Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 39 h r Haukar bikarmeistarar HSÍ1980 Sterkur lokakafli færði þeim sigur ÞAÐ VAR sannkölluð bikarstemmning í Laugardals- höllinni í gærkvöldi er Haukar báru sigurorð af KR í síðari úrslitaleik liðanna í bikarkeppnis H.S.Í., 22—20, í æsispennandi viðureign. En það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að Haukum tókst að tryggja sér sigurinn með dyggum stuðningi áhangenda sinna á áhorfendapöllunum sem studdu að vanda vel við bakið á sínum mönnum. Leikurinn var allan tímann mjög jafn og ekki mátti á milli sjá hvort liðið ætlaði að tryggja sér sigur, en leikur Hauka var öllu yfirvegaðri í lok leiksins og bikarinn og réttur til að keppa í Evröpukeppninni næsta ár varð þeirra. KR-ingar reyndu að leika mað- ur á mann í lokin, en allt kom fyrir ekki, Sigurgeir Óskarsson innsiglaði sigur Hauka með góðu Sigurgeir skorar síðasta mark marki rétt fyrir leikslok. Hauka- leiksins og innsiglar sigurinn. sigur var í höfn. yfirhöndinni, 8—7. A eftir fylgdi mjög góðúr kafli hjá liðinu og þeir breyttu stöðunni í 10—7, og allt virtist stefna í að þeim tækist að sigla vel fram úr Haukum. En þeir voru ekki á þeim buxunum að gefa sig og varnarleikurinn svo og markvarslan lagaðist aftur og þeir náðu að jafna metin, 11—11, áður en flautað var til hálfleiks. Jafnræði var svo með liðunum allan síðari hálfleikinn og þar til fimm mínútur voru eftir af leikn- um. Þá tóku Haukar af skarið og sigruðu verðskuldað. Stórleikur Ingimars og Árna Þeir Ingimar Haraldsson og Arni Hermannsson áttu báðir varð til þess að KR-ingar misstu leikinn út úr höndunum á sér. Ótímabært skot og sendingar kostuðu liðið tvö mörk. Konráð Jónsson og Jóhannes Stefánsson voru bestu menn KR-inga. Konráð lék sinn besta leik með KR til þessa og Jóhannes var sterkur bæði í vörn og sókn. Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, lék með KR að þessu sinni og stóð sig frábærlega vel. Hann var sá eini sem þoldi spennuna í lok leiksins og hélt þá KR á floti með fjórum mörkum siðustu 9 mínútur leiks- ins. Bæðir Pétur Hjálmarsson og Gísli Felix í markinu stóðu vel fyrir sínu. Pétur varði stórvel síðari hluta fyrri hálfleiksins. Mörk KR: Konráð Jónsson 5, Hilmar Björnsson 4 (2v), Jóhann- es Stefánsson 4, Björn Pétursson 3 “VaCU Bikarmeistararnir Haukar 1980. Æsispennandi lokamínútur Þegar fimm mínútur voru eftir af leik KR og Hauka var staðan jöfn, 18—18, allt var á suðupunkti og harkan talsverð. Þessar síðustu fimm mínútur var það stórleikur Ingimars Haraldssonar sem tryggði Haukum öðru fremur sig- ur í leiknum. Ingimar skoraði tvö glæsileg mörk af línunni þrátt fyrir mjög stranga gæslu og kom Haukum tveimur mörkum yfir, án þess að KR tækist að svara fyrir sig. Þegar þrjár mínútur eru eftir af leik er tveimur Haukum vísað af velli með skömmu millibili og þeir urðu að leika fjórir síðustu 2 mínúturnar og 40 sekúndurnar. Hilmari Björnssyni tókst að minnka muninn niður í eitt mark, 20—19, en Ingimar er enn á ferðinni og svarar fyrir Hauka þegar mínúta er eftir. KR sækir og Hilmar skorar 20. mark KR þegar 24 sekúndur voru eftir. Jafn leikur Leikur liðanna var afar jafn lengst af. Nokkrar sveiflur voru þó í upphafi leiksins meðan leikmenn voru að finna rétta taktinn í leiknum. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 3—1, en KR sleppti þeim ekki langt fra sér og seig hægt og bítandi á og á 19. mínútu tókst þeim að ná Gleðin brýst út hjá leikmönnum Hauka, um leið og leikurinn var tiautaour at. Andrés fyrirliði hampar bikarnum. stórleik með liði sínu og voru mennirnir á bak við sigurinn. Árni hefur sjaldan leikið betur með Haukum og Ingimar var afar sterkur á lokakafla leiksins þegar mest reið á. Skoraði hann fjögur af síðustu fimm mörkum Hauka. Stefán Jónsson kom vel frá varn- arleiknum og þeir Ólafur Guð- jónsson og Gunnar Einarsson sýndu báðir góða markvörslu í leiknum. Lið KR varð að bíta í það súra epli að tapa, en þrátt fyrir það lék liðið vel og á köflum brá fyrir því besta sem sést hefur til þessa í vetur. Það var fyrst og fremst of mikil taugaveiklun í lokin, sem víti, Ólafur Lárusson 2, Haukur Geirmundsson og Símon Unn- dórsson eitt mark hvor. Mörk Hauka: Árni Hermanns- son 5, Ingimar Haraldsson 5, Árni Sverrisson 3, Júlíus Pálsson 2, Andrés Kristjánsson 3, Þórir Gíslason 2. Dómarar voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Kristjáns- son og komust þeir vel frá leikn- um. Brottvísanir af leikvelli: Hörð- ur, Stefán og Júlíus allir í Hauk- um í 2 mín hver. Ólafur Guðjónsson varði eitt víti og Gísli Felix eitt. þr. Sagt eftir leikinn Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR: Betra liðið sigraði i þessum leik og ég óska Iiaukum til hamingju með sigurinn. Leikur- inn var jafn og sigurinn getað lent hjá báðum liðum. Leik- menn KR fundu sig ekki nægi- lega vel í leiknum og það reið baggamuninn. Viðar Simonarson, þjálfari Hauka: bessi Ieikur gat farið á hvorn veginn sem var. Ég var smeyk- ur allt þar til fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Ég lagði höfuðáhersluna á varnarleikinn og á því unnum við leikinn. Þá áttu þeir Árni Hermannsson og Ingimar Haraldsson báðir frá- bæran leik. Hilmar Björnsson, KR: Það var fyrst og fremst reynsiuleysi okkar manna sem færði Haukum sigur 1 leiknum. Þá voru við óheppnir að nýta ekki mörg dauðafæri í leiknum. Gunnar Einarsson, Haukum: Þetta var sætur sigur, loks tókst okkur í Haukum að krækja í einn meistaratitil inn- anhúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.