikningstímabilið tekur til, til að fá hlutfallshækkun út með venjulegum útreikningi. Þann- ig færst út 53—55% meðaltalsverð- bólga milli ára. í gildandi fjárlög- um sjálfs forsætisráðherra er reiknað með 47,5% meðaltalsverð- breytingum milli ára. Þessi tala er nú komin upp í 53—55%. Útlistun ráðherrans hlýtur að byggjast á vankunnáttu hans á þessu sviði. Víxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds eru í fullum gangi, ekkert marktækt er gert til að hefta þennan skrúfugang, ekkert aðhald er í ríkisfjármálum, erlendis skuldasöfnun — og nú stefnir í stóran viðskiptahalla út á við, svo eyðslulán hljóta að bætast ofan á framkvæmdalán. Að lokum vil ég aðeins segja, sagði Lárus, að reynslan er ólygnust, og ég er reiðubúinn að láta hana skera úr um ágreining minn og forsætisráð- herra. Hitt er alvarlegra þegar forsætisráðherra slær fram viðlíka blekkingum í eyru alþjóðar í sterkasta fjölmiðlinum, sjónvarp- inu. Og ég óska forsætisráðherra til hamingju með þau verðlagshöft, sem hann nú boðar sem lausn á efnahagsvandanum. Gagnrýnin á stjórn Alþýðuflokksins Kjartan Jóhannsson (A) sagði margfeldisleiðina marktækari við mat á verðbólguhorfum en sam- lagninguna. Nú töluðu talsmenn ríkisstjórnar um geymdan vanda, sem þeir hafi érft frá ríkisstjórn Alþýðuflokksins. Allar verðhækk- unarbeiðnir hefðu verið afgreiddar af þeirri stjórn. Hinsvegar hafi hún beitt „niðurtalningu" þann veg, að skera hækkunarbeiðnir niður. Hafi slíkt verið að „geyma vanda" þá væri slíkt svo enn, ef ríkisstjórnin framkvæmdi það sem hún boðaði um „niðurtalningu". Það væri hinsvegar ekki stórmann- legt að skamma Alþýðuflokkinn fyrir að framkvæma það, sem ríkisstjórnin boði nú en fram- kvæmi ekki — til að verja sitt eigið aðgerðaleysi og sínar eigin ófarir. Bæði forsætisráðherra og Lárus Jónsson (S) töluðu á ný og héldu fast við fyrri tölfræði um verðbólguhorfur annó 1980. Leiðrétting í FRÁSÖGN þingsíðu í gær af umræðum á Alþingi um úthlutun starfslauna rithöfunda, frásögn af ræðu Sigurlaugar Bjarnadóttur, er á einum stað talað um stjórn Rithöfundasambands þar sem á að standa stjórn launasjóðsins. Þetta leiðréttist hér með. GARÐYRKJUAHOLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GREINAKLIPPUR GREINASAGIR mjög handhægar, GIRÐINGA- STREKKJARAR GRASAKLIPPUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARDKÖNNUR Járnkarlar Jarðhakar Sleggjur SLONGUKLEMMUR nota hinir vandlátu. Stærðir frá %“■—12“. Einnig ryðfríar GARDSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI VÆNGJADÆLUR FERNISOLÍA Karbólín Viöarolíur Tjörur HRÁTJARA Islenskir FÁNAR Allar stærðir Fánastangakúlur Fánalínur Fánalínufestingar Notlín HREINSILÖGUR FYRIR FISKINET — GÖMULNET VEIDA SEM NÝ — • Togvír Dragnótavír HANDFÆRAVINDUR HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKUR PIKLAR M. ÚRVAL SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGAR KOLANET SILUNGANET Opið laugardaga 9—12. Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.