Morgunblaðið - 03.06.1980, Side 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980
„Ekkert
aðgera
annað
enfara
úrlandi'
ÍRAN, sem svo mikið hefur
verið í fréttum siðustu miss-
eri, tekur ekki illa á móti
ferðamönnum, þótt flestir út-
lendingar hafi nú yfirgefið
landið. Er því eftir aðkomu-
mönnum tekið ef þeir eru á
ferli í bænum og einstaka
innfæddur vill fá uppgefið
hvaðan ferðamaðurinn er og
reynir að mæla við hann á
enska tungu. Blaðamaður
Mbl. var á ferð í íran í
síðustu viku og kom við í
Teheran rétt eins og kría á
steini og verður hér reynt að
geta örlítið um það sem bar
fyrir augu í þessari stuttu
viðkomu.
Eitt það fyrsta sem fram kemur
í samtölum við fólk á förnum vegi,
í verzlunum eða annars staðar þar
sem ferðamaður kemur, er að
menn eru áttavilltir varðandi
stjórnarfarið í landinu. Náms-
menn eða öfgamenn halda tugum
Bandaríkjamanna í gíslingu og
gefa út yfirlýsingar sem virðast
teknar eins og tilskipanir og fólk
segir að Khomeini bíði ætíð eftir
að heyra hvað þeir hafi að segja
áður en hann lætur orð falla um
hin ýmsu málefni. En fleiri eru
þeir sem hafa völdin og er talað
um að 4 aðilar ráði landinu eða
vilji ráða því og að allir hafi þeir
ólíkar skoðanir, sem erfitt verði að
samræma. Menn eru orðnir
þreyttir á ástandinu og ungt fólk
talar um að það vilji aftur fyrra
stjórnarfar jafnvel aðra byltingu.
Aðrir tala um að fara.
—Ég er írani, þetta er mitt land
og hér vil ég auðvitað vera, en hér
er allt á niðurleið og erfitt er að
komast úr landinu, en sé ekki að
hægt sé að gera annað en fara,
sagði 21 árs gamall póstaf-
greiðslumaður, sem rætt var við.
—Allir, sem einhverja menntun
hafa að ráði eru löngu farnir úr
landi og hér er fullt af ungu fólki,
sem er þreytt á stjórnarfarinu og
vill annað hvort búa við fyrra
ástand eða fara burtu. En til þess
að komast burtu þurfum við að
fara í sendiráð viðkomandi lands,
standa þar í biðröð kannski yfir
nótt til að komast einhvern tíma
að, og reyna þar að fá landvistar-
leyfi. Það fá menn hins vegar ekki
nema að hafa tryggt sér búsetu,
atvinnu og hafa farseðil heim
aftur.
Athafnalíf
í molum
Greinilegt er að allt athafnalíf
er í molum. Olíuframleiðslan er
nú kringum 1,2 milljón tunnur á
dag en var i 6 milljónum tunna á
dag fyrir byltingu. Af þessum 1,2
milljón tunnum nota íranir um
800 þúsund, en afganginn flytja
þeir út og má því sjá að lítið bera
þeir úr býtum miðað við fyrri
útflutning. Víða í Teheran eru
hálfbyggð hús, heilu Breiðholts-
hverfin, og við fyrstu sýn er eins
og allir iðnaðarmenn séu bara í
kaffi eða mat. En þegar nánar er
aðgætt koma í ljós ryðtaumar af
steypustyrktarjárninu niður eftir
húsveggjunum og greinilegt að
enginn hefur snert á verki svo
mánuðum skiptir. Um það bil 5
milljónir manna eru nú atvinnu-
lausar og talið að atvinnuleysi eigi
eftir að vaxa enn.
—Fólk hefur heldur ekkert við
að vera hér, upplýsti póstaf-
greiðslumaðurinn. —Við sem höf-
um vinnu, sinnum okkar starfi,
förum heim og þar er lítið að gera
annað en horfa á leiðinlegt sjón-
varp eða lesa. Hér eru engar
skemmtanir, ekki vínveitingar,
ekki bíó, ekkert. Fólk getur komið
saman á veitingastöðum, það leit-
ar í matstaði á hótelum og drekk-
ur þar kaffi eða eitthvað álíka og
hlustar á tónlist. Þegar við höfum
búið við annað þykir þetta heldur
þunnt.
Þessi lýsing virðist nokkuð
dæmigerð fyrir viðhorf margra og
kvað viðmælandinn þetta vera
útbreidda skoðun. Sagði hann að
margir hefðu ekki annað að gera
en taka þátt í einhverjum mót-
mælagöngum og það væri auðvit-
að ljóst að klerkaveldið gæti
fengið ýmsu framgengt í skjóli
fáfræði og sinnuleysis fólks, sem
ekki hefði áhuga á að setja sig
almennilega inn í málin og fylgj-
ast með. Vínbannið er algjört og á
flugvellinum sást hvar innihald
viskíflösku einhvers, sem ætlaði
með hana inn í landið, var látið
renna i öskutunnu og ekki við það
komandi að ósnert flaskan færi
lengra.
Veðurfarið í Teheran var heldur
heitt fyrir íslendinginn eða kring-
um 30 stig, en þó sögðu þeir að
heitasti árstíminn væri enn ekki
kominn. Fer þá hitinn jafnvel yfir
40 stig og hlýtur þá að verða
óbærilegur, en fer svo niður fyrir
Byggingakrani stendur hér við hálfbyggt hús, sam akki hefur varið snart é síðustu missarin.
Khomaini lifi, en Carter er óskað dauða é áfetrun viö bandaríska
sandtréöiö (Taharan.