Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömurtdsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Launþegahreyfing og níundi áratugurinn Þegar íslenzk launþegahreyfing horfir fram á veginn á hátíðisdegi sínum hljóta tvö markmið að vera henni efst í huga: - — 1) Að tryggja atvinnuöryggi vaxandi þjóðar á komandi árum, en talið er að 20.000 ný atvinnutækifæri þurfi til að koma á níunda áratugnum til að svo megi verða. - — 2) Að tryggja sambærileg almenn lífskjör hérlendis og með nágrannaþjóðum, en slíkt verður naumast gert nema til komi auknar þjóðartekjur í kjölfar aukinnar verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum. Atvinnuöryggi og sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðir búa við er forsenda þess, að hægt sé að koma í veg fyrir landflótta, sem því miður er tekið að brydda á. Framleiðniaukning og efnisleg verðmætasköpun er og forsenda þess, að hægt sé að fjármagna þá félagslegu þjónustu á sviði heilbrigðismála, fræðslumála, trygg- ingarmála og annarra samfélagsmála að því marki sem kröfur komandi ára standa til. Islenzk launþegahreyfing hlýtur að beina sjónum sínum fyrst og fremst að þeim þáttum, sem gera þennan tvíþætta tilgang atvinnuöryggis og lífskjara mögulegan. Ljóst er að nýting innlendrar orku, fallvatna og jarðvarma, og stóraukning iðju og iðnaðar, er eini færi vegurinn að þessu takmarki. Sjálfgefið er að nýta möguleika sjávarútvegs og landbúnaðar, sem áfram verða hornsteinar í þjóðarbú- skapnum, en takmarkað veiðiþol fiskstofna og takmarkað nýtingarþol gróðurmoldar sem og markaðshorfur búvara setja okkur mörk, sem ekki má fara yfir, ef ekki á að ganga á höfuðstól þessara auðlinda. Fiskeldi hlýtur og að verða verulega vaxandi þáttur í framfærslu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að íslenzkir atvinnuvegir og íslenzk atvinnufyrirtæki geti fært eðlilega út kvíar og byggt sig upp tæknilega, til framleiðniaukningar og til að mæta atvinnuþörf fólksins og tekjuþörf þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þurfa atvinnuvegirnir að búa að nauðsyn- legri eiginfjármyndun, eins og gengur og gerist með öðrum þjóðum, en slíkt er útilokað með núverandi skattastefnu íslenzkra stjórnvalda. Á sama hátt og íslenzk skattastefna er að gera rekstur heimila í landinu illmögulegan, útilokar hún eðlilegan vöxt atvinnulífsins. Að þessu leyti fara hagsmunir almennings og atvinnuvega saman: að knýja fram gjörbreytta skattastefnu, sem rýrir ekki um of ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu og rekstrarfjár- magn atvinnuvega — og torveldar ekki þá þróun og þann vöxt atvinnulífsins, sem atvinnuöryggi komandi ára og lífskjör þjóðarinnar þarfnast svo mjög. Skattastefnan má heldur ekki drepa niður hvata fólks til vinnuframlags, til framtaks í framleiðslu, til áræðis og athafna á hinum ýmsu sviðum verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum. Það er og óhjákvæmilegt að leiða hugann að því á þessum degi, að þær þjóðir heims, sem búa við borgaralegt lýðræði og samkeppnisþjóðfélög, skila mun meiri verð- mætasköpun á hvern þjóðfélagsþegn en ríki sósíalismans og bjóða þar af leiðandi upp á verulega betri almenn lífskjör. Almenn