Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Flugbjörgunar- sveitin 30 ára sveita, LFBS. í sambandi við hinar sveitirnar er gaman að geta þess að Akureyringarnir eru til- tölulega nýlega fluttir í mjög stórt og glæsilegt húsnæði og eru mjög vel búnir tækjum. Sömu sögu er að segja af þeim í Varmahlíð og á Hellu. Þær sveitir hafa báðar eignast,nýja björgunar- og sjúkra- bíla nýýerið.“ Heilbrigð samkeppni björgunarsveita heppileg Hverig er svo háttað samstarfi ykkar við aðra björgunaraðila eins og Landssamband hjálpar- sveita skáta og Slysavarnarfélag- ið og í því sambandi hefur því oft verið fleygt að mikill rígur sé á milli þessara aðila? — „Menn greinir auðvitað á um ýmislegt og segja hvorir öðrum meiningu sína, en ég er sannfærður um að hæfileg samkeppni þessara aðila er öllum til góðs. Annars má segja það að samstarf þessara aðila hefur farið mjög vaxandi á undan- förnum árum og í dag eru haldnir sameiginlegir fundir þessara aðila og Almannavarna ríkisins og Rauða krossins einu sinni í mán- uði og hafa þeir gefið mjög góða raun. Ég á í þessu sambandi von á því að samstarfið eigi eftir að aukast enn frekar á næstu misser- um. Sá gamli rígur sem ríkti nokkuð hér á landi á árum áður held ég að sé að mestu úr sögunni, þannig að óþarfi er að hafa áhyggjur af honum.“ Kvennadeild FBS Hvert er hlutverk kvennadeild- ar sveitarinnar? — „Kvennadeild- in hefur verið okkur mikil stoð og stytta í gegnum árin. Þær safna peningum til þess að kaupa svo handa okkur nauðsynlegan búnað og það er sérstök ástæða til þess að geta um þeirra mikla og fórnfúsa starf, sem seint verður fullþakkað. Saga sveitarinnar skráð í tilefni afmælisins Hvernig ætlið þið að minnast þesvsa merkisafmælis sveitarinn- ar? — „Það er ýmislegt sem við höfum í býgerð. Til að byrja með verður haldin mikil allsherjar- samæfing um Hvítasunnuna, þar sem öllum björgunarsveitum landsins verður boðið að taka þátt. Hún verður haldin í nágrenni Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Á laugar- deginum verða haldin erindi og menn koma saman til að auka kynnin, en á sunnudeginum er ráðgerð mikil leitar- og björgun- aræfing, sem standa mun allan daginn og á mánudeginum er svo ráðgert að kynna þann ýmsa búnað sem nauðsynlegur er hverj- um björgunarsveitarmanni. í því sambandi munu innflytjendur setja upp nokkurs konar sýningu á sínum vörum. Það sem merkilegast má eflaust telja í sambandi við afmælið er það, að við höfum fengið Andrés Kristjánsson, rithöfund, til þess að skrifa sögu sveitarinnar, til útgáfu í haust, en þá verður haldinn sérstakur afmælisfagn- aður.“ Að síðustu Ingvar, er skemmti- legt að starfa í svona félagsskap? — „Ég svara þessari spurningu auðvitað játandi, enda væri ég varla búinn að starfa í þessu í 17 ár nema svo væri. Það sem kannski er leiðinlegast við þetta er að harka út fé til starfseminnar, en það gerum við aðallega með svokallaðri skutlusölu, þ.e. við seljum á hverju hausti svokallað- ar björgunarskutlur fyrir börn og unglinga og auk þess höfum við verið með happdrætti. Annars má segja að starf í svona björgunar- sveit er fyrst og fremst fyrir þá sem hafa áhuga á útiveru, ferða- lögum og áhuga fyrir því að hjálpa öðrum," sagði Ingvar F. Valdi- marsson formaður Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík að síðustu. — sb. Vangadans á veldisstólum Þröngt mega sáttir sitja, segir máltækið, og hér allt að þvi vangast stjórnarliðar og stjórnarandstaöa — og athyglin skin út úr svip þingmanna, eins og vera ber: Halldór Blöndal (S) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.). Tillaga sjálfstæðismanna: Listskreyting opin- berra bygginga Þrír sjálfstæðismenn, Birgir ísl. Gunnarsson, Ólafur G. Ein- arsson og Halldór Blöndal, hafa flutt frumvarp til laga um listskreytingar opinberra bygg- inga, þ.e. allra bygginga, sem kostaðar eru af ríkissjóði að nokkru eða öllu leyti. Undan- þegnar eru þó byggingar sem reistar eru til bráðabirgða, bygg- ingar, sem standa fjarri alfara- leið, skemmubyggingar og aðrar sambærilegar byggingar. Skylt skal að verja til listskreytinga ekki lægri fjárhæð en sem nemur 