Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 35 Við sjávarsíðuna í Neskaupstað (Ljósm. Ástfeir Lárusson). Grásleppukarlar á Hergilsey koma að eftir norðaustanhvellinn. sem gerði á donunum og það var ærinn starfi, sem beið þeirra við að hreinsa netin. Smábátarnir í lífhöfninni í Norðfirði, en ágæt aðstaða er þar fyrir trillur og minni báta. Bjartur við bryggju i nýju höfninni þar sem verið er að landa úr honum um 100 tonnum af þorski. i i Þeir sátu fyrir svörum og héldu stuttar framsöguræður um málefnið „Frjálst viðskiptalif — vagga velmegunar“. Talið frá vinstri: Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtaka íslands, Einar Birnir formaður Félags ísl. stórkaupmanna, Gísli Blöndal formaður Kaupmannafélags Austurlands, Guðmundur H. Garðarsson blaða- fulltrúi og örn Johnson framkvæmdastjóri. Lengst til hægri er Sverrir Bernhöft, sem var fundarstjóri. Landsþing J.C.: Frjálst viðskiptalíf — vagga velmegunar ÞESSA dagana stendur yfir að Hótel Loftleiðum í Reykjavík Landsþing J.C.-ísland. Um 300 manns sitja þingið, sem stendur yfir til sunnudags. Kjörorð þings- ins að þessu sinni er „Frjálst viðskiptalíf — vagga velmegunar“ og héldu fimm aðilar framsögu- ræður um efnið í gær, föstudag, og svöruðu fyrirspurnum. A þinginu fara fram stjórnar- skipti í landsstjórn. ákveðið var að á næstu tveimur árum verði unnið að málefnum öryrkja undir kjör- orðinu „Leggjum öryrkjum lið“. Bjarkirnar með fimleikasýningu FIMLEIKA félagið „Björk“ er eina félagið í Hafnarfirði sem hefur eingöngu fimleika á stefnu- skrá sinni. I félaginu eru starfandi 5 flokkar, stúlkur á aldrinum 5—16 ára, auk þess er boðið upp á hressingarleikfimi. Sunnudaginn 18.5. kl. 15 halda Bjarkirnar sína árlegu nemendasýningu í iþrótta- húsinu við Strandgötu. Koma þar fram 50—60 stúlkur á aldrinum 6—16 ára og sýna æfingar sem þær hafa æft að undanförnu. "■»rr- t' ,:r.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.