Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 31 orka til húshitunar í þeim sveit- arfélögum sem ekki hafa jarð- varma og við verðlagningu þeirr- ar raforku tekið mið af hagstæð- ustu kjörum við upphitun á hitaveitusvæðum. Þingið telur að skapa verði verslun og þjónustu á Suðurlandi eðlilega samkeppnisaðstöðu og vaxtarskilyrði og bendir í því sambandi á nauðsyn þess að verðlagning símgjalda og flutn- ingskostnaðar nauðsynjavöru sé samræmd og jöfnuð. Þingið leggur sérstaka áherslu á, að hiklaust verði haldið áfram uppbyggingu vegakerfisins á Suð- urlandi, enda hafa íbúar í sunn- lenskum héruðum ekki að öðru að hverfa hvað samgöngur varðar. Aherslu ber að leggja á, að staðið verði við þau fyrirheit af hálfu stjórnvalda, að hafist verði handa við byggingu brúar á Ölfusárós svo nýtingarmöguleikar hinnar fullkomnu hafnar í Þorlákshöfn og fiskvinnslustöðva austan Ölfus- ár aukist.“ Tilvitnun lýkur. V innumarkaðsnef nd fyrir Suðurland Þá samþykkti stjórn Alþýðu- sambands Suðurlands 13. apríl sl. ályktun um stefnu og vinnubrögð varðandi þessi mál svo hljóðandi með leyfi forseta: „Fundur stjórnar Alþýðusam- bands Suðurlands haldinn á Sel- fossi sunnudaginn 13. apríl 1980 skorar á fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi íslendinga að þeir beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin skipi vinnumarkaðsnefnd fyrir Suður- land sem hafi að verkefni m.a. eftirfarandi: • a) Könnun á ástandi og horfum varðandi vinnumarkaðsmál í Suðurlandskjördæmi. • b) Könnun á vinnumarkaðsupp- byggingu í Suðurlandskjör- dæmi m.a. með hliðsjón af nýtingu landkosta og fiskimiða, samgöngumálum og nýtingu sveitarfélaga á lögbundnum fjárframlögum til atvinnuupp- byggingar og félagslegra fram- kvæmda. • c) Könnun á raforkuverði og orkuverði almennt í kjördæm- inu. • d) Könnun á framkvæmd vinnumiðlunar á vegum sveit- arfélaga. Nefndin starfi í samvinnu við viðkomandi samtök aðila vinnu- markaðarins á Suðurlandi og sam- tök sveitarfélaga eftir því sem við verður komið og ljúki störfum fyrir 1. maí 1981. Þá skal nefndin leggja fram skýrslu varðandi störf sín og niðurstöður fyrir ríkis- stjórn íslands." Tilvitnun lýkur. Þá vil ég geta þess að Kjördæm- isráð Sjálfstæðisflokksins í Suður- . landskjördæmi samþykkti á aðal- fundi sínum sem haldinn var í Vestmannaeyjum 12. apríl sl. ályktanir varðandi atvinnuupp- byggingu, atvinnuþróun og orku- mál í Suðurlandskjördæmi. I þeim ályktunum er hvatt til að fram fari á vegum stjórnvalda ítarleg könnun þessara mála og með 1 hliðsjón af niðurstöðum verði gerð atvinnuþróunaráætlun fyrir Suð- urland. Þá hafa sveitarstjórnir, sýslu- nefndir og verkalýðsfélög á Suður- landi einnig ályktað um þessi mál og bent á nauðsyn aðgerða varð- andi orkumál og atvinnumál á Suðurlandi. Þörf fyrir ný atvinnutækifæri á Suðurlandi er mjög brýn og með þessari þingsályktunartillögu er brugðið á það ráð að samstilla sunnlenskt átak í iðnþróun með gerð áætlunar fyrir allan lands- hlutann. Þá er lagt til að áætlun þessi verði unnin af byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, með virkri og formlegri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins á Suður- landi og samtök sveitarfélaga þar. Efling eldri greina — nýiðnaður Byggðadeild hefur á undanförn- um árum unnið að almennri áætl- anagerð á Suðurlandi, m.a. gert byggðaáætlun fyrir Vestmanna- eyjar og iðnþróunaráætlun