Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 3 7 Þorsteinn Haraldsson nemi: Er ríkið til þess að þjóna einstaklingunum Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hefur út- varpsstjóri kært upptöku á sjón- varpsefni (þ.e.a.s. notkun mynd- segulbanda) til rannsóknarlög- reglu ríkisins. Nýjustu frettir herma að íbúar nokkurra blokka í Breiðholti séu nú að koma á fót innanblokkar sjónvarpskerfi til afnota fyrir íbúa þeirra og hafi töluverðum fjármunum verið varið í þetta. Þetta tel ég spor í rétta átt, fólkið vill frelsi sér til handa í þessum málum. Helsta áhyggjuefni ríkis- valdsins virðist vera það hvernig það geti nú hagnast á þessu því ekki eru greidd nein afnotagjöld af þessum tækjum. Þess vegna fer nú fram rannsókn á notkun og dreifingu myndsegulbandstækja hjá almenningi. Þeir halda víst blessaðir mennirnir að endalaust sér hægt að leggja nýjar álögur á almenning í þessu landi. Eg er alveg sannfærður um það að mörg tæknin sem leiðir til framfara hjá öðrum þjóðum nái seinna festu hér á landi en annars staðar vegna beinna og óbeinna ráðstafana ríkisvaldsins. Annars er það alveg furðulegt hversu mikil stöðnun virðist ríkja hjá ráðamönnum ríkisfjölmiðl- anna og hjá ráðamönnum landsins yfirleitt. Engar nýjungar virðast eiga upp á pallborðið hjá þeim í þeim málum er snerta ríkisfjöl- miðlana. Eins og flestum er kunnugt um hefur orðið mjög hröð þróun á sviði fjölmiðlunar erlendis. Hægt er að velja á milli útvarps- og sjónvarpsrása (t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum) og einnig er það orðið töluvert algengt í Bandaríkj- unum að fólk sé í sambandi við sjónvarpskaplastöð og geti óskað eftir þeim kvikmyndum og þáttum sem það hefur áhuga á gegn smávægilegu gjaldi. Einnig það að fólk eigi myndsegulbandstæki og taki upp efni að vild. — eða ein- staklingarnir til að þjóna ríkinu? En ísl. ráðamenn virðast ekki fylgjast með þessari þróun eða hreinlega loka augunum fyrir henni. Hér er einungis ein sjónvarps- stöð með einni rás sem skammtar sjónvarpsefni til fólks að eigin geðþótta. Þær kvikmyndir sem ísl. sjónvarpið sýnir eru í mörgum tilfellum eldgamlar, myndir sem þóttu boðlegar fyrir 30—40 árum. Það er því engin furða þótt fólk fari út í það að eyða hundruðum þúsunda í myndsegulbönd og kvik- myndaspólur til þess að geta verið eigin dagskrárstjóri. Sú stund nálgast sem betur fer óðum að íslenskir sjónvarpsáhorf- endur og útvarpshlustendur geti án mikils tilstands valið á milli útvarps- og sjónvarpsstöðva í gegnum gervihnetti óháð valda- mönnum ríkisfjölmiðlanna nema þeir séu búnir að finna leið til þess að koma í veg fyrir þessa þróun? Ríkisútvarpið Ekki þarf annað en að lesa lesendasíður dagblaðanna til þess að sjá álit hlustenda útvarpsins á því efni sem þar er flutt. Þar er undantekningalaust skrifað um lélegt efnisval þess. Ég held að mikill hluti þjóðar- innar sé mér sammála í því að útvarpið sé löngu staðnað í efnis- vali og þáttagerð. í könnun sem fyrirtækið Hag- vangur gerði á sínum tíma kom fram að margir þættir eru í útvarpinu sem fólk var löngu hætt að hlusta á. Niðurstaða könnunar- innar og lesendasíðu blaðanna bera augljóst vitni um það að ríkisútvarpið stenst ekki þær kröfur sem neytendurnir (hlust- endurnir) gera til þess. En þá vaknar stóra spurningin: Er ríkisútvarpið fyrir hlustend- urna, eða eru hlustendurnir fyrir ríkisútvarpið? Hvað er til bóta? Sumir tala um að lækningin sé sú að sett verði á laggirnar önnur útvarpsrás undir hatti ríkisút- varpsins. Hvers vegna skyldu menn halda það að sú leið yrði til bóta þegar við höfðum gleggsta dæmið þess eðlis fyrir framan okkur, þ.e.a.s. ríkisútvarpið, þar sem ríkisvaldið hefur ráðið ferð- inni. Og hvaða ástæða er til þess að ætla að fleiri slíkar forneskju- stofnanir yrðu til góðs? Frjálst útvarp Eins og ég hef áður bent á (grein í Mbl. 3. jan.) þá tel ég heppilegustu leiðina þá að farið verði út í það að gera útvarps- rekstur frjálsan, þótt ekki