Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980
5
Einn af skólahópunum á sýningunni í INorræna húsmu var frá
Árbæjarskólanum og þarna er Frank Ponzi að skýra myndirnar fyrir
krökkunum.
Mikil aðsókn að
heimsmálunmum
Framlengt til
sunnudagskvölds
í Norræna húsinu
MIKIL aðsókn hefur verið að
málverkasýningu Lista- og menn-
ingarsjóðs Kópavogs í Norræna
húsinu en þar eru sem kunnugt
er sýnd málverk í fyrsta skipti á
íslandi eftir marga heimskunna
listmálara.
Sýningin var framlengd um
eina viku vegna mikillar aðsóknar,
en um sl. helgi sáu 1000 manns
sýninguna. Mun henni ljúka nk.
sunnudagskvöld 4. maí. Margir
hafa komið tvisvar á sýninguna og
fjöldi hópa úr skólum. Sagði
Frank Ponzi í samtali við Mbl. að
krakkarnir væru mjög áhuga-
samir um sýninguna.
Átök á þingi málm- og skipasmiða:
Tillaga for-
mannsins felld
TALSVERÐ átök urðu á nýaf-
stöðnu þingi málm- og
skipasmiðasambands íslands og
lenti formaður sambandsins,
Guðjón Jónsson, þar i minni-
hlutaí máli, sem snerist um þátt-
töku málmiðnaðarmanna i nor-
rænum samhjáiparsjóði málmiðn-
aðarmanna. Flutti Guðjón tillögu
um að beina því til aðildarfélaga
málm- og skipasmiðasambands-
ins að þau greiddu 1.000 krónur
islenzkar á hvern félaga til sjóðs-
ins, en meirihluti þingfulltrúa
samþykkti að greiða 50 aura
sænska, sem er um það bil 50
krónur.
Sú regla mun vera á hinum
Norðurlöndunum, að greiddir séu
50 aurar sænskir á hvern félaga í
þennan sameiginlega sjóð málm-
iðnaðarmanna. Sjónarmið þeirra,
sem ekki vildu greiða meira, hlaut
atkvæði 32ja þingfulltrúa, en 30
fulltrúar studdu tillögu formanns-
ins. Miðlunartilaga, sem var á þá
leið, að stofnframlag íslenzkra
málmiðnaðarmanna yrði sam-
kvæmt tillögu Guðjóns 1.000 krón-
ur íslenzkar, en síðan yrðu greiðsl-
ur 50 aurar sænskir upp frá því,
var felld með samþykkt áður-
nefndrar tillögu.
Morgunblaðið leitaði til Guð-
jóns Jónssonar og spurði hann um
þetta mál. Guðjón kvaðst ekki
hafa ætlað, að þetta yrði blaða-
mál, en þar sem hann væri
spurður kvaðst hann ekki skorast
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. s.l. þriðjudag mátti
skilja að Gunnar heitinn Mosty
hafi verið vanur kafari og stundað
köfun fyrr á árum. Hið rétta er að
hann mun aðeins einu sinni áður
hafa farið í kafarabúning og var
það fyrir allmörgum árum. Biðst
Mbl. velvirðingar á þessari mis-
sögn.
undan að svara. Hann kvað þenn-
an sjóð vera sameiginlegan sjóð
málmiðnaðarmanna á Norður-
löndum og ætlaðan til þess að
styrkja málmiðnaðarmannafélög í
kjarabaráttu og ennfremur á
víðtækari grunni, ef náttúruham-
farir eða einhver óáran skylli yfir.
Hann sagði, að í norrænum sam-
böndum, sem aðild ættu að sjóðn-
um, væru um 900 þúsund manns
og í krafti þess væri framlag ekki
hátt á hvern félaga.
Guðjón kvað það hafa vakað
fyrir sér að íslenzkir málmiðnað-
armenn tækju þátt í þessum
samhjálparsjóði (solidaritetsfond)
á myndarlegan hátt, enda ætti að
nota sjóðinn til styrktar kjarabar-
áttu málmiðnaðarmanna víðs veg-
ar um heim, til stofnunar stéttar-
félaga í þróunarlöndum og enn-
fremur til styrktar einstaklingum
og hópum, sem kynnu að verða
fyrir ofsóknum vegna kjarabar-
áttu. Því vildi ég að þetta yrði
þúsund króna framlag á ári á
hvern félaga enda er ekki við
úthlutun úr sjóðnum spurt um
fjölda félaga heldur þörf. Hefði
framlag íslendinga þá orðið um 20
þúsund krónur sænskar. Aðrir
vildu hins vegar halda sig við
sama framlag og aðrir norrænir
málmiðnaðarmenn greiddu, 50
aura sænskar á hvern félaga.
Niðurstaðan hefði því orðið að
framlagið í heild verður um 1.000
sænskar krónur. Með þessu hefðu
og íslenzkir málmiðnaðarmenn
verið að leggja inn fyrir fram-
tíðina, ef erfiðleikar kæmu upp.
