Morgunblaðið - 01.05.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 01.05.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1980 MORGUNBLAÐIÐ aíhenti í gærdag hluta af þeim viðurkenningum til íþróttafólks sem venja er ár hvert. Fór afhendingin fram í veitingahúsinu Hollywood og var með nokkru öðru sniði en verið hefur. Helstu breytinguna frá því sem áður hefur verið má nefna, að Mbl. tók þann kostinn að heiðra íþróttafólk í fleiri greinum en áður. Mbl. afhenti nú slík verðlaun í 9. skiptið og fyrstu 7 árin var aðeins um verðlaun til handa knattspyrnu- og handknattleiksmönnum að ræða. Á síðasta ári bætti Mbl. körfuknattleiksmönnum við sem viðurkenningu á hinum öra vexti þeirrar íþróttar hérlendis. Og ekki var látið þar við sitja, að þessu sinni bætti Mbl. við verðlaunum fyrir skíðamann ársins, frjálsíþróttamann ársins og sundmann ársins, auk þess sem veitt voru í fyrsta skiptið verðlaun til handknatt- leikskonu ársins. Knattspyrnumennirnir voru ekki með að þessu sinni, enda er þeirra keppnistímabil varla hafið. En knattspyrnuverðlaun verða af- hent í haust í lok keppnistímabils- ins. Hver veit nema að þá verði einnig veitt verðlaun fyrir nýjar íþróttagreinar. Hins vegar er óljóst enn hvort Mbl. muni í framtíðinni afhenda einu sinni eða tvisvar á ári. Hófið sem fram fór í Hollywood eins og áður sagði fór annars fram á hefðbundinn hátt, eða með því að Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Árvakurs flutti stutt ávarp og síðan tók Þórarinn Ragnarsson fréttamaður við og kynnti þá íþróttamenn sem íþróttafrétta- menn Mbl. höfðu valið. Nú voru því átta íþrótta- mönnum veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sínu sviði. Verðlaunamenn Morgun- blaðsins voru að þessu sinni eftir- taldir: Jón Sigurðsson leikmaður Islandsmótsins í körfu og Kristinn Jörundsson stigakóngur, en Mbl. mun framvegis veita Islendingum, þessi verðlaun þó svo að einhverjir Bandaríkjamenn hafi skorað meira. Verðlaun þessi eru nefni- lega hugsuð sem hvatning til íslenskra íþróttamanna. Leik- maður íslandsmótsins í hand- knattleik var valinn Árni Indriða- son úr Víking og markakóngurinn var FH-ingurinn ungi Kristján Arason. Nýju greinarnar fjórar voru skíði, frjálsar, sund og hand- knattleikur kvenna. Skíðamaður ársins var Steinunn Sæmunds- dóttir, frjálsíþróttamaður ársins var Oddur Sigurðsson, sundmaður ársins Hugí Harðarson og hand- knattleikskona ársins var auðvit- að Guðríður Guðjónsdóttir úr Fram. 1 ræðu sinni í hófinu lýsti Þórarinn Ragnarsson í stuttu máli ágætum þessa fólks. Um Árna Indriða sagði hann: „Árni Indriðason sigraði í eink- unnagjöf Mbl. með fáheyrðum yfirburðum. Lék Árni alla leiki Víkings eða 14 að tölu og fékk samtals 45 stig. Það gerir 3,21 að meðaltali og er það einhver hæsta meðaleinkunn sem Mbl. hefur veitt einstökum leikmanni. Er Árni sannarlega vel að sigrinum kominn. Lið Víkings hafði algera yfirburði á íslandsmótinu og oft bar meira á félögum Árna heldur en honum sjálfum. En hann er þannig leikmaður, að vafasamt verður að teljast að Víkingur hefði sigrað með jafn miklum glæsibrag nyti Árna ekki við ...“ Um Kristján Arason sagði hann m.a. .. Kristjan tekur við nafn- • Markakóngurinn í handknattleiknum. Kristján Arason, annar frá hægri. Lengst til hægri er þjálfari Kristjáns. Geir Hallsteinsson, sem var markakóngur siðast í fyrra. Með þeim á myndinni eru Bergþór Jónsson, formaður FH, og Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar FH. ingurinn á mótinu, skoraði 462 stig ...