yrði nema til reynslu til að byrja með, og að fylgst yrði með þróun þess. T.d. er norski íhaldsflokkurinn nú að kanna hvernig það kæmi út í Noregi að gefa útvarpsrekstur frjálsan þar í landi samhliða ríkisrekna útvarpinu. Þegar ég tala um frjálst útvarp þá á ég við staðbundnar útvarps- stöðvar þ.e.a.s. sem ná yfir visst afmarkað svæði. Þessar stöðvar myndu hlíta hlutleysisreglum líkt og ríkisútvarpið. Væri þessi leið farin myndi valfrelsi hlustendanna aukast um leið og t.d. afskekkt byggðarlög gætu nýtt sér þetta með því að borsteinn Haraldsson setja upp litla staðbundna út- varpsstöð til að þjóna eingöngu viðkomandi byggðarlagi. En þá tala sumir um það að þetta myndi kosta svo mikla peninga þannig að aðeins fjár- sterkir aðilar gætu komið sér upp útvarpsstöð. Það er útbreiddur misskilningur að dýrt sé að setja á fót staðbundna útvarpsstöð. Stofnkostnaður yrði t.d. aðeins lítið brot af kostnaði við eitt dagblað. Hér í Reykjavík eru nú gefin út 5 dagblöð og fjöldinn allur af blöðum og tímaritum sem út koma vikulega eða mánaðarlega plús þau blöð sem gefin eru út úti á landi. Varla eru þeir margir sem vildu að hér væri aðeins eitt dagblað útgefiö af ríkisvaldinu? En óhætt er að fullyrða að þetta yrði ódýrara fyrir hlustendur heldur en ef farið yrði út í það setja á laggirnar aðra ríkisrekna útvarpsrás en peningum til þeirra framkvæmda yrði aflað eftir gömlu formúlunni sem ríkisvaldið hefur notað, það yrðu hærri afnotagjöld og væntanlega hærri skattar, en þykir þó sumum nóg komið. Umræða um þessi mál hefur hlaupið fyrir brjóstið á ráða- mönnum ríkisútvarpsins og þeim sem þar starfa. Það er að vísu skiljanlegt þar sem þeim þykir eflaust ansi nærri höggvið að sinni atvinnu. Ef útvarp yrði gefið frjálst þá yrðu þeir að standast þær kröfur sem hlustendur settu þeim og fengju einkunn eftir því. Litvæðing sjónvarpsins var mikið hitamál hjá ráðamönnum RUV á sínum tíma og sumir lögðust gegn því að út í þær framkvæmdir yrði farið. Þeir eru varla margir sem telja að litvæð- ing sjónvarpsins hafi verið óþörf eða óarðbær. Það er mitt álit að fjölmiðlar hafi ekki tekið nógu vel á þessari umræðu. Það þurfa að fara fram opinber skoðanaskipti um þessi mál og væru þar ríkisfjölmiðlarn- ir til góðs nýttir. STEF-gjöldin Eins og flestum er eflaust kunn- ugt um þá borgar ríkisútvarpið — og sjónvarpið svokölluð STEF- gjöld. Þ.e.a.s. visst gjald á hverja spilaða hljómplötu. Þetta giald virðist skipta tugum milljóna ár- lega. Einnig virðast öll kvik- myndahúsin greiða þetta gjald. Mér þætti forvitnilegt að fá svör við nokkrum spurningum sem ég beini til viðkomandi ráðamanna. 1. Hvað greiddu útvarp og sjó- nvarp í STEF-gjöld á árinu 1979? 2. Hvað voru það mörg prósent af rekstrarkostnaði þessara tveggja stofnana? 3. Hvað greiða kvikmyndahúsin í STEF-gjöld árlega og hve mörg prósent eru greidd af hverjum bíómiða til STEFs? 4. Hvernig er þeim peningum sem inn fást með STEF-gjöldunum varið? 5. Borga fleiri aðilar STEF-gjöld en ríkisfjölmiðlarnir og kvik- myndahúsin? Ef svo er, þá hvaða stofnanir eða fyrirtæki? 6. Hverjar voru heildartekjur STEFs af STEF-gjöldunum á árinu 1979? 7. Hverjir eru aðilar að STEF? Bindumst samtökum Það er brýn þörf á því að þeir sem láta sig þessi mál einhverju skipta, hvar svo sem þeir í flokki standa, bindist sterkum samtök- um til þess að knýja fram endur- bætur á þessum málum. Útvarpshlustendur — og sjón- varpsáhorfendur þurfa að sýna ráðamönnum þessa lands fram á það að ekki þýði alltaf að setja kíkinn fyrir blinda augað. Vil viljum endurbætur og sýn- um það í ræðu og riti. Við viljum framfarir í stað stöðnunar. verður bílasýning á Akureyri frá ki. 13.00 -i8.oo að Fjölnisgötu 1b (Verkstædishús Höldurs sf.) HÖLDUR SF. TRYGGVABRAUT 14 - AKUREYRI - SfMI 21715 Komið, skoðið og reynsluakið þeim bestu frá Japan SAPPORO COLT 1200 GL LANCER 1600 GL GALANT 1600 GL A MITSUBISHI ^MOTORS__

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.