Morgunblaðið - 03.06.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Svo sem þegar hefur verið frá skýrt í fréttum Morgunblaösins, bættist nýr og glæsilegur far- kostur í flugflota íslendinga á laugardag. En þá kom til landsins ný þota Flugleiða, sem sérstak- lega er smíöuð fyrir félagið hjá Boeingverksmiðjunum í Seattle í Washingtonfylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Stærri en fyrri Boeingþotur Hin nýja þota er af gerðinni Boing 272—200, og rúmar hún 164 farþega, og er því töluvert stærri en eldri Boeingþotur Flug- leiöa. Vænghaf vélarinnar er 32.9 metrar, lengd hennar er 46.7 metrar og hæð hennar 10.4 metr- ar. Yfir sætum í farþegarými eru lokaöir skápar fyrir yfirhafnir far- þega og handfarangur þeirra. í vélinni eru tvö eldhús, annað frammí og hitt afturí. Mesta flug- taksþyngd vélarinnar er 86.4 tonn. Vélin er knúin þremur Pratt & Whitney JT8D—15 hreyflum, og framleiöir hver þeirra 15.500 punda þrýsting viö flugtak. væri óvenjulega góö nýting í fyrstu ferö flugvélar frá verksmiöjum. Frá Seattle var farið síödegis á föstudag, flogiö yfir Kanada með millilendingu í Montreal og þaöan til Keflavíkurflugvallar, en þangaö var komið um klukkan 11 á laugardagsmorgun. Flugstjóri í þessari fyrstu ferö var Jóhannes Snorrason, og haföi hann á oröi að gott væri aö fljúga hinum nýja farkosti, og vel fór um farþega á hinni löngu leiö. Vél númer 1622 aðeins! Vélar Boeing af gerðinni 727 hafa notiö mikilla vinsælda víöa um heim, allt frá því aö þær fyrst komu á markaö. Er þessi nýja vél hin 1622. í röðinni af Boeing 727, og hefur ekki verið framleiddur slíkur fjöldi af nokkurri annarri þotutegund í farþegaflugi. Að sögn forráöamanna Boeing eru þegar fyrirliggjandi fjölmargar pantanir í vélar af þessari tegund, og telja þeir fyrirsjáanlegt aö 727—200 veröi framleidd í mörg ár enn, þó unniö sé aö smíöi annarra véla sem munu leysa hana af hólmi þegar fram líöa stundir. Þessi nýja vél Flugleiða, sem notuö veröur á áætlunarleiöum í Séð yffír hluta athafnasvæöis Boeing í Seattle, þar sem vinna yfir 78 þúsund manns. Tugir farþegaþotna bíða þess utandyra aö verða afhentar nýjum eigendum, og enn fleiri eru í smíðum innandyra. Um 78 þúsund manns starfa h Þá er hin nýja vél búin fullkomn- um siglinga- og öryggistækjum. Hún hefur meöal annars sérstaka tölvu sem gefur upplýsingar um hvernig hagkvæmast er aö haga fluginu gagnvart eldsneytiseyöslu. Þá er flugvélin búin fullkomnum tækjum til sjálfvirkrar lendingar, sem nýtast þegar nauðsynlegur tækjabúnaöur er fyrir á viökom- andi flugvöllum, en sli'kt er enn ekki fyrir hendi á íslenskum flug- völlum. Góð nýting í fyrstu ferðinni Þegar flugvélin kom til Kefla- víkur á laugardaginn, bauö Örn Ó. Johnson stjórnarformaöur Flug- leiða áhöfn og farþega velkomna. Meö í þessari fyrstu ferð vélarinnar voru forstjóri Flugleiöa, Siguröur Helgason, og einnig Bergur G. Gíslason stjórnarmaöur og eigin- konur þeirra. Ennfremur voru meö í feröinni fleiri starfsmenn Flugleiða, svo sem þeir Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri Flugrekstrarsviðs og Sveinn Sæmundsson blaöa- fulltrúi. Þá var fulltrúum íslenskra fjölmiöla boöið meö, og meö í fyrstu feröinni heim voru rúmlega 50 íslendingar búsettir í Kanada og Bandaríkjunum og Vestur- íslendingar. Höföu forráöamenn Boeingverksmiöjanna á oröi, aö svona ætti aö reka flugfélag, þetta Evrópu, er fyrsta þotan sem ís- lendingar láta sérstaklega smíöa síöan áriö 1967. Risavaxnar verksmiðjur Verksmiöjur Boeing í Seattle í Washington, sem íslenskum blaöamönnum var boöiö aö skoöa, eru risavaxnar aö stærð. Hefur borgin Seattle aö verulegu leyti byggst upp umhverfis verksmiöj- urnar, þó þar séu nú aö sjálfsögöu margvísleg önnur atvinnufyrirtæki. Alls búa í borginni um 500 þúsund manns, en séu næstu borgir og útborgir taldar meö, þá er íbúa- fjöldinn nálægt 1 milljón manns. Hjá Boeingverksmiöjunum í borginni vinna um 78 þúsund manns, og má af því glöggt sjá hve mikilvægar þær eru fyrir atvinnulíf á þessum slóöum. Ekki er þó langt síöan starfsmenn verksmiöjanna voru enn fleiri, eöa milli 120 og 130 þúsund talsins. Þeim fækkaöi hins vegar mjög á árunum eftir 1970, vegna mikils samdráttar sem varö í sölu flugvéla á þeim tíma. Kom þar margt til, orkukreppa, minni farþegaflutningar, minnkandi hergagnaframleiösla og margt fleira. Mikla lagni þurfti hins vegar til þess aö fylgja fyrirtækinu niður í þennan