fyrir Rangárvallasýslu. Hér er lagt til að hinn mikilvægi þáttur iðnaðar í framtíðarþróun á Suðurlandi verði tekinn fyrir sérstaklega og fyrir allan landshlutann til sam- ræmingar og eflingar. Það er alveg ljóst að við það verður ekki unað að lífskjör í þessum landshluta og framtíðar- möguleikar ungs fólks þar séu með þeim hætti að fólksflótti þaðan verði nokkuð sem sjálfsagt og eðlilegt sé talið, meira að segja á þeim tímum sem orkuöflunar- möguieikar þessa héraðs eru nýtt- ir til þess að byggja upp vinnu- markaði í öðrum landshlutum. Vinnumarkaði sem byggjast á sunnlenskri orku á lágu verði meðan sunnlensk fyrirtæki og einstaklingar búa við orkuokur. í tillögu þessari er því lýst á hvern hátt flutningsmenn hugsa sér að áætlunin eigi að vera. Mörg undanfarin ár hefur Alþingi ályktað að gerðar skuli áætlanir fyrir héruð eða atvinnugreinar, án þess að ljóst sé til hvers er ætlast eða hvaða hlutverki viðkomandi áætlun er ætlað að gegna. Þá hefur oft verið óljóst á hvern hátt áætlanir skuli framkvæmdar, hver sé staða þeirra gagnvart framkvæmdavaldi, hver skuli framkvæma þær og í hve miklum mæli skuli tekið tillit til þeirra. Svo áætlanagerð verði raunhæf þarf að vera ljóst frá upphafi í hve miklum mæli opinberar fram- kvæmdir og útlán fjárfestingar- lánasjóða skuli taka mið af því sem í áætlunum stendur. Við gerð þessarar áætlunar mun Sunnlendingum gefast tækifæri til að fá yfirsýn yfir þá atvinnu- starfsemi, sem fyrir er á Suður- landi og hvers hún er megnug til vaxtar. Einnig verður að gera grein fyrir helstu nýiðnaðarmögu- leikum, þeim sem hægt er að sjá fyrir. Þá er mikilvægt að fundnir verði farvegir og aðgerðir til eflingar iðnþróun. Fólk á Suðurlandi vill setja markið hátt um framtíð síns landshluta og sættir sig ekki við þróun undangenginna ára í vinnu- markaðaruppbyggingu og vannýt- ingu möguleika þessa landshluta fyrir þá sem þar búa. Við þær athuganir á möguleik- um starfandi atvinnugreina til vaxtar sem tillaga þessi gerir ráð fyrir að framkvæma skuli, verður óhjákvæmilega að fara fram ítar- leg samanburðarkönnun orku- verðs. Sú mismunun á orkuverði sem nú á sér stað milli einstakra byggðarlaga á íslandi, er stórfelld mismunun lífskjara. Alvarlegust er þessi kjaraskerðing á þeim landssvæðum þar sem jarðvarma- orka er ekki fyrir hendi eða ekki nýtanleg. Orkukostnaður Þegar ég held því fram hér úr ræðustól á hæstvirtu Alþingi að sunnlendingar búi við orkuokur á sama tíma og vinnumarkaðir og heimili annara landshluta njóta ódýrrar raforku úr sunnlenskum fallvötnum þá vil ég með leyfi forseta nefna nokkur dæmi úr samanburðarskýrslu sem Verka- lýðsfélagið Rangæingur hefur lát- ið gera á kyndingarkostnaði og er dæmigerð fyrir það ástand sem meginhluti Sunnlendinga býr við í þeim efnum. Þar kemur m.a. fram að kynd- ing á 420 rúmm. einbýlishúsi miðað við verðlag 1. febr. 1980 er eftirfarandi: Ársnotkun: Með olíu kr. 1.139.600.