Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 33 Minning: Ragna Sigríður Bjarnadóttir Fædd 8. september 1905. Dáin 24. april 1980. Á morgun verður til moldar borin móðursystir mín, Ragna Sigríður Bjarnadóttir, sem lézt á sumardaginn fyrsta sl. eftir ianga og erfiða sjúkdómslegu. Hún hafði reyndar átt við langa vanheilsu að stríða mörg undanfarin ár. Eiginmann sinn, Gunnlaug B. Kristinsson, frá Miðengi í Grímsnesi, missti Ragna fyrir nokkrum árum, en stoð hennar og stytta hefur síðan verið mágkona hennar, Guðmunda Kristinsdóttir, sem sýndi henni mikla umhyggju og alúð í veikindum hennar. Ragna var dóttir sæmdarhjón- anna Bjarna Árnasonar sjómanns og Sólbjargar Jónsdóttur, sem lengi áttu heima að Holtsgötu 9, Reykjavík, og voru sannir vestur- bæingar, enda átti Ragna fjölda kunningja á þeim slóðum. Hinn 11. október 1930 giftist Ragna Gunnlaugi B. Kristinssyni, sem fjölmargir Reykvíkingar muna eftir undir nafninu Billi í Ölgerð- inni, en hann var í áratugi af- greiðslumaður í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. Þau Ragna og Billi eignuðust eitt barn, sem skírt var Bjarni, en það lézt á fyrsta ári. Markaði sá atburður mjög líf þeirra hjóna, en þau eignuðust ekki fleiri börn, og var það miður, því þau voru einstaklega barngóð og söknuðu þess mjög að hafa ekki alið upp börn. Sjálfur var ég á heimili þeirra vegna skólanáms á stríðsárunum og kunni vel að meta ást þeirra og umhyggju. Móðir mín, Anna Nor- dal, var hálfsystir Rögnu, en þær ólust ekki upp saman. Eigi að síður var mjög kært á milli þeirra systra og náið samband. Um það leyti, sem ég kom í þennan heim, var Ragna á heimili foreldra minna til aðstoðar og það var ástæðan að ég hlaut nafn frænku minnar. Eins og gengur og gerist þá vann Ragna mest húsmóðurstörf, en hún vann einnig mjög að félagsstörfum og þá einkum í þágu Slysavarnasveitar kvenna í Reykjavík. Þar munaði um fram- lag hennar, því hún var ósérhlífin og gjafmild. Ragna var afar elskuleg kona, en jafnframt hressileg og kát við öll tækifæri. Hún átti auðvelt með að kynnast fólki; þekkti því marga, og átti marga og góða vini. Samband hennar við ættmenni og tengdafólk var náið og þá einkum við fólkið á Kirkjubæjarklaustri, en mágkona hennar, Soffia Krist- insdóttir, var gift þangað Siggeiri bónda Lárussyni. Með þeim og Rögnu og Billa voru miklir kær- leikar, svo og börnum þeirra og barnabörnum. Með Rögnu og Billa eru enn gengnir Reykvíkingar, sem settu svip sinn á bæinn; ósérhlífnir og harðduglegir; löghlýðnir og ein- staklega elskulegt fólk. Fyrir- mynd þeirra borgara, sem frjálst samfélag byggir á. Samfylgd við slíkt fólk er ekki aðeins gleðivekjandi heldur mann- bætandi. Að leiðarlokum er því hollt að minnast Rögnu og Billa. Þau höfðu góð áhrif á þá, sem þeim kynntust, og við sem þeim voru nákomnust, söknum góðra vina. Móðir mín og við þrír synir hennar, svo og makar og börn og barnabörn, geymum því fagra mynd af þessum ágætu hjónum. Ragnar Ingólfsson SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig get ég betur orðið að gagni á stúdentagarðin- um, þar sem ég bý? Mig hefði langað til að varpa „sprengju“ í andlegum skilningi í háskólanum, en ég veit ekki, hvernig ég á að fara að því. Gætuð þér gefið mér einhverjar leiðbeiningar? Guði sé lof fyrir fólk eins og þig, sem sér neyðina og möguleikana á andlegri byltingu. Byrjaðu á því að kynna þér, hvaða æskumenn það eru í skóla þínum, sem eiga eld í sál. Stofnaðu Biblíulestrarhópa meðal þeirra. Samkvæmt skólalög- um mega nemendur hafa með sér klúbba að eigin vild. Þegar þeir eru skipulagðir á réttan hátt, mega þeir halda fundi sína í húsakynnum skólans. Ég veit um hóp stúdenta, sem gerði