Morgunblaðið - 03.06.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 03.06.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 í»ær breyttu báðar gulum bletti í sól — sagði Gylfi Þ. Gíslason við opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum Yfirlitssýning á verk- um Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur var opnuð við hátíðlega athöfn kl. 6 á sunnudag á Kjarvalsstöðum, að við- stöddum forseta íslands Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru. ráðherrum, og fjölda annarra gesta. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir stjórnarformaður bauð gesti velkomna, en nú eiga Kjarvalsstaðir í fyrsta sinn sjálfstæða að- ild að listahátið með eig- in framlagi í þessum stóru sýningum, á 200 málverkum eftir Krist- ínu og um 200 verkum eftir Gerði. Sigurjón Pét- ursson, forseti borgar- stjórnar, opnaði sýning- una, fiðluleikarinn Unn- ur María Ingólfsdóttir og píanóleikarinn Gísli Magnússon fluttu kafla úr vorsónötu Beethovens og Gylfi Þ. Gíslason fyrr- um menntamálaráðherra flutti eftirfarandi ræðu um listakonurnar og verk þeirra: Þetta hús er kennt við einn merkastan íslending, sem lifði á öldinni. Hann var ekki vísinda- maður, sem jók þekkingu eða skilning. Hann var ekki heldur stjórnmálamaður, sem færði þjóð sinni aukið sjálfstæði eða sannara frelsi, traustari hag- sæld eða víðsýnna réttlæti. Hann var listamaður. En mikill myndlistarmaður getur gefið þjóð sinni mikið. Á síðast liðnum hundrað árum hafa Islendingar smám saman verið að eignast aftur það land, sem þeir höfðu áður verið að glata í aldir. Sjálfstæði og vel- megun hefðu ein saman aldrei getað gefið íslenzkri þjóð það Island, sem hún þráði að eiga. Það var gæfa hennar, að hún eignaðist listamenn, sem bundu þau bönd milli lands og þjóðar, í kvæðum og sögum, í litum og tónum, að Island og íslendingar urðu aftur eitt. Jóhannes Kjarval var einn þeirra listamanna, sem gáfu Islendingum nýtt ísland. í beztu verkum hans birtist það undur, sem er ekki af þessum heimi og er einkenni allrar mikillar listar. Enginn hlutur er sjálfsagðari en að sú stofnun, sem ber nafn Jóhannesar Kjarvals, gangist sjálf fyrir göfugum þætti íslenzkrar listahátíðar. Og það var ágæt hugmynd að efna einmitt hér til sýningar á verk- um tveggja kvenna, sem báðar fetuðu í þau fótspor hans, að kenna okkur að þekkja Ísíand betur og elska það heitar en ella, þótt ekki gengju þær sömu götuna. Kristín Jónsdóttir var einn þeirra myndlistarmanna á þess- ari öld, sem hjálpaði þjóð sinni til þess að skilja land sitt á nýjan hátt, sjá fjöll þess og fossa, blóm þess og kletta nýjum augum, opna henni undraheima nýrrar listar. Henni var gefið það, að sjá hið yfirnáttúrulega í raunveruleikanum og það, sem Fjöldi gesta var við opn- un sýninganna á Kjarvals- stöðum á sunnudag. Ljósm. Ól. K. Mag. Björn Thors, dóttursonur Kristínar Jónsdóttur, list- málara og dóttir hennar Hulda Valtýsdóttir, voru ásamt öðrum afkomend- um viö opnunina á fyrstu yfirlitssýningu á verkum hennar. Hér ræða þau viö sýningargest, sem heldur á myndaskránni. Sýningargestir horfa á litskyggnusýningu á verk- um Gerðar. i baksýn eru vinnuteikningar af Skál- holtsgluggum. Bróöir Geröar, Snorri Helgason, stendur lengst til vinstri á tali við sýningargesti. er náttúrulegt við hið óraun- verulega. Kristín Jónsdóttir skildi, að listin er ekki af þeim heimi, þar sem tvisvar sinnum tveir eru fjórir og þyngdarlög- málið ræður. Auðvitað ráða lög- mál í heimi listarinnar, en þau eru annars eðlis en lögmál nátt- úrunnar. Allt mannlíf er háð reglu efnisheimsins á ótal svið- um. En sú hamingja, sem það veitir, jafnvel sjálft eðli þess, er einnig undir öðru komið: Sið- gæði og fegurðarskyni, trú og von, vináttu og ást. Líkt á við um listina. Hún er eins og blómið, sem vex samkvæmt lögmálum náttúrunnar, en fegurð sína fær það úr öðrum heimi. Plútark lætur skáldið Símoni- des segja, að málverk sé þögult kvæði, — kvæði talandi málverk. Er ekki augljós skyldleiki milli beztu mynda Kristínar Jónsdótt- ur og eins