Morgunblaðið - 03.06.1980, Side 28

Morgunblaðið - 03.06.1980, Side 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 DAGLEGT LlF 10 reglur um sauna-bað Kannski á hver ojí einn sínar eijíin rejflur um hvernix hann ha^ar sér þegar hann fer i saunabað en þær 10 reglur sem hér eru xefnar eru hajfnýtar o« jfetur hver sem vill tileinkað sér þær að meira eða minna leyti eftir því hvað hentar honum best. En á eina regiu Keta þó allir fallist en hún er sú að það er hrein nauðsyn að hafa góðan tíma fyrir sér þegar i sauna-bað er farið. Ekkert tfetur eins dretfið úr ánætfjunni af sauna-baði ok vissan um tímaskort ok flýtir. Lúxus smá- kökur Frískt loftí gróður- húsinu 10 reglur um sauna- bað í klefanum á að vera það hitastig og sá loftraki sem við- komandi hentar best. Hálfri til einni klukkustund fyrir baðið ber að kveikja á ofninum og stilla hitann á þann hita sem óskað er eftir. Ef hitinn í byrjun baðsins er ca. 70° og loftrakinn 20% á líkaminn að byrja að svitna, fljótlega. Fyrir baðið er ráðlegt að þvo sér rækilega með sápu og skola aftur rækilega af likamanum und- ir sturtu. Siðan er haldið í sauna-klef- ann, sest eða lagst á bekk og hitinn umlykur líkamann. Ef hit- inn reynist viðkomandi óþægilega mikill er ráð að sitja fyrst á neðsta bekknum í klefanum þar sem hitastigið er lægst. Þegar farið er að venjast hitastiginu inni eftir nokkra stund og húðin er tekin að svitna er hægt að flytja sig á efri bekkina. Þegar viðkomandi hefur fengið nóg af hitanum í bili, fer hann út úr klefanum og kælir likamann undir kaldri sturtu eða eins og sumir Finnar gera á veturna veltir sér upp úr snjó- skafli. (Um það er deilt hversu heilsusamleg sú aðferð Finna er). Þá er alltaf hægt að fara aftur í klefann og endurtaka vistina þar tvisvar til þrisvar eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef handfylli af vatni er kastað á heita steinana i ofni klefans eykst loftrakinn, hitinn virðist meiri og svitabaðið enn meira. En gætið að, — ekki of mikið vatn á steinana. Klefinn á ekki að líkjast gufubaðsklefa. Vatnsgufan getur logbrennt menn við það hitastig sem venjulega er í sauna. Frá Finnum er sá háttur líka kominn að berja húðina utan með birkihríslum af ungum trjám. Markmiðið með því er að auka blóðrásina í húðinni og þannig auka svitastreymið úr henni og þar með þann úrgang sem ætlunin er að losna við. Að sauna-haði loknu er ráð að fara í sturtubað eða t.d. synda spöl ef sundlaug er í næsta nágrenni. Eftir sturtubaðið er gott að láta Iíkamann þorna eins og mögulegt er án þess að þurrka sér með handklæði, — það kælir hann. Að siðustu er afslöppunar- stund, áður en farið er í fötin aftur, — sviti eftir á getur annars bleytt fötin. Frískt loft í gróðurhúsinu HITASTIGIÐ í gróðurhús- um getur verið breytilegt og oft of hátt ef ekki er gaett að því. Um miðjan sólríkan sumardag getur hitastigið orðið svo hátt i húsinu að það getur skaðað þær jurtir sem verið er að rækta, nema opnað sé í tæka tíð fyrir frískt loft. Þegar eigend- urnir eru heima er ekki um neitt vandamál að ræða þessu að lútandi. Gluggarn- ir eru opnaðir á morgnana og þeim aftur lokað undir kvöld þegar sólskin er úti. En ákvörðun á hitastiginu getur verið vandamál þegar eigendurnir ætla að bregða sér t.d. í nokkurra daga frí að heiman. Hvað er þá til ráða yfir hásumarið? Sjálfvirkir gluggaopnar- Hreingerning á sauna Eftir hvert bað og notkun á sauna-klefanum er ráð að þurrka bekkina, ristar og þann hluta af veggjum sem setið hefur verið við með rökum klút. Ef loftræstingin er nægiiega góð þornar saunan við hitann frá ofninum. Dyrnar og glugga (ef þeir eru fyrir hendi) er ráð að opna upp á gátt til að auka loftræstinguna. Af og til verður að hreinsa klefann vel. Bekki og ristar á að skola og þurrka með tusku og ryksuga gólf og veggi og þurrka yfir með rökum klút. Þá þykir sumum það ráð að þvo gólf og veggi upp úr blöndu af t.d. 50 g natriumperborati í 5 lítrum af heitu vatni. Bekkina má svo „sótt- hreinsa" með því að láta sól skína á þá úti i garði i einn dag eða svo. ar eru taldir næsta nauðsyn- legir á gróðurhús. Fleiri en ein gerð slíkra glugga er á markaðnum, en tvær gerðir fást i verzluninni Handíð við Laugaveg og kosta kr. 16.500 og 18.500. Útbún- aðurinn er einfaldur, en vax er m.a. notað og veldur því að glugginn opnast við það hitastig sem óskað er eftir. önnur lausn er sú að opna alla glugga og dyr gróðurhússins og skilja þannig við það á meðan á ferðalaginu stendur. En veðráttan er hverful á íslandi, jafnvel i júli og ágúst, og því er það spurn- ing hvort þessi aðferð hent- ar vel við aðstæður hér á landi. Hún byggist á þvi að hættan á lágum hita yfir hásumarið er minni en hætt- an á því að hann verði of hár. Þó getur þessi aðferð komið til greina þegar ekki er verið að rækta sérstak- lega viðkvæmar jurtir sem dafna ekki nema við hátt hitastig. En það verður að gera ráð fyrir því að á næturnar sé hitastigið í gróðurhúsinu ekki nema ör- fáum gráðum hærra en úti undir beru lofti. Leiðrétting. í Daglegu lífi síðast varð ruglingur milli setninga þannig að rangt verð var gefið upp um gróðurhús sem tengja má við húsvegg t.d. á svölum. Rétt verð mun vera 378 þúsund krónur í Handíð við Laugaveg, en sú upphæð sem getið var átti við vermi- reiti þá í sömu verzlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.