1% byggingarkostnaðar — en heimild er til að verja til slíks allt að 2% kostnaðar. Fjárhæð þess- ari má verja jafnt til listskreyt- inga innanhúss og utan, sem verði hluti af mannvirkinu, og til kaupa á lausum listaverkum, sem komið er fyrir í byggingu eða á lóð hennar. stendur það nær en ríki og sveit- arfélögum að tryggja aðgang al- mennings að listaverkum. Það er unnt að gera á ýmsan hátt, en ein áhrifamesta leiðin er að tengja þau opinberum byggingum, og árangursríkast er vafalaust að skylda opinbera aðila til að verja hluta byggingarkostnaðar litlum hluta til listskreytinga. Reynslan hefur sýnt að skilningur þeirra, sem fyrir slíkum byggingum standa, er mjög misjafn og áhugi hjá sumum mjög lítill. Þessu frumvarpi er ætlað að tryggja að allar opinberar byggingar verði listskreyttar, og það er trú flutn- ingsmanna að með því verði auðg- að íslenskt lista- og menning- arlíf." Einar K. Guðfinnsson: í jrreinargerð segir m.a.: „I lögum um skólakostnað, nr. 49/1967, 10. gr., var það nýmæli sett í lög, að menntamálaráðu- neytið gæti að fenginni umsögn sveitarstjórnar ákveðið listskreyt- ingu skólamannvirkja og mætti verja í þessu skyni fjárhæð allt að 2% af áætluðum stofnkostnaði skólamannvirkja. Áður höfðu þó ýmsar skólabyggingar verið listskreyttar og má í því sambandi benda á lágmyndir Ásmundar Sveinssonar á Austurbæjarbarna- skólanum, málverk Jóhanns Briem í Laugarnesskóla, vegg- skreytingar Barböru Árnason í Melaskóla og mósaikmyndir Val- týs Péturssonar í Kennarahá- skólahúsinu við Stakkahlíð. í lögum um grunnskóla, nr. 63/1974, 27. gr., er ákvæði um það, að sveitarstjórn geti ákveðið Iistskreytingu skólamannvirkja með samþykki menntamálaráðu- neytisins og megi verja allt að 2% af áætluðum stofnkostnaði skóla- mannvirkis í þessu skyni. Enginn vafi er á því, að ofan- greindar lagaheimildir hafa örvað listskreytingar í skólum, þótt ljóst sé að þær hafi ekki verið notaðar í eins ríkum mæli og æskilegt væri. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir allmikilli breytingu á þeim laga- ákvæðum, sem um þetta hafa gilt. í fyrsta lagi er hér gert ráð fyrir skyldu til listskreytinga í stað heimildar áður. í öðru lagi skal þessi skylda ná til allra opinberra bygginga en ekki aðeins til skóla eins og núgildandi ákvæði kveða á Með listskreytingu opinberra bygginga vinnst margt. Þjóðin verður ríkari af listaverkum og með því að tengja þau opinberum byggingum er þeim komið fyrir þar sem margir ganga að jafnaði um garða og geta notið þeirra. íslenskir listamenn fá á þennan hátt tækifæri til að vinna að list sinni, og enginn vafi er á því, að laun fyrir slík verk eru flestum listamönnum kærkomnari en „styrkir" hins opinbera. Reynslan sýnir að íslenskir listamenn, sem tekið hafa slík verk að sér, vinna þau af alúð og siík listaverk verða ómissandi hluti af umhverfi sínu. Engum aðilum í þjóðfélaginu Samkeppni á f jöl- mennari flugleiðum — Fækkun sérleyfa, fjölgun almennra flugleyfa FJÓRTÁN aðilar hafa flug- rekstrarleyfi hér á landi, sagði Einar K. Guðfinnsson (S), er hann mælti fyrir tillögu sinni á Alþingi um könnun á því að fækka sérleyfum en fjölga leyfum til áætlunarflugs. Fimm féiög halda hins vegar uppi áætlunar- flugi. Það er mat þeirra, sem til þekkja, sagði EKG, að tilhneig- ing hafi verið í þá átt að veita fremur sérleyfi til áætlunarflugs en aimenn leyfi, þ.e. að veita einum rekstraraðila einkaleyfi á tilteknum flugleiðum. Engin ástæða er til að draga úr því, að sérleyfishöfum eru lagðar þung- ar skyldur á herðar, um að halda umsamda flugáætlun, hvað sem líður farþegafjölda. í þessu felst trygging fyrir þá, sem nota þurfa. Hugsunin á bak við sér- leyfisveitingu virðist ekki sízt sú að tryggja samgöngur og flug- öryggi. Á hinn bóginn ber að líta á það að mikill fjöldi farþega ferðast á milli hinna stærri staða: Reykja- vík — Akureyri, Reykjavík — Egilsstaðir, Reykjavík — ísafjörð- ur. Þessar flugleiðir virðast mjög vel samkeppnishæfar. Ekkert bendir til að öryggi þessara flug- leiða myndi raskast, þó að fleiri en einn flugrekstraraðili fengi leyfi til að fljúga á þeim. EKG minnti á starfsemi flugfé- lagsins Ernir hf. á ísafirði. Það væri í höndum dugmikilla ein- staklinga, sem hefðu mikið lagt á sig til að halda uppi flugsamgöng- um innan Vestfirðingafjórðungs. Það ætti nú 2 flugvélar. Aðstæður í fjórðungnum væru með þeim hætti, að starfsemi þessa flugfé- lags bætti úr brýnni samgöngu- þörf. Og reynslan hefði fært sönn- ur á, að sú samkeppni, sem þarna kom til, hefði bætt þjónustu á leiðinni Reykjavík — Isafjörður, vegna leiguflugs Arna hf. í sam- keppni við sérleyfi Flugleiða hf. Þessi reynsla, sem þarna er til staðar af samkeppni, varð kveikj- an að tillögu minni, sagði EKG. Samkeppnin hafði í för með sér samgöngubætur. Á hinn bóginn rennur mér til rifja, hve sam- keppnisaðstaðan er ójöfn, vegna einokunaraðstöðu annars rekstr- araðilans. Það virðist sanngirn- issjónarmið að þarna verði liðkað til, sérleyfi afnumin en almenn áætlunarleyfi frekar veitt, þ.e. samkeppnisaðstaðan jöfnuð. Svip- að á við aðrar fjölmennar flugleið- ir, sagði EKG. Þingfréttir í stuttu máli: Söluskattur falli niður af leiksýnmgum og tónleikum. Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Halldór Blöndal, Einar K. Guðfinnsson og Birgir fsl. Gunn- arsson, flytja frumvarp til laga um niðurfellingu söluskatts af tónleikum og leiksýningum. I greinargerð segir m.a.: „Aðgangseyrir að íþróttasýning- um, íþróttamótum, skíðalyftum, kappreiðum og góðhestakeppni hef- ur verið undanþeginn söluskatti. Hinn 15. nóvember sl. var sú breyting gerð á reglugerð um söluskatt, að aðgangseyrir að leik- sýningum áhugafélaga skyldi und- anþeginn söluskatti, enda yrðu eftirfarandi skilyrði uppfyllt: „a) Enginn af þeim, sem að leik- sýningum áhugafélaga starfar, annar en leikstjóri, þiggi laun fyrir starfið. b) Leiksýningin sé ekki í neinum tengslum við annað skemmt- ana- eða samkomuhald." Augljóst er, að mismunun af þessu tagi fylgja margvíslegir van- kantar auk þess sem hún býður heim þeirri hættu, að áhugafólki um leiklistarstarfsemi verði gert nær ókleift að ráðast í stórvirki, svo sem flutning á mestu leikhús- verkum með gestaleik frá atvinnu- leikhúsunum. Auk þess leggur sumt áhugafólk svo hart að sér í sambandi við leikstarfsemi úti á landi, að nokkur umbun hlýtur að teljast eðlileg og sjálfsögð og getur janvel verið forsenda þess, að leikrit verði fært upp. Atvinnuleikhúsin og Sinfóníu- hljómsveit íslands eiga við stöðuga fjárhagsörðugleika að stríða. Sömuleiðist frjáls tónlistarstarf- semi. Á þessu ári er áætlað, að Leikfé- lag Reykjavíkur greiði 42—48 millj. kr. í söluskatt, en ríkisstyrkurinn til þess er 32 millj. kr. Af þessu sést, að hér er um lítilræði að tefla í tekjuöflun ríkissjóðs, en getur skipt sköpum í sambandi við já- kvæða þróun leiklistarstarfsemi og tónleikahalds." Áætlunarflug/ leiðrétting I frásögn af tillögu Einars K. Guðfinnssonar (S) um könnun á kvort unnt væri að fækka sérleyf- um en fjölga almennum leyfum til áætlunarflugs féll niður nafn Arn- arflugs hf. yfir þá aðila sem hafa nú sérleyfi til flugs á tilteknum flugleiðum hér á landi. Þetta leið- réttist hér með. Starfsaldur þingmanna Hvaða þingmenn hafa lengstan þingaldur að baki? Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra situr nú sitt 40. þing — á 39 að baki. Næstur honum keihur Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, sem situr sitt 26. þing. Tveir þingmenn sitja sitt 25. þing: Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra og Geir Gunnarsson, þingmaður Reyknesinga. Matthías Á Mathiesen, þingmaður Reyknes- inga, situr sitt 24. þing, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra sitt 23. þing og Pétur Sigurðsson, þing- maður Reykvíkinga, sitt 20. þing. Aðrir þingmenn eru yngri í hett- unni. Yngsti kjörni þingmaðurinn (varaþingmenn ekki meðtaldir) er Vilmundur Gylfason, 9. þingmaður Reykvíkinga, 31 árs að aldri. Næst yngstur er Halldór Ásgrímsson, 3. þingmaður Austfirðinga, 33 ára. Yngstur þingmanna Sjálfstæðis- flokks er Friðrik Sophusson, þing- maður úr Reykjavík, 36 ára. Yngsti þingmaður Alþýðubandalags er Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra, 35 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.