Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 27 Daníel Dgtníelsson læknir: Á síðustu dögum hefur vaknað nokkur umræða um skipan heil- brigðismála á íslandi, og er það vel. Kostnaður vegna heilbrigðis- mála mun nú einn hæsti útgjalda- liður fjárlaga okkar. Það er því í hæsta máta tímabært, að neyt- endur heilbrigðisþjónustunnar, al- menningur í landinu, taki þessi mái til gaumgæfilegrar athugunar og umræðu, enda e.t.v. ekki fjar- stætt að ætla, að á þessum vett- vangi mætti árlega spara umtals- verðar upphæðir, án þess að rýra þjónustuna — eða bæta þjónust- una án aukinna útgjalda. Jú, deilan stendur um það, hvernig þessu markmiði verði bezt náð. Og hér erum við komin inn á stórpólitískan vettvang. Hér eig- ast við tvær andstæðar kenningar. Sú sem segir: „Það er með hinu óhefta einkaframtaki, sem mark- inu skal náð. í heilbrigðismálum sem annars staðar reynist hin frjálsa samkeppni bezt.“ í nýlegri grein um þessi mál, ritaðri af lækni, segir svo m.a. í hneykslunartón: „Sækja þarf um leyfi til að reisa eða stofna heilbrigðisstofnun, hvaða nafni sem hún nefnist. Engar lækningar má stunda nema að fengnu leyfi." Daníel Daníelsson slíkrar skriffinnskumaskínu sem þeirrar, er hér um ræðir. Það virðist og næsta furðuleg kenning, að samfara því, að sam- göngur og samskiptamöguleikar allir hér á íslandi hafa tekið byltingarkenndum framförum, verði nauðsyn valddreifingar í heilbrigðismálum ríkar, og stofna þurfi heilt stofnanabákn til þess eins að koma upplýsingum af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Ég tel, að starfsmenn heilbrigð- isyfirvalda, hverju nafni, sem þau nefnast, verði svo bezt í stakk búnir til að vinna sín störf, að þeir ástundi sem nánast samband og samvinnu við þær heilbrigðisstétt- ir, sem við störf eru víðsvegar um landið. Slíkt milliliðalaust samband Dymbilviku-hugleiðing um heilbrigðismál Mjög athyglisverðar greinar Sigurðar Þórðarsonar í Mbl. þann 13. og 14. marz, hafa átt verulegan þátt í að vekja umræðu um þessi mál. Markmið okkar í heilbrigðis- málum hlýtur að vera, að stuðla að því að sem bezt þjónusta sé þar veitt fyrir sem minnst fjármagn. Það hlýtur, í dag, að teljast sanngirniskrafa hins almenna launamanns á íslandi, sem vart er meira en hálfdrættingur í launum ávið starfsbræður sína í ná- grannalöndum, að hann fái notið góðrar læknisþjónustu fyrir sig og fjölskyldu sína við lægsta mögu- lega gjaldi. Um þetta eru víst allir sammála, eða hvað? Við skulum ætla, að svo sé. En um hvað er þá deilt? Hugmyndir um eftirlitslausan rekstur sjúkrastofnana, ogjafnvel skottulækningar, virðist enn eiga sína talsmenn. Annars kallast þetta e.t.v. frjálshyggja í dag. Hin kenningin er sú, sem segir: „Við íslendingar, sem nú losum 200 þús. manns, mundum teljast smá grunneining í heildarskipu- lagi heilbrigðismála, jafnvel í þeim smáríkjum, sem við teljum standa okkur næst. Það hlýtur því að blasa við hverjum þeim, er til þekkir, hver fjarstæða það er, að margar stofnanir eigi hlut að því að skipuleggja, og togast á um þann litla skerf, sem okkar litla samfélag getur offrað þessum málaflokki." Ein stofnun, sem helgar sig Fjalaköttur- inn sýnir M í KVÖLD, fimmtudag, kl. 21, á laugardaginn kl. 17 og á sunnu- daginn kl. 17, 19:30 og 22 sýnir Fjalakötturinn í Tjarnabíói kvik- myndina „M“ eftir Fritz Lang. Mynd þessi er byggð á sönnum atburðum og fjallar hún um barnamorðingja í Þýskalandi á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina. Var myndin bönnuð fyrst um sinn af nasistum þar sem þeir töldu myndina fjalla um þá sjálfa. Hlutverk barnamorðingjans er leikið af Peter Lorre. Myndin er af Lorre í „M“. Miðstjórn Framsóknarflokksins: Stofnuð verði orku- nýtingarráð og orku- sparnaðardeild