Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980
47
(AP-símamynd)
Indira Gandhi tók sér hlé frá hátiðarhöldum vegna kosningasigursins á sunnudag til að fara með
sonarson sinn, Varun Gandhi, til hins niræða Ghaffar Khan, svo öldungurinn gæti blessað barnið.
Ezer Weizman:
Flugræningjar
kjörnir
Nýju Delhi. 2. júni. - AP.
Á MIÐVIKUDAG og laugardag i
fyrri viku var kosið til fylkis-
þinga í niu fylkjum Indlands. og
hlaut Kongressflokkur Indiru
Gandhi meirihluta í átta þeirra.
Meðal þingmanna, sem náðu
kosningu, voru tveir menn á
þrítugsaldri, sem nú bíða dóms
vegna ákæru um flugrán í desem-
ber 1978. Eru þeir ákærðir fyrir að
hafa rænt þotu frá indverska
flugfélaginu með 132 farþega og
áhöfn. Kröfðust þeir þess að Indira
Gandhi, sem þá hafði verið dæmd
til viku fangelsisvistar fyrir að
sýna þingi landsins vanvirðingu.
á þing
yrði tafarlaust látin laus. Eftir
næturlangar viðræður við yfirvöld
létu ræningjarnir gísla sína lausa
og gáfust upp.
Sigur Kongressflokksins í kosn-
ingunum í fyrri viku veldur því að
flokkurinn fær brátt meirihluta í
efri deild ríkisþingsins, því það eru
fylkisþingin, sem kjósa fulltrúa
þangað. Sá meirihluti er stjórn
Indiru Gandhi nauðsynlegur til að
tryggja framgang fjármála og
breytinga á stjórnarskránni.
Kosningabaráttan stóð j þrjár
vikur, og leiddi til mikilla átaka,
sem urðu 52 manns að bana, en um
2.000 særðust.
Tyggigúmmí til að
hætta reykingum
Það á að byggja upp
en ekki skera
New York, 2. júní. AP.
EZER Weizman fyrrum varn-
armálaráðherra ísraels sat fyrir
svörum i bandarískri sjónvarps-
dagskrá um helgina, og sagði þá
að tímabært væri fyrir ísrael að
taka upp nýja stefnu til að hvetja
þjóðina til dáða. Ilann sagði að
leggja bæri meiri áherzlu á upp-
byggingu og ekki sífellt að segja
þjóðinni að skera, skera og skera
niður. heldur hvetja hana til að
byggja, byggja og byggja upp.
Weizman viðurkenndi að hann
hefði hug á að leysa Begin forsæt-
isráðherra af hólmi, og kvaðst
vilja stuðla að örari þróun mála á
Vesturbakkasvæði Jórdanárinnar,
til dæmis með því að taka völdin
úr höndum ísraelshers á Vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu, og
færa aukin völd til arabískra íbúa
svæðanna.
Weizman kvaðst aldrei fallast á
neitt samkomulag er bannaði
ísraelum að búa á Vesturbakkan-
1976 — Fyrrverandi forseti Bóli-
víu, Juan Jose Torre, finnst myrtur
í París.
1973 — Hljóðfrá sovézk þota fórst
á flugsýningu í París.
1967 — Brezk leiguflugvél fórst í
Pýreneafjöllum með 88 manns.
1966 — Peng Cheng, borgarstjóri í
Peking, settur af.
1962 — 130 fórust í flugslysi
nálægt Orly-flugvelli, París.
1959 — Singapore fær sjálfstjórn.
1948 — Daniel Malan myndar
stiórn þjóðernissinna í S-Afríku.
1942 — Orrustan um Midway hefst
— Japönsk loftárás á Dutch Har-
bor, Alaska.
1940 — Brottflutningnum frá
Dunkirk lýkur.
1937 — Hertoginn af Windsor
kvænist frú Wallis Simpson.
1935 — Franska farþegaskipið
„Normandie" setur hraðamet á
jómfrúrsiglingu yfir Atlantshaf;
fjórir dagar & ellefu klst.
1917 — Lýst yfir sjálfstæði Alb-
aníu undir vernd ítala.
1915 — Bretar taka Amarah við
Tigris-fljót og ná undir sig Mesó-
pótamíu.
1899 — Fyrstu réttarhöldin gegn
Alfred Dreyfus ómerkt og ný fyrir-
skipuð.
