Morgunblaðið - 01.05.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 01.05.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980 17 Fundur um þingslit ÞINGFORSETAR og formenn þingflokka ætluðu að koma sam- an til fundar i dag, 1. maí, til að fjalla um þingslit. Upphafleg ætlun ríkisstjórnarinnar var að þingslit yrðu 10. mai, en útilokað er talið að af þvi geti orðið, m.a. vegna óskalista ríkisstjórnarinn- ar um 48 mál, sem hún vildi fá afgreidd á þinginu. Rætt hefur verið um 14. maí og 17. mai sem þingslitadaga. ef ríkisstjórnin styttir óskalista sinn, en að hon- um óbreyttum telja stjórnarand- stæðingar einsýnt að Alþingi geti setið fram í júnimánuð. Fjáröflun- ardagur Kvennadeild- ar Þróttar KVENNADEILD Knatt- spyrnufélagsins Þróttar verður með sína árlegu fjáröflun nk. laugardag í félagsheimili Þróttar við Holtaveg. Svava Sigurjóns- dóttir formaður deildarinn- ar sagði í samtali við Mbl. að þær yrðu með flóamark- að, kaffisölu og kökubasar og rynni allur ágóðinn í félagsheimilasjóð, en bygg- ing félagsheimilisins er nú á lokastigi, reyndar flutt inn í það að hluta. Svava sagði að félags- heimilið hefði hleypt mjög miklu blóði í starf félagsins í vetur og þar hefðu verið fundir og spilakvöld þar sem eldri og yngri félagar hefðu hitzt. Félagsheimilið verður opnað á laugardaginn klukkan 14.00. maga. Þessi tilraun var talin hafa tekist vel en ekki varð framhald á þessum rannsóknum, aðallega vegna þess hversu dýrar þær voru og lítil afköst með tilliti til fjöldaleitar. Árið 1974 gaf Kiwanisklúbbur- inn Hekla einnig kennslusmásjá í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins. Var mikill fengur í að fá þessa kennslusmásjá. Með tilkomu hennar var auðveldara að þjálfa þær stúlkur sem eru að læra frumurannsóknir. Yfirlæknir frumurannsóknastofunnar, Gunn- laugur Geirsson, hefur kennt þess- um stúlkum síðan hann kom til landsins, 1974, en áður fyrr þurfti að senda allt þetta fólk til útlanda til sérnáms í frumufræði. Þessar smásjár koma sér einkar vel fyrir félagið þar sem til stóð að fara að endurnýja tækjakost frumurannsóknastofunnar. Er þetta ómetanlegur stuðningur við þá starfsemi sem félagið beitir sér einkum fyrir, krabbameinsleit. Stjórn Krabbameinsfélags ís- lands færir þeim Kiwanisbklúbbs- meðlimum þakklæti sitt fyrir þessi góðu og verðmætu tæki. Einnig vill stjórnin þakka skilning og áhuga þessa hóps á starfsemi krabbameinsfélaganna. Erlingur Ellertsson, formaður tslendingafélagsins og Þórhildur kona hans. * Gunnar Tómasson, fyrsti formaður tslendingafélagsins. og Lóa kona hans. Rueben M. Monson: Þorrablót í Washington Hans G. Andersen, sendi- herra íslands, gaf tóninn með þessum gömlu íslensku orðum „Far vel vetur, komdu sæl sól“, sem voru vel við hæfi á ellefta árlega þorrablótinu. sem að þessu sinni var haldið á mildu kvöldi snemma vors í Alexandra í Virginíuríki. Þegar um það bil 290 íslend- ingar og kjarninn úr hópi einlægra íslandsvina streymdu að til fagnaðarins til að dansa og hitta vini sem ekki höfðu sést í heilt ár, varð Holiday Inn eina kvöldstund vettvangur þorrablóts. Þeir komu frá a.m.k. 12 ríkjum: Norður- og Suður- Carolínu, Florida, Pennsyl- vaníu, Delaware, Utah, New Jersey, New York, Massachus- etts, Minnesota, Maryland og Virginíu. Nokkrir komu meira að segja frá íslandi. Allir voru komnir til að gæða sér saman á íslensku góðmeti, sem konur í íslendingafélaginu í Wash- ington höfðu matreitt. Undirbúningurinn hófst mörgum dögum og jafnvel vikum áður. A heimili Þórhild- ar Ellertsson í Woodbridge í Virginíuríki voru méir en 700 kleinur snúnar og steiktar. Síðan fóru u.