öldudal, án þess aö til algjörs hruns kæmi. Þaö tókst, og nú er fyrirtækið í miklum vexti á nýjan leik, og er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Banda- ríkjunum og þar meö í heiminum, en Boeing er 39. stærsta iönfyrir- tæki í öllum Bandaríkjunum. Verk- smiðjur fyrirtækisins eru margir hektarar að stærö, og ekiö er um á bifreiðum og öðrum vélknúnum farartækjum innan dyra eins og á götum úti víöast annars staöar! Stærsta markaðs hlutdeildin Boeingverksmiöjurnar eru sem fyrr segir stærstu flugvélaverk- smiöjur í veröldinni. Á síöasta ári nam sala fyrirtækisins um þaö bil níu billjónum dollara, og fyrirtæk- inu hefur tekist aö ná allt aö helmingi alls markaöarins fyrir farþegaflugvélar í veröldinni. Þaö er þó aöeins þegar mjög vel gengur, og ekki er búist viö aö hlutfalliö veröi svo hátt á þessu ári. Farþegavélar þær sem fyrirtæk- iö hefur veriö meö á framleiðslu- lista sínum eru þessar: Boeing 707, en hún tekur 160 farþega, og er flugþol hennar um 4800 mílur. Alls hafa verið pantaöar 941 vél af þessari tegund. 727: Hún tekur 143 farþega í sæti (fleiri ef keypt er lengri gerðin eins og Flugleiðir voru nú aö fá afhenta), og flugþoliö er 1900 mílur. Alls hafa veriö pantaöar 1781 vél af þessari gerö. 737: Hún tekur 100 farþega í sæti og flugþolið er um 1900 mílur. Þegar hafa veriö pantaðar 789 vélar af þessari gerö. 747: Þessi vél er sú stærsta, og ber alls 452 farþega og hefur um 5700 mílna flugþol. Alls hafa veriö pantaöar 528 vélar af þessari gerö. Þá eru tvær vélar sem enn er ekki fariö aö afhenda, en eru í vinnslu og reynslu hjá fyrirtækinu. Þar er í fyrsta lagi um aö ræöa vélina Boeing 757, sem áætlað er aö byrja aö fljúga snemma árs 1983. Hún tekur 178 farþega, og flugþoliö er 2200 mílur. Þó ekki sé enn byrjaö aö afhenda hana, er þegar búiö aö panta 42 vélar. Aö síöustu er svo Boeing 767, sem væntanlega verður afhent fyrstu flugfélögunum aöeins fyrr en næsta númer á undan, eöa um mitt ár 1982. Hún á aö bera 211 farþega í sæti, fiugþoliö veröur 2900 mílur, og þegar er búiö aö panta 148 vélar af þessari nýju gerð. Þá er jafnan unniö aö endurbót- um á eldri vélum, um leiö og nýjar eru hannaöar, öryggi er aukiö, reynt aö gera vélarnar sparneytn- ari, flugþoliö er lengt og farþega- rými stækkaö. Meö þessu segjast forsvars- menn fyrirtækisins tryggja sér aö viöskiptavinirnir haldi sig viö sama framleiðandann, sem stööugt reyni aö tryggja hagkvæmustu og bestu vélarnar á hverjum tíma. Vélin 757 er til dæmis talin munu taka viö af 727 á skemmri ieiöum, þó enn um sinn sé búist viö aö sú síöarnefnda muni haida velli. Vélin 767, sem gjarnan er kölluö „Mini-Jumbo“, á hins vegar aö fara inn á meöallangar flugleiöir. Hún lítur út fyrir aö ætla aö verða „bestseller“ hjá Boeing, þar sem óvenjumargar vélar hafa þegar veriö pantaöar eins og aö framan greinir. Sem fyrr segir hafa Boeingverk- smiðjurnar algjöra yfirburöi á flugvélamarkaönum í heiminum í dag. Til samanburöar við þær tölur sem að framan greinir, um pantað- ar vélar frá fyrirtækinu, má til gamans nefna eftirfarandi tölur um pantanir á öörum flugvélategund- um: Frá McDonnel Douglas hafa veriö pantaðar 362 vélar af gerö- inni DC—10, en 1041 af geröinni DC—9. Er sú síöarnefnda sú sem næst kemst Boeing 727, en þó er iangt á milli. Frá Lockheed hafa veriö pant- aðar 234 vélar af geröinni L 1011. Frá British Aerospace hafa veriö pantaöar 16 vélar af geröinni Concorde, og 230 af geröinni BAC— 1 —11. Frá Airbus hafa veriö pantaöar 275 vélar af geröinni A—300, og 129 af geröinni A—310. Frá VFW—Fokker hafa svo loks verið pantaðar alls 160 vélar af geröinni F28, en hún ber 85 farþega. Þetta eru þær flugvélar, auk Boeingþotnanna, sem mest hafa selst í heiminum undanfarin Einn margra verksmiöjuakála Boeíngverksmiðjanna íSeattle, þar sem júmbóþotur bíöa þess í rööum aö veröa ekiö út og afhentar nýjum eigendum, um leiö og lokið hefur veriö viö aö mála þær í einkennislitum viökomandi félaga. Lynn Ólason nefnist verkfrasöingur hjá Boeing af íslenskum aattum, en hann vinnur meöal annars viö hönnun á þotum fyrirtakisins. Hér er hann í miöiö, ásamt þeim Sveini Samundssyni blaöafulltrúa Flugleiöa t.v. og John R. Wheeler blaöafulltrúa Boeingfyrirtakisins. Ólason, sem átti sextugsafmali þennan dag, kvaöst ekki hafa talað annaö tungumál en íslensku er hann hóf skólagöngu sína sex ára gamall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.