Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 “Tilbúnir í siaginn í öllum herkl»ðum“ gœti þessi mynd heitið, en hún er tekin i Falljökli Eyjafjallajökuls á æfingu sl. haust. Fyrsta húsnæði sveitarinnar á Reykjavikurflugvelli þar sem nú er bílastæði Flug- máiastjórnar. í spjallinu kom fram að ástæð- an fyrir stofnun sveitarinnar var leitin að flugvélinni Geysi á Vatnajökli í september 1950. Það hefði komið í ljós við þá leit, að þótt til væri stór hópur manna sem vildi leggja lið á hættustund- um, þá vantaði tilfinnanlega skipulagðan og vel þjálfaðan hóp manna sem væri tilbúinn í átök hvenær sem væri við hvaða að- stæður sem væri. Tveir stofnfund- ir voru haldnir og telzt sveitin stofnuð 27. nóvember 1950. Fyrsti formaður hennar var Þorsteinn Jónsson, flugstjóri og gegndi hann því starfi í eitt ár. Það má geta þess að sá hópur sem myndaði kjarna sveitarinnar í upphafi voru félagar í Félagi einkaflugmanna. Eftir eitt ár tók síðan Björn Br. Björnsson við formennsku af Þorsteini og gegndi hann því starfi fram til ársins 1960 að Sigurður M. Þorsteinsson tók við. Hann var formaður sveitarinnar í 15 ár, þar til núverandi formaður Ingvar F. Valdimarsson tók við. Hundrað félagar í fullu starfi í sveitinni í dag eru liðlega hundrað manns í fullu starfi, en við það bætast svo varamenn, sem hægt er að kalla í hvenær sem er, þótt þeir séu hættir beinu starfi, en þeir eru um 30 talsins. Stofnfé- lagar sveitarinnar voru 28. Nýir menn verða að sýna hvað í þeim býr Hvernig komast menn inn í svona sveit Ingvar? — „Fyrsta skrefið er að menn setja sig í samband .vfö'fTokkstjóra nýliða- flqkks'' eða einhvern úr stjórn sveitarinnar. En það er alls ekki nóg bara að ganga í nýliðaflokk- inn. Menn verða að sýna hvað í þeim býr. Farið er í gegnum mjög strangt æfingaprógram á liðlega einu ári og hafi menn sýnt fram á hæfni sína á þeim sviðum sem krafist er svo og mikinn áhuga, eru þeir bornir upp á aðalfundi sveitarinnar, sem venjulegast er haldinn í febrúar ár hvert. Því má segja að flestir nýliðar starfi með okkur í eitt og hálft ár áður en þeir hafa möguleika á því að gerast fullgildir félagar því flestir ganga inn á haustin. Það er þó ekki skilyrði. Þjálfun þessara nýju manna miðast að því að þeir séu nokkuð vel að sér í öllum þeim grundvallaratriðum sem hver björgunarsveitarmaður verður að ráða yfir, s.s. góðri kunnáttu í sjúkrahjálp og sjúkraflutningum, rötun, fjalla- og ferðamennsku, meðferð radíótækja, stjórnun og snjóflóðabjörgunaraðgerðum. Mennirnir koma saman hálfsmán- aðarlega til þessara hluta auk þess sem farnar eru fjölmargar æf- ingaferðir út um landið, allt frá einum degi upp í margra daga. í dag eru liðlega 20 nýliðar í sveitinni.“ Hvernig er þá háttað starfsemi hinna fullgildu félaga? — „Þeir skiptast í nokkra flokka eftir sérsviðum og öðru. í dag er starfandi sérstakur bílaflokkur, sem sér um allt viðhald bíla og tækja þeim tengdum, sérstakur radíóflokkur, sem sér um radíó- mál, sérstakur fallhlífastökks- flokkur, en í honum eru menn sem hafa fengið þjálfun í fallhlífa- stökki, geta reyndar farið hvert á Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því að Flug- björgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð, en hún var stofnuð í þeim tilgangi að hafa ávallt þjálfað lið til að- stoðar og leitar þegar flugvéla væri saknað, en síðar hefur verkefni hennar víkkast út og tekur hún í dag þátt í flestum ef ekki öllum björgunaraðgerðum á landi. Af þessu tilefni ræddi Mbl. við Ingvar - F. Valdimarsson nú- verandi formann sveit- arinnar og Sigurð M. Þorsteinsson fyrrver- andi formann hennar, en hann gegndi því starfi lengst allra, eða í 15 ár. land sem er þegar hjálparbeiðni berzt og stokkið út með björgun- arbúnað og loks er öllum félögun- um skipt niður í fimm flokka A—E. Hver flokkur starfar síðan sjálfstætt og ber flokksstjóri hvers flokks ábyrgð á þjálfun viðkomandi manna. Flokkarnir hittast hálfsmánaðarlega að kvöldi auk þess að fara í æfingar um helgar og jafnvel lengri tíma. Á vegum sveitarinnar sjálfrar eru síðan æfingar að meðaltali einu sinni í mánuði þar sem allir félagarnir koma saman og spreyta sig. Ofan á þetta koma svo sam- eiginlegir fundir sveitarinnar og ekki má gleyma leitunum. Það má í raun fullyrða að hver félagi í sveitinni leggi að mörkum mörg hundruð klukkustunda vinnu á hverju ári.“ Félagarnir hafa sótt mikla þjálfun erlendis Hvað þá með sérstaka þjálfun, eins og þegar félagarnir eru sendir á námskeið erlendis? — „Það hefur verið á stefnuskrá sveitarinnar að leita eins góðrar menntunar fyrir félagana eins og kostur er og í sumum tilfellum fæst hún ekki nema erlendis. Frá sveitinni hafa farið árlega tveir félagar til Noregs á námskeið hjá norska Rauða krossinum allt frá árinu 1966, en þar er farið í gegnum atriði eins og leitarstjórn- un, snjóflóðabjörgun og sjúkra- hjálp. Nú á undanförnum árum hafa félagar sveitarinnar sótt í auknum mæli til Alpalandanna til menntunar í snjóflóðabjörgunar- aðgerðum og fjallabjörgunarað- gerðum, auk þess sem félagar í sveitinni hafa klifið mörg hæstu fjöll Alpanna. T.d. fara fjórir félagar sveitarinnar í fjallabjörg- unarskóla í sumar og munu síðan dvelja við æfingar ytra nokkurn •’jórir félagar sveitarinnar gengu á gönguskíðum frá Blondudal og suður um Kjöl i sl. vetri og var þesai mynd þá tekin. Bíladeildarmennirnir, f.v. Páll Gíslason. Árni Guðjónsson, Haukur Ilallgrimsson og Brynjólfur Wium við hina nýju og glæstu farkosti sveitarinnar, en sveitin keypti þessa Ford Econoline bila á sl. ári og hefur siðan verið unnið að miklum og gagngerum breytingum á þeim, s.s. að sett hefur verið undir þá framdrif og þeir innréttaðir þannig að bæði er hægt að flytja sjúklinga og farþega. I'i"«n,Mhi. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.