- og að frádregnum olíustyrk m/v 4 manna fjölskyldu í siðastliðinni viku var hér í blaðinu greinarkorn um ofsóknir tékkneskra yfirvalda gegn heimspekingnum Julius Tomin, sem hefur unnið sér það til óhelgis að efna til fyrirlestra um heimspekiieg efni á heimili sínu, sem hafa verið furðuvel sóttir, þegar tekið er tillit til þess að námsfólkið, sem hunsnar þannig bannfæringu, stjórnvalda, er þar með sjálft komið á skrá hjá lögreglunni sem óæskilegir þjóðféiagsþegnar. — Hér segir cnn frá ofsóknunum á hendur hinum tékkneska heimspekingi og frá afleiðingunum fyrir hans nánustu, sem að sjálfstöðu eru líka lagðir í einelti eins og tiðkast þar eystra þegar um „pólitiska glæpi“ er að ranla. þúsundum barna, sem hefur ver- ið meinuð menntun og hefur verið ógnað á vinnustað af þeirri einföldu ástæðu, að þau bera nafn föður síns — nöfn þeirra, er voru virkir í baráttunni 1968. Jafnvel börnum þeirra, er skrif- uðu undir Mannréttindaávarpið 1977, er synjað um menntun og viðunandi atvinnu, og með þess- um ofsóknum á hendur börnun- um hefur stjórn Husaks tekizt að móta almenningsálitið að vissu marki. Spurningin er ein- faldlega sú að semja sig að háttum þjóðfélagsins, eða börnin munu líða fyrir það. Þau fá að finna fyrir jafnt á líkama sínum sem í skrif- finnskubákninu. Þegar handtak- an átti sér stað, var Lukasi hent í offorsi á útihurðina á íbúð Tomin-fjölskyldunnar og síðan ýtt út á götu, meðan faðir hans var dreginn út að lögreglubif- reiðinni. Nemendurnir, sem sækja mál- stofur Tomins reglulega, eru látnir sæta ámóta ofsóknum. Leynilögreglan ræðst inn á umræðufundi, rannsakar nafnskírteini og skrifar niður nöfn. Einum pilti var tvisvar á tíu dögum ógnað með því, að ef hann héldi uppteknum hætti, ætti hann á hættu að sæta refsingu samkvæmt 98. grein tékknesku stjórnarskrárinnar. Hún nær yfir „niðurrifsstarf- semi“ og „aðgerðir sem eru ríkinu fjandsamlegar" og refs- ingar hljóða upp á allt að þriggja ára fangelsisdóma. Tomin sjálfur reynir að leiða þetta hjá sér. „Ég þekki ekki nemendurna; ég veit ekki, hvað þeir heita. Ég tala einungis við þá um heimspeki. Þeir vita, að þeir koma hingað á eigin ábyrgð." Hann aftekur að velta nokkuð fyrir sér tilgangi og aðferðum lögreglunnar. „Ég hef enga skýr- ingu á því, hvers vegna þeir gera mér þetta, syni mínum og nem- endum. Ég vil ekki hugsa um lögregluna. Um leið og ég fer að gefa þeim rúm í hugskoti mínu, er ég farinn að viðurkenna vald þeirra. Ég vil aðeins hafa frelsi og frið til að halda kennslu minni áfram. Það er allt og sumt. Ef þeir byðu mér kennarastöðu við sósíalska háskólann, myndi ég þiggja hana. Ég hef sótt um, en ekki fengið svar. Þar gæti ég að minnsta kosti unnið í friði án truflana frá lögreglunni." Hann hefur nýlega lokið undirbúningi lesefnis fyrir aðra málstofuröð í apríl, maí og júní um frumspeki Aristótelesar. Ég hitti Lukas smástund. „Mér líður ágætlega," sagði hann. En yfirvöld hafa fram að þessu haldið eftir launum hans fyrir þennan eina stutta vinnu- dag. Þegar hann ætlaði að vitja þeirra, var hann afgreiddur með viðbárum um ófullnægjandi undirskriftir. Konurnar í mót- tökunni virtust samt vingjarn- legar. Ein þeirra sagði: „Veiztu, ég hlustaði á tékknesku útsend- inguna hjá BBC í útvarpinu í gærkvöld. Hún var stórfín." Lukas og hans líkar eiga sér litla von. Eftirfarandi orð tékkn- esks embættismanns í skólakerf- inu túlka hina opinberu afstöðu: „Val nemenda í framhaldsskól- ana byggist mjög eindregið á stjórnmálum. Það ræður úrslit- um að vita í hvaða anda foreldr- arnir hafa áhrif á börn sín, hvort þau styðja núverandi stefnu kommúnistaflokksins og hver afstaða þeirra var á árun- um 1968-1969.“ kr. 848.400.-. Með rafmagni á RARIK-taxta 41 682.104.-. Sam- bærileg orka á taxta Hitaveitu Reykjavíkur kostar kr. 168.965.