Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1980 7 Sþ. 036& UTANRIKISMAL Skýrsla Ólafs Jóhannessonar utanríkisrádherra til Alþingis 1980 Kompás- skekkja Ekki er langt síöan dálkurínn um erlend mál- efni viö hliö forystugrein- ar Tímans var iöulega lagöur undir áróöurs- greinar frá Novosti, sov- ésku „fróttaþjónustunni" hér á landi. I samræðum manna á meðal var þessi síöa í hjarta Tímans þá oft nefnd KGB-síöan, því aö vitað er, aö sovéska njósnastofnunin ræöur miklu hjá Novosti eins og öörum sovéskum stjórn- arstofnunum heima og erlendis. Undanfarnar vikur og mánuöi hafa Rússar ekki átt eins greiöan aögang aö þess- um góöa staö í Tímanum og fer vel á því. Hins vegar er greini- legt, aö þeir, sem skrifa greinar á þessa síðu um alþjóðamál, þurfa nú aö laga kompásinn hjá sér, ætli þeir aö fylgja sjón- armiöum þeim, sem fram koma í skýrslu Ölafs Jó- hannessonar um utanrík- ismál og lögö var fram á Alþíngi í byrjun vikunnar. I fyrirsögn á síðunni á þriöjudag sagöi: „Vest- ur-Evrópa fylgir Banda- rfkjunum nauöug." í skýrslu utanríkisráöherra segir hins vegar: „Enda þótt nú sé komin upp sú staöa, að vestræn ríki telji nauósyn bera til aó standa þétt saman og treysta samvinnu sína, m.a. innan Atlantshafs- bandalagsins ...“ Skrif Tímans um utan- ríkismál hafa í alltof ríkum mæli einkennst af þeirri gömlu áráttu fram- sóknarmanna aó bera kápuna á báóum áttum í utanríkis- og öryggismál- um landsins. Nú hefur „ókrýndur foringi" flokksins markaö stefnu, þar sem tekin eru af öll tvímæli um stuðning við Atlantshafsbandalagið og varnarsamstarfið við Bandaríkin. Nú veröur flokksmálgagnið aö leið- rétta kompásskekkju sína og feta í fótspor hans. Ritglaðir málsvarar Lesendur Morgun- blaðsins hljóta að hafa tekiö eftir því aö ógnar- stjórnir kommúnismans víóa um heim eiga sé dygga málsvara hér á landi, sem óhikað láta skoöanir sínar á blaö, telji þeir aö „sínum mönnum" vegió. Þannig hafa birst hér í blaðinu uppljómaðar greinar um „dýröina" á Kúbu eftir aó vakió var máls á flótta- mannastraumnum þaðan í forystugrein blaðsins. Telja má víst, aó setn- ingar í skýrslu utanríkis- ráóherra verði ritglööum málsvörum rauóu kmer- anna í Kambódíu og her- 'tjórnarínnar ( Víetnam tilefni til langra hugleió- inga í blöóum. í skýrsl- unni segir m.a. aó fram- kvæmd kennisetninga rauðu kmeranna hafi leitt til „útrýmingar verulegs hluta þjóóarinnar“. Og hörmungum íbúanna í Kambódíu hafi ekki linnt vió innrás Víetnama í landió, enda hafi hún verið „af öörum hvötum sprottin en umhyggju fyrir mannréttindum í nágrannaríki". Þeim, sem hafa hugsað sér aó gera athugasemdir viö þessar staöreyndir úr skýrslu utanríkisráöherra, er vinsamlega bent á aó fá inni fyrir sjónarmið sín á ofangreindri síóu um er- lend málefni (Tímanum. Hvers vegna útreikningar? í sjónvarpsþætti á þriöjudagskvöldið sat Gunnar Thoroddsen stuttlega fyrir svörum um kjaramálin og þróun efnahagsmála. Þar var hann meðal annars spurður um það álit Þjóö- hagsstofnunar, sem lýtur stjórn ráöherrans og er helsti ráögjafi hans og ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, að verðbólg- an yrói 55% á þessu ári. Ráöherrann hikaði ekki í svari sínu, þegar hann fullyrti, aó þessi tala væri röng. Verðbólgan yrði ekki nema 45%. Öllum, sem náió fylgj- ast með, er Ijóst, p.ð Þjóöhagsstofnun hefur jafnan veriö varkár í spá- dómum sínum um vöxt veróbólgunnar, þ.e. stofnunin hefur oftast spáó lægri veröbólgu en oröið hefur ( reynd. For- sætisráöherrann metur máliö hins vegar á allt annan veg án þess aó rökstyðja nðurstööu sína frekar. Ekki er óeölilegt, aö menn velti því fyrir sér í framhaldi af þessu til hvers ráóherrann hefur þessa ráögjafasveit á sínum vegum vió flókna útreikninga, úr þvi að hann veit betur. J STUÐNINGSMENN B Péturs J.Thorsteinssonar boöa til kynningarfundar laugardaginn 3. maí í Laugarásbíói kl. 14.30. ÁVÖRP: Pétur J. Thorsteinsson og Oddný, Þuríöur Pálsdóttir, Þórir Stephensen, Tryggvi Emilsson og Davíö Scheving Thorsteinsson. Fundarstjóri: Hannibal Valdimarsson. HORNAFLOKKUR KOPAVOGS LEIKUR FRÁ KL. 14.00. Jmmm 1 1 Stjórnandi: Björn Guöjónsson. _ Q 1 j 1 1 | r--------------------------------\ Aöalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein sam- þykktanna. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Stjórnin EIMSKIP Kálfakjöt- Kálfaköt Snitzel Verö kr. 3.800 Buff Verö kr. 3.280 Hakk Verö kr. 1.990 Hakk í 3 kg. pk. Verö kr. 5.400 Kótilettur Verö kr. 1.820 Kjötborðið okkar vinsæla er eins og venjulega fullt af gómsætu kjöti og kjötvörum. Svartfugl á aðeins 750 * FramhryggurA ACA Verökr. LiVVV Smásteik A ACA Verökr. LiV/VV Karbonaöi A C O AI Verökr fcB\/OU| Opið til kl. 8 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. Helgarsalan opin öll kvöld til kl. 23.30. Sími 40590. VfMUFEU. Þverbrekku 8, Kópavogi — Símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.