Orkunýtingarráð, sem vinni „að mótun alhliða orku- nýtingarstefnu'* og sérstök orkusparnaðardeild við Iðn- aðarráðuneytið eru meðal til- lagna í ályktun miðstjórnar- fundar Framsóknarflokksins um helgina um orkumál. Varðandi raforkukerfið ályktaði miðstjórnarfundurinn m.a., að markvisst verði unnið að hring- tengingu aðalstofnlína; Vest- fjarðalínu verði lokið í ár, suð- austurlínu til Hafnar í Hornafirði á næsta ári og hringtengingu síðan lokið 1983. Framsóknarmenn vilja leita allra leiða til að gera raforku- framleiðslu með olíu óþarfa næsta vetur og segja að í því skyni þurfi að auka Þórisvatnsmiðlun með vatnaveitum og frekari virkjunum gufu við Svartsengi, Bjarnarflag og Kröflu. „Unnið verði að gufu- öflun við Kröflu þannig að orku- verið komist í fulla notkun hið fyrsta." Framsóknarmenn vilja efla rannsóknir á háhitasvæðum og veita auknu fé til jarðhita- rannsókna. Framkvæmdum við allar jarðvarmaveitur, sem nú eru áformaðar, verði lokið á árinu 1982. Framsóknarmenn benda á að framleiðsla fljótandi eldsneytis geti orðið hagkvæm hér á landi innan tíðar og telja nauðsynlegt að gera hagkvæmnisathugun fyrir verksmiðju, sem framleiðir fljót- andi eldsneyti. Þá vilja framsóknarmenn að kannað verði, hvort hagkvæmt og tímabært sé fyrir ísland að gerast aðili að Alþjóðaorkumálastofnun- skipulagningu heilbrigðismála í landinu og nýtur tilstyrks fróð- ustu sérfræðinga, hlýtur að vera hæfust til að ákveða dreifingu fjármagns til þessara mála hverju sinni. Hin þröngu sjónarmið hreppapólitíkurinnar hljóta ávallt að skila þar lakari árangri en styrk, upplýst miðstýring. Því tel ég hugmyndina um „Heilbrigðis- stofnun íslands" allrar athygli verða og e.t.v. líklega leið til að bjarga þessum málum úr því völundarhúsi skriffinnsku- og stofnanaöngþveitis, sem þau nú eru stödd í. Á Alþingi gerðust nefnilega þau tíðindi 1978, að inn í heilbrigðis- lögin frá 1973 var bætt kafla um skiptingu landsins í átta læknis- héruð með átta héraðslæknum og átta heilbrigðismálaráðúm. Þetta ofan á allar heilsugæzlustöðvar og sjúkrahús með sínar stjórnir, læknaráð og starfsmannaráð. Það má því með sanni segja, að okkar heilbrigðismál séu undir ráðstjórn. Ég hefi tekið þátt í miklum umræðum í hópi lækna um þessi mál, en aldrei heyrt frambærileg rök fyrir stofnun sýnist vænlegast til að veita þeim gleggsta og víðasta yfirsýn yfir þörfina svo sem hún er á hverjum stað á hverjum tíma. Ég hygg, að ef vegamálin ein eru undanskilin, séu heilbrigðis- málin sá málaflokkur hérlendis, sem harðast hafi órðið fyrir barð- inu á hreppapólitíkinni í víðustu merkingu þess orðs. Þetta birtist ekki aðeins í dreif- býlistogstreitu á milli sveitarfé- laga. E.t.v. sér þessu hvergi ljósar stað en í Reykjavík. Ekki verður framhjá þeirri staðreynd gengið, að hlutur lækna í þessu máli er lakur og stéttinni sízt til sóma. Smákóngasjónarmið, bergmál hreppapólitíkurinnar, hafa staðið í vegi fyrir sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík og þar með eðlilegri sérgreinaskiptingu, heil- brigðismálum okkar til ómælds tjóns. í landi, þar sem sjúklinga- fæð í ýmsum sérgreinum er fag- legt vandamál, togast e.t.v. þrjú sjúkrahús á um sjúklingana. Á síðustu áratugum hafa til- komið í læknisfræði mörg ný og óhemjudýr tæki til rannsókna og lækninga. Svo dýr, að jafnvel stórveldi telja sér um megn að offra einu slíku á aðeins 200 þúsund sálir. í landi, sem fjárhagslega berst í bökkum, gætum við átt á hættu, að fest yrðu kaup á 2—3 slíkum tækjum, sem staðsett yrðu með nokkuð hundruð metra millibili í Reykjavík. Á liðnum áratugum hafa hálf- karaðar byggingar heilbrigðis- stofnana blasað við augum okkar víðs vegar um landið. Við höfum upplifað stærsta slys íslenzkra sjúkrahúsamála, þegar ákveðið var