Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Jóhanna Sigurðardóttir alþm. Helgi Seljan fór eins og köttur í kringum heitan graut, þegar hann reynir að svara því sem fram kemur í grein minni frá 15. apríl sl., enda hvergi komist að kjarn- anum í svari Helga, og því rök hans harla léttvæg í minum huga. í grein minni var sýnt fram á fernt.: í fyrsta lagi: Hvað málefni framlög til Framkvæmdasjóðs ör- yrkja hafa verið skert verulega frá því framlagi sem samþykkt var á Alþingi. Fyrir því voru færð tölu- leg rök í grein minni. — Því var fullyrðingum og tölum hnekkt frá því sem fram kemur í grein Helga í Þjoðviljanum 3. apríl sl. og vísa ég í því sambandi óhikað til greinar minnar 15. apríl sl. fyrir Voru orð Helga bara lélegur brandari? þroskaheftra og þá sérstaklega sérkennslumálefni þeirra hafa lengi setið á hakanum og lítið fjármagn fengist til uppbyggingar þeirra, — og þá hve mikil nauðsyn var á stofnun Framkvæmdasjóðs öryrkja með 1000 milljón króna verðtryggðu framlagi ár hvert. — í öðru lagi: Hvað framlög til þessa sjóðs hafa verið skert frá því Alþingi samþykkti hann á sl. ári, — auk þess sem til stendur að bæta á hann mörgum verkefnum, án aukins fjármagns. — í þriðja lagi: Sýnt fram á að tillaga mín og fleiri þingmanna sem flutt var við afgreiðslu fjárlaga, var einungis flutt í því skyni að halda utanum það fjármagn sem áunnist hefur í þágu öryrkja og þroskaheftra, bæði áður fyrr og á Alþingi sl. vor. t fjórða lagi: — Þar sem Helgi Seljan gaf tilefni til í viðtali við Þjóðviljann 3. apríl sl., þegar að því er látið liggja að framlag til Framkvæmdasjóðsins hafi ekki skerst og talað um sýndartillögu, sem flutt var í því skyni að halda utanum það sem áunnist hefur. — Þá er í grein minni sýnt fram á breytta afstöðu Helga frá því Framkvæmdasjóðurinn var til umræðu sl. vor á Alþingi, — en Helgi greiddi atkvæði gegn tillög- unni við afgreiðslu fjárlaga. I engu reynir Helgi Seljan að svara kjarnanum í minni grein en einbeitir sér að því í grein sinni að reyna að hrekja sín eigin orð í Alþingistíðindum, — sem virka á hann, eins og fram kemur í hans grein eins og lélegur brandari. — Kjarninn í minni grein er m.a. að þá sem hafa vilja það sem sannara reynist, — og hirði ekki um að endurtaka það sem fram kom þar. Þegar framkvæmdasjóðurinn var samþykktur á Alþingi var áfram gert ráð fyrir að vistheimili vangefinna yrðu fjármögnuð á fjárlögum, enda sagði Helgi við það tækifæri: „Við skulum gæta vel að því hvað kann að verða gert við undirbúning fjárlaga næsta ár varðandi hina einstöku liði, sem gætu hugsanlega fallið undir Framkvæmdasjóð. — Við skulum vera vel á verði um að ekki verði alltof mikill hluti af þeim verk- efnum sem nú eru t.d. á fjárlög- um færður undir framkvæmda- sjóðinn, svo tilgangnum með stofnun hans verði náð. Síðan varaði Helgi við því að sú hætta vofði yfir að í meðferð fjárlaga- og hagsýslustofnunar yrði reynt að kippa út verkefnum sem nú væru á fjárlögum og færa þau undir framkvæmdasjóðinn. — Helgi var sannspár í því efni. En sennilega var þetta bara lélegur brandari, — því nú túlkar Helgi í grein sinni þessi orð þannig: „En varðandi það, sem Jóhanna vitnar í úr ræðu minni, — þá er það jafnljóst þá og nú að ég tel að vistheimili vangefinna eigi að fá fé úr sjóðnum". — Hvernig geta þessar tvær fullyrð- ingar komið heim og saman. I grein sinni talar Helgi einnig um að skoðanir okkar fari ekki í öllu saman, — og bendir á í'því sambandi að eðlilegasta skipan þessara mála sé að fjármagna málefni þroskaheftra beint á fjár- lögum. — Það er misskilningur hjá Helga að við séum ekki sammála um að þetta sé æski- legasta leiðin, — enda kom það fram í grein minni. — Hitt er ef til vill annað mál, — að hugsanlega greinir okkur á um raunhæfar leiðir til að ná því marki sem að er stefnt. — Helgi talar um reynsl- una af styrktarsjóði vangefinna, — en minnist í engu á reynsluna af framlögum til þroskaheftra beint af fjárlögum eins og t.d. sérkennslumálefni sem fjármögn- uð hafa verið á fjárlögum, — sem er þó einmitt hrópandi dæmi um að finna verður aðra leið til fjármögnunar verkefna þroska- heftra, — meðan fjárveitingavald- ið hefur ekki meiri skilning á þeim en raun ber vitni. — Hygg ég að samtök þroskaheftra geti tekið undir mat mitt á þessu máli, — og þekki vel reynsluna af fjármögnun beint á fjárlögum. Þar sem Helgi treystir sér ekki til að gagnrýna kjarnann í grein minni, — telur