Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1980 \ 5 Þorkell Helgason: í frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins þann 17. apríl sl. segir, að fjármálaráðherra hafi óskað frestunar á útvarpsumræðu um skattamál. Segir síðan, að ráð- herra hafi „óskað eftir frestinum vegna nýrra útreikninga frá ríkis- skattstjóra, en niðurstöður þeirra væru ekki í samræmi við þá mynd, sem fyrri útreikningar hafa gefið varðandi áhrifin af tekjuskatts- tillögum stjórnarliðsins á Al- þingi“. Daginn eftir, eða 18. apríl, er enn grein á baksíðu Morgunblaðs- ins undir aðalfyrirsögninni: „Meiri skattahækkun hjá ein- staklingum og einstæðum foreldr- um.“ Þar segir orðrétt: „Sem dæmi úr niðurstöðum ríkisskattstjóra má nefna, að álagður tekjuskattur á einstakl- ing með 3 milljónir í tekjuskatt- stofn yrði samkvæmt tillögum stjórnarliðsins 277.250 krónur, en eftir fyrra kerfi hefði tekju- ' skatturinn orðið 166.023 krónur, skattahækkun 61.227 krónur. Við fjórar milljónir yrði skatta- hækkun einhleypings sam- kvæmt tillögum stjórnarliðsins 111.594 krónur en við sex millj- ónir króna markið lækkar hins vegar tekjuskattur einhleyp- ingsins samkvæmt tillögum stjórnarliðsins um 31.396 krón- ur.“ Fleiri talnadæmi eru ekki nefnd í greininni. Þennan sama dag, 18. apríl, leitaði blaðamaður Morgunblaðs- ins símlega álits míns „á þeim mun varðandi skattahækkun einhleyp- inga og einstæðra foreldra, sem fram kemur í útreikningum (Reikni)stofnunarinnar og út- reikningum ríkisskattstjóra, sem Mbl. skýrði frá í gær“, eins og blaðamaðurinn kemst sjálfur að orði í inngangi viðtalsins, sem birtist 19. apríl. Nauðsynlegt er að endurtaka hér heildarefni þess, sem blaðið hefur eftir mér: „Ríkisskattstjóri reiknar með 10% föstum frádrætti bæði í gamla og nýja kerfinu, en það segir Þorkell að sé ekki raun- hæfur samanburður, m.a. þar sem meðalfrádráttur einhleyp- inga hafi áður verið miklu minni en 10% regla nýja kerfis- ins býður upp á. „í okkar útreikningum hækk- uðu þessir einhleypingar líka, en mun minna, en hjá ríkis- skattstjóra," sagði Þorkell. „Mesta meðaltalshækkun hjá einhleypingi samkvæmt okkar útreikningum var 30 þúsund krónur á tekjubilinu 4 til 5 milljónir króna. Vissulega er mikil dreifing á þessum breytingum á skattin- um. Meðal þeirra, sem teknir eru í okkar úrtaki, eru einstakl- ingar sem hækka um hundruð þúsunda, en aðrir lækka. Það er einfaldlega ekki hægt að koma svona skattkerfisbreytingu á öðru vísi en að einhverjar til- færslur verði á báða bóga.““ Reyndar má skjóta því inn í, að fyrirsögn sú sem Mbl. velur þessu viðtali, „Meðaltalshækkun ein- hleypinga 30 þús. kr.“, er í full- komnu ósamræmi við efni viðtals- ins og óskaði ég eftir leiðréttingu þar að lútandi. Sú athugasemd birtist á 19. síðu blaðsins næsta dag, 20. apríl, en er óskiljanleg. Þá gerðist það 24. apríl sl., að Mbl. birtir athugasemd frá ríkis- skattstjóra, Sigurbirni Þor- björnssyni. Er þar vitnað til fyrstu málsgreinar í ofangreindu viðtali blaðsins við mig. Síðan heldur ríkisskattstjóri áfram: „Hér er rangt farið með stað- reyndir en ætla verður að Þor- kell Helgason, dósent, hafi vitað hvað um var að ræða. Ég lét reikna út opinber gjöld skv. framtölum 40 manna í Reykja- vík gjaldárin 1979 og 1980. Við útreikning tekjuskatts sam- kvæmt lögum nr. 68/1971 með síðari breytingum reiknaði ég vitanlega ekki með „10% föstum frádrætti" enda slíkur frádrátt- ur ekki heimill samkvæmt þeim lagaákvæðum. Skorað er á Þorkel