Morgunblaðið - 03.06.1980, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980
Skáksamband íslands:
Ingimar Jónsson
kjörinn forseti
— hlaut einu atkvæði meira en Einar S. Einarsson
DR. INGIMAR Jónsson var kos-
inn forseti Skáksambands ís-
lands meó naumum meirihluta á
aóalfundi Skáksambandsins, sem
haldinn var á lauKardaginn. 1
kjöri var auk hans Einar S.
Einarsson, forseti sambandsins
siðastlidin fjögur ár. 67 atkvæðis-
Inximar Einar
bærir fulltrúar voru á fundinum
og urðu úrslit kosningarinnar á
þá leið að Ingimar hlaut 33
atkvæði en Einar 32. Tveir full-
trúar skiluðu auðum atkvæða-
seðlum. í stjórn voru auk þess
kosnir Þráinn Guðmundsson, er
hlaut 53 atkvæði, Þorsteinn
Þorsteinsson, 47 atkv., Helgi
Samúelsson, 41 atkv., Guðbjartur
Guðmundsson, 40 atkv., Friðþjóf-
ur Karlsson 37 atkv. og Arni
Jakobsson, 32 atkvæði.
Þeir Jón G. Briem, er hlaut 30
atkvæði og Haraldur Blöndal, með
21 atkvæði, náðu ekki kjöri.
Áður en forsetakjörið fór fram
urðu allharðar umræður um störf
fráfarandi stjórnar. Fram kom að
fulltrúar ýmissa taflfélaga úti á
landsbyggðinni voru óánægðir með
það að stjórn Skáksambandsins
hafði látið hjá líða að ráða starfs-
mann til þess að fara út um land til
að vinna að útbreiðslu skákíþróttar-
innar, en tillaga að þessu lútandi
hafði verið samþykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta á síðasta aðalfundi
Skáksambandsins.
Einar S. Einarsson svaraði þessu
og benti á fjárþröng sambandsins,
en var þá gagnrýndur fyrir það á
hvern veg tekjum sambandsins væri
varið. Bergur Óskarsson, taflfélagi
Rangæinga lýsti því síðan yfir að
Ingimar Jónsson hefði verið sá
stjórnarmaður í Skáksambandinu
sem mest hefði unnið fyrir lands-
byggðina á síðasta starfsári.
Eftir forsetakjörið var kosið í
stjórn sambandsins og varð þar
einnig mjótt á mununum svo sem
áður greinir. í varastjórn voru síðan
kosin þau Ásgeir Þ. Árnason (39
atkv.), Þórarinn Guðmundsson (37),
Svana Samúelsdóttir (32) og Erlend-
ur Magnússon, sem hlaut að vísu
jafnmörg atkvæði og þeir Karl
Steingrímsson, Kristinn Þorsteins-
son og Guðfinnur Kjartansson, 27 að
tölu, en vann á hlutkesti.
Síðan var samþykkt tillaga frá
Högna Torfasyni þess efnis að stjórn
Skáksambandsins færi þess á leit við
menntamálaráðuneytið að virkir al-
þjóðlegir skákmeistarar yrðu settir
á hálf laun, þar eð nú fengju þeir
ekki nægilegan stuðning til þess að
geta haldið áfram þátttöku í alþjóð-
legum mótum.
Undir lok fundarins kvaddi ný-
kjörinn forseti sambandsins, dr.
Ingimar Jónsson, sér hljóðs. Hann
þakkaði Einari S. Einarssyni vel
unnin störf í þágu skákhreyfingar-
innar. Hann sagði úrslit forseta-
kjörsins hafa komið sér á óvart, en
hann myndi reyna að feta í fótspor
Einars og freista þess að efla
íslenska skákhreyfingu.
Einar S. Einarsson óskaði síðan
hinni nýkjörnu stjórn velfarnaðar.
Hann sagði sig að mörgu leyti feginn
því hvernig úrslitin urðu, þar sem
störf sín fyrir Skáksambandið hefðu
verið komin út í algjörar öfgar og
mál að linnti.
Þessa höggmynd keypti Guðmundur Axelsson í
Klausturhólum nýlega í Kaupmannahöfn og er
þetta fjórða útgáfan af Útlögunum, sem vitað er
Útlagarnir, höggmynd Einars Jónssonar, sem nú
er við Hringbraut í Reykjavík. Ljósm. Kristján.
Kevpti fjórðu útgáfuna
af Utlögum Einars Jóns-
sonar í Kaupmannahöfn
GUÐMUNDUR Axelsson hjá
versluninni Klausturhólum
keypti nýlega i Kaupmanna-
höfn höggmynd eftir Einar
Jónsson myndhöggvara, og
svipar höggmyndinni mjög til
höggmyndarinnar Útlagarnir
eftir Einar. Að sögn ólafs
Kvaran, forstöðumanns Lista-
safns Einars Jónssonar, er
þetta fjórða útgáfan af Útlög-
unum, sem vitað er um, en þrjár
þeirra eru i Listasafni Einars.
Guðmundur Axelsson sagði að
höggmyndin hefði komið til
Kaupmannahafnar frá Þýska-
landi en þangað fór Einar
nokkrum sinnum í námsferðir
meðan hann dvaldi ytra við
nám.
