Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Ástin og frelsið í þjóðlegri umgjörð Þjódleikhúsið: SMALASTÚLKAN OG ÚTLAG- ARNIR. Höfundar: Sigurður Guðmundsson og Þorgeir Þorgeirsson. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Ef unnt er að tala um þjóðlega íslenska leikhefð er ljóst að hlutur Sigurðar Guðmundssonar í henni er mikill. Nægir að nefna að hann aðstoðaði Matthías Jochumsson við gerð Útilegu- mannanna. En nú hefur Þorgeir Þor- geirsson minnt okkur á leikrita- skáldið Sigurð Guðmundsson með því að gera úr Smalastrku hans leikritið Smalastúlkuna og útlagana. Breytingar á texta munu ekki vera ýkja miklar, en niðurröðun efnis er með öðru móti en hjá Sigurði, enda Þor- geir staðráðinn i að koma með boðlega sýningu handa nútíma- fólki. Vinnubrögðum sínum lýsir hann í bréfi til Sigurðar málara sem er eins konar eftirmáli bókarinnar Smalastúlkan og út- lagarnir, útg. Iðunn 1980. í bréfinu segir Þorgeir m.a.: „Ég bjó mér til persónu sem hugsaði á þínum forsendum en hafði þó mína vitneskju um leikhúsið í dag og þá áhorfendur sem það sækja. Þennan náunga setti ég í það að ljúka verki þínu, Smala- stúlkunni". Ennfremur stendur í bréfinu: „Þín kynslóð hafði til- hneigingu til að ræða um Frelsið og Astina með stórum stöfum hvorttveggja. Hugtök ykkar voru massíf og traust, nánast áþreifanleg frá okkar sjónarhóli í dag. Mér liggur við að segja að þau hafi haft lit og lögun. Eg hef það til marks um aðra reynslu, fleiri vonbrigði kanski að hugtök okkar eru varfærnislegri og loftkenndari í dag, en samt þarf það ekki endilega að merkja að okkur sé minna niðrifyrir". í Smalastúlkunni og útlögun- um er einföld og einlæg saga um ástir á fjöllum uppi. Helga, dóttir Guðmundar bónda, hittir Grím, son útlaganna Björns og Sigríðar. Þau laðast hvort að öðru í sakleysi og gáska æskunn- ar. Ást þeirra frelsar útlagana að lokum þegar þeir mæta dóm- ara sínum. Útlaginn Eldjárn sem kennt hefur Grími kvenhat- ur mælir fram lykilorð verksins: „Enginn er svo sterkur að hon- um sé ráðlegt að hælast um við ástina. Enginn veit nær henni er að mæta. Hún er alstaðar. Og enginn skyldi ætla að verja aðra fyrir henni — fremur en sjálfan sig — eða að stjórna ástum annarra". Foreldrar Gríms sem tíðar- andinn bannaði að njótast flýja á fjöll. Harðýðgi foreldra og hræsni kirkjunnar manna eru andstæður þess frelsis sem eftir- sóknarverðast er. Ekki síst verð- ur kirkjan fyrir bitrum skeytum, þjónar hennar taldir gjörspilltir, gráðugir og fullir girndar. Sú mynd er nú reyndar ærslafengin af hálfu höfunda á sama hátt og vergirni Möngu griðku og hátt- erni siglda lausamannsins Jóns Guddusonar er einkum til að kitla hláturtaugarnar. Lögmaður, fulltrúi valdsins, er látinn tala af segulbandi og undirstrikar sú aðferð hið ó- mannúðlega og fjarræna sem sífellt er að ráðskast með aðra, boða og banna. Lögmaður er samt kallaður niður til fólksins í lok leiksins og kemur þá í mannlegu gervi sem greinir hann ekki tilfinnanlega frá öðr- um villuráfandi sauðum. Smalastúlkan og útlagarnir er leikrit sem með hugkvæmum lausnum á ýmsum vandmeðförn- um stöðum í frumgerð verksins ætti að geta orðið dæmigert fyrir hið sígilda útlagaminni og jafnframt átt nokkurt erindi til samtímans í umræðu sinni um mannleg samskipti yfirleitt. í prentaðrði gerð eru leikstjóra gefin ströng fyrirmæli um ýmis tæknileg atriði. Þótt ekki sé farið nákvæmlega eftir þeim hafa þau orðið að gagni. Þórhild- ur Þorleifsdóttir er kunn fyrir Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON lifandi sviðsetningar, hið leik- ræna gildi sem er ekki aðeins orð. Henni hefur tekist vel að þessu sinni. Þó held ég að ekki sé síður um vert það sem Sigurjón Jóhannsson kemur til leiðar með leikmyndum sínum. Hann hefur að eigin sögn farið í smiðju til hollenska málarans Pieters Bruegels sem var uppi á sama tíma og leikritið er látið gerast, þeas. sextándu öld. Þetta djarfa tiltæki Sigurjóns hefur heppn- ast, búningar eru fallegir