Helgason, dósent, að skýra frá því hvar í útreikningum mínum er að finna stoð fyrir framangreindri fullyrðingu hans“. Ljóst má vera, að blaðamaður Mbl. leitar til mín vegna talna þeirra, sem nefndar eru í fréttinni 18. apríl, og eru sagðar frá ríkis- skattstjóra komnar. Óhjákvæmi- legt er að upplýsa í hvaða plagg þessar tölur er sóttar, en það er bréf ríkisskattstjóra til Fjárhags- og viðskiptanefndar Efri deildar Alþingis, sem dagsett er 14. apríl 1980, fylgiskjal II-2. Með leyfi starfandi formanns nefndarinnar, Guðmundar Bjarnasonar, alþm., birti ég með svari þessu umrætt fylgiskjal. Hef ég þar undirstrikað þær tölur, sem Mbl. notfærði sér. Jafnframt bendi ég sérstaklega á skýringu yfir töflunni, en þar stendur: „Tekjuskattsstofn (Tskst.) = Vergar tekjur (Vt) (= hreinar launatekjur) að frádregnum 10% föstum frá- drætti." Tölur þær um skattupphæðir, sem birtar eru í töflunni, fá ekki staðist nema gamli tekjuskattur- inn (dálkur I) og tillaga að nýjum (í þessu tilviki dálkur III) séu reiknaðir af þessum sama tekju- skattstofni. Vænti ég þess, að hér með sé því svarað hvaðan ég hef heimildir um reikniforsendur ríkisskatt- stjóra. Skylt er að benda á það í þessu sambandi, að í nefndri töflu ríkis- skattstjóra er ekki að finna þær mismunatölur, sem Mbl. nefnir í grein sinni 18. apríl og sagðar eru sýna hækkun skatta einhleypinga og einstæðra foreldra, heldur virð- ist fréttaskrifari Morgunblaðsins framkvæma þann frádrátt upp á eigin spýtur, enda þótt hann tilfæri þær sem niðurstöður ríkis- skattstjóra. Ríkisskattstjóri hefur þó ekki séð ástæðu til að andmæla þessari túlkun blaðsins. í áðurnefndu bréfi ríkisskatt- stjóra til þingnefndarinnar er einnig að finna fylgiskjal I, þar sem sýndar eru niðurstöður um álögð gjöld 40 einstaklinga 1979 svo og útreiknuð gjöld þeirra 1980, samkvæmt þeim skattstiga stjórn- arliða er fyrir lá. Að sjálfsögðu reiknar ríkisskattstjóri hér ein- ungis með fasta 10% frádrættin- um við álagningu 1980. Benti ég blaðamanni Mbl. svo og þeim ráðamönnum, er til mín leituðu í sama skyni og hann, á að skoða þessar niðurstöður gaumgæfilega, enda væru þær hinar fróðlegustu og þær einu sem tiltækar væru og byggðu á raunverulegum framtöl- um ársins 1980 og þar með á réttum skattstofni bæði 1979 og 1980. Væri ólíkt meiri og betri fróðleik úr þessum útreikningum að hafa en úr títtnefndu fylgi- skjali II-2, sem var því miður efst í huga allra þessara viðmælenda. T.d. mætti lesa úr þessu úrtaki, að meðalskattbyrði þeirra 11 ein- hleypinga, sem þar er að finna, lækkar, gagnstætt því sem menn teldu sig sjá úr töflunni á fskj. II-2. Sjá má á áskorunarskrifi ríkisskattstjóra til mín, að hann er með hugann við þetta fylgiskjal I og telur ummæli mín eiga við það. Af framansögðu ætti að vera ljóst, að þetta er byggt á misskiln- ingi hans. í þeirri skattamálaumræðu, sem nú fer fram, er mikið karpað um tölur, og er mér nær að halda, að allur almenningur eigi erfitt með að átta sig á réttu og röngu í þeim efnum. Því teldi ég ólíkt mikilvægara, að ráðamenn og ráðgjafar reyndu að gefa almenn- ingi einhverja yfirsýn yfir þessi mál heldur en að vera með opinber brigsl um óheiðarleika. í samræmi við þessa skoðun er ég með í smíðum greinargerð um útreikn- inga okkar á Reiknistofnun Há- skólans á áhrifum áformaðra skattstiga og þær niðurstöður, sem við vitum réttastar. Mun þessi greinargerð send til birtingar næstu daga. Hefði ég kosið að láta þar við sitja, en illt er að sitja undir því ámæli að hafa farið rangt með staðreyndir og það gegn betri vitund. Því vildi ég svara áskorun ríkisskattstjóra. 