Morgunblaðið - 01.05.1980, Page 35

Morgunblaðið - 01.05.1980, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 30 ára: „Hver félagi leggur fram mörg hundruð klukkustunda vinnu á hverju ári“...........- — — segir Ingvar F. Valdimarsson, formaður sveitarinnar, m.a. í þessu samtali við Morgunblaðið tíma og einn félagi tekur væntan- lega þátt í árlegri samæfingu svissnesku Alpabjörgunarsveit- anna, sem haldin verður í júní. Það má í raun fullyrða í sambandi við þessar utanferðir félaganna að þær hafa skilað sér margfalt í mikilli þekkingu, sem síðar hefur verið miðlað til hinna, og jafnvel til annarra björgunarsveitar- manna. í því sambandi hafa félag- ar í sveitinni farið um landið og haldið námskeið í sambandi við snjóflóð. Þá er vert að geta þess að væntanlega munu 9 félagar í fallhlífarstökkflokknum fara utan til Bandaríkjanna í haust þar sem þeir munu fá þjálfun hjá einni fallhlífardeild bandaríska hersins í Fort Benning." Tekur félaga fjöl- mörg ár að koma upp nauðsynlegum búnaði vegna kostnaðar Er ekki sá útbúnaður sem hverjum einstaklingi er nauðsyn- legt að eiga ekki óheyrilega dýr og fjölþættur? — „Jú, það er víst alveg hægt að fullyrða það. Það getur tekið menn fjöldamörg ár að koma sér upp nauðsynlegum bún- aði, en allur búnaður sem við notum er skattlagður af ríkinu upp í topp, sem sportbúnaður, þó það liggi auðvitað í augum uppi að mest af þessu er notað í almenn- ings þágu að miklu leyti. Ef ég ætti að nefna eitthvað af þeim fjölþætta búnaði sem nauðsyn- legur er, væri rétt að byrja á fatnaðinum. Það er hverjum björgunarsveitarmanni nauðsyn- legt að eiga mjög góðan fatnað, eins og fjallgönguskó, göngubux- ur, ullarfatnað og hlífðarfatnað ýmis konar. Þá má nefna jökla- dúr.svefnpoka, einangrunardýnu, bakpoka, jöklatjald, gönguskíði, fjallaskíði, allan almennan fjall- göngubúnað, eins og ísaxir, mann- brodda, líflínu svo eitthvað sé nefnt. Hver maður er svo alltaf með litla sjúkratösku í bakpokan- um.“ Sveitin hefur yfir að ráða mjög f jölþættum búnaði Þótt hver einstaklingur sé vel búinn þá dugir það skammt, er ekki svo? — „Útbúnaður einstakl- inganna er auðvitað engan veginn nægilegur, til viðbótar kemur svo fjölþættur búnaður sveitarinnar. I dag á sveitin fjóra vel útbúna fjalla- og sjúkrabíla, einn snjóbíl og verið er að leggja síðustu hönd á sérstakan radíóbíl, eða stjórn- stöð á hjólum. í honum er aðstaða fyrir 3—4 manna leitarstjórn, sá fyrsti sinnar tegundar. Þá hefur sveitin ákveðið að koma sér upp vélsleðum og hefur í því sambandi þegar keypt einn sem væntanlega kemst í hendur okkar innan tíðar, en það hefur staðið í stappi að undanförnu að fá felld niður af honum aðflutningsgjöld. Ef þau fást felld niður munum við kaupa annan til, en fé til þessara kaupa fengum við að gjöf frá ónafn- greindum velunnara sveitarinnar nú fyrir áramótin. Nú auk bílanna á sveitin allgóð- an fjarskiptabúnað, miðað við aðstæður allavega, en í þeim efnum stendur til að gera mikið átak á næstu árum. Það á í raun við um alla björgunaraðila lands- ins. Tekið verður í notkun svokall- að VHF-kerfi, sem er mun örugg- ara heldur en það kerfi sem nú er í notkun, en það er eins með fjarskiptin eins og sleðana, að staðið hefur í stappi við stjórnvöld með að fá niðurfelld aðflutnings- gjöld af tækjunum, þar sem það liggur líka á borðinu að þau verða notuð eingöngu til ýmis konar björgunarstarfsemi. Þá eigum við nokkuð þokkalega góðan sjúkrabúnað, bæði til sjúkrahjálpar og sjúkraflutninga. í því sambandi gaf kvennadeildin okkur fjórar nýjar sjúkrabörur fyrir skömmu og á síðasta ári gáfu þær okkur sérstakan sjúkrasleða, sem sannaði ágæti sitt mjög áþreifanlega í þyrluslysinu á Mos- fellsheiði fyrir jólin. Við eigum og nokkuð af fjallgöngubúnaði og tækjum til björgunaraðgerða í því sambandi. Nú og fallhlífarflokk- urinn okkar á nokkrar gamlar fallhlífar,en þar er nú von'á verulegri bót þar sem við höfum pantað nokkrar sérstakar björg- unarfallhlífar, sem eru sérhann- aðar til björgunarstarfa." Vinna í jöklaúlpum við bilaviðgerðir Hvernig er húsnæðismálum sveitarinnar háttað? — „Það má segja að þau séu bæði góð og vond. Það húsnæði sem við höfum til fundarhalda iföðrum bragganum okkar í Nauthólsvík, er alveg ágætt, sérstaklega eftir að miklar endurbætur voru gerðar á því í fyrra, en birgðageymslan og hús- næði bílaflokksins er mjög dapurt. Það er svo þröngt að menn geta varla skipt um skoðun þar og til að kóróna dapurleikann er bíla- geymslan mjög köld, viðgerðar- mennirnir okkar verða hreinlega að vinna í jöklaúlpum á vetrum, þegar þeir eru í viðgerðum. Landssamband flugbjörgunarsveita Eru ekki fleiri flugbjörgunar- sveitir heldur en hér í Reykjavík? — „Flugbjörgunarsveitirnar eru fimm víða um land, þ.e. við hér í Reykjavík, á Hellu, undir Eyja- fjöllum, á Akureyri og í Varma- hlíð og þessar sveitir mynda svo Landssamband Flugbjörgunar- Nokkrir félagar i leit uppi á Tindf jallajökli árið 1966 þegar leitað var að flugvéi- inni. Þverhníptur isveggur klif- inn. Ingvar F. Vaidimarsson núverandi formaður Flugbjörgunarsveit- arinnar (t.h) og Sigurður M. Þorsteinsson. sem var formaður hennar írá 1960—1975, eða lengst allra. u.»mynd Mbi. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.