Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 39
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 71 eins og hér er verðlag 1980: sýnt miðað við 1980 Mism. 1978 m.kr. m.kr. m.kr. Tollur 4.002 8.400 4.398 Söluskattur . . . 5.660 10.100 4.440 Bensíngjald .. . 9.900 11.000 1.100 19.562 Af þessum sköttum fóru í ríkissjóð tollur og söluskattur, en bensíngjald í Vegasjóð. Hlutfalls- leg skipting breyttist þannig: Hlutfall Vegasjóðs af skatt- Ríkissjóður Vegasjóður heimtu af bensíni hefur versnað á þessu tímabili um 14%. Ef það væri jafnhátt og 1978 gengju 5150 millj. kr. til vegamála í stað 1100 millj. af hækkun skatta af bensíni á þessu ári. Hundraðshluti skatta af bensíni, sem rennur til vega- gerðar, hefur farið snöggminnk- andi á vinstristjórnarárinu 1979 — og á yfirstandandi ári ef þessi breytingartillaga við gildandi vegáætlun verður samþykkt. A árunum 1975—1978 fóru 45—50% af skattálagningu ríkissjóðs til vegamála, en árið 1979 39,7% og 1980 37%. Þetta kemur glöggt fram í eftirfarandi tölum: (Ath.: Hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í söluskatti ekki meðtalinn í þess- um eða öðrum tölum um skatta af bensíni). 1975 1976 1977 1978 1979 1980 48,4% 44,7% 46,9% 50,6% 39,7% 37,3% TEKJUR RlKIS AF BENSlNSKÖTTUM Skv. upplýsingum þjóöhagsstofnunar. (UpphæÖir á fjáriagaveröi 1980) M Kr 32000 28000h 24000 - 20000- 16000 - 12000 - 8000- 4000 - 1978 1979 1980 29.500 9.938 Þótt fram komi hér að framan, að markaðir tekjustofnar að með- töldu bensíngjaldi hækki að raungildi frá árinu 1978, lækka 1978 1980 49% 63% 51% 37% bein framlög ríkissjóðs og greiðsl- ur hans á afborgunum og vöxtum af lánum til vegagerðar meira. Niðurstaðan verður sú að engin króna af 10 milljarða hækkun bensinskatta i fyrra og á þessu ári rennur til vegaframkvæmda i landinu. Þvert á móti yrði um það bil milljarður að raungildi í viðbót við bensínhækkunina tekinn af fjárveitingum til vegamála í eyðslu ríkissjóðs, miðað við fram- lögin 1978, ef þessi tillaga verður samþykkt. Þessi hækkun bensínskatta stafar bæði af hækkun söluskatts og hækkun innflutningsverðs vegna olíukreppunnar. Hvergi hefur verið slakað á álagningu tolla og söluskatts og sá vandi, sem hækkun bensínverðs er, hefur verið margfaldaður með skatt- lagningu. Verð á bensínlítra, sem nú er 430 kr., sundurliðast þannig: Tollur og söluskattur í ríkissjóð Bensíngjald í Vegasjóð ......... Annar kostnaður ................ Söluskatturinn leggst ofan á toll og bensíngjald. Skattur leggst þannig á skatt ofan á verðhækk- anir erlendis, t.d. hækkaði bensíngjald um kr. 20.43 um miðj- an apríl. Við það hækkaði sölu- skattur á hvern lítra um kr. 4.80!! Verkefni í vegagerð — stefna Sjálfstæðisflokksins. Gífurleg verkefni bíða úrlausn- ar í vegamálum hér á landi. Mest eru þessi verkefni i gerð vega með bundnu slitlagi og betri vetrar- vega. Það er staðreynd, að hér er um að ræða eitt mesta og arðbær- asta félagslega átak í opinberum framkvæmdum, sem þjóðin stend- ur frammi fyrir, og stenst þar ekkert samanburð nema vera kynni orkuframkvæmdir. Talið er arðbært að leggja bundið slitlag á 2500 km af þjóðvegum landsins, en lokið er við 260 km af því verkefni. Þótt „staðið væri við“ (sbr. stjórnar- sáttmálann) vegáætlun 1979— 1982 að raungildi hefði þetta verkefni tekið 30—40 ár með þeim framkvæmdahraða sem þar var fyrirhugaður. Þessi breytingartil- laga þýðir niðurskurð um 29% frá gildandi vegáætlun í ár á fram- kvæmdum að því er varðar bundið slitlag. Svo arðbært er talið að leggja bundið slitlag á vegi með 1000 ársbíla umferð að kostnaður við olíumalarslitlag borgar sig í sparnaði á viðhaldi á 6—7 árum. Bundið slitlag á slíkan veg sparar einnig bíleigendum: 19% í bensíneyðslu, 170% í viðhaldi hjólbarða, 45% í almennu viðhaldi bifreiða. Að meðaltali er talið 63% meira slit á bifreið á malarvegum en vegum með bundnu slitlagi. í ljósi þessara staðreynda lögðu sjálfstæðismenn úr öllum kjör- dæmum landsins fram tillögu til þingsályktunar árið 1978, sem fól í sér stórhuga áætlun um gerð góðvega á Islandi. Tillagan fylgir hér með sem fskj. V og skýrir hún sig sjálf, að því er varðar fram- kvæmdir. í henni var gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun og þar sérstaklega gert ráð fyrir að umframtekjur af sköttum á um- ferðina frá og með áramótum 1978 skuli allar renna til vegafram- kvæmda. Síðan hefur orðið skatta- hækkun á bensíni um 10 milljarða að raungildi og ekkert af því fjármagni fer til vegagerðar, held- ur í eyðslu ríkissjóðs. Gert var ráð kr. % .......... 156.14 36,