að reisa Borgarspítala í stað þess að veita því fé, er þangað fór, til frekari uppbygg- ingar Landspítalans. Skilji mig enginn svo, að hér sé kastað rýrð á starfslið eða starfsemi Borgar- spítalans. Aðeins er ég sannfærð- ur um, að það sama starfslið hefði getað veitt enn betri þjónustu við enn betri skilyrði í stækkuðum Landspítala. Við höfum upplifað það, að ríkið kaupir eitt sjúkrahús, en í stað þess að tengja það ríkisspítölun- um og auka þar með að marki möguleika til skynsamlegri verkaskiptingar, gerir það það að einkastofnun fyrir vissan hóp lækna. Ég hygg, að ef menn nálgast það verkefni, er hér hefur verið rætt, með skynsemina eina að vopni, þá blasi við þeim sú staðreynd, að einasta leiðin til að koma á fót hérlendis sjúkrahúsi, er uppfylli skilyrði laga um „svæðissjúkra- hús“ sé að sameina hin þrjú stóru sjúkrahús höfuðborgarinnar í eina stofnun undir einni stjórn. Þá tel ég enga goðgá, þótt varpað sé fram þeim spurningum, hvort hugsanlegt sé, að ein vélvædd rannsóknarmiðstöð læknisfræð- innar, sem þjónaði Reykjavík og landsbyggðinni með allar veiga- meiri rannsóknir, gæti skilað betri árangri fyrir minna fjármagn en hinar ýmsu rannsóknarstofur gera í dag. Og hvort ein, fullkomin röntgenmiðstöð í Reykjavík gæti e.t.v. státað af einum bezta tækni- búnaði, sem vöi er á, fyrir það fjármagn, sem rekstur hinna ýmsu röntgendeilda kostar í dag. Endanlega hlýtur sú að vera heildarniðurstaða allra skynsam- legra athugana þessara mála, að betri þjónusta fyrir minna fjár- magn fáist fram við fræðilega skipulagningu en frumskógakerfi, þar sem hreppa- og smákónga- pólitík ræður framvindu mála. Adorjan — Hubner I. Eins og kunnugt er lauk fyrir skömmu einvígi þeirra Adorjans og Húbners með naumum sigri þess síðarnefnda, 5*/2—4Vi. Eg var Húbner til aðstoðar í þessari keppni og var það erfitt, lær- dómsríkt og stundum skemmti- legt verkefni. Ég mun í nokkrum pistlum greina frá því helsta, sem þarna gerðist, en ýmis „hernaðarleyndarmál" Húbners verða þó að fá að liggja í þagnargildi um sinn. Keppnin fór fram í Bad Laut- erberg í Harz í Vestur-Þýska- landi. Bad Lauterberg er lítill bær, en hótel eitt mikið er þó þar að finna og innan veggja þess Skák Hiibner eftir Guðmund Sigurjónsson var vettvangur einvígisins. Skammt frá Bad Lauterberg getur að líta sterklega landa- mæragirðingu Austur-Þýska- lands ásamt sprengjubelti og varðturnum. I Harz-héraði er landslag hæðótt og skógi vaxið og þar eru sögð vera heimkynni galdranorna, sem þjóta um loftið á kústsköftum. Fáir verða þó við þær varir, en þeim mun fleiri heyra og sjá landamæraverði Alþýðulýðveldisins þeysa með- fram girðingunni á mótorhjólum sínum. Á áttundu hæð Revita-hótels- ins eru bækistöðvar keppend- anna. Fyrir enda gangsins hefur Húbner aðsetur og í næsta herbergi sá er þetta ritar. Síðan koma herbergi „óvinarins" hvert af öðru, því að hann er fjölmenn- ur. í fylgdarliði Adorjans eru eiginkona hans og tæplega árs- gamalt barn þeirra, þrír (!) aðstoðarmenn þ.e. alþjóðlegu meistararnir Pinter, Tompa og Horvath og síðast en ekki síst sálfræðingur nokkur, sem ber af að fríðleika, dr. Zoukhar, enda ung og aðlaðandi kona. Ekki árennilegt lið þetta, hugsaði ég með mér, en Húbner taldi að slíkt fjölmenni mundi einungis trufla Adorjan, þegar til lengdar léti. Fyrir keppnina hafði Húbner undirbúið sig, m.a. með því að vinna að rannsóknum á byrjun- um. Hort er í sama skákklúbbi í Köln og Húbner, og höfðu þeir athugað sitt af hverju tagi. Enn fremur vann Húbner með Timm- an og Kavalek að rannsóknum á skák í viku með hvorum. Hann virtist því koma vel undirbúinn til leiks. Af undirbúningi Adorj- ans hefur mér fátt borist til eyrna. Adorjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.