hann sig geta náð höggstað á mér, með því að eyða löngu máli í það að fjárlagafrv. Alþýðuflokksins hafi verið með sama hætti hvað framkvæmda- sjóðinn varðar og fjárlagafrv. Ragnars Arnalds, — og telur Helgi að mér hefði verið í lófa lagið að koma inn leiðréttingu þá. Nú veit Helgi mæta vel hvernig slíkt gengur fyrir sig. — Ef ég hef ekki sömu skoðun og fjármálarh. Alþ.fl. í þessu máli, — þá hef ég enga aðra leið til að koma henni á framfæri en með breytingartil- lögu við fjárlögin. — Lítið svig- rúm gafst til leiðréttinga á frv. Alþ.fl. í þessu efni, — vegna þess að fyrir því var ekki mælt fyrr en daginn áður en minnihlutastjórn Alþ.fl. fór frá, — þess vegna fékk það ekki eðlilega umfjöllun á Alþingi. Bæði frv. Ragnars og Sighvats voru eins er þetta mál varðar þegar þau voru lögð fram og kom það fram i grein minni. — Sú litla leiðrétting sem fram fékkst í frv. Ragnars kom ekki fyrr en við aðra og þriðju umræðu fjárlaga, — og efalítið önnur þeirra byggingar- styrkur til Sjalfsbjargar, sem aft- ur var tekin inná fjárlög tilkomin vegna breytingartillögu þeirrar sem fram var komin. Hefði það sem sannara reynist komið fram hjá Helga, hefði hann átt að geta þess í grein sinni, — að fram kom í minni grein, — að ég hefði flutt þessa umræddu breytingartillögu sem hann kallar sýndartillögu á Alþingi, hvort sem um frv. Alþ.fl. ráðherra var að ræða eða einhvers annars. — Það er kjarni málsins og kom skýrt fram í minni gein. í grein sinni telur Helgi mig þurfa á fyrirgefningu að halda, — vegna þessa frumhlaups , eins og hann orðar það, — að flytja breytingartill. til að halda utanum það fjármagn sem áunnist hefur í þágu öryrkja, — og ég hafi með gjörðum mínum unnið til þess nafns sem hann gaf tillögunni, — þ.e. sýndartillaga. Ja — lítið leggst fyrir jafn ágætan mann og Helga Seljan — að telja að þeir þurfi á fyrirgefn- ingu að halda, — sem fara að orðum hans sjálfs, — þ.e. að reyna af fyllstu sanngirni að vera á verði um að öryrkjar fái þó ekki nema það fjármagn sem Alþingi hefur af náð sinni samþykkt til þeirra. — Ég frábið mér slíka fyrirgefn- ingu. — Helgi þyrfti frekar á fyrirgefningu þeirra að halda, sem tóku mark á orðum hans í fyrra og litu ekki á þau sem lélegan brandara. — Orð mín standa því óhögguð, — að hafa skal það sem sannara reynist. Að lokum nokkur orð til Helga: Undir orð þín get ég vel tekið að ekki sé það málefni þroskaheftra til framdráttar að tveir stjórn- armenn úr þeirri nefnd á vegum stjórnvalda, sem um málefni þroskaheftra fjalla — eigi í opin- berum ritdeilum. — Það hefðir þú betur haft í huga, þegar þú gafst tilefni til þessara orðaskipta okk- ar í viðtalinu sem haft var við þig í Þjóðviljanum, enda þó þú við afgreiðslu fjárlaga varðandi þetta umrædda mál, hafir gefið mér ærið tilefni til að fjalla um afstöðu þína þá í blaðagrein. Með það í huga sem þú réttilega nefnir, — að það sé ekki málefni þroska- heftra til framdráttar, lét ég kyrrt liggja þá. — I viðtalinu við Þjóðviljann hefðir þú betur mun- að — að í upphafi skyldi endirinn skoða. Jóhanna Sigurðardottir. Hundavinir með blóma- og kaffisölu í Torfunni Hundavina- og Hundarækt- arfélög íslands gangast fyrir blóma- og kaffisölu í dag, 1. maí, í Bernhöftstorfu. Húsið opnar kl. 14, allur ágóði rennur til hags- munamála hunda. Vonast aðstandendur félag- anna til að hundavinir og hur.da- eigendur fjölmenni á Torfunni í dag. radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Heimdallur — Hvöt — Óöinn: Opiö hús í dag í Valhöll í dag 1. maí, alþjóölegum degi verkamanna er opiö hús í Sjálfstæöishúsinu Valhöll, "i»ui«|eKra.it 1 H 1ft nuareiuai/iawt •, »*». . — 1. Guömundur H. Garðarsson flytur ávarp. 2. Kaffiveltingar. Allir velkomnir. Austurlands- kjördæmi — Stjórnmála- fundir Alþingismennirnir Egill Jónsson og Sverrir Hermannsson halda félagsfundi í Sjálfstæö- isfélögum í Austurlandskjördæmi sem hér segir: Seyöisfiröi fimmtudagínn 1. maí kl. 20.30. Neskaupstaö föstudaginn 2. maí kl. 20.30. héyðSfíírðl laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Eskifiröi laugardaginri 3. .T!2! kl- 17.00. Egilsstööum sunnudaginn 4. maí kl. 13.0U. Húsvíkingar — Þingeyingar Fundur veröur í Sjálfstæöisfélagi Húsavík- ur og Sjálfstæöisfélagi Suöur-Þingeyjar- sýslu aö Hótel Húsavík, föstudagskvöldlð kl. 21. Alþingismennirnir Lárus Jónsson og Hall- dór Blöndal ræöa stjórnmálaviöhorfiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.