Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 44
^•-/^Síminn á afgreiðslunm er 83033 JH*r0imbInl>ib lOrijnmMaiijíiifo Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 |M«r0unbInbib ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Sjóða niður norska rækju og selja síðan til Þýzkalands TIL AÐ mæta hrácfnisþiírf Laxinet- isiðjunnar í Garði hyggst Örn Eriendsson flytja inn rækju frá Norður-Norejri. sem siðan verður soðin niður í Garðinum <>k loks flutt á markað í V-Þýzkaiandi. örn sanði i gær, að til að byrja með fengi hann 5 tonna prufusendingu frá Noregi. <>K ef vel gengi með vinnslu þess maxns, satfðist hann reikna með að um frekari samn- in«a við Norðmenn Kæti orðið að ræða. Örn sagði, að fyrirtækið þyrfti um 150 tonn af rækju yfir sumarið eða fram að þeim tíma að rækjuveiðar á fjörðum byrja að nýju í haust til að Keta haldið uppi fullum afköstum. Hér innanlands sagðist Örn ekki reikna með að geta fengið nema um 50 tonn af rækju þennan tíma eða þriðjung þess magns, sem verk- smiðjan gæti unnið úr. t- v* VATNARALL Vatnarallarar voru á ferðinni á Laxá í Aðaldal um helgina. Hér sjást Kristján Einarsson ljósmýndari og Stefán Kjartansson í einni flúðinni. Sjá bls. 1G og 17 1700 laxar á 4 dögum STANGAVEIÐI hófst í Norðurá í Borgarfirði á sunnudaginn og voru þá dregnir 10 laxar á land. Þegar Mbl. hafði samband við veiðihúsið um miðjan dag 1 gær. voru laxarnir orðnir 15. Teljarinn í Laxfossi var settur í gang fyrir fjórum dögum og í gærmorgun voru 1400 laxar komnir upp fyrir Laxfoss. Það er með ólíkindum á þessum árstíma. Þeir laxar sem veiðst hafa eru ekki allir lúsugir, margir fiskanna virðast hafa verið nokkurn tíma í ánni, enda sást lax fyrst í ánni um miðjan maí. í gærmorgun var mikil laxaganga á ferð í ánni niðri við Munaðarnes og var þá að sjá stórkostlega fiskferð upp ána. Laxinn, sem veiðst hefur, hefur verið 8—12 punda fiskur. Þeir hafa flestir verið dregnir á Eyrinni og Stokkhylsbroti og ýmist á flugu eða maðk. Laxinn tekur afar grannt og veiðimenn hafa misst marga. Banaslys í Laugardal BANASLYS varð aðfaranótt sunnudags í Laugardal í Árnes- sýslu. Sá, sem beið hana, hét Þorsteinn Garðar Þorleifsson til heimilis að Álfhólsvegi 84 i Kópa- vogi, fæddur 11. descmber 1954. Aðdragandi slyssins var með þeim hætti að Þorsteinn dvaldi ásamt tveimur piltum og stúlku í sumarbústað í nágrenni bæjarins Miðdals. Urðu þau vör við að hrafnshreiður var í hlíðinni þar í nágrenni og ætluðu piltarnir að síga í klettana til að ná í hrafns- unga. Þorsteinn batt um sig kaðal Þorsteinn Garðar Þorleifsson. og ætlaði að síga niður að hreiðr- inu en þá vildi það slys til að kaðallinn herti að hálsi Þorsteins svo hann hlaut bana af. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Mikilvægt að Danir virða okkar miðlínu „VIÐ erum vissulega mjög ánægðir með það, að Danir skuli virða miðlínuna milli íslands og Grænlands, eins og við höfum dregið hana, þar til um annað kann að verða samið." sagði ölafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, i samtali við Mbl. i gær. „Það þýðir að þeir virða okkar grunnlinupunkta. þar á meðal Kolbeinsey og það er mjög mik- ilvægt að okkar dómi.