Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980
Útdráttur úr bók Nixons:
Hér fer á eftir út-
dráttur úr nýút-
kominni bók eftir
Richard Nixon,
fyrrv. forseta
Bandaríkjanna,
„The Real War.“
Hún er gefin út af
Warner Books inc.
bókafélaginu.
Richard Nixon
lega vegna þess að fólk getur ekki
búið við það. En það er einmitt
það sem það getur.
Sovézka sverðið hefur verið
glætt í logum þjáninga aldanna.
Verstu grimmdarverk eru ekki
fjarri Sovétmönnum vegna þess
að þau eru partur af þeirra
reynslu. Við þekkjum frelsi, rétt-
indi, von: Þeir þekkja harðstjórn,
fjöldamorð, hungur, stríð og tor-
tímingu. Valdamenn sovézka
skipulagsins hafa komizt til valda
með því að vera kænni, óvægnari
og miskunnarlausari en keppi-
nautar þeirra.
Ef sovézkir leiðtogar eru seigir,
þá er fólkið það einnig. Það hefur
þolað hverja þjáningu, sem leið-
togarnir hafa kallað yfir það.
Sovézka þjóðin, eða jafnvel leið-
togar hennar, er ekki slæm að
upplagi. Ég kann vel við Rússa. Ég
kann vel við Kínverja. En ég hata
hann veit sínu viti og býr yfir
miklu hugrekki og viljastyrk, þeg-
ar á þarf að halda.
En of margir bandarískir
menntamenn og menningarvitar
hafa reynzt vera gáfaðir, hug-
myndaríkir, auðtrúa, sjálfs-
ánægðir og blindir á öðru auga:
Þeir koma yfirleitt aðeins auga á
slæma hluti til hægri en ekki til
vinstri.
Þó þeir séu mjög fágaðir frá
almennu sjónarhorni séð, eru þeir
afar einfaldir og illa að sér
varðandi raunveruleika alheims-
vandans, sem við öll búum við.
„Stríð" er „slæmt", „friður“ er
„góður“ það er orðaleikur, sem
þeir leggja fyrir sig.
Vandi þjóðarinnar nú er sá að
meðan almenningur tekur þátt í
stríði fyrir Bandaríkin er stefnu-
mótun í höndum menntamanna.
Afdrif Vesturlanda eru í höndum
Bandaríkin eru
eins og sofandi tröll
„Ég spurði dr. Edward Teller,
sem er stundum kallaður „faðir
vetnissprengjunnar", að því ekki
alls fyrir löngu, hvernig hann
teldi að ástandið yrði í Bandaríkj-
unum árið 2000. Hann hugsaði sig
lengi um, en svaraði síðan, að
hann teldi 50% líkur á því, að
Bandaríkin yrðu ekki lengur til
þá. Ég spurði, hvort hann ætti við
Bandaríkin sjálf eða þjóðskipulag
þeirra. Hann sagði: „Annað hvort
— eða hvort tveggja."
Það er eitt af einkennum vel-
þróaðra menningarþjóða, að þær
linast, verða auðveld fórnarlömb
um leið og þær verða vel stæðar
fjárhagslega. Villimönnum hefur
alla tíð tekizt að yfirbuga öflugar
þjóðir, ekki vegna þess að þær
skorti ríkidæmi, eða vopn, heldur
vegna þess að þær hefur skort
viljastyrk.
Bjartsýnismenn, sem neita að
horfast í augu við, hversu alvar-
legt ástandið er nú, gera ráð fyrir,
að Vesturlandaþjóðir komist ein-
hvern veginn af: Frjáls þjóðfélög
hafa staðizt þungar raunir fyrr og
geta einnig staðizt þær nú. Svart-
sýnismenn líta á útbreiðslu sósíal-
isma sem eitthvað óviðráðanlegt.
Báðir neita að leiða hugann að
kjarnorkustyrjöld. Svartsýnis-
menn eru tilbúnir að verzla með
eitt land hér og annað þar fyrir
nokkur friðsamleg og þægileg ár
til viðbótar. Bjartsýnismenn
halda að hjörtu Sovétmanna
bráðni og stefna þeirra mýkist ef
við brosum nógu breitt við þeim.
