Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 Mótmæla skattpíningar áformum stjórnvalda FUNDUR framkvæmdastjórnar Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins haldinn 30. april 1980 mót- mælir harðlega þeim óhóflegu skattpíningaráformum, sem lýsa sér í skattafrumvarpi núverandi rikisstjórnar og nýsamþykktum lögum um hækkun útsvarspró- sentu. Verkalýðsráðið bendir á, að beinir skattar á meðalatvinnu- tekjur verkamanns þyngist veru- lega. Þá harmar Verkalýðsráð Sjálf- stæðisflokksins þau vinnubrögð em viðhöfð eru við gerð nýrra kjarasamninga, þar sem forystu- menn heildarsamtaka verkafólks undir forystu kommúnista virðast fremur með andvaraleysi sínu og aðgerðarleysi reka erindi atvinnu- rekenda og ríkisstjórnar en um- bjóðenda sinna. Þetta á sér stað á sama tíma og láglaunafólki nægja ekki dag- vinnu- og eftirvinnulaun fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Slíkt er ástandið á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1980. Kanadiski píanóleikarinn Henen Choi. Ljósm. Emilia. Kanadískur píanóleik- ari i Austurbæjarbíói UNG, kanadisk stúika Helen Choi, heldur á morgun, föstu- dag, kl. 19 í Austurbæjarbiói píanótónleika, en hingað kemur hún i boði Tónlistarskólans í Reykjavík. Kennari hennar í Kanada, þar sem hún hefur verið búsett siðustu árin, var Vestur-íslendingurinn Snjólaug Sigurdson, en hún lézt í fyrra. — Snjólaug Sigurdson hafði látið í ljós áhuga á því að ég kæmist einhvern tíma til Islands til að koma þar fram á tónleik- um, en henni entist ekki aldur til að hrinda því áhugamáli sínu í framkvæmd. Engu að síður hef- ur það nú orðið og hafði Jón Nordal skólastjóri Tónlistar- skólans samband við mig, en faðir minn, sem var hér á ferð í fyrra, hafði rætt við einhverja menn um þetta, sagði Helen Choi í samtali við Mbl. er hún var trufluð litla stund síðdegis í gær þar sem hún var við æf- ingar. —Einu skipulögðu tónleikarn- ir eru á morgun, en á mánudag verð ég í upptökum í útvarpinu. Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til að koma hinga og spila hér og vonast til að vel gangi. Helen Choi er fædd í Banda- ríkjunum en fluttist fljótlega með foreldrum sínum til Kan- ada, en nú býr fjölskyldan í London og stundar hún þar nám hjá Kendall Taylor, sem margir íslendingar þekkja. Hún hefur tekið þátt í samkeppnum píanó- leikara í Kanada og verið þar meðal hinna fremstu. — Það er mjög mikilvægt að fá að taka þátt í slíkum keppn- um, og lærdómsríkt að hlusta á aðra píanóleikara og að fá að vita hvað gagnrýnendum og dómurum finnst. Ég veit ekki hvort ég hefi áhuga á að leggja fyrir mig tónleikahald, vildi gjarnan koma víðar við sögu í tónlistinni, en víst er að píanó- leikari er að æfa og læra allt lífið hvort sem hann leggur stund á kennslu eða tónleika- hald, sagði Helen Choi. Á efn- isskrá eru verk eftir Bach, Beet- hoven, Pál ísólfsson, Prokofiev og Chopin. Mannslíkaminn á mál- verkasýningu á Akranesi FIMMTUDAGINN 1. maí kl. 14.00 opnar Guðmundur Björg- vinsson myndlistarsýningu í bókasafninu á Akranesi. Þar sýnir hann rúmlega þrjátíu pastelteikningar, flestar gerðar á siðustu tveimur árum, og eru þær allar til sölu. Guðmundur hefur áður haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga. Viðfangsefni Guðmundar er mannslíkaminn, ýmist í heilu lagi eða í minni einingum. Stundum eru líkamar og líkamspartar þess- ir allsnaktir en þess á milli sveipaðir klæðum ýmiss konar og dúkum. Hvergi sést bregða fyrir landslagi, húsum, skipum, banön- um eða öðru þvíumlíku. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 og henni lýkur sunnudag- inn 4. maí. Tónleikar Tónmennta- skólans á laugardag LAUGARDAGINN 3. maí kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykjavíkur halda tónleika í Austurbæjarbíói. Á þessum tónleikum verða hópatriði úr kennslustundum yngri barna. Auk þess verður einleikur og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur um jarðfræði THOMAS Gold, Sc.D., F.R.S., forstöðumaður geimrannsókna- stofnunar Cornell-háskóla, flytur erindi föstudaginn 2. maí 1980 kl. 16.15 á vegum Raunvísindastofn- unar Háskólans, í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvisindadeildar H.