1896 — Rússar og Kínverjar gera
varnarsamning til 15 ára og Rússar
fá að reka járnbraut í Norður-
Mansjúríu.
um, en hann gæti ekki heldur sætt
sig við að lög heimiluðu eignaupp-
töku á svæðinu til þess að Israelar
gætu setzt þar að.
„Ég léti Arabana ganga að
kjörborðinu og kjósa sitt eigið
þing, svo þeir geti ráðið sínum
málum sem mest sjálfir, þótt
varnir svæðisins og öryggi Israels
yrði að öllu leyti í okkar höndum,"
sagði Weizman.
Bankok, 2. júní. AP.
VÍETNAMAR hafa hafið und-
irbúning að miklum flutningi
„bátafólks“ frá landinu. Thai-
lenska blaðið „Bankok Post“
1818 — Bretar fá Poona, Indlandi.
1745 — Orrustan um Hohenfried-
berg.
1665 — Sjóorrustan við Lowestoft.
1647 — Oliver Cromwell flýr frá
þinginu til hersins í Bretlandi.
Afmæli: Sir William F. Petrie,
brezkur fornleifafræðingur
(1853—1942) — Georg V Bretakon-
ungur (1865-1936 ) - Richard
Cobden, brezkur stjórnmálaleiðtogi
(1804—1865) — Jefferson Davis,
bandarískur stjórnmálaleiðtogi
(1808-1889) - Tony Curtis,
bandarískur leikari (1925—).
Andlát: 1657 William Harvey,
vísindamaður — 1875 Georges Biz-
et, tónskáld — 1899 Johann Strauss
yngri tónskáld — 1963 Jóhannes
páfi XXIII.
Innlent: 1501 Vestfirðingaskrá —
1334 d. Haukur Erlendsson — 1645
Vælugerðisdómur — 1746 Húsaga-
tilskipun — 1843 f. Friðrekur VIII
— 1932 Ráðuneyti Ásgeirs Ás-
geirssonar skipað — 1937 Flugfélag
Ákureyrar, nú íslands, stofnað —
1951 Operan „Rigoletto" flutt —
1951 sr. Bjarni Jónsson kveður
söfnuð sinn — 1968 Hornsteinn að
Búrfellsvirkjun lagður — 1883 f.
Páll Eggert Ólason — 1887 f.
Guðrún frá Lundi.
Orð dagsins: Enginn flokkur er
eins slæmur og leiðtogar hans —
Will Rogers, bandarískur grinisti
(1879-1935).
niður
Hann sagði að þótt líklegt
mætti telja að Egyptar og ísraelar
gætu komizt að samkomulagi um
framtíðarskipulag á þessum um-
deildu svæðum, væri ekki líklegt
að Palestínu-Arabar fengjust til
að samþykkja það samkomulag.
Væri þá ekki um annað að ræða en
einhliða ákvarðanir ísraela um
framtíðina.
skýrir frá þessu í dag og
segist hafa fyrir því áreiðan-
legar heimildir.
Blaðið segir að fyrstu flótta-
mennirnir muni koma til ríkja
SA-Asíu þegar í næstu viku.
Víetnamar stöðvuðu „báta-
fólkið" á sínum tíma vegna
mótmæla erlendis frá. Þrátt
fyrir það hefur ávallt verið
nokkur straumur fólks frá
landinu á bátum. Blaðið segir,
að Víetnamar hafi ákveðið að
hleypa fólkinu á bátum á opið
haf, eftir að samningaviðræður
við erlend riki hafi siglt í
strand.
NIKOTÍN-tyggigúmmí verður
sent á markað í Bretlandi i næsta
mánuði til að hjálpa fólki sem vill
hætta að reykja að sögn brezka
blaðsins Times.
Tilraunir með jórturgúmmíið
hafa verið mjög uppörvandi síðan
þær hófust fyrir sex árum að sögn
Michael Russel við Maudsleysjúkra-
húsið sunnan við London þar sem
tilraunirnar hafa farið fram.
Hann segir að aðferðin beri ár-
angur í 40 af hundraði tilfella í lok
eins árs og það sé helmingi betri
árangur en með öðrum aðferðum.
Að dómi Russels verður tyggi-
gúmmíið gagnlegra meðal en svefn-
pillur eða róandi lyf þar sem það
komi í veg fyrir slæma heilsu og
ekki þurfi að nota það eins lengi.
