Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980
Frá Svíþjóð: Gunnar Richard-
son, þingmaður, til ársloka 1980,
en þá tekur við Bengt Wiklund,
þingmaður, sem nú er varamaður.
Varamaður verður frá áramótum:
Kersti Swartz, þingmaður. Jan-
-Mats Lindahl, deildarstjóri.
Varamaður Brita Lundh, fulltrúi.
Norræna menningarmálaskrif-
stofan í Snaregade 10 í Kaup-
mannahöfn annast skrifstofustörf
sjóðsins og fjárreiður hans og
þangað ber að senda umsóknir um
styrki úr sjóðnum á sérstökum
eyðublöðum, sem fást í mennta-
málaráðuneytunum.
Fyrsti forstjóri þessarar skrif-
stofu var Magnus Kull, fv. ráð-
herra, frá Finnlandi, en núverandi
forstjóri er Klas Olofsson frá
Svíþjóð. Sá maður, sem nú fjallar
aðallega um umsóknir sjóðsins í
skrifstofunni er Hróbjartur Ein-
arsson, fv. lektor, og samstarfs-
maður hans Rita Pate. Gjaldkeri
skrifstofunnar er Kristjana Is-
landi. Einungis tveir íslendingar
starfa í skrifstofunni. Innan
skamms tekur Atli Guðmundsson,
sálfræðingur við starfi þar, en
Hróbjartur hefur fengið leyfi frá
störfum til þess að ljúka samn-
ingu norsk-íslenskrar orðabókar,
sem hann hefur haft í smíðum að
undanförnu og háskólaforlagið í
Bergen mun gefa út.
Eins og áður var sagt, þá eru
starfandi þrjár ráðgjafarnefndir á
sviði norrænnar menningarsam-
vinnu: Ein sem fjallar um
kennslumál, önnur um vísinda-
málefni og hin þriðja um almenn
menningarmál. I nefndum þessum
eiga sæti af íslands hálfu:
Ráðgjafarnefnd um kennslu-
mál (RKU): Guðmundur
Arnlaugsson, rektor, og Rósa
Björk Þorbjarnardóttir, endur-
menntunarstjóri.
Ráðgjafarnefnd um vísinda-
málefni (RKF): Dr. Jónas Krist-
jánsson, forstöðumaður Stofnunar
Arna Magnússonar, og dr. Sigurð-
ur Þórarinsson, prófessor.
Ráðgjafarnefnd um almenn
menningarmál (RKK): Vigdís
Finnbogadóttir, leikhússtjóri, sem
nú er formaður nefndarinnar,
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og
Þorbjörn Broddason, lektor.
Áður fyrr var ákveðinn frestur
til að skila umsóknum til sjóðsins,
en frá og með árinu 1975 var
horfið frá því fyrirkomulagi og
tekur sjóðurinn við umsóknum
hvenær sem er.
Sjóðnum berast miklu fleiri
umsóknir en unnt er að verða við
og er því áríðandi að verkefni, sem
sótt er um styrk til, séu í fyrsta
lagi áhugaverð fyrir norræna
samvinnu og taki helst til fleiri
landa en tveggja, að kostnaðar-
áætlanir séu traustar og glöggar
upplýsingar séu veittar um við-
fangsefnið og hvenig að því á að
vinna. Umsóknum frá einstakling-
um til ferðalaga, náms og verk-
efna, sem þeir vinna að og varða
fremur þröngt svið eða einungis
heimaland umsækjanda, er yfir-
leitt hafnað. Uthlutun úr sjóðnum
fer ekki þannig fram, að hvert
land fái eitthvert ákveðið hlutfall
umráðafjár heldur ræðst það af
umsóknum og þeim upplýsingum
og umsögnum, sem aflað er, hvort
og þá hvern stuðning þær hljóta.
í stórum dráttum er fjallað á
eftirfarandi hátt um umsóknir
sem sjóðnum berast:
Fyrst eru umsóknir athugaðar
af starfsliði menningarmálaskrif-
stofunnar og margar þeirra eru
sendar einhverri ráðgjafarnefnd-
inni til umsagnar, eftir því hvers
eðlis umsóknirnar eru. Einnig er
oft leitað umsagna annarra aðila
t.d. rannsóknaráðanna á Norður-
löndum. Þegar umsagnir eða álit
ráðgjafarnefnda og annarra hafa
borist, lætur menningarmála-
skrifstofan sitt álit í ljós og gerir
tillögur til sjóðstjórnar um af-
greiðslu hverrar umsóknar. Þegar
svo sjóðstjórnin fjallar um um-
sóknir liggja allar þessar upplýs-
ingar fyrir.
