Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 „Islenska liðið var stemmningslaust' sagði Lárus Loftsson Guðni Kjartansson landsliðs- þjálfari: — Það má veraUð ég hafi ekki skipt Sævari Jónssyni útaf fyrr í leiknum og gert breytingar á varnarleiknum, vegna reynslu- leysis. Hann átti að taka Leighton James úr umferð en það dæmi gekk ekki upp. Þá vantaði varnar- mönnum okkar að valda leikmenn Wales betur en gert var í leiknum. Mér fannst lið Wales leika vel, og vera sterkir. Við verðum að gefa landsliðinu meiri tíma ef betri árangur á að nást. Lárus Loftsson unglinga- landsliðsþjálfari: — Mér fannst íslenska liðið vera algjörlega stemmningslaust. Og þetta voru langt frá því að vera góð úrslit. Lið Wales var ekkert sérstakt. íslenska liðið lék alltof aftarlega, og tengiliðirnir voru aldrei í takt við leikinn. - þr. • Arnór Guðjohnsen á fullri ferð, hefur hér sii (nr. 6) af sér. Janus Guðlaugsson fylgir vel á Wales skora • Nokkrir hressilegir Wales-búar fylgdu liðinu til íslands og hér má sjá fremsta nokkra þeirra. Er ekki ofsögum sagt að þeir hafi þekkst úr mílu fjar- lægð. gegn lekri ví enn einn skellurim Terry Yorath ÁHORFENDUR á Laugardalsvellinum, rúmlega 10.000 manns, voru farnir að streyma heim á leið löngu áður en að blásið var til leiksloka í leik íslands og Wales i undankeppni HM í knattspyrnu. Og það var engin furða, staðan var orðin 4—0, landinn hafði verið grátt leikinn, einkum í síðari hálfleiknum (við þekkjum það orðið). Þetta var allt saman hálfnöturlegt, sannleikur- inn var nefnilega sá, að í fyrri hálfleik lék íslenska liðið oft mjög góða knattspyrnu, baráttan neistaði af leikmönnum liðsins og sumir sýndu snilldartakta, eins og t.d. Pétur, Arnór og Kalli Þórðar. Wales-búar virkuðu þunglamalegir og í einu orði sagt slakir. En þá kom reiðarslagið. Komið var fram yfir venjulegan leiktíma, þegar vörn íslenska liðsins sofnaði á verðinum og Ian Walsh tókst að skora frekar ódýrt mark. íslendingar náðu sér aldrei á strik eftir það, voru að vísu frískir fyrstu mínútur síðari hálfleiksins, en síðan ekki söguna meir. Wales-búar bættu þremur mörkum við í síðari hálfleik og nötruðu þá undirstöður íslenska liðsins. Enga trefla Betri byrjun íslands að fá hjá FEF KNATTSPYRNUUNNENDUR, sem hafa la«t leið sina á kapp- leiki undanfarið hafa saknað þess að ekki hefur bólað þar á sölufólki frá Félagi einstæðra foreldra með trefla félaganna til sölu, en þessir treflar hafa sett hressilegan svip á leiki liðinna sumra. Þegar leitað var eftir skýringu á þessu hjá tals- mönnum FEF kom i Ijós að garnvandræði eru ástæðan: ekki fást réttir litir né rétt garnteg- und sem stendur og því ekki unnt að setja framleiðsluna í gang. En vonazt er til að úr þessu rætist a.m.k. fyrir næstu mánaðamót. Eftir að Gordon Davis hafði skallað að marki íslands á fyrstu mínútunum, snerist dæmið ger- samlega við. Wales-búar voru yf- irleitt heldur meira með knöttinn, en gerðu ekkert af viti við hann. Þeir Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen brytjuðu vörn Wales nokkrum sinnum niður í stykki, Karl fylgdi þeim vel eftir, lék einnig mjög vel, en allt kom fyrir ekki. Munaði þó stundum afar mjóu. Tvívegis sendi Pétur frá- bærar sendingar fyrir velska markið, en enginn samherji fylgdi nógu vel í báðum tilvikum byggðu þeir Arnór og Karl sóknirnar upp með Pétri. Pétur kom raunar Áttum möguleika á að skora fleiri mörk Terry Yorath fyrirliði Wales: — Wales er í erfiðum riðli í HM-keppninni og því var þessi stóri sigur hér í kvöld okkur kærkominn. Við áttum mögu- leika á að skora fleiri mörk en fjögur verða að teljast gott vega- nesti i næstu leiki. íslenska liðið lék allvel í fyrri hálfleiknum. Við vorum hræddir um að þeim tæk- ist að skora fyrsta markið. Það hefði gefið þeim byr undir báða vængi og þá er erfitt að ná sigri. Áhugamenn eflast við að vera yfir, en um leið og mörkin fóru að koma minnkaði þróttur islenska liðsins og eftirleikur okkar varð léttari. Mér fannst framlínumenn íslenska liðsins vera bestu menn þess. En þeir fengu litla aðstoð. Þá fannst mér markvörðurinn koma vel frá leiknum, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum. Ég meiddist illa i ökkla og leik varla næstu vikur. - þr. Völsungar með fullt hús stiga VÖLSUNGARNIR frá Húsavík "............ geta verið ánægðir með byrjun ÁriTlðnn: sína á íslandsmótinu i knatt- spyrnu. Þeir unnu sig upp í 2. Völsungur deild á siðasta keppnistímabili og hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Fyrst á heimavelli gegn Austra og síðan Ármann á li igardaginn. Það var Völsung ur sem skoraði eina mark leiks ins og vann mjög sanngjarnan sigur. Ármenningar sóttu heldur meira framan af leiknum, en færi komu ekki á færibandi. Upp úr miðjum hálfleiknum hófu Völs- ungarnir síðan að láta meira til sín taka og hápunkti náði það á 32. mínútu, er liðið skoraði eina mark leiksins. Magnús Hreiðarsson komst þá einn inn fyrir vörn Ármanns, lék á markvörðinn og renndi knettinum í átt að mark- inu. Á síðustu stundu renndi einn varamanna Ármanns sér fyrir knöttinn, sópaði honum út af, en gerði það með hendinni. Úr víta- spyrnunni skoraði Magnús síðan af miklu öryggi. í síðari hálfleik voru Ármenn- ingar meira með knöttinn, en fengu engin færi sem talandi er um. Margar skyndisóknir Völs- unga sköpuðu hins vegar stór- hættu og voru Ármenningar heppnir að sleppa með aðeins eins marks tap á bakinu. — gg *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.