“ Mbl. spurði Ölaf, hvort þetta þýddi að Danir viðurkenndu i raun Kol- beinsey sem grunnlinupunkt. „Þeir hafa út af fyrir sig ekki fallið frá sinum fyrirvara um Kolbeinsey. þannig að ég held að það sé ekki rétt að leggia i þetta annan skilning,“ sagði ólafur. í frétt frá utanríkisráðuneytinu í gær segir, að í viðræðum við Dani fyrir útfærsluna við Græn- land hafi af íslands hálfu verið „Allt svart þegar ég sökk í síðasta sinn“ 74 ára gamall maður bjargaði 9 ára ósyndum dreng í Sundlaug Vestmannaeyja JÓIIANNES Gíslason. sjötiu og fjógurra ára gamall maóur i Vestmannaeyjum bjargaði sl. föstudag 9 ára gömlum dreng, Þorbirni Gislasyni úr Vogum frá drukknun í Sundlaug Vest- mannaeyja. Jóhannes var á sundi í lauginni laust eftir kl. 18. Veitti hann athygli dreng sem virtist óörugg- ur á sundinu, en virtist kafa í djúpu lauginni. Þegar Jóhannes kom til baka á sundinu sá hann drengnum skjóta upp og virtist hann reyna að kalla áður en hann sökk aftur. Þegar þetta skeði hafði sundlaugarvörðurinn brugðið sér inn í sjúkrakiefann. Jóhannes kafaði þá niður til drengsins þar sem hann lá ósjálf- bjarga á sundlaugarbotninum og náði drengurinn þá taki á hand- legg Jóhannesar og síðan svo þéttu haustaki að Jóhannesi lá við köfnun en hann náði að spyrna sér frá botni með dreng- inn og koma honum að sundlaug- arbarminum. í því komu starfs- menn sundlaugarinnar og tóku við drengnum. Gerðu þeir lífgun- artilraunir á honum, því hann hafði drukkið mikið vatn og var sjór bæði í lungum og maga. Starfsmönnum sundlaugarinn- ar bar saman um að Jóhannes hefði með snarræði bjargað lífi drengsins sem var gestkomandi í Jóhannes Gislason. Ljöemyndfr Mbl. SigurKeir. Þorbjörn Gislason. Eyjum, en starfsmenn laugarinn- ar hafa boðist til þess að kenna honum sund þegar hann útskrif- ast af sjúkrahúsinu. Það má segja að Jóhannes hafi hér goldið björgun sem hann varð aðnjótandi fyrir tæplega 60 ár- um. Þá féll hann út af hafnar- garðinum í Eyjum, en menn á áraskipi úti á Víkinni sáu að eitthvað var að, réru lífróður og náðu að kraka hann upp frá botninum með ár. Þegar Mbi. spurði Tobba, en það vildi hann láta kalla sig, hvort hann hefði gert sér grein fyrir hvað var að gerast, svaraði hann: „Ég sá allt svart þegar ég sökk í siðasta sinn, en mig rámar í það þegar ég náði taki á Jóhannesi." Þorbjörn í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja með sælgætisdós sem Vignir Guðnason forstöðu- maður Sundlaugarinnar færði drengnum þegar hann bauð honum sundkennslu i næstu viku. lögð höfuðáherzla á að tryggja það, að allir grunnlínupunktar Islands í átt til Grænlands yrðu virtir, „þannig að ekki kæmi til árekstra meðan leitað yrði heild- arlausnar á fiskveiðimálum, fisk- verndarmálum og nánari afmörk- un lögsögunnar". Niðurstöður af þessum þætti viðræðnanna liggi nú fyrir í því að Danir muni virða miðlínuna milli íslands og Græn- lands, sem að framan segir. Næsti viðræðufundur íslend- inga og Dana fer fram í Reykjavík 19.-20. júní n.k. og verður þá fjallað um sameiginleg fiskvernd- armálefni og skipzt á upplýsingum um veiðar á hafsvæðunum við Grænland, ísland og Færeyjar. Mbl. spurði Ólaf Jóhannesson um fiskveiðimálin. „Þau fara af Dana hálfu í hendurnar á Efnahags- bandalaginu, en ég veit ekki hve- nær,“ sagði hann. Formenn viðræðunefndanna í Reykjavík verða þeir sömu og á fundinum í Kaupmannahöfn; Hannes Hafstein, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, og Sköld Mellbin, forstöðumaður réttar- deildar danska utanríkisráðuneyt- isins. Rannsókn- inni lokið RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur nú lokið við að fram- kvæma þá rannsókn. sem rfkissak- sóknari hafði óskað eftir að fram færi á myndsegulbandstækjum og notkun þeirra i nokkrum fjöibýlis- húsum i Reykjavík. Að sögn Arnars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Rannsóknarlög- reglunni, tók rannsókn þeirra til húsanna Krummahóla nr. 2, 4 og 6 og voru íbúar þessara húsa meðal annars yfirheyrðir. Ekki var farið fram á af hálfu rannsóknarlögregl- unnar að hald yrði lagt á myndseg- ulbandstækin eða annað þeim tengt. Gögn um rannsókn þessa hafa nú verið send ríkissaksóknara til umsagnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.