Sjóðstjórnin heldur að jafnaði
fjóra fundi á ári: í mars, júní,
september og desember. Á hverj-
um fundi er fjallað um þær
umsóknir, sem þá liggja fyrir og
komið hafa svo snemma að unnt
hafi verið að leita umsagna um
þær, ef þarf, eða afla annarra
nauðsynlegra upplýsinga. Sjóð-
stjórnin er óbundin af umsögnum
þeim, sem hún fær og tillögum um
afgreiðslu, en oftast er mikið tillit
tekið til þeirra. Sjóðstjórn ber ein
ábyrgð á lokaafgreiðslu, hvort sem
hún er í samræmi við umsagnir og
tillögur eða víkur frá þeim.
Meginstefna og tilgangur Menn-
ingarsjóðs Norðurlanda er að
styrkja eða koma af stað nýjum
samstarfsverkefnum á sviði nor-
rænnar menningarsamvinnu.
Hinsvegar er það ekki hlutverk
sjóðsins að veita styrki til stofn-
ana, sem komnar eru á fastan
rekstrargrundvöll eða til síendur-
tekinna viðfangsefna eins og ár-
legra ráðstefna eða funda, þótt um
nytsöm verkefni sé að ræða.
Fjöldi umsókna til sjóðsins
jókst á árabilinu 1970—1979 úr
208 í 748 og flestar urðu þær árið
1975 eða 888. Fjárhæð sú sem
árlega er sótt um úr sjóðnum
hefur aukist úr 12.1 millj. d.kr.
árið 1970 í 60 milljónir d.kr. árið
1979. Framlag til sjóðsins hefur á
þessu tímabili aukist úr fjórum í
átta milljónir danskra króna eða
um 100%. Fjöldi umsókna hefur
hinsvegar aukist um 259% og
fjárhæð umsókna um 396%.
Umsóknafjöldi og fjárhæðir
eldfjallastöð á íslandi, þá er það
ekki fyrst og fremst gert fyrir
Islendinga, heldur til þess að þau
vísindi og rannsóknir, sem þar eru
iðkuð komi samstarfsaðilum öll-
um að notum. En þegar staðarval
fyrir slíka starfsemi fer fram, þá
kemur ísland auðvitað fyrst og
fremst til greina. Norræn sam-
vinna er mjög þýðingarmikill
þáttur í víðtækari samvinnu Norð-
urlandaríkja á alþjóðavettvangi.
Þótt þau fari stundum mismun-
andi leiðir, þá standa þau yfirleitt
saman í menningarmálum svo
sem innan Menningarmálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna (UN-
ESCO) og í Evrópuráðinu (CCC),
enda til þess ætlast samkvæmt
ákvæðum samningsins frá 15.
mars 1971 um samstarf á sviði
menningarmála.
Menningarsjóður Norðurlanda
hefur á árunum 1968—1980 veitt
um 4 millj. d.kr. samkvæmt um-
sóknum frá Islandi eða til málefna
sem segja má að á einn eða annan
hátt varði Island meira en hin
löndin. Nemur þetta um 280 millj.
ísl. kr. á núverandi gengi. Framlag
Islands til sjóðsins er árið 1980
fimm milljónir og fjörutíu þúsund
íslenskra króna. Á hinum eina
fundi sjóðstjómarinnar, sem hald-
inn hefur verið á þessu ári (í
mars) voru veittar um 50 millj. ísl.
kr. samkvæmt umsóknum frá ís-
landi eða til málefna sem varða
ísland sérstaklega, s.s. til ráð-
stefna, sem fram eiga að fara hér
á landi, til gestafyrirlesara frá
Islandi, o.fl. Stærstu liðirnir eru
fjárhagsstuðningur við samningu
norsk-íslenskrar orðabókar, fram-
1970-1979:
Ár: Árlegur Árleg Árleg fjárh.-Árleg Árlegt fé
fjöldi aukning: umsókna aukning: sjóðsins
umsókna í millj. d.kr. í millj. d.kr.