Ólafur Kvaran sagði að þessi
fjórða útgáfa af Útlögunum, sem
nú kæmi í leitirnar, væri með
öllu ómerkt en hún bæri sterk
höfundareinkenni Einars. Ekki
væri vitað, hvenær Einar hefði
gert þessa útgáfu en í skrám
sínum og bókum segði Einar að
hann hefði gert Útlagana á
árabilinu 1898 til 1900. Sú útgáfa
útlaganna, sem er kunnust og er
fyrirmynd styttunnar, sem nú
stendur við Hringbraut í
Reykjavík, er samkvæmt
merkingu Einars gerð 1901. Ekki
sagðist Ólafur vilja fullyrða,
hvort fleiri útgáfur af Útlögun-
um væru til heldur en þær
fjórar, sem nú væri vitað um. í
Listasafni Einars Jónssonar er
nú fyrirmynd höggmyndarinnar,
sem stendur við Hringbraut og
einnig er þar önnur útgáfa af
Útlögunum, og er það brennd
leirmynd, merkt 1899. Þriðja
útgáfan er felld inn í ákveðið
umhverfi og er hún merkt
1900-1901.
Reynt hefur verið að búa vel i haginn fyrir sjúklinga á hinni nýju Geðdeild Landspítalans. Myndirnar sýna kennslustofu og gang i þeim
áfanga hússins sem senn verður tckinn i notkun.
Neyðarþjónusta
við geðsjúklinga
tekur til starfs
INNAN skamms verður opnuð
ný sjúkradeild á Geðdeild
Landspítalans i Reykjavík.
Deild þessi er áfangi í nýbygg-
ingu Landspítalans við Hring-
braut og er fyrst og fremst
ætluð sjúklingum, sem þurfa á
skammtimavistun að halda í
bráðum sjúkdómstilvikum.
Fjörutíu nýjar stöður við deild-
ina hafa verið auglýstar til
umsóknar, en i ráðum er einnig
að bæta starfsemi göngudeildar
Geðdeildar, er til starfa tók á
siðasta ári.
Tílkynningin um opnun kom
fram á blaðamannafundi heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
með forráðamönnum Landspítal-
ans á mánudag. Þar skýrði ráð-
herrann, Svavar Gestsson, einnig
frá því að ákveðið hefði verið að
setja á laggirnar sérstakan starfs-
hóp um stefnumótun í íslenzkum
heiibrigðismálum almennt.
Það kom fram á fundinum að
nær áratugur er liðinn síðan skip-
uð var byggingarnefnd fyrir Geð-
deild Landspítalans. Raunveru-
legar framkvæmdir á byggingarlóð
hófust þó ekki fyrr en þann 24.
janúar 1974. Ýmsar tafir á fram-
kvæmdum urðu til þess að fyrsti
hluti byggingarinnar, göngudeild,
tók fyrst til starfa í júní í fyrra, en
sérstök göngudeild áfengissjúkra,
„Flókadeild”, fékk síðan inni í
byggingunni í nóvember síðast-
liðnum. Vonir standa til að síðar á
árinu verði tekin í notkun önnur
sjúkradeild í þeim hluta hússins,
sem nú er verið að ljúka og verða
þá í heild rúm fyrir þrjátíu sólar-
hringssjúklinga og sex dagsjúkl-
inga auk meðferðaraðstöðu ýmis
konar, rúms til kennslu og skrif-
stofu og rannsóknarhúsnæðis.
Yfirmaður Geðdeildarinnar,
Tómas Helgason geðlæknir, skýrði
frá því að neyðarþjónustu af því
tagi sem nú yrði unnt að veita
hefði lengi vantað í íslenzku heil-
brigðiskerfi.
Hann benti þó á að mikið
vantaði á til að þjónusta við
geðsjúka væri fuilnægjandi þótt
hin nýja deild tæki nú til starfa.
Gat hann þess að þær fjörutíu
stöður, sem auglýstar hefðu verið
við Geðdeildina væru aðeins um
helmingur þess sem stjórnarnefnd
ríkisspitalanna hefði sótt um til að
hægt yrði að hefja rekstur tveggja
sjúkradeilda, sem nú eru tilbúnar í
húsnæði Geðdeildarinnar.
Á fundinum var lýst öðrum
stórframkvæmdum í heilbrigðis-
þjónustu landsmanna. Grétar Ól-
afsson, formaður læknaráðs Land-
spítalans, gerði grein fyrir svokall-
aðri K-byggingu, sem vonir standa
til að lokið verði á Landspítalalóð
innan fimm til sjö ára. Þróunar-
áætlun gerir meðal annars ráð
fyrir nýrri krabbameinslækninga-
deild, skurðstofu og geislagrein-
ingardeild, sem markar stórfram-
för í meðferð íslenzkra krabba-
meinssjúklinga.
Heilbrigðismálaráðherra, Svav-
ar Gestsson, skýrði frá því að
kostnaður við heilbrigðis- og
tryggingamál næmu nú um þriðj-
ungi ríkisútgjalda og sjö til átta af
hundraði þjóðarframleiðslu. Sagði
hann það verða verkefni hins
nýstofnaða starfshóps að stuðla að
samræmingu í áætlanagerð heil-
brigðismála. Meðal þess sem hópn-
um, undir forystu Páls Sigurðsson-
ar ráðuneytisstjóra, hefur verið
falið að gera er að vinna að
undirbúningi heilbrigðisþings, sem
ætlunin er að halda síðar á árinu.
Tónleikar
Alicia de
Larrocha
í kvöld
HINN kunni píanóleikari Alicia de
Larrocha heldur í kvöld kl. 21
tónleika í Háskólabíói á vegum
Listahátíðar. Alicia de Larrocha
kom fyrst fram opinberlega árið
1929 og var þá fimm ára, en
tónleikaferill hennar spannar nú
rúmlega hálfa öld. Hún hefur
farið víða á tónleikaferðum sínum
og er meðal þeirra listamanna,
sem hvað mest hafa leikið inn á
hljómplötur.
Á tónleikum hennar í kvöld eru
meðal annars á dagskrá verk eftir
Beethuven, J.S. Bach, Bach-Bus-
oni, De Falla og Ravel.
Alicia de Larrocha við komuna
til Reykjavikur. Ljósm. Mbl.
Kristinn.