David Simpson, forstöðumaður
herferðar gegn reykingum, segir að
fagna beri öllum ráðum sem geti
fengið fólk til að hætta að reykja en
telur að engin töfraformúla sé til.
Lungun verða vernduð ef fólk
neytir nikotíns í tyggigúmmíi í stað
þess að reykja en sameiginleg áhrif
nikotíns og kolsýrings virðast skýr-
ingin á sambandinu sem virðist vera
Trlpoll, Lundúnum. 2. júnl. AP.
STJORNVÖLD í Líbýu ráku í gær
þrjá brezka diplómata úr landi og
að sögn brezka utanrikisráðuneyt-
isins er talið. að Libýumenn hafi
sagt 17 öðrum Bretum að hafa sig
á brott úr landinu.
Talsmaður brezka utanríkisráðu-
neytisins sagði í Lundúnum í dag,
að líklega væru Líbýumenn að
svara Bretum. Um miðjan síðasta
milli reykinga og hjarta- og æða-
sjúkdóma, að sögn Simpsons.
Simpson sagði að kolsýringurinn
svipti hjartað súrefni en nikotínið
yki hjartastarfsemina. Hjartað yrði
því að erfiða meira með minna
súrefni. Það muni ekki gerast með
tyggigúmmínu, sagði hann.
Fjórtán myrt-
ir í Tyrklandi
Istanbul, 30. maí. AP.
AÐ MINNSTA kosti fjórtán
manns voru myrtir víðs vegar i
Tyrklandi aðfaranótt föstudags
og fram eftir föstudegi.
í bænum Corum í miðhluta
Tyrklands gerði æstur múgur að-
súg að verzlunum og búðum,
skemmdi þar, rændi og ruplaði.
Heimildir AP-fréttastofunnar
segja, að þeir sem hafi haft sig
mest í frammi hafi verið stuðn-
ingsmenn hægrisinnaða þjóðernis-
flokksins en varaformaður hans
var myrtur í fyrradag eins og skýrt
hefur verið frá.
mánuð ráku brezk yfirvöld fjóra
Líbýumenn úr landi eftir að tveir
andstæðingar Khadafys í Bretlandi
voru sKotnir til bana. Khadafy
boðaði á sínum tíma, að gengið yrði
í skrokk á andstæðingum stjórnar-
innar erlendis. Síðan þá hafa tveir
Líbýumenn, andsnúnir Khadafy,
verið skotnir til bana í Lundúnum,
þrír í Róm og einn var skotinn til
bana í Bonn.
Brezkur kennari í höndum afganskra skæruliða:
Héldu hann Rússa og
hótuðu að skjóta hann
Lundúnum, 2. júnl — AP.
BREZKUR kennari. Jeremy
Norman, skýrði frá því í dag í
viðtali við Lundúnabiaðið Daily
Mail, að hann hefði verið tekinn
höndum af afgönskum skæru-
liðum og álitu þeir hann Rússa
og hótuðu að skjóta hann.
Norman var í langferðabíl á
leið frá Kabúl til Kandahar,
þegar skæruliðar stöðvuðu bílinn.
Þeir yfirheyrðu farþega og skutu
20 manns á staðnum, þar sem
þeir grunuðu þá um að vera í
kommúnistaflokknum. „Leiðtogi
skæruliðanna hélt að ég væri
Rússi og hvað eftir annað sló
hann mig með riffli sínum,“ sagði
Norman.
Daginn eftir töku langferða-
bílsins skutu skæruliðar fjóra til
viðbótar. Norman tókst að sann-
færa skæruliðana, um að hann
væri Breti. Að þremur dögum
liðnum var honum sleppt úr
haldi. Hann hélt áfram göngu
sinni en í Baluehistan var hann
tekinn öðru sinni. Þar leið þó ekki
á löngu áður en honum var
sleppt, þar sem honum tókst að
sannfæra skæruliða um að hann
væri Breti. Áfram hélt hann en í
þriðja sinn var hann tekinn og í
þetta sinn var honum haldið í
fjóra daga áður en honum tókst
að sannfæra skæruliða um að
hann væri Breti — ekki Rússi.
Þetta gerðist ______ 2. júní
Nýr straumur
„bátafólks“?
Líbýumenn reka
Breta úr landi