Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 5 SJÓMANNADAGURINN SJÓMANNADAGURINN SJÓMANNADAGURINN Mikið um að vera á Akureyri Akurevri. 2. júní 1980. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadaK.sins á Akureyri hófust kl. 11 með sjómanna- messu í Akureyrarkirkju. Helgi Ilróbjartsson sjómannafulltrúi Þjóðkirkj- unnar prédikaði og tveir sjómenn lásu pistil ojf nuðspjall. Séra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fvrir altari. Eitt barn var skírt við messuna og hlaut til minja pening sjómannadagsins samkvæmt venju. Hátíðahöldunum var síðan haldið áfram við sundlaugina kl. 13.30. Þar lék Lúðrasveit Akureyrar, Vilhelm Þorsteinsson flutti ávarp fyrir hönd útgerðarmanna og Guðmundur Steingrímsson fyrir hönd sjómanna. Valtýr Pálmason og Gísli Einarsson voru heiðraðir en þeir hafa stundað sjómennsku frá fermingaraldri og eru nú komnir á efri ár. Ennfremur var afhentur verðlaunabikar og skrautritað skjal fyrir bestan fisk lagðan á land á Akureyri á árinu 1979 og hlutu þessa gripi skipverjar á Svalbak en þar er skipstjóri Halldór Hallgrímsson. Keppt var í stakkasundi og björgunarsundi og sigraði í báðum greinum Sigvaldi Torfason skipverji á Þórði Jónassyni og hlaut fyrir það Atlastöngina sem veitt er árlega fyrir besta íþróttaaf- rek dagsins. í naglaboðhlaupi sigr- uöu eiginkonur sjómannadagsmanna og í tunnuboðhlaupi málarasveit (stúlkur) frá Slippstöðinni. Kappróður hófst við höfnina kl. 16 og kepptu þar sveitir skipshafna Og landmanna, bæði karla og kvenna. I fyrsta sæti urðu skipverjar á Bjarna Sæmundssyni, nr. 2 af Sólbak og nr. 3 af Þórði Jónassyni. Af karl- mönnum úr landi sigruðu menn frá Norðurverki og af konum varð fyrst sveit Kjötiðnaðarstöðvar KEA. I knattspyrnu sem fór fram á M.A.- vellinum sigruðu skipverjar á Sól- bak. Eftir hádegið var fólki boðið í siglingu um Akureyrarpoll á Ólafi Magnússyni sem er eign Hreiðars Valtýssonar og var það mjög vinsælt sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Farnar voru 5 ferðir í fegursta veðri. I gærkvöld var svo dansleikur í Sjálfstæðishúsinu. Þar ríkti mikið fjör og fór hann hið besta fram. Sv.P. Fáskrúösfjörður: Hátíðahöld vel heppnuð Fáskrúðsfirði. 2. júni 1980. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins hér byrjuðu um kl. 9 um morgun- inn með því að skuttogararnir Hofsfell og Ljósafell fóru i skemmtisiglingu. Síðan var gengið i skrúðgöngu upp i kirkju þar sem sr. Þorleifur K. Kristmundsson sóknarprestur messaði. Þar voru tveir aidraðir sjómenn heiðraðir, Úlfar Kjartansson fyrrum útvegs- bóndi á Vatnanesi og Oddur Stef- ánsson sjómaður hér á staðnum. Eftir hádegið hófst útisamkoma þar sem m.a. fór fram kappróður. Þar sigraði sveit Kára Jónssonar en það er fimmta árið í röð sem sú sveit sigrar í kappróðrinum. í fyrra vann hún bikarinn til eignar svo að nú var keppt um nýjan bikar sem Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar hafði gef- ið. í kvennaflokki sigruðu konur frá Ungmennafélaginu Leikni og er það í fjórða sinn sem þær vinna róður- inn. I þeirra flokki var keppt um bikar sem Pólarsíld hf. hefur gefið. Um kl. 13.30 hófst kaffisala sem Slysavarnadeildin Hafdís sá um. Þar voru ýmis skemmtiatriði, m.a. bar það til tíðinda að inn stormaði karlakór frá Stöðvarfirði undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Sungu þeir nokkur lög við góðar undirtekt- ir. Því næst var farið á íþróttavöll- irtn þar sem ýmsir leikir voru hafðir, þar á meðal knattspyrnukeppni milli sjómanna og landmanna. Unnu sjó- menn leikinn með 2 mörkum gegn 1. Um kvöldið var svo stiginn dans í samkomuhúsinu þar sem saman voru komin 250 manns og fór allt vel fram. Veður var hið fegursta hér yfir daginn en um kvöldið fór að rigna. Albert. ísafjörður: Mikil þátttaka fsafirði, 2. júni 1980. SJÓMANNADAGURINN á ísafirði var að mestu með hefðbundnu sniði. Mjög gott veður var allan daginn og tók mikill fjöldi fólks þátt í hátiðahöidum dagsins. Hátíðahöldin hófust kl. 16 á laug- ardag með hópsiglingu. Fór fjöldi ba na og fullorðinna með fiskiskip- um í siglingu út í ísafjarðardjúp. Á sunnudagsmorgni hófust há- tiðahöldin með guðsþjónustu í Hnífsdalskapellu. Síðan gengu Hnífsdælingar að minnisvarða sjó- manna í Hnífsdalskirkjúgarði og lögðu þar blómsveig. Sjómenn á ísafirði gengu fylktu liði að minnis- varða sjómanna á ísafirði og lögðu þar blómsveig áður en gengiö var til messu í ísafjarðarkirkju. Klukkan 14 hófst útiskemmtun á bátahöfn- inni. Fyrst voru heiðraðir tveir aldraðir sjómenn, matsveinarnir Þorlákur Guðjónsson og Ingólfur Lárusson. Þá fór fram kappróður, bæði í karla- og kvennaflokkum og síðan voru ýmsir leikir. Sportbátaeigendur sýndu listir sínar og keppni fór fram meðal þeirra. Hátíðahöldunum stjórnaði Kristján Jónsson formaður sjó- mannadagsráðs og hátíðarræðuna flutti Gunnar Þórðarson formaður sjómannafélags ísfirðinga. Um kvöldið voru dansleikir á vegum sjómannadagsráðs. - Úlfar. Garður: Yngri kynslóðinni boðið í bátsferð Garði, 2. júni. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur sl. sunnudag. Hófst skemmtunin með því að yngri kynslóðinni var boðið í bátsferð út á flóann með mb. Ásgeiri Magnússyni um morgun- inn. Eftir hádegi var guðsþjónusta í Útskálakirkju. Þá var selt kaffi í samkomuhúsinu. Síðdegis var knattspyrnuleikur milli tveggja frystihúsa, Garðskaga hf. og Isstöðvarinnar hf. Lauk leiknum með sigri hinna fyrrnefndu. Þá var tunnuhlaup og reiptog milli giftra og ógiftra. Lauk þeirri viðureign með því að hinir lífsreyndari sigruðu. Skemmtunin fór fram á gamla knattspyrnuvell- inum og voru þar milli 4 og 500 manns. Sjómennirnir sem hciðraðir voru ásamt Garðari Þorsteinssyni en hann afhenti heiðursmerkin. M.vndir ól.K.M. Mikill mannf jöldi í Nauthólsvík MILLI 8 og 10 þúsund Reykvík- ingar tóku þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins i blíðskaparveðri i Nauthólsvík. Hófust hátiðahöldin með því að fimm aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Þorkell Gunn- arsson matsveinn, Jakob Daníels- son vélstjóri. Erlingur Jónasson bátsmaður, Eyjólfur Þorvaldsson skipstjóri og Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands tslands. Eng- in björgunarverðlaun voru veitt að þessu sinni. Þá voru flutt ávörp og talaði Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Ólafur Bjarnason útgerðarmaður í Keflavík fyrir hönd útgerðarmanna og Björn Þorfinnsson skipstjóri fyrir hönd sjómanna. Að ræðuhöldum loknum hófst siglingakeppni á vegum siglinga- klúbba í Reykjavík og nágrenni. Var keppt í tveimur flokkum og sigraði Rúnar Steinsson í opnum flokki og þeir Páll Hreinsson og Ólafur Bjarnason í fair-ball-flokki. í róðrakeppni kvenna sigraði sveit Bæjarútgerðar Reykjavíkur en í karlakeppninni sigraði Sendibíla- stöðin og er það í fimmta skipti í röð sem sú sveit sigrar kappróður karla. Að sögn Garðars Þorsteinssonar hjá sjómannadagsráði fóru hátíðahöldin mjög vel fram. Einu sinni var... ... þvottaherbergi í hverju húsi. Þar voru þvottabalar, bretti og snúrur. En nú er öldin önnur, skot í horni eldhúss eða baðs gegnir sama hlutverki. Þar hefur þú bæði þvottavél og þurrkara, sem taka ekki meira rými en eitt tæki. Þetta er PHILCO samstæðan. Gólfplássið, sem PHILCO samstæðan tekur er 61x55 cm (hxd). Milli þvottavélar og þurrkara er handhægt útdregið vinnuborð, sem eykur enn á þægindin. PHILCO þjónustu getur þú treyst. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655 — Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.