Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Bragi Óskarsson: Hitaveita Að undanförnu hafa orkumál verið mjög til umræðu enda er eitt brýnasta verkefnið, sem liggur fyrir hér á landi, að innlendar orkulindir verði nýttar svo sem kostur er. Síhækkandi olíuverð á erlendum markaði hefur knúið á um að innlendir orkugjafar væru virkjaðir og hefur sú þróun orðið svo ör að segja má að bylting hafi orðið í orkumálum landsmanna á síðustu árum. Nýting jarðvarma til húshitunar og rafmagnsfram- leiðslu á stóran þátt í þessari byltingu og er nýtanlegur jarð- varmi þó hvergi nærri fullnýttur. Þrátt fyrir mikla þörf skjótra aðgerða í orkukreppunni og mikils framkvæmdahraða við byggingu orkuveranna, hefur víðast tekist mjög vel til við þessar fram- kvæmdir. Undantekning er þó Kröfluvirkjun á Norðurlandi, sem hefur verið einn hrakfallabálkur frá upphafi og er hvergi nærri séð framúr með hverjum ósköpum því fyrirtæki lýkur. En þó Krafla hafi ekki skilað þeim arði, sem vænst var í upphafi, hafa framkvæmdir þar veitt ómetanlega reynslu og þekkingu á þeim vandamálum sem fylgja nýtingu jarðvarma, — og þannig komið í veg fyrir að hliðstæð mistök ættu sér stað annars staðar. Erfiðleikunum við Kröflu hafa verið gerð rækileg skil í fjölmiðlum og margir látið ljós sitt skína á kostnað Kröflunefnd- ar — enda jafnan auðvelt að vera vitur eftirá. Hinu hefur minna verið haldið á lofti — þeim framkvæmdum í orkumálum sem tekist hafa vel, — þar sem allt hefur gengið eins og í sögu. Þessi grein er einmitt um eitt slíkt fyrirbæri, — Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi. Rétt er að taka það fram hér í upphafi að Hitaveita Suðurnesja er að öllu leyti íslenzkt framtak, — íslenzk hugmynd, íslenzk hönn- un og íslenzk smíð. Reyndar er orkuverið sjálft það eina sinnar tegundar í heiminum og er það fyrst og fremst þess vegna, sem ég fer svo náið út í sjálft orkunámið síðar í þessari grein. Ég ræddi við Ingólf Aðalsteins- son, framkvæmdastjóra Hitaveitu Suðurnesja, og rakti hann helstu áfanga í aðdraganda og uppbygg- ingu fyrirtækisins. Árið 1971 voru gerðar tilrauna- borholur í Svartsengi sem lofuðu góðu og sýndu að veruleg orka var til staðar. Þessi árangur þótti réttlæta frekari rannsóknir og voru gerðar tvær borholur, 1500 og 1700 m að dýpt, og einnig gerð jarðfræðileg rannsókn á umfangi jarðhitasvæðisins. Niðurstaða þessara rannsókna varð sú að í Svartsengi væri til staðar hita- orka sem nægja myndi allri byggðinni á Suðurnesjum að Keflavíkurflugvelli meðtöldum. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir, hófust viðræður milli sveit- arfélaganna sjö á Suðurnesjum og var ákveðið að stofna Hitaveitu Suðurnesja sem sameiginleg fyrir- tæki árið 1974. Nauðsynlegt var talið að íslenzka ríkið yrði meðeig- andi í fyrirtækinu til að tryggja rétt Keflavíkurflugvallar til af- >ta af hitaveitunni. Er eignarað- ild sveitarfélaganna 60% en ríkis- ins 40%. Eignaraðildin innan sveitarfélaganna var ákvörðuð eftir höfðatölu í byggðarlögunum og er þannig: Keflavík 31,04% Grindavík 8,11% Njarðvík 8,70% Sandgerði 5,55% Garðahreppur 3,76% Vatnsleysuströnd 2,13% Hafnir 0,71% Alls 60.00% Árið 1975 hófst lagning aðveitu til Grindavíkur og voru fyrstu húsin tengd þar í nóvember 1976. Næsti áfangi var lagning aðveitu frá Svartsengi til Njarðvíkur og er sú lögn um 12 km á lengd. Síðan voru lagðar aðveitur og dreifiveit- ur í Keflavík og Innri Njarðvík og lokið við tengingu þar um áramót- in 1977—78. Því næst voru lagðar aðveitur til Sandgerðis og Garðs og dreifiveitum lokið þar 1978. Á árinu 1979 var svo lokið við að leggja í Voga og nær nú hitaveitan til 90% af íbúum Suðurnesja. Alls eru þessar lagnir um 165 km á lengd. Þeir staðir, sem hitaveitan nær ekki til, svo sem Hafnir og hluti Vatnsleysustrandar, njóta engu að síður góðs af hitaveitunni. Þeir sem búa á þessum svæðum og kynda með olíu, fá mismuninn á kyndingarverði með olíu og hita- veituverði greiddan frá Hitaveitu Suðurnesja, þegar olíustyrkur hef- ur verið dreginn frá, — og njóta þeir þannig sömu kjara og íbúar á þeim svæðum sem hitaveita nær til. Þegar komið er í Svartsengi Stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Talið frá vinstri: bóroddur Sigurðsson vatnsveitustjóri, Albert Albertsson yfirverkfræðingur, Finnbogi Björnsson framkvæmdastjóri, Albert Kari Sanders bæjarstjóri, ólafur G. Einarsson alþm., Gunnar Jónsson sveitarstjóri og Ingólfur Aðalsteinsson framkv.stj. Inni í Orkuveri I. — Bragi Eyjólfsson yfirverkstjóri meðal tröllkatla. forhitara og afloftara. blasa við þrjár reisulegar bygg- ingar. Lengst til hægri (sjá ljós- mynd) er Orkuver I, sem sér fyrrnefndum sveitarfélögum fyrir heitu vatni og þar er einnig rafmagnsframleiðsla. I húsinu fyrir miðju er stjórnstöð, þaðan er allri starfsemi hitaveitunnar stjórnað frá einum sal, — auk þess er í húsinu rúmgóður salur þar sem tekið er a móti hópum er áhuga hafa á að kynna sér starf- semi fyrirtækisins. í húsinu til vinstri er Orkuver II sem enn er ekki tekið til starfa, — það mun sjá Keflavíkurflugvelli fyrir heitu vatni auk þess sem þar verður rafmagnsframleiðsla og verður það væntanlega fullgert á þessu ári. Eins og sést á myndunum eru mannvirkin í Svartsengi mjög glæsileg en falla jafnframt vel að landslaginu þarna, — og er það reyndar einkennandi fyrir fram- Varmaskiptakerfi Orkuver I Lágþrysti Háþrýstiskilja Afloftan Lokahitari T" byggða Eftirnitari Kalt vatn frá borholu Heitt vatn ur borholu Háþrystigufa Forhitaö vatn Lágþrystigufa Eftirhitaö vatn Vatn. 8em ferair kerfinu Vatn eftir afloftun Til byggöa Gufuborhola Kaldavatnsborhola Suðurnesja — Svartsengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.