Gildismat
Sovétríkjanna
breitist ekki
Við getum alls ekki búizt við að
gildismat og framavonir Sovét-
— og það
er tíma-
bærtað
reyna
að vekja
það
manna breytist næstu 20 árin og
verði ólíkar því, sem þær hafa
verið síðustu 60 árin, síðan Lenin
tók völd í sínar hendur.
Margir halda að vegna þess að
lifnaðarhættir Sovétmanna eru
óeðlilegir í augum Bandaríkja-
manna séu þeir einnig óeðlilegir í
augum Rússa: Að lifnaðarhættir
Rússa myndu óðum breytast, ef
þeir fengju að kynnast lifnaðar-
háttum á Vesturlöndum. Vestur-
landabúar telja að sovézka skipu-
lagið hljóti að breytast einfald-
kommúnisma og það sem hann
kallar yfir fólk ...
Styrkleiki einræðis Sovétríkj-
anna felst í því að stjórnin getur
einbeitt afli sínu á öllum sviðum:
A sviði hernaðar, efnahags, áróð-
urs, vísinda- og menntamála.
Frjáls lýðræðisþjóðfélög geta
þetta ekki ...
nýrrar valdastéttar: Þeirra sem
gefa tóninn í almennri umræðu,
sem ákveða hvort leiðtogar lands-
ins virðast „góðir“ eða „vondir" á
100 milljón sjónvarpsskermum.
Þessi valdastétt setur mörkin
fyrir því hvað forsetinn og þingið
geta gert. Hún vekur hugmyndir,
sem geta hjálpað þjóðinni eða
skaðað hana.
Enginn efast um
að Bandaríkin
geta unnið
vopnakapphlaup
Bandaríkin eiga sér vini og
bandamenn, en þjóðir eru leppríki
Sovétríkjanna eða undir þau kom-
in. Bandaríkin vilja eiga samstarf
með sjálfstæðum og happasælum
nágrannaþjóðum, það leggur
grundvöllinn að raunhæfri utan-
ríkisstefnu, sem vekur virðingu
annarra þjóða ef við sýnum einnig
þá festu sem stórveldi þarf að búa
yfir.
Enginn efast um að við getum
unnið vopnakapphlaup. Enginn
efast um að við getum unnið
efnahagskapphlaup. Og enginn ef-
ast um að við gætum unnið keppni
um hug og hjörtu almennings, ef
til þess háttar keppni kæmi.
Én það er ekki eins víst hvort
við getum staðizt það próf, sem
verður lagt fyrir okkur: Próf um
vilja okkar og festu gegn bezt
vopnuðu árásarþjóð, sem nokkurn
tíma hefur verið uppi ...
William F. Buckley jr. sagði eitt
sinn, að hann vildi frekar hlíta
stjórn fyrstu 100 mannanna í
Bostonsímaskránni en kennara-
liðs Harvardháskóla. Þetta gefur
mjög góða hugmynd um styrk og
veikleika Bandaríkjanna. Al-
menning vantar oft fágun, en
Mistök leiðtoga-
stéttar ef þriðja
heimsstyrjöldin
tapast
Mistökum leiðtogastéttarinnar
verður um að kenna, ef Bandarík-
in tapa þriðju heimsstyrjöldinni.
Þó verður það sérstaklega um að
kenna þeirri athygli og marki sem
tekið er á nafntoguðum mönnum
og dægurstjörnum.
Ef Vesturlönd tapa þriðju
heimsstyrjöldinni hlýtur þar að
verða um að kenna viljaleysi til að
horfast í augu við kaldar stað-
reyndir. Það verður vegna þess að
fólki hefur verið leyft að lifa í
draumaheimi. Rómantískum dag-
draumum hefur verið blandað inn
í almenna umræðu og fólk látið
ímynda sér, að einföld siðfræði
geti ráðið við ískalt stál.
Hafa verður í huga að hnignun
viljakrafts Bandaríkjanna er ekki
fólgin í bresti almennings, heldur
bresti forystunnar.
Bandaríkin eru eins og sofandi
tröll. Það er kominn tími til að
vekja þetta tröll og útlista tilgang
þess, endurbyggja styrk þess og
festu. Það eitt getur bjargað
Vesturlöndum og frelsi í heimin-
um frá klóm villimennskunnar,
sem ógnar okkur öllum.
(Þýð. ab.)