Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1980 21 Rætt viö sænska rithöfundinn Áke Leijonhufvud TEXTI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Það kostar atak að yrkja sitt hjónaband og nýr lifsmáti er ekki einhlitur til frelsunar" — Ég veit ekki, hvort hjónabandið fær staðizt í nútímaþjóðfélagi, alténd vefst sýnilega fyrir æ fleirum að una formi, sem við reynum að þrýsta hjónabandinu í. Aftur á móti er ég viss um að áfram verður við lýði ein- hvers konar par-sambúð. En sú hugarfarsbreyting, sú þróun sem orðið hefur á öllum sviðum nema innan hjónabandsins, hlýtur að gera að verkum að það verður mönnum æ flókn- ara. Þetta sagði osænski rit- höfundurinn Ake Leijon- hufvud í samtali við Morg- unblaðið. Hann hefur ver- ið hér síðustu daga og flutti m.a. fyrirlestur í Norræna húsinu á dögun- um og las upp úr verkum sínum. Skáldsaga hans „Anna & Cristian" var til umfjöllunar í blaðinu á dögunum en hún fjallar einmitt um hjónabandið, sögð af báðum aðilunum Önnu og Christian til skiptis. Þessi bók vakti ákaflega mikla athygli, þegar hún kom út fyrir hálfu öðru ári í Svíþjóð. Hún hefur síðan verið þýdd á norsku, dönsku og finnsku og er um þessar mundir að koma út í Vestur-Þýzkalandi. Áke Leijonhufvud hafði áður sent frá sér tvær ljóða- bækur og eina skáldsögu, en sló í gegn með Önnu & Cristian. Nú er nýkomin bókin „Förförarens Nya Dagbok“ í Svíþjóð. — Þegar Anna & Christ- ian kom út varð verulegt fjaðrafok, segir hann — ýmist var ég hafinn upp til skýja eða sakaður um að- skiljanlegar ónáttúrur. Meðal annars var ég bor- inn þeim sökum að ég væri á móti konum — sem mér finnst ekki eiga við rök að styðjast. En bent var á kafla í bókinni þar sem Christian lemur danska rauðsokku sundur og sam- an þessu máli til stuðn- ings. Hins vegar þótti eng- um ástæða til að bendla mig við að vera á móti konum þótt Christian væri stöðugt að lemja konuna sína ...! Ég var töluvert lengi að skrifa þessa bók, áreiðan- lega hátt í ár. Ég valdi þann kostinn að láta þau bæði segja söguna — til skiptis og reyndi að gæta réttlætis í beggja garð. Vegna þess að í hverju máli er aldrei bara einn sannleikur, sönnu nær að þeir séu að minnsta kosti tveir. Hjónaband Önnu og Christians er dæmigert kærleikshaturssamband. Það má kannski segja að um margt sé Anna heil- steyptari manneskja og er oftast nær með báða fætur á jörðinni. En hún þrýstir Christian niður — án þess að kúga hann — hún grefur undan sjálfstrú hans, án þess beinlínis að ætla það alltaf. Hún vekur athygli barnsins á veikari hliðum hans. Og á krít- ískum stundum í sambúð þeirra snýr hún alltaf við honum baki. Hún stendur sig betur í starfi en hann, sem hyllist til að rekja til bernsku sinnar það sem aflaga fer í fasi hans og almennu viðhorfi. Úr verð- ur hin eilífa togstreita, sár og sæt og það er engin lausn gefin í þessari bók, enda kannski ekki til. — Nýja bókin mín er ekki jafn átakamikil og Anna & Christian, segir hann aðspurður. Kannski má segja að hún snúist um þessa þrálátu þrá hvers manns að verða „frjáls“ — án þess þó að við getum fullkomlega gert okkur grein fyrir hvað við eigum við með þessu frelsi. Enda snýst það iðulega upp í andstæðu sína. Aðalper- sónan er virtur stærðfræð- ingur, hann lifir ósköp borgaralegu lífi, hann á sér pena konu og tvö pen börn. En þetta líf verður smátt og smátt svo frá- hrindandi í hans augum, að hann verður að leita eftir einhverju öðru. Hann verður ástfanginn af danskri stúlku og þau flytjast í kommúnu. En auðvitað verður hann ekk- ert frjáls. Nýr lífsmáti er ekki einhlítur til frelsun- ar. Ég held að það sé mergurinn málsins að fólk í hjónabandi eða frjálsri sambúð skilji að það kost- ar ekki síður átak að yrkja sitt hjónaband en grafa skurði eða hvaðeina starf sem menn takast á við. Menn — og þá er ég líka að tala um konur — koma heim til sín og vænta þess að hamingjan sitji uppá- búin í sófanum og þar með þurfi ekki meira fyrir henni að hafa. Sé ham- ingjan ekki á sínum stað, eða sé hún ekki tilbúin að gera eitthvað fyrir mann- eskjuna, verða vonbrigði, sektartilfinning grípur um sig, angur og streita. Og síðan er það líka þesi ankannalega afstaða margra að það veiti sjálf- stæði og frelsi að hafa yfirhöndina í viðkomandi samböndum. Það er óhugsandi að praktísera. — Hvort ég sé með strindbergska kompleksa? Ja, ætli það ekki. Ég býst við að flestir sænskir höf- undar verði fyrir áhrifum frá honum á einn eða annan hátt, það er svo ákaflega erfitt að smeygja sér undan þeim. Én kannski er nú of mikið að tala um kompleksa. — Mér hefur verið legið á hálsi, í sambandi við Önnu & Christian, að draga ekki meira fram þau áhrif sem átök foreldr- anna kunni að hafa á barnið. Hins vegar er það nú svo að þegar hjón deila jafn æðislega verða börnin alltaf númer tvö. Hvað svo sem hjónum er umfram um að láta eins og þau beri hag barnsins fyrir brjósti, þau ýta því alltaf til hliðar að minnsta kosti meðan átökin eru í hámarki. — Nei, það er rétt að það er ekki pólitík í bókum mínum nú, í hefðbundnum skilningi. Fyrir nokkrum árum var ekki skrifuð svo bók í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum að menn þyrftu ekki að viðra í henni pólitíska afstöðu, hitt þótti bara smáborg- aralegt. Þegar ég var að byrja að skrifa var það Víetnam, stúdentaóeirðir, upplausn. Og allir urðu að taka afstöðu. Umfram allt þeir sem skrifuðu. En póli- tík í bókmenntum vill sveigjast inn á flokkslega sviðið og mér finnst flokkspólitík og bók- menntir ekki eiga saman, orð og innihald verða að standa fyrir sínu. Höfund- ur má ekki kaffæra hið listræna og skapandi í pólitískri prédikun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.