mannréttindi eru og mun virkari og raunhæfari í ríkjum hins vestræna heims en þar sem sósíalisk þjóðfélagsgerð sníður fólki þröngan stakk kjara og frelsis. íslenzk launþegahreyfing stendur um sumt á vegamótum í dag. Hún þarf að huga bæði að sínum innri málum og því, hvern veg hún getur stutt að framtíðaröryggi meðlima sinna, kjaralegu og menningarlegu. Þar skiptir ekki síztu máli að byggja upp verðmætasköpun og þjóðartekjur er rísa undir viðunandi framtíðarlífskjörum. í því efni á þjóðin öll samleið, eins og á öðrum sviðum, ef grannt er skoðað. Morgunblaðið óskar íslenzkum launþegum gæfu og gengis á hátíðisdegi þeirra 1. maí. Magnús óskarsson: I>arf ísland tvo félagsfræðinga? skilja það betur. Þetta gerir að sjálfsogðu ráð fyrir að fólk viðurkenni eitthvað af psyko- dynamiskri kenningu um mannleg samskipti, en það er fremur almennt i menningu okkar i dag. Samt sem áður má greina margar aðstæður út frá þvi, sem hægt er að sjá og út frá þeim tilfinningum sem fólk tjáir sig um, án þess að koma með alltof margar túlkanir um ómeðvitaðar hvatir og þær óhjá- kvæmilegu afneitanir, sem það hefur í för með sér.“ „Útvegun tækifæra til að læra af reynslunni. Fyrir utan það sem kemur af sjálfu sér, er reynt meðvitað bæði á verkstæðum, kvöldvök- um o.s.frv. að sjá fyrir næstum því eðlilegum aðstæðum, þar sem hægt er að breyta um persónuleikastarfsemi og reyna nýjar leiðir.“ Of langt mál yrði að birta fleiri kafla, þótt freistandi sé, en tvær fyrirsagnir til viðbótar fara hér á eftir og er hin fyrri svohljóðandi: „Sérhvert meðferðar- samfélag mótast af eigin aðstæðum.u Síðari fyrirsögnin er á þessa leið: „Almennir starfshættir meðferðarsamfélaga taka mið af félagslegri mótun einstaklingsinsu. Skýr hugsun? Ef til vill finnur einhver í framangreindum tilvitnunum skýra hugsun og gagnlegt vegar- nesti handa þeim, sem eiga að leysa vandamál annarra manna. Ég finn það ekki. Þessum greinarstúf er auðvitað ekki ætlað að vera úttekt á félags- vísindastarfsemi okkar, þótt full ástæða sé til að kanna þörf okkar fyrir hana. Meðan sú könnun færi fram, myndum við kannski lifa það af að hafa ekki fleiri en tvo félagsfræðinga. Gætu þeir þá dund- að við að útvega hvor öðrum tækifæri til að læra af reynslunni og breyta um persónuleikastarf- semi samkvæmt einstaklings og samskiptalegum lögmálum o.s.frv. Bergur Guðnason hdl.: Fyrirspurn til f jár- málaráðherra Eftir japl, jaml og fuður hafið þér, herra fjármálaráðherra, komist að niðurstöðu um skattstiga 1980. Sú niðurstaða er gróf árás á þá, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Ef ég man rétt, hef ég heyrt yður, oftar en einu sinni, tala um „þá lægst launuðu," sem sérstaka skjólstæðinga yðar. Eg leyfi mér að birta dæmi um það hvernig þessi makalausi skattstigi leikur láglaunafólk í landinu: Brúttótekjur kr. 3.300.000,- kr. (aukinn frádráttur kr. 550.000.-) Eintaklingur: Tekjuskattur 184.325.- Útsvar 357.000- Kirkjug.gjöld 18.000,- Sjúkratr.gj. 49.500.- Samtals 608.825.- Ráðstöfunartekjur þessa einstaklings eru kr. 3.300.000.- + kr. 608.826.- eða kr. 2.691.174.