1970 208 — 12.1 — 4.0
1971 272 +31% 13.9 +15% 5.0
1972 306 +13% 19.2 +38% 5.0
1973 321 + 5% 23.1 +14% 5.0
1974 468 +46% 36.4 +58% 5.0
1975 888 +90% 63.1 +73% 5.5
1976 636 -28% 37,9 -40% 6,5
1977 652 + 3% 33.6 -15% 6,5
1978 704 + 8% 47.5 +41% 8.0
1979 748 + 6% 60.0 +26% 8.0
Umsóknirnar skiptast þannig eftir þeim aðalverkefnum, sem
sjóðurinn veitir fé til:
Ár: Ranns.starfs.: Kennslumál: Almenn menn- ingarmál: Umsókna- fjöldi
Tala % Tala % Tala % samtals:
1970 80 38 19 9 109 53 208
1971 78 29 17 6 177 65 272
1972 100 33 22 7 184 60 306
1973 93 29 38 12 190 59 321
1974 137 29 54 12 277 59 468
1975 158 18 86 12 644 70 888
1976 133 21 85 13 418 66 636
1977 98 15 83 13 471 72 652
1978 151 21 89 13 464 66 704
1979 175 23 111 15 462 62 748
Það yrði nokkuð langt mál að
tíunda allar styrkveitingar á
starfstíma sjóðsins til málefna
samkvæmt umsóknum frá íslend-
ingum eða til málefna, sem á einn
eða annan hátt varða ísland.
Margar styrkveitingar varða öll
löndin og flestar tvö eða fleiri.
Þegar umsóknir frá hinum Norð-
urlandaríkjunum bera með sér að
ekki er gert ráð fyrir þátttöku
íslendinga í verkefnum, þá er
framlag sjóðsins iðulega aukið frá
því sem um er beðið með því
skilyrði að ísland gerist þátttak-
andi. Sýnir þetta að lögð er
áhersla á, að norrænt samstarf sé
sem víðtækast. Dýrara er að halda
norræna fundi og ráðstefnur á
íslandi en í einhverju hinna land-
anna vegna mikils ferðakostnaðar
og er reynt að taka nokkurt tillit
til þessa í styrkveitingum þannig
að kleift sé að efna til slíkra funda
og ráðstefna hér.
Nú er það hvorki tilgangur með
starfsemi Menningarsjóðs Norð-
urlanda né annarri Norðurlanda-
samvinnu að hvert land hagnist
sem mest beint fjárhagslega á
samstarfinu, heldur að hrinda í
framkvæmd málum sem efla hag
heildarinnar og e.t.v. væru ofviða
hverju landi um sig. Þótt rekin sé
lag samkvæmt umsókn Magnúsar
Pálssonar, myndlistarmanns, til
þess að koma upp vinnuaðstöðu á
Islandi að sumarlagi fyrir nor-
ræna listamenn, styrkur til söng-
farar karlakórsins Jökuls á Höfn
til Norðurlanda og framlag til
ráðstefnu hér á landi um kjör
kvenna.
I norrænu samstarfi, þ.á m.
verkefnum Menningarsjóðs Norð-
urlanda, hefur verið leitast við að
taka sérstakt tillit til málefna,
sem varða ísland, Færeyjar,
Grænland og landsvæði Sama. Má
í því sambandi benda á Norræna
húsið hér, byggingu þess og ýmsar
styrkveitingar til þess, norrænt
hús, sem ákveðið hefur verið að
reisa í Þórshöfn í Færeyjum, og
Samastofnunina, sem komið hefur
verið á fót í Kautokeino í Norður-
-Noregi.
Á þessu ári hefur sjóðstjórnin
til umræðu aukinn stuðning við
málefni Grænlendinga og hefur
hún þegið boð grænlensku land-
stjórnarinnar um að halda haust-
fund sinn á Grænlandi og kynna
sér á hvern hátt sjóðurinn gæti
stuðlað að aukinni menningar-
samvinnu við Grænland.
Mengað vatn á
fjölsóttum ferða-
mannastöðum
Niðurstöður af rannsókn á
neyslu- og baðvatni á fjölsóttum
ferðamannastöðum. sem gerð var
í fyrrasumar á vegum heilbrigð-
iseftirlits ríkisins í samvinnu við
náttúruverndarráð, benda til
þess að um nokkra mengun
neysluvatns sé að ræða. Við þessa
athugun reyndist gerlamengun
veruleg í baðlaugum á Hveravöll-
um og í Landmannalaugum. Á
hvorugum þessara staða er að-
staða til þrifa fyrir baðgesti,
gegnumstreymi í laugunum er
hægt og verður ekki hjá þvi
komist að gera einhverjar ráð-
stafanir tii að koma í veg fyrir þá
miklu gerlamengun, sem er í
vatninu, segir m.a. í skýrslu um
rannsóknina.
