Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVj £1IR 4. JtJNÍ 1980 63 alugfír-iuriouu Tívolí-platan í búðir um helgina, Þú og ég að taka upp og Geimsteinn að fara að taka upp Ööru hvorum megin viö þessa helgi kemur út fyrsta plata hljóm- sveitarinnar Tívolí, en lagiö „Fall- inn“ hefur þegar veriö kynnt ágæt- lega í fjölmiölum nú þegar, þó þaö sé enn óútkomið. Er hér um aö ræöa tveggja laga plötu meö lögum eftir einn meölim hljóm- sveitarinnar, Stefán Stefánsson. Forsvarsmaöur Steina hf. sem gefa plötuna út tjáöi okkur aö margt væri í bígerö í útgáfumálum hjá þeim, en Þú og ég er t.d. langt komin meö aöra breiöskífu sína sem á aö koma út í vetur en lögin á þeirri plötu verða eins og á hinni fyrri eftir þá Gunnar Þóröarson og Jóhann Helgason. Þá munu þau Jóhann og Helga Möller sjá um sönginn eins og áöur. Steinar hf. hafa líka tekiö upþ samvinnu viö Geimstein hf. sem nýlega gaf út breiöskífuna „Meira salt“ sem nýtur nú mikilla vin- sæida, en á vegum þeirra mun veröa tekin upp ný Geimsteins- plata á næstunni (þ.e. hljómsveit- arinnar) en Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson munu vinna alla grunna í stúdíói í New York á næstunni, en upptökum síóan haldiö áfram hér heima. Buggles ganga í Yes Hljómsveitin YES hefur heldur betur tekiö breytingum. Bæöi söngvari þeirra Jon Anderson og hljómborösleikarinn frægi Rick Wakeman hafa hætt í hljómsveit- inni eftir erfiöleika viö upptöku nýrrar breiöskífu. En þaö sem furöulegast er, er aö hlómsveitin mun ekki aöeins halda áfram undir sama nafni þrátt fyrir þaö aö Anderson og Wake- man hafa verið toppnöfnin í hljóm- sveitinni, heldur þaö aö í þeirra staö koma þeir Trevor Horn og Geoff Downes, sem eru þekktari undir samheitinu BUGGLES! Buggles er hreinræktuö popp- hljómsveit sem á ekkert skylt viö tónlist YES, en þeir áttu nýverið vinsælt lag á listunum í Bretlandi, „Video Kllled The Radio Star“. Hljómsveitin mun vera byrjuö á nýrri plötu „hressir, ferskir og endurnæröir, og heil eining á ný“ eins og Chris Squire oröaöi þaö. Nýja hljómsveitin er því skipuö Trevor Horn, söngur, Geoff Down- es, hljómborð, Chris Squire, bassagítar, Steve Howe, gítar, og Alan White, trommur. Chris Squire er því sá eini sem er eftir af stofnendum hljómsveitarinnar. Jon Anderson og Rick Wake- man hyggja báóir á sólóferil í framtíölnni. Hljómfagurt SATT-kvöld þótt Hljóma vantaði SATT-kvöldin eru nú óöum aö vinna sér fastan sess í tónlistarlífi Reykjavíkur, en í vikunni var eitt slíkt haldiö. Fram komu tvær hljómsveitir, Bubbi Morthens og Utangarösmenn og Guömundur Ingólfsson og hans jazz-tríó. Þá komu nokkrir kunnir tónlistar- menn og léku af fingrum fram. Af óviöráðanlegum orsökum gátu Hljómar ekki spilaó, en vonir standa til aö þeir leiki á næsta SATT-kvöldi. Vart er hægt að finna meiri andstæöur í tónlist, en þá Guö- mund Ingólfsson og Bubba Morthens. En þrátt fyrir þaö gafst vel aö bjóóa upp á tvær hljómsveitir, svo gerólíkar hvor annarri. Meö triói Guðmundar lék sem gestur Björn Thor- oddsen, gítarleikari, en aörir í tríóinu eru Pálmi Gunnarsson og Guömundur Steingrímsson. [ góöa stund léku fjórmenningarn- ir Ijúfan jazz og seinna um kvöldiö hljóp hljómsveitin f skaröiö fyrir Hljóma. Bubbi Morthens og Utan- garösmenn eru meö skemmti- legri hljómsveitum, sem skotiö hafa upp kollinum á undanförn- um misserum. Krafturinn og þunginn í tónlist þeirra er meö ólíkindum, og einkanlga er gam- an aó þeir skuli leika hinn gamla blús, sem á síöustu árum hefur alltof sjaldan heyrzt. Þá eru þeir einnig býsna líflegir á sviöi, en því miöur gaf sviöiö á efstu hæö Klúbbsins ekki tilefni til neinna slíkra athafna. Þar sem Hljómar gátu ekki spilaö á þessu kvöldi var ákveöiö aö þeir skyldu gera svo á næsta SATT-kvöldi, sem veröur haldiö á næstunni. Þá veröur vonandi einnig stofnaöur plötuklúbburinn margumtalaöi. Björn Thoroddsen, gítarleikari, vakti mikla athygli og stal alveg senunni frá þremenningunum í tríói Guömundar Ingólfssonar. BOZ SCAGGS „MIDDLE MAN“ (Columbia) Boz Scaggs er oröinn nokkurs konar Frank Sinatra í diskó. Ferill Scaggs er oröinn langur og nokkuó litríkur, en í seinni tíö eöa síöan 1974, (náunginn byrjaöi fyrir al- vöru 1963), þegar hann geröi „Slow Dancer" hefur hann veriö á diskó- línunni aö mestu leyti og þróaö söngstíl sinn undir leiösögn Johnny Bristol til aö byrja meö, en hann var upptökustjóri hjá Tamla Motown lengi vel. Þessi plata „Middle Man“ er fremur róandi og meira fyrir þá sem er á Frank Sinatra línunni, og vilja sofna viö indæla-melódíska og fágaöa tónlist fyrir framan arininn f rökkrinu. „Jojo“ heitir fyrsta lagiö og mlnnir nokkuó á Chic í framsetn- ingu, broddborgaradiskófl). Eftir aö það lag hefur sveiflast í 6 mínútur kemur hressilegasta lagið og bjargvættur plötunnar, „Breðkdown Dead Ahead", sem er „rhythm and blues" meö ýmsum aukabrögð- um, en gott. „Simone" minnir á sólóplötu Engilbert Jensen hér um áriö, en er ekkert sérstakt, nema hvaö Boz syngur glimrandi vel. „You Can Have Me Anytime" er ekta Sinatra lag meö Carlos Santana á gítar! Þó á David Foster mesta spiliö á píanóinu. Greinilega lokalag eins og á böllum. Tvö sæmileg rokklög eru á hliö 2, „Middle Man“ og „You Got Some lmagination“. „Isn’t It Time" eitt af þessum afar rólegu fallegu lögum, en „Angel You“ er nokkuö gott lag í Toto stflnum. Boz Scaggs er hér méö óaö- finnanlega plötu, flest laganna eru ágæt, tónlistarmennirnir toppkarlar eins og strákarnir úr Toto, hljóm- sveit sem Boz safnaöi saman sjálfur upphaflega, en hér á plöt- unni eru (jeir David Hundgate, Steve Lukather og Jeff Porcaro, ásamt Ray Parker jr, sem er Ifka þekktur sem driffjöðurin í Raydio, auk aöalaöstoðarmanns Boz, David Fost- er hljómborðsleikara, sem á hluta á móti Boz í sex af átta lögunum. Vönduö en gleymanleg plata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.