“ Steinunn Sæmundsdóttir: „Það kemur líklega fáum á óvart að Steinunn Sæmundsdóttir var val- in sem skíðamaður ársins 1979— 80, en hún náði afbragðsárangri bæði hér heima og erlendis. Hún hefur um all langt skeið verið keppnistímabil var án alls efa Oddur Sigurðsson spretthlaupar- inn úr KA. Oddi skaut upp á stjörnuhimininn með miklum hraða og óhætt að fullyrða að hann sé sannkallað náttúrubarn í íþrótt sinni. Árið 1979 var fyrsta árið sem Oddur keppti í frjálsum íþróttum, en samt náði hann • F.v. Kristinn Jörundsson. stigakóngur í körfu, Einar Ólafsson þjálfari hans, Jón Sigurðsson leikmaður íslandsmótsins i körfuknattleik annað árið í röð. bótinni „markakóngur íslands- mótsins" af núverandi þjálfara sínum Geir Hallsteinssyni, sem varð markakóngur á síðasta keppnistímabili." Um Jón Sigurðsson: .. Jón Sigurðsson er leikmaður Islands- mótsins í körfuknattleik annað árið í röð. Hann hlaut flest stig í einkunnagjöf blaðamanna Mbl. en nú var mjórra á mununum en síðast." Kristinn Jörundsson: „... Kristinn varð stigahæsti íslend- ókrýnd skíðadrottning íslands u Hugi Harðarson: „ ... sá sund- maður sem varð fyrir valinu fyrir síðasta keppnistímabil var hinn bráðefnilegi Hugi Harðarson úr HSK. Hugi, sem er aðeins 16 ára gamall, gerði sér lítð fyrir og setti 36 ný Islandsmet í sundi á árinu 1979. Leikur enginn vafiá, að Hugi á mikla framtíð fyrir sér í sund- íþróttinni." Oddur Sigurðsson: „Stjarna íslenskra frjálsíþrótta síðasta ótrúlega góðum árangri. Oddur varð fimmfaldur Islandsmeistari utanhúss, hlaut fimm gullverð- laun í Kalottkeppninni og eitt gull og eitt silfur á Norðurlandamóti unglinga. Einnig tryggði hann sér tvenn gullverðlaun og eitt silfur á Reykjavíkurleikunum." Guðríður Guðjónsdóttir: „Hand- knattleikskona síðasta keppnis- tímabils var kjörin Guðríður Guð- jónsdóttir úr Fram. Guðríður bar höfuð og herðar yfir kynsystur sínar á síðasta íslandsmóti. Hún • Steinunn Sæmundsdóttir tekur við verðlaunum sinum. Guðríður Guðjónsdóttir er að sjá glaðhlakkaleg með feng sinn. er styrkasta stoð meistaraflokks Fram í handknattleik, en lið hennar á að baki einstaka sigur- göngu í íslenskum handknattleik og hefur sigrað á hverju íslands- mótinu af öðru, hirt bikarinn hvað eftir annað. Sem dæmi um yfir- burði Fram á síðasta keppnis- tímabili má benda á, að liðið tapaði ekki einum einasta leik, skoraði 247 mörk og fékk á sig aðeins 143. Guðríður skoraði 112 af mörkunum 247 og segir það mikla sögu.“ Allir verðlaunaþegarnir tóku við gripum sínum úr höndum Haraldar Sveinssonar fram- kvæmdastjóra Árvakurs. En er íþróttafólkið hafði hlotið verðlaun sín vildu ýmsir rísa úr sætum og halda ræður, eða „segja nokkur orð“ eins og það er gjarnan kallað. Aðeins tveir sögðu nokkur orð og er það í alminnsta lagi á sam- kundu sem þessari. Örn Eiðsson og Júlíus Hafstein, formenn FRÍ og HSÍ voru mennirnir á mæl- endaskrá. Örn sagði m.a. „Mér er bæði ljúft og skylt að þakka Morgunblaðinu fyrir að sýna íþróttum á íslandi slíkan velvilja og stórhug, ekki síst er blaðið hefur fært út kvíarnar með því að fjölga verðlaunum. Að vísu er nokkuð langt síðan að tímabili frjálsíþróttamanna lauk, en þessu fylgir góður hugur. Það er mín skoðun, að Morgunblaðið sé sá fjölmiðill íslenskur sem sinnir íþróttum mest og best, sérstaklega hvað varðar frjálsar íþróttir sem eru mitt hugðarefni. íþróttir tilheyra menningar- málum og yfirvöld í landinu ættu að sýna íþróttafólki meiri skilning og styðja betur við bakið á því heldur en gert hefur verið. Afreks- fólk í íþróttum er einhver besta landkynning sem hugsast getur. Það hlýtur að koma að því að yfirvöld komi fram með mun meiri stuðning heldur en verið hefur.“ Júlíus Hafstein formaður HSÍ tók nokkru síðar til máls og sagði m.a. „Það er mjög ánægjulegt að Morgunblaðið skuli hafa fjölgað íþróttagreinum í verðlaunaveit- ingu sinni, því miður er of lítið um það hérlendis að kostur sé á því að heiðra íþróttafólk eins og það á skilið fyrir elju sína og samvisku- semi, því að hvergi býr afreksfólk í íþróttum við jafn slæman kost til æfinga og hér á landi, því á Morgunblaðið þakkir skildar fyrir að standa í þessu. Auk þess vil ég þakka Mbl. fyrir hlutlausan og yfirvegaðan fréttaflutning á íþróttasíðum." — &£■ IVIorgunblaóió heióraói átta íþróttamenn í gær á 'M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.