og litríkir, sviðsmyndir þótt ekki séu flóknar, sterkar og hreinar í tjáningu sinni. Ekki síst skal nefnt framlag ljósameistarns Kristins Daníelssonar. Mesta athygli vakti leikur þeirra Árna Blandons sem leikur Grím og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem leikur Helgu. Þessi hlutverk eru viðkvæm, gætu hæglega orð- ið of angurvær ef kunnáttu Háskólatónleikar Ursula Ingólfsson-Fasshind. píanó og Ketill Ingólfsson, píanó. Efnisskrá: Fr. Schubert: Mars í D-dúr op. 51. W.A. Mozart: Sónata í D-dúr K.V. 448. Fr. Schubert: Fúga í e-moll op.152 W.A. Mozart: Fúga í c-moll K.V. 426 Joh. Brahms: Tilbrigði í B- dúr op. 56 um stef eftir J. Haydn. Tónllst eftir RAGNAR BJÖRNSSON Tónleikasalurinn í Félags- stofnun stúdenta er vægast sagt óheppilegur til tónleika af því tagi sem hér um ræðir og er mér reyndar til efs að nokkurri alvarlegri tónlistar- iðkun sé greiði gerður með staðsetningu í umræddum sal. Hafi salur þessi verið byggður Ursula Ingólfsson til tónlistarflutnings er það enn ein sönnun þess hvað byggingarfræðingum eru mis- lagðar hendur þegar um er að ræða að reikna út hljómburð eða að teikna á umhverfi til tónlistariðkana. Þessir gallar húsnæðisins komu því miður niður á flutningi hinna annars ágætu listamanna Ursulu og Ketils Ingólfssonar, en hér naut sín hvorki tækni né blæbrigði í leik og ef þau hjón leyfðu sér að leika sterkar en „piano“ varð hljómurinn strax óskýr, glamurkenndur og öll pedalnotkun hættuleg. Best slapp Brahms þó frá húsinu og naut flutningurinn sín þar best. Hugsanlega hefði verið viturlegt, við.þessar aðstæður, að sleppa viðkvæmum verk- efnum eins og Mozart-sónöt- unni. E.t.v. hefði einnig verið heppilegra að snúa flyglunum gegnt hvor öðrum, og tilbreyt- ing hefði verið ef þau hjón hefðu skipt um sæti á stund- um, því þótt vafalaust sé oft heppilegt að láta konuna ráða á heimilinu má það ekki verða um of á tónleikapallinum og engin ástæða er fyrir Ketil að setja ljós sitt undir mæliker. Gaman væri að fá að heyra þau hjón öðru sinni musisera saman á tvö píanó, en þá við allt aðrar aðstæður. Ketill Ingólfsson Rennir sér á rúlluskautum niður Champs Elyseé á hverjum sunnudagsmorgni Þegar ég heimsótti hana einn laugardag, var hún í óða önn að raða saman alls kyns teikning- um af kjólum og drögtum, sem eiga eftir að skapa tísku kvenna í ár víða um heim. Ástæðan fyrir veru Helgu hér er sú, að hingað fluttust foreldrar hennar, en faðir hennar var sendiherra í París. Hér er Helga búinn að vera í tíu ár og festa eins miklar rætur og íslendingur getur fest annarstaðar en á Islandi. Helga fór í teikniskóla hér í París og segist smátt og smátt hafa valið tískuteiknun, því að hún segist alltaf hafa haft áhuga á fötum. Hún ferðast töluvert vegna starfsins, er meðal annars búin að fara til Asíu og Afríku til að kynna það, sem Feraud hefur á boðstólum. Hún segir að það sem hún teikni helst um þessar mundir Anna Nissels, fréttaritari Mbl. í París, ræðir við Helgu Björns- son tízkuteiknara Helga Björnsson er starfandi tískuteikn- ari hjá Louis Feraud í París. Hún er búin aö koma sér vel fyrir í fallegri íbúö á Rue Fbg st. Honoré ná- lægt Sigurboganum, þar sem hún lætur fara vel um sig. séu svokallaðir olíukjólar, þar sem ríkar Arabakonur sækja sína tísku mikið til Feraud. Auðvitað væru fleiri við- skiptavinir, þar á meðal Ma- dame Bar, kona franska forsæt- isráðherrans. Þekktar söngkon- ur eins og Nana Mouskori fengu lánaða kjóla fyrir konserta. Ut- lánastarfsemi á kjólum er hjá Feraud, það er að segja ef manneskjan er nógu fræg eða fer í fína veislu innan um vel þekkt fólk, þar sem myndir eru teknar, undir myndinni verður auðvitað að standa að tiltekinn kjóll sé frá Feraud. Ég spurði Helgu hvort það væri möguleiki fyrir mig að fá lánaðan kjól til að fara í afmælið hennar ömmu? Jú, jú, svaraði hún, ef hann félli algjörlega fyrir þér. Þá vita allar fallegar, íslenskar stúlkur það hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.