þetta á stað einum. Þar eru yfir 1200 manns í Biblíulestrarklúbbi. Þeir koma saman einu sinni í viku í samkomusal skólans. Aðgangur er auðvitað frjáls. Þeir bjóða ræðumönnum, sem flytja hvetjandi ávörp. Þeir verja tímanum við lestur Biblíunnar, bæna og vitnisburða. Þetta æskufólk hefur haft mikil áhrif á umhverfi sitt. Þetta gæti orðið reyndin í öllum æðri skólum í landi okkar, ef ungt fólk eins og þú léti hendur standa fram úr ermum. Það er ekki víst, að þú yrðir eins frægur og sumir hópar, sem valda óspektum og hafa uppi alls konar mótmæli. En áhrif ykkar til góðs yrði „sprengjan“, sem þú vildir gjarnan sjá springa í skólanum þínum. Möguleikarnir til þess, að raunveruleg andleg sprenging eigi sér stað, eru fyrir hendi. Þeir eru eins og púður — og þú ert sá, sem getur kveikt í því. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Reykjanesmeistara- mót í tvímenningi 1980. N.k. föstudagskvöld rennur út tilkynningarfrestur í forkeppni Reykjanesmeistaramótsins í tvímenningi sem fram fer í Stapa í Njarðvík miðvikudaginn 7. maí, en keppnin hefst kl. 19.30. Tuttugu efstu pörin úr for- keppninni keppa til úrslita í Þinghól í Kópavogi helgina 10.—11. maí. Spilaður verður barometer. Allir meðlimir bridgefélaga á Reykjanesi eiga rétt til þátttöku. Keppt verður um glæsileg verðlaun auk silf- urstiga. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var síðasta spila- kvöld félagsins og var spilaður tvímenningur í einum 16 para riðli. Úrslit: Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 274 Bergur Ingimundarson — Sigfús Skúlason 254 Sverrir Þórisson — Haukur Margeirsson 241 Helgi Magnússon — Sigurjón Ólafsson 234 Tómas Sigurjónsson — Sigurður Blöndal 218 Jón Ámundason — Erna Hrólfsdóttir 212 Meðalskor 210 Stjórn félagsins þakkar spil- urum fyrir ánægjuleg vetrar- kvöld og vonast til að hitta þá hressa og káta að liðnu sumri. Úrslitakeppni íslandsmótsins í gær hófst úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni og er spilað á Hótel Loftleiðum. Næstu tvær umferðir verða spil- aðar í dag en keppninni lýkur á sunnudag. 2. umf. fimmtud. 1. maí kl. 13.15. 3. umf. fimmtud. 1. maí kl. 20.00. 4. umf. föstud. 2. maí kl. 20.00. 5. umf. laugard. 3. maí kl. 13.15. 6. umf. laugard. 3. maí kl. 20.00. 7. umf. sunnud. 4. maí kl. 13.15. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Nú er lokið einmennings- keppninni sem jafnframt var síðasta keppnin á vetrinum. Ár- angur efstu manna var þessi: Stig. Eggert Kjartansson 211 Þorsteinn Þorsteinsson 211 Gunnlaugur Þorsteinsson 203 Ragnar Björnsson 203 Helgi Einarsson 201 Þórarinn Árnason 195 Guðrún Jónsdóttir 193 Þorvaldur Lúðvíksson 190 Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir vetur- inn og vonandi sjáumst við öll heil í haust. Tafl og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 8. maí hefst þriggja kvölda tvímenningur hjá TBK með Michel fyrirkomulagi. Spilað verður fimmtudagana 8., 22. og 29. maí. Öllum er heimil þátttaka, vegleg verðlaun, spilað verður í Domus Medica og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvís- lega. ~<c: row inV mest selda tæki landsins komiö aftur Þaö er samdóma tæknilýsing: álit þúsunda kaup- enda aö þetta tæki sé bestu kaup landsins. Cltvarp: Langb.-, miðb.- og FM-stereo Plötuspilari: Allar stærðir af plötum — vökvalyfta. Segulband: Mjög fullkomið Automatiskt Crom. Magnari: 2x15 wött = 30 wött. Nóg fyrir flesta. Hátalarar: 2 stk. fylgja með í samræmi við magn. HVER BYÐUR BETUR? VERSLIÐ í SÉRVERSLUN MEÐ c' LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800 Greiðslukjör: Ca. 150.000 - út rest á 4 mánuðum r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.