Guðjón Jónsson, formaður
málm- og skipasmiðasambands ís-
lands, kvað þessa niðurstöðu á
þinginu þó ekki koma í veg fyrir
það, að einstök aðildarfélög sam-
bandsins gætu ekki greitt meira.
Þá kvað hann annað þing koma
saman að tveimur árum liðnum og
kvað hann enn tækifæri að end-
urskoða eða breyta þessu á næsta
þingi sambandsins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
Fjárhagsáætlunin
samþykkt einróma
FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnar-
fjarðarbæjar fyrir yfirstand-
andi ár var samþykkt á fundi
bæjarstjórnar sl. þriðjudags-
kvöld með atkvæðum allra bæj-
arfulltrúa. Sagði Árni Grétar
Finnsson, einn bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, að þessi
samstaða um fjárhagsáætlun
væri sjálfsagt einsdæmi og
hefði ekki komið fyrir í sögu
bæjarins.
I bæjarstjórn sitja fjórir full-
trúar Sjálfstæðisflokksins, 2 frá
óháðum borgurum og mynda
þeir meirihluta, 2 frá Alþýðu-
flokki, 2 frá Alþýðubandalagi og
einn frá Framsókn.
Af helztu tekjuliðum fjárhags-
áætlunarinnar má nefna útsvör
2.571 milljón kr. en bæjarstjórn
samþykkti 5% hækkun á 11%
útsvar og verður það því 11,55%
á þessu ári. Aðstöðugjöld gefa
276 m. kr., fasteignagjöld 726
milljónir, en af þeim er veittur
10% afsláttur, framlag úr jöfn-
unarsjóði er 564 m. kr., fram-
leiðslugjald frá ísal er 223 m. kr.,
gatnagerðargjöld eru 208 m. kr.
og ýmsar aðrar tekjur 390 millj-
ónir króna.
Helztu útgjaldaliðir eru fram-
lög til gatna- og holræsagerðar
851 milljón, til fræðslumála 801
m. kr., til félagmála 893 m. kr.,
til stjórnar kaupstaðarins 388 m.
kr., til hreinlætismála 180 m. kr.,
æskulýðs- og íþróttamála 177 m.
kr., til áhaldahúss bæjarins 150
m. kr., til vatnsveitunnar 123 m.
kr., til heilbrigðismála 71 millj-
ón og til menningarmála 68
milljónir. Þá er framlag til
skipulags- og byggingarmála 133
milljónir og til eignabreytinga
874 m. kr. Helztu liðir þar eru til
byggingar íþróttahúss við
Víðistaðaskóla 170 m. kr., lok
viðbyggingar við Lækjarskóla
106 m. kr., rekstrarframlag til
bæjarútgerðarinnar 200 m. kr.,
stofnframlag til Rafveitunnar
105 m. kr., til innréttingar á
íþrótta- og félagsheimili 24 m.
kr. og til skóladagheimilis 26
milljónir auk annarra smærri
liða. Þá er í fjárhagsáætlun gert
ráð fyrir fjárveitingu til að ljúka
byggingu Engidalsskóla, til
bygginga og kaupa á leiguíbúð-
um fyrir aldraða, til undirbún-
ings smíði nýrrar sundlaugar,
viðbyggingar við Öldutúnsskóla
og byggingar tveggja húsa á
gæzluvöllum. Af öðrum helztu
framkvæmdum nefndi Árni
Grétar Finnsson áframhald
lagningar varanlegs slitlags á
götur samkvæmt áætlun, en
reyna á að ljúka lagningu þess á
svo til allar götur sunnan Lækj-
arins og á nokkrar göt í
Álfaskeiðshverfi og Nor<" e,
en í gatnagerðaráætlun e rert
ráð fyrir að þessum am-
kvæmdum verði að mestu iokið á
næsta ári. Nýtt hverfi er að rísa
í Hafnarfirði um þessar mundir,
Hvammahverfi en þar hefur
verið úthlutað á annað hundrað
lóðum, nýtt iðnaðarhverfi er að
rísa norðan Reykjanesbrautar
og hafnar eru framkvæmdir í
Suðurhöfninni við 80 m. langan
viðlegukant. Þá eru áætlaðar 50
m. kr. til byggingar íþrótta-
mannvirkja og 20 milljónir til
byggingar DAS í Hafnarfirði.
Árni Grétar Finnsson lýsti
ánægju sinni með samstöðu þá
er tókst á fundinum með öllum
bæjarfulltrúum um fjárhags-
áætlunina og kvað hann þetta
dæmi um ágætt samstarf innan
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
HOOVER
ekki bara ryksuga...
Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins
ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því
margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær
ekki eins og t.d. • Klistur •Þráðarenda
• Dýrahár • Sand úr botni
• Bakteriumyndandi sveppa- og gerlagróður
Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætíð
sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um
snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta.
Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur.
HOOVER
er heimilishjálp.
■
■
ég banka,bursta
ogsýg...
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMt 84670
flekking
Þjónusi
© »»>»».
FÁLKINISJ
1904-19»,