Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 . . . & S KI PAUTíiC RÐ RIKISINS Coaster Emmy fer frá Reykjavík þriöjudaginn 6. maí vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á i eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörö og Bíldudal um Patreksfjörö), Þingeyri, ísafjörð, (Flateyri, Súgandafjörö og Bol- ungarvík um ísafjörð), Akureyri, Siglufjörð og Sauðárkrók. Vörumóttaka alla virka daga til 5. maí. Einhell vandaöar vörur Rafsuðuvélar Ódýrar, handhægargerðir. Skeljungsbúðin Suðulandsbciut 4 srn 38125 Heidsölubirgðir: Skejungur hf. SmeMörudeid-Lajgavegi 180 sími 81722 Einhell vandaöar vörur Súluborvélar Tværstæröir, hagstætt verö Skeljungsbúðin Suöurlandsbfajt 4 simi 38125 Heidsöiubirgðir: Skejungur hf. Smáwörudeild-Laugawegi 180 sími 81722 EiraHell vandaöar vörur Rafkapals- tromlur 10og20 metra. Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 srni 38125 Heildsölubirgðir: Skeljungur hf. Smávörudeild-Laugavegi 180 sími 81722 Útvarp í kvöld: Stofnfundur verkalýðsfélagsins í kvöld kl. 21.15 verða fluttir í útvarpi þættir úr þriðju bók „Sölku Völku" eftir Halldór Laxness, undir nafninu „Stofn- fundur verkalýðsfélagsins". Þorsteinn Ö. Stephensen bjó þættina til flutnings í útvarpi og er jafnframt sögumaður og leik- stjóri. Með helstu hlutverk fara Guðrún Þ. Stephensen, Gísli Halldórsson, Gísli Alfreðsson, Lárus Pálsson, Valur Gislason og Valdemar Helgason. Flutn- ingur verksins tekur klukku- stund. Það var áður flutt í útvarpi 1966. Arnaldur, ungur kommúnisti, er kominn „að sunnan" til að vekja verkalýðinn á Óseyri við Úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness Axlarfjörð. Þar hefur Bogesen kaupmaður ráðið lögum og lof- um, og hann er að sjálfsögðu lítið hrifinn af þessari „sendi- ngu“. Fundur er boðaður til að stofna verkalýðsfélag og greini- legt þegar í upphafi að nú á að láta sverfa til stáls. Halldór Laxness fæddist í Reykjavík árið 1902. Hann tók gagnfræðapróf 1918, var einn vetur í menntaskóla, en stundaði síðan nám erlendis. Fyrsta bók hans, „Barn náttúrunnar“ kom út 1919, en síðan hefur hann sent frá sér fjölda skáldsagna, rit- gerða, ferðabóka, leikrita og endurminninga. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og sumar þeirra kvik- myndaðar, þ.á m. „Salka Valka“. Sú saga kom út á árunum 1931—32 og var undanfari skáldsagnabálkanna miklu um Ólaf Kárason Ljósvíking og Jón Hreggviðsson á Rein. Leikrit Laxness hafa bæði verið sýnd hér á sviði (í Þjóðleikhúsinu og Iðnó) og í sjónvarpi. Útvarpið hefur flutt mörg þeirra, ýmist í heild eða kafla úr þeim, auk þess Halldór Laxness sem leikgerðir hafa verið unnar upp úr nokkrum þeirra. Halldór Laxness er sennilega víðförlastur íslenskra höfunda og hefur dvalið langdvölum er- lendis, bæði við nám og störf. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Utvarp Reykjavlk FIMMTUDkGUR 1. maí MORGUNINN Hátíðisdagur verkalýðsins 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10. Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga heldur áfram að lesa söguna „Ögn og Anton“ eftir Erich Kástn- er í þýðingu Ólafíu Einars- dóttur (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar National-fílharmoníusveitin leikur þætti úr „Gayaneh- ballettinum“ eftir Aram Katsjatúrjan; Loris Tjekna- vorjan stj. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sveinn Hannesson og Sig- mar Armannsson. Rætt við Benedikt Davíðsson og Guð- mund Þ. Jónsson um stöðuna í samningamálum. 11.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. Tónleikasyrpa Léttklassísk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri SÍÐDEGIÐ_____________________ 14.25 Útvarp frá Lækjartorgi Frá útifundi Fuiltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og íðn- nemasambands íslands. Flutt verða ávörp, Lúðra- sveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins leika, Ásbjörn Kristinsson syngur baráttu- söngva og sönghópur stend- ur fyrir almennum söng. 15.35 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur lög eftir Bjarna Þorsteinsson og Sig- fús Einarsson. Stjórnandi; Páll P. Pálsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartími barnanna Stjórnandi; Egill Friðleifs- son. 16.40 Síðdegistónle.kar Kammersveit Reykjavíkur leikur þrjú hdenzk þjóðlög i útsetningu Jóns Ásgeirsson- ar / Alþýðukórinn syngur ísienzk og erlend iög; Hall- grimur Helgason stj. / Sin- fóníuhljómsveit íslands leik- ur „Á krossgötum“, hljóm- sveitarsvítu eftir Karl O. Runólfsson. 17.40 Tónieikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLPID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þátt- inn 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.00 Fræðslu- og félagsmála- starf verkalýðshreyfingar- innar Dagskrárþáttur í samantekt Hallgrims Thorsteinssonar fréttamanns. í þættinum verða m.a. viðtöl við fólk í Félagsmálaskóla alþýðu í Ölfusborgum. 20.45 Lúðrasveit verkalýðsins leikur i útvarpssal Stjórnandi: Ellert Karlsson. 21.15 „Stofnfundur verkalýðs- félagsins“ Þættir úr þriðju bók Sölku Völku, „Öðrum heimi“, eftir Halldór Laxness, leiknir og lesnir. (Áður útv. 1966 og 1972). Þorsteinn Ö. Steph- ensen tók saman og er leik- stjóri og sögumaður. Persónur og leikendur: Saika Valka/ Guðrún Þ. Stephensen. Arnaldur/ Gísli Halldórsson. Angantýr Bogesen/ Gísli Alfreðsson. Beinteinn í Króknum/ Lárus Pálsson. Sveinn oddviti/ Valdemar Heigason. Katrín- us verkstjóri/ Valur Gísla- son. Jón Jónsson barnakenn- ari/ Jón Aðils. Guðmundur kadett/ Flosi Ólafsson. Fundarmenn: Sigmundur Örn Arngrímsson, Sigurður Karlsson, Bergljót Stefáns- dóttir og Helga Þ. Stephen- sen. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Reykjavíkurpistill Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur talar við Eðvarð Sigurðsson, formann Verka- lýðsfélagsins Dagsbrúnar. 23.00 Danslög 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDbGUR 2. maí MORGUNINN____________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10. Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga heldur áfram að lesa söguna „Ögn og Anton“ eftir Erich Kástn- er í þýðingu Ólafíu Einars- dóttur (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður 10.25 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. Þar verður fram haldið minningum Gyðu Thorlac- iusar sýslumannsfrúar og frásögn af henni. 11.00 Morguntónleikar Wilhelm Kempff leikur á píanó „Kinderszenen“, barnalagaflokk op. 15 eftir Robert Schumann / Janos Starker og György Sebök leika Sellósónötu í g-moll op. 65 eftir Fréderic Chopin / Kvartett Tónlistarskólans í Reykjavík leikur „Dauða og líf“, strengjakvartett op. 21 eftir Jón Leifs. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar._______________ SÍDDEGID_____________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tónleikar Tónleikasyrpa Dans- og dægurlög og létt- klassísk tónlist 14.30 Miðdegissagan: „Kristur nam staðar í Ebolí“ eftir Carlo Levi Jón Óskar les þýðingu sína (6). 15.00 Popp. Vigmr Svemsson kynnir. 0 15.30 Lesin dagskrá næstu viku. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn Heiðdís Norðfjörð sér um timann. 16.40 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin sér um þáttinn. 17.00 Síðdegistónleikar Fílharmoníusveit Lundúna leikur Inngang og allegro op. 47 eftir Edward Elgar; Sir Adrian Boult stj. / Suisse Romande-hljómsveitin ieikur „Pelléas et Mélisande“ eftir Gabriel Fauré; Ernest Ans- ermet stj. / Hljómsveit franska útvarpsins leikur „Brasilíuþrá“, dansasvítu eftir Darius Milhaud; Man- uel Rosenthal stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins._________________ KVÖLDIO _____________________ 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Til- kynningar. 20.00 Sögusinfónían op. 26 eft- ir Jón Leifs Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Jussi Jalas stj. 20.45 Kvöldvaka a. Einsöngur: Elísabet Er- lingsdóttir syngur lög eftir Jórunni Viðar. Höfundurinn leikur á píanó. b. Brúarsmíði fyrir 60 ár- um. Hallgrímur Jónasson rithöfundur flytur miðhluta frásögu sinnar. c. „Kall hörpunnar“. Hug- rún skáldkona fer með frum- ort ljóð, áður óbirt. d. Sauðfé í ógöngum Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni á Ingjaidssandi segir frá. Óskar Ingimars- son les frásögnina. e. Það er margt, sem við vitum ekki hvað er. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli flytur frásöguþátt. f. Kórsöngur: Þjóðleikhús- kórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Söngstjóri: Dr. Hall- grímur Helgason. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Oddur frá Rósuhúsi“ eftir Gunnar Benediktsson Baldvin Halldórsson leikari les (10). 23.00 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM FÖSTUDAGUR 2. maí. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og ftftortilrrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestur að þessu sinni er söngvarinn John Denver. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.05 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson. 22.10 Gróður í gjósti (A Tree Grows in Brook- lyn) Bandarisk sjónvarpsmynd frá árinu 1974, byggð á sögu eftir Betty Smith. Sagan hefur komið út i íslenskri þýðingu. Aðalhlutverk Cliff Robert- son og Diane Baker. Myndin lýsir högum fá- tækrar, írskrar f jölskyldu í New York árið 1912. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.