- Varðandi orkukostnað vegna al- mennrar heimilisnotkunar er niðurstaða könnunar sú að í kaup- túni á Suðurlandi sem býr við RARIK taxta er árleg heimilis- ^ notkun kr. 189.198,- en sama orka hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur kostar 89.848.- krónur. I þessari samanburðarkönnun kemur fram að verkamaður á 3ja taxta verkamannalauna ver 5,3% árslauna til kyndingar með hita- veitu, búi hann við olíukyndingu eyðir hann 26,6% árslauna sinna til þessa og með rafkyndingu 21.4%. Sé siðan tekið tillit til hærri stofnkostnaðar olíukyndingar og annara tengdra þátta þá jafngild- ir þessi aðstöðumismunur því að taxtar verkafolks sem við þetfa ástand býr á Suðurlandi þurfa að hækka um 26,6% svo kjarajöfnuð- ur vegna þessa náist. Er þá ekkert tillit tekið til þeirra skattahækk- ana og útsvarshækkana sem slíkt hefði í för með sér. Það er ljóst að þetta ástand er ekki einskorðað við Suðurland og því hlýtur það að vera eðlilegt og sjálfsagt að gerð verði heildar könnun á orkuverði á landinu öllu og þar komi fram skýrt hver kjaramismunun felst í mismunun á orkuverði. Það getur ekki verið nein heilög kenning eða sjálfsagt og eðlilegt að einstakir landshlutar eða stór- áhrifasvæði fleyti rjómann af auð- lindum þessa lands. Meðan verð- lagning raforku er með þeim hætti sem nú er og á meðan þeir sem verða að nota hana til hús- kyndingar vegna þess þeir eiga ekki annarra kosta völ nema þá olíu, greiða 4 sinnum hærra verð en þeir sem nota jarðvarma þá verður ekki mikilla framfara og hagsældar að vænta á þeim land- svæðum þar sem slíkt ástand ríkir. Það er einnig hætt við að slíkt ástand kalli á ófrið á vinnumark- aði og illleysanlegar deilur vegna lélegra lífskjara einstaklinga og lélegrar afkomu atvinnufyrir- tækja ekki síst á bökkum þeirra fallvatna sem nær öll raforka á íslandi er framleidd úr. Svo má velta vöngum yfir því hvort sú ósk sunnlendinga að fá steinullarverksmiðju staðsetta á Suðurlandi er ósanngjörn eða óeðlileg í atvinnulegri og kjara- legri vannæringu þessa lands- hluta. Suðurland verður ekki lengur rekið sem eins konar nýlenda í þessu landi. Nýlenda sem fram- leiðir ungt fólk inn á vinnumarkað annarra landshluta. Nýlenda sem framleiðir ódýra raforku fyrir aðra landshluta og lítt eða óunnar landbúnaðarafurðir. Því er óhjákvæmilegt að þegar í stað verði hafist handa og stefna tekin í átt að markmiðum með skipulegum vinnubrögðum. Hina ýmsu þætti þarf að samhæfa svo sem kostur er og gera grein fyrir leiðum að markinu. Sunnlendingar hafa ekki trú á að þá reki að réttu marki. STJORNUNARFRÆÐSLAN Stjórnun III Dagana 8.—9. og 12.—13. maí gengst Stjórnun- arfélag íslands fyrir námskeiði í stjórnun III. Námskeiöid verður haldið í fyrirlestrar- sal félgasins að Síðumúla 23 og stendur yfir frá kl. 14—18.30 dag hvern eða alls í 18 klst. Stjórnun III er ætlaö fyrir þá sem lokið hafa stjórnun I og II og er eðlilegt framhald af þeim námskeiðum. Nánari uppl. og skráning þátttakenda hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930. Leiöbeinandi: Þórir Einarsson prófessor A STJðBNUNABFElAG ISLANDS Síöumúla 23 - Sfmi 82930 VIÐTALSTfMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksinb verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfasra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 3. maí veröa til viðtals Friörik Sóphusson alþingismaöur og Sveinn Björnsson, í varaborgarfulltrúi. Sveinn er í íþróttaráöi Reykja- í víkurborgar. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.