Virðist svo komið að við íslend-
ingar getum ekki lengur kynnt
hálendið sem ómengað land. í
formála að skýrslunni segir Hrafn
V. Friðriksson m.a.: „Allri starf-
semi manns fylgir einhver meng-
un og eru ferðalög fólks þar engin
undantekning. Með uppbyggingu
skipulagðra tjald- og hjólhýsa-
svæða og þjónustumiðstöðva fyrir
ferðafólk víða um landið hefur
náttúru þess vafalítið víða verið
borgið frá óbætanlegum skemmd-
um. Annars staðar er aðstaðan
fyrir ferðafólk ófullkomin eða lítil
og gefur auga leið að veruleg
mengunar- og heilbrigðisvanda-
mál geta komið upp á slíkum
stöðum, fari fjöldi ferðamanna og
sú mengun sem þeim fylgir fram
yfir það mark, sem náttúran
ræður við á hverjum stað. Einnig
er mikilvægt að hafa í huga að
sífellt betri og meiri samgöngur
við útlönd auka hættuna á því að
hingar berist áður óþekktir sjúk-
dórnar."
Rannsóknir á neyslu- og bað-
vatni fóru fram á 7 fjölsóttum
ferðamannastöðum: í Þórsmörk,
Landmannalaugum, Hveravöllum,
Nýjadal, Herðubreiðarlindum,
Jökulsárgljúfri og Skaftafelli, en á
alla þessa staði er haldið uppi
reglubundnum ferðum til og frá
yfir sumarið.
Af neysluvatni bárust 45 sýni,
sem skiptust þannig að mati
gerlastofu: 28 sýni nothæf eða
62%, 9 sýni gölluð eða 20% og 8
sýni ónothæf eða 18%. Af bað-
vatni bárust 15 sýni (úr náttúru-
legum laugum), öll metin ónothæf.
Baðvatn eða laugavatn er frá
tveimur stöðum í þessari könnun,
þ.e. frá Landmannalaugum og
Hveravöllum.
Laugavatnið ónothæft
Um Landmannalaugar segir
m.a.: „Ekki er sérstök hreinlætis-
aðstaða við laugarnar og erfitt er
að halda uppi góðri umgengni.
Gegnumstreymi vatnsins er frem-
ur hægt en baðgestir margir. Ekki
er óalgengt að yfir mestu um-
ferðahelgar skipti ferðamenn
tiundruðum í Landmannalaugum,
þó ekki sé þar með sagt að allir
baði sig í laugunum er það samt
ærinn fjöldi."
Um Hveravelli segir m.a.: „Við
skála Ferðafélags Islands á
Hveravöllum er baðlaug mikið
notuð af ferðamönnum. Ekki er
hreinlætisaðstaða við laugina.
Bæði heitt og kalt vatn af hvera-
svæðinu er notað í laugina. Öll
sýni, sem tekin voru úr lauginni,
reyndust ónothæf."
Um neysluvatn segir: „Niður-
stöður þessara rannsóknar af
neyslu- og baðvatni á fjölsóttum
ferðamannastöðum benda til þess
að um nokkra mengun neyslu-
vatns sé að ræða. Einnig er ljóst
að þar sem fullkomin ferða-
mannaaðstaða er fyrir hendi og
vatnstekja og fráveita eins og
gerist best í þéttbýli er hægt að
komast hjá mengun vatnsins.
Dæmi um slíkt er þjónustumið-
stöðin í Skaftafelli. Þá má benda á
Þórsmörk sem dæmi um þokka-
legan aðbúnað í óbyggð. Að vísu
eru aðstæður til vatnsöflunar mis-
góðar en öll umferð manna og
dýra um vatnstekjusvæði skapa
mengunarhættu svo og handa-
hófskennd staðsetning þurr-
salerna og illa frágengin frá-
rennsli, þ.e. vantar rótþró og aðra
hirðu. Marga ágalla af þessu tagi
má mjög auðveldlega lagfæra, en
sums staðar eru aðstæður erfiðari
og e.t.v. fyrst og fremst kostnaðar-
samari."
Skýringar
VO= nothœft
GA = gallah
ON= ónothcvft
Hér má sjá gerlafræðilegt mat á neysluvatni á 7
ferðamannastöðum á hálendinu. Svarta súlan táknar
ónothæft vatn, sú gráa gallað og hvítt nothæft.
EFÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
VI (ÍLYSINGA-
SÍMINN F.R:
22480