- í tilefni dagsins spyr ég yður, herra fjármálaráðherra: Treystið þér yður til að draga fram lífið á þessum tekjum? Er það þetta, sem „þeir lægstlaunuðu" eiga skilið frá verndara sínum? Maður nokkur var að því spurð- ur, hve marga sálfræðinga tiltek- inn opinber aðili þyrfti að hafa í sinni þjónustu, og þar eð hann svaraði viðstöðulaust: tvo, var auð- vitað spurt áfram, „hvers vegna tvo“? „Til þess að þeir geti sinnt hvor öðrum,“ var svarið sem hann gaf, og urðu þær umræður ekki lengri. Hótfyndni þessi, sem því miður gæti falið í sér sannleiks- korn, hefur iðulega rifjast upp fyrir mér við umhugsun um tilgang þess að mennta fleiri hundruð félags- fræðinga til starfa á þessu landi, en að því er bersýnilega stefnt. Dagvistunarmál á Fáskrúðsfirði Ég þori ekki að útiloka nytsemi þess að rannsaka félagsleg fyrir- bæri í flóknum milljónaþjóðfélög- um með vísindalegum vinnubrögð- um, þótt vissulega megi hafa um það efasemdir. Hins vegar botna ég hvorki upp né niður í tilgangi þess að mennta fleiri hundruð manns til þess að rannsaka fámenna þjóðar- fjölskyldu norður við Dumbshaf þar sem allir þekkja alla. Þegar Háskóli íslands lætur nemendur sína í fuliri alvöru rannsaka dag- vistunarmál á Fáskrúðsfirði og annað álíka, en einhver orðinn ruglaður. Vissu fleiri... Ég hlýddi á félagsfræðing flytja útvarpsfyrirlestur fyrir 2—3 árum, sem fjallaði um rannsókn á fólks- flutningum til Keflavíkur á tuttugu ára tímabili. Vitaskuld man ég ekki orðalag eða framsetningu félags- fræðingsins og sakna þess mjög. Hins vegar man ég ekki betur en rannsóknir hans hafi leitt til þeirr- ar niðurstöðu að tvær höfuðástæð- ur væru fyrir því, að fólk hafi flutzt til Keflavíkur. Sú fyrri var sjávar- útvegurinn á þeim stað og hin síðari nálægðin við Keflavíkur- flugvöll. Auk þess rámar mig í þá aukaniðurstöðu, að í ljós hafi komið við fólksflutninga þessa, að eiginkonur hafi fylgt mönnum sín- um. Misminni mig ekki stórlega, (ég skal leiðrétta missagnir, ef þær finnast við lestur erindisins) er þessi félagsfræðilega speki ekkert annað en það, sem hver íslendingur með 3—4 skilningarvit í sæmilegu lagi vissi fyrirfram og þótti ekki merkilegt. Þeirra eigin orð Hvað sem líður dagvistunar- málum á Fáskrúðsfirði og fólks- flutningum til Keflavíkur sem eru meinlaus rannsóknarefni, þá versn- ar í því, þegar félagsfræðinni slær saman við skyldar greinar í því skyni að veita lifandi fólki, ekki sízt börnum, eitthvað sem kallað er „meðferð" á máli sérfræðinganna. Af mörgu er að taka, en til þess að útskýra mál mitt ætla ég að gefa sérfræðingunum sjálfum orðið. Það sem hér fer á eftir er tekið úr plaggi sem ber nafnið „Almenn greinargerð um umhverfismeð- ferð og meðferðarsamfé)ag.“ Var tilgangur þessa plaggs að gera leikmönnum grein fyrir „starfi og meðferð" á lítilli stofnun í Reykjavík, þar sem dvöldust 5—6 börn. Til þess að slíta ekkert úr samhengi, verða hér teknir tveir stuttir kaflar úr greinargerðinni i heilu lagi ásamt fyrirsögnum, en þeir hljóða svo: „Greining allra atburða. sem upp koma í meðferð- arsamfélagi, samkvæmt einstaklings og sam- skiptalegum lögmálum.u Þetta er alltaf reynt að gera, en sérstaklega á fundum. Allt sem skeður skiptir máli og allir geta haft eitthvert gagn af þvf að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.