þ.b. 15 konur til Camp Springs í Maryland í þeim tilgangi að framleiða hið fíngerða laufabrauð í stórum stíl. Heima hjá Esther Harris skáru þær út og steiktu a.m.k. 350 kökur, sem allar voru skreyttar að hefðbundnum hætti með listfengu móti hverrar konu. í Millersville í Maryland bjó Björg Pétursson til flatkökurnar og lét sig ekki muna um að búa til einar 175 á eigin spýtur fyrir þorrablótið, sem fram fór 15. mars. Þegar forseti félagsins í ár, Erlingur Ellertsson leit yfir veislugesti, gat að líta greini- legt aðstreymi ungs fólks í hópinn. Með hverju árinu eykst fjöldi íslenskra þorra- blótsgesta á aldrinum milli tvítugs og fertugs. Þannig var því ekki farið, þegar Gunnar Tómasson, fyrsti forseti félagsskaparins, stýrði hátíðinni, en þá, árið 1969, var þorrablótið hátíðlegt haldið með áberandi eldra fólki. Sendiherra íslands þá var Magnús heitinn Magnús- son. Aðrir sendiherrar — Guð- mundur í. Guðmundsson og Haraldur Kröyer — hafa tekið þátt í þessari árlegu vorhátið gegnum árin. Að þessu sinni voru fyrrver- andi forsetar félagsins heiðr- aðir fyrir framlag þeirra til félagsskapar íslendinga í Bandaríkjunum. Auk Gunnars Tómassonar voru þau Sigrún Rockmaker, Laufey Downey, Svala Daly, Birna Lenahan og Ásgeir Pétursson í þeim hópi. Formlegum athöfnum var lokið af í skyndingu, þegar hljómsveitin tók að lokka dansara út á gólf. Ungir sem gamlir fylgdu hljómfalli polk- anna, valsanna og tónlistar þriðja áratugsins. Þegar hljómsveitin þagnaði til að gefa dansfólkinu smáhvíld, stóð veislustjórinn, Sigrún Rockmaker fyrir hluta- veltu með fjölda vinninga, þar á meðal ókeypis ferðar fram og aftur til íslands, sem Loftleið- ir gáfu. Margir viðstaddra minntust þess, þegar óeigin- gjarn vinningshafi Loftleið- amiðans skilaði vinningi sínum aftur fyrir tveimur ár- um síðan, til að gefa einhverj- um öðrum kost á að vinna þessa ókeypis ferð. Sú íslensk- ameríska fjölskylda hafði fengið þann vinning árið áður. Henni fannst, að það væri ekki sanngjarnt að fá sama vinn- inginn aftur. Þjóðleg íslensk-amerísk kímnigáfa ásamt rag-píanó- tónlist barst úr óvæntu horni frá dr. Bill Holm frá Minneota í Minnesota, Fulbright-próf- essor, sem var nýlega kominn aftur frá kennslustörfum við Háskóla íslands. Þannig hélt þessi „vorfagn- aður“ áfram fram eftir nóttu, þar sem sífellt fleiri vinir hittust á ný, er flestir ráfuðu um danssalinn frá einu borð- inu til annars. Sumir, sem komnir voru um langan veg, gistu á Holiday Inn. Áður en lagt var af stað heimleiðis morguninn eftir, hittust þeir við morgunverðar- borðið og fengu tækifæri til að dvelja örlítið lengur meðal vina og ljúka þannig þorra- blótinu árið 1980. í önnum við laufabrauðsbaksturinn. Á fyrri myndinni eru þær Hulda Sargent, Lóa Tómasson og Þóra Hines, en Þórhiídur Éllertsson og Elsa Pétursson á þcirri neðri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.