í. við Hjarðarhaga, um „Tengsl jarðskjáifta við gasútstreymi úr iðrum jarðar“. Dr. Thomas Gold, einn af JESÚS Potenciano opnaði mál- verkasýningu í Eden í Hvera- gerði fimmtudaginn 1. maí. Á sýningunni eru 27 olíumyndir, sem málaðar hafa verið síðastliðin 3 ár. Meirihluti myndanna er með fremstu stjarneðlisfræðingum samtímans, er fæddur í Vínarborg árið 1920. Hann fluttist ungur til Bretlands og stundaði háskólanám í Cambridge, en síðar rannsóknir við konunglegu stjörnuathugun- arstöðina í Greenwich. Hann hef- ur verið prófessor við Cornell- háskóla frá 1959. Aðgangur að erindinu er ókeyp- is og öllum heimill- mótivum frá íslensku og spænsku landslagi. Jesús hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum í Madríd á Spáni, einnig hefur hann sýnt í Mokka-kaffi í Reykjavík árið 1971. 1. maí veislu- kaffi í Iðnó I DAG verður eins og ár hvert veislukaffi í Iðnó. Á boðstólum verða gómsætar veitingar, kaffi og hlaðborð af dýrindis meðlæti á sanngjörnu verði. Salir hússins verða opnaðir kl. 2.15 og hlaðin borð til kl. 5. Sameining 1. maí með kröfugöngu SAMEINING 1. maí gengst fyrir kröfugöngu og útifundi 1. mai nk. Safnast verður saman við Búnaðarbankann á Hlemmi kl. 13.30. Þaðan verður gengið á útifund á Hótel íslandsplani. Fundarstjóri á útifundinum verð- ur Sigurður Skúlason, leikari. Ávörp fiytja Björn Gíslason, far- andverkamaður, Elísabet Bjarna- dóttir, húsmóðir, og ómar Harð- arson, offsetprentari. Þá munu Kristján Guðlaugsson og Þórar- inn Hjartarson skemmta fundar- mönnum með söng. Sameining 1. maí gengur á 1. maí í ár undir höfuðkjörorðunum Sameining gegn undanslætti — sameining til baráttu. Sameining 1. maí snýst gegn undanslætti verkalýðsforystunnar í yfirstand- andi kjarasamningum og leggur áherslu á að fylkja fólki til baráttu. Sömuleiðis leggur Sam- eining 1. maí áherslu á kröfur um jafnrétti kynjanna og kröfur um að Sovétríkin hverfi með heri sína úr Afganistan og ísland gangi úr NATO og bandaríski herinn hverfi af landi brott. (Fréttatilkynning). Dagskrá 1, maí í Hafnarfirði DAGSKRÁ 1. maí, baráttudags verkalýðsins, í Hafnarfirði hefst með því að safnast verður saman við Fiskiðjuver Bæjarútgerðar- innar kl. 13.30. Þaðan verður gengið undir fánum samtakanna um eftirtaldar götur: Reykja- vikurveg, Hverfisgötu, Lækjar- götu, Strandgötu að húsi Bjarna riddara, en þar hefst útifundur að kröfugöngu lokinni. Lúðra- sveit Hafnarfjarðar mun leika í kröfugöngunni og á útifundin- um. Á útifundinum mun Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands verzlunarmanna, flytja ræðu, en einnig munu flytja ávörp þau Guðríður Elíasdóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar, og Albert J. Kristins- son, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Fundarstjóri verð- ur Hermann Guðmundsson og mun hann jafnframt setja fund- inn, en Hermann er formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Jesús sýnir í Eden 1. maí ávarp Stjádenta- ráðs Háskóla Islands „I tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi verkalýðsins 1. maí, lýsir Stúdentaráð Háskóla Islands yfir stuðningi við bar- áttu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar fyrir bættum kjörum og betri heimi. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur sínar skýrt mótaðar en fengið að venju neikvæð viðbrögð frá atvinnu- rekendum. Rétt þykir þó að vara við þeim klofningi sem upp hefur komið milli tveggja helstu samtaka launafólks. Því er ástæða til að skora á forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar að standa með almennum félagsmönnum í bar- áttunni fyrir hvers kyns auknum réttindum. Efling verkalýðsbar- áttunnar og aukin virkni hennar er eina leiðin til að knýja fram réttlátar kröfur launafólks. Ríkisvaldið er nú hikandi um hvað skal til ráða og hindra verður að það styðji við bakið á atvinnurekendum eins og áður, og láti launafólk þannig bera byrðar þeirrar kreppu sem er birtingarmynd óreiðu auðvals- skipulagsins. Það koma engir félagsmála- pakkar í stað launahækkana, það finnur fólk á eigin kroppi. Engin þörf er að velja á milli, því hvort tveggja er nauðsyn. Það er verkalýðshreyfingunni nauðsynlegt að efla vitund fé- lagsmanna sinna um eigin hag og brýnt að ýta undir í stað þess að letja sjálfstæða baráttu hinna ýmsu hópa launþega, sem Baráttuhreyfing farandverka- fólks er gott dæmi um. Hér eiga námsmenn samleið með launa- fóiki og hvetja til samstöðu verkalýðshreyfingarinnar í kom- andi kjarasamningum og senda baráttukveðjur á 1. maí.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.