29. apríl 1980, Þorkell Helgason Tekjuskattur meó 1% álagi (fjárhæðir innan sviga: ónýttur persónuafsláttur) Tekjuskattsstofn (Tskst.) ■ Vergar tekjur (Vt.) (- hreinar launatekjur) aó frádregnum 10% föstum frádrætti. Dálkur merktur I * Skv. lögum nr. 63/1971 miöaó viö skattvisitölu 464; Fskj. II-2. Dálkur merktur II - Skv. frv. á þskj. 0219; Dálkur merktur III - Skv. brtt. vió þskj. 0219. vt. Tskst. Einhleypingur Einhleypingur og einstætt foreldri Einstætt foreldri Hjón - eiginkonan teknalaus I II III I I II III 1.111.200 1.000.000 (250.080) (240.000) (275.000) (472.800) (472.800) (680.000) (800.000) 1.888.900 1.700.000 (110.080) (100.000) (100.000) (332.800) (332.800) (540.000) (625.000) 2.222.300 2.000.000 ( 50.080) ( 40.000) ( 25.000) (272.800) (272.800) (480.000) (550.000) 2.333.400 2.100.000 ( 30.080) ( 20.000) - 0 - (252.800) (252.800) (460.000) (525.000) 2.444.500 2.200.000 ( 10.080) - 0 - 25.250 (232.800) (232.800) (440.000) (500.000) 2.500.500 2.250.400 - 0 - 10.180 37.976 (222.720) (222.720) (429.920) (487.400) 2.777.800 2.500.000 50.419 60.600 101.000 (172.800) (172.800) (380.000) (425.000) 3.172.700 2.855.400 122.210 132.390 190.738 (101.720) (101.720) (308.920) (336.150) 3.333.400 3.000.000 166.023 161.600 227.250 ( 58.340) ( 72.800) (280.000) (300.000) 3.549.500 3.194.500 224.957 230.355 296.005 - 0 - ( 33.900) (211.925) (231 .925) 3.737.800 3.364.000 276.315 290.274 355.924 51.368 - 0 - (152.600) (172.600) 4.222.300 3.800.000 408.423 444.400 510.050 183.476 88.072 - 0 - ( 20.000) 4.285.800 3.857.200 425.755 464.620 530.270 200.808 99.626 20.220 - 0 - 4.441.600 3.997.400 468.236 514.180 579.830 243.288 127.946 69.780 49.580 6.199.600 5.579.600 1.107.444 1.073.488 1.139.138 882.497 607.353 629.088 608.888 6.345.300 5.710.700 1.173.650 1.119.832 1.185.482 948.703 '647.076 675.432 655.232 6.666.700 6.000.000 1.319.746 1.222.100 1.287.750 1.094.799 763.953 777.700 757.500 7.222.300 6.500.000 1.572.246 1.474.600 1.464.500 1.347.299 965.953 1.030.200 934.250 7.777.800 7.000.000 1.824.746 1.727.100 1.641.250 1.599.799 1.167.953 1.282.700 1.111.000 8.157.500 7.341.700 1.997.305 1.899.658 1.813.808 1.772.358 1.306.000 1.455.258 1.283.558 8.888.900 8.000.000 2.329.746 2.232.100 2.146.250 2.104.799 1.638.442 1.787.700 1.616.000 1) Vægi nýtingar ónýtts persónuafsláttar fer misjafnlega eftir ákvæöum laga um sjúkratryggingagjald og beitingu hámarksheimildar hundraóshluta útsvara. Til þess aó gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum þyrfti aö taka sjtrgj. og ú-álagningu meó í myndina. 2) Vægi barnabóta fer eftir fjölda barna og samsetningu barna í aldursflokka. 3) Samanburöur á tekjuskatti hjóna er miöaöur viö aö eiginmaöurinn afli teknanna einn. Til þess aö fá fullkominn samanburö á heildarskattbyröi einhleypings og einstæös foreldris þyrfti aó taka tillit til aths 1) og 2) oq s aths. aö þvi er hjon varóar auk þess sem allan samanburö vantar hjá hjónum séu hjónin bæói tekjuaflandi einstaklingar. Svar við áskorun ríkisskattstjóra 1. maí kaffi Svalanna Hótel sögu — kl. 14.00 Hlaðið borö af kræsingum — Úrvals vinningar í skyndi- happdrætti. Tískusýningar kl. 14.30 og kl. 15.30. Félagar sýna tískufatnaö frá URÐI og LOTUS. Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóöi rennur til líknarmála. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.