fegursta kvæðis, sem ort hefur verið á íslenzka tungu, „Þrem ljóðum um lítinn fugl“ eftir Tómas Guðmundsson. Þar segir meðal annars: „Það vorar fyrir alla þá. sem unna, og enginn getur 8agt, að það sé lítið. Hem vorið hefur færzt I fang, og Hkritið hvað fljótt þvi tekst að safna í blóm og runna. Ég þekki lika lind við bláan vog, litið og glaðvært skáld, sem daglangt syngur og yrkir sinum himni hugljúf kvæði. Og litlu neðar, einnig út við Sog, býr óðinshani, litill heimspekingur, sem ég þarf helzt að hitta i góðu næði. Og megi gæfan blessa þina byggð og börnum þinum helga vatnið friða, fugl eftir fugl og sumar eftir sumar.- Myndir Kristínar Jónsdóttur eru einmitt undurfögur, þögul kvæði um vor og blóm og runna, um lind við bláan vog, lítinn fugl, sem lofsyngur himininn. Og hún biður í myndum sinum byggð sinni blessunar, fugl eftir fugl og sumar eftir sumar. Kristín Jónsdóttir var tví- mælalaust í hópi mestu mynd- listarmanna íslendinga á þessari öld. En að baki málverka hennar er ekki aðeins mikill listamaður. Ég þekkti Kristínu Jónsdóttur ekki mikið, en nóg til þess að verða ljóst, að hún var göfug manneskja, hlédræg, en hlý, mikil kona. Þegar neisti sannrar listar kviknar í huga konu, sem átti hjarta Kristínar Jónsdóttur, hlutu mikil listaverk að verða til. Ýmsir telja eflaust, að list Gerðar Helgadóttur sé alþjóð- legri en list Kristínar Jónsdótt- ur, ekki jafntengd því, sem er íslenzkt. Líklega er skýringin sú, að það á í fyllsta mæli við um fjölbreytta list Gerðar Helga- dóttur, sem Qscar Wilde sagði, að list túlki aldrei neitt nema sjálfa sig. Gerður Helgadóttir er ekki í hópi þeirra myndlistar- manna, sem hafa náttúruna að fyrirmynd í verkum sínum. Hún er ein hinna, sem láta litina og formin lifa eigin lífi, myndin er mark í sjálfri sér, réttlæting sjálfrar sín, án tengsla við sýni- legan veruleika. í því þarf ekki að felast, að list Gerðar Helga- dóttur sé ekki af íslenzkri rót, að hún hafi ekki, eins og Jóhannes Kjarval og Kristín Jónsdottir, átt stórbrotinn þátt í því að gefa íslendingum nýtt ísland, tengja þjóð sína og land sitt traustari böndum. En það voru aðrar hliðar íslands, aðrir þættir þess, sem er íslenzkt, er urðu henni uppspretta mikillar listar, í mál- verkum, málmi og steindu gleri: Traustur kletturinn, víður og heiður himininn, tær fjallalæk- urinn. Það er skyldleiki milli listar Gerðar Helgadóttur og þessa erindis í kvæði Jóns Helgasonar, „Áföngum": ■SM he( ég fðKur suðræn blóm sólvermd i hlýjum garði. Áburð og Ijós ttg aðra virkt enxinn til þelrra sparði. Mér er samt lönxum meir i hug melKrasskúfurinn harði. runninn upp, þar sem Kaldakvisl. kemur úr Vonarskarði.- í þessum orðum felst fögur lýsing á einlægri ást til íslands. Þótt Gerður Helgadóttir hafi dvalið langdvölum erlendis og ekki sótt fyrirmyndir sínar til íslands, finnst mér grundvöllur verka hennar vera sú hlið íslands, sem varð Jóni Helgasyni tilefni snilldarkvæðis. Þess vegna eru verk hennar íslenzk, jafnframt því sem þau eru al- þjóðleg. Kirkjulist er ríkur þáttur í listsköpun Gerðar Helgadóttur. Mér skilst, að verk hennar á því sviði séu meðal hins bezta sem unnið hefur verið í Evrópu á undanförnum áratugum. Þau bera ekki aðeins vott mikilli listakonu, heldur einnig flókinni glímu við torráðnar gátur, í þeim bi>tist djúp lotning fyrir almættinu, friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi. Ég hef einhvers staðar lesið, að Picasso hafi sagt, að til séu málarar, sem breyti sólinni í gulan blett, og svo séu aðrir, sem breyti gulum bletti í sól. Kristín Jónsdóttir og Gerður Helgadótt- ir voru í hópi hinna síðar nefndu. Þær breyttu báðar gulum bletti í sól, en þær gerðu það hvor á sinn hátt. Sú sól sem skín í myndun þeirra, sem ylja íslendingum um alla framtíð, sú birta sem af henni stafar, mun lýsa lítilli þjóð á göngu hennar í viðsjálli veröld, hún eykur fegurð íslands og gerir íslenzkt mannlíf auð- ugra. Hafa nokkrar tvær konur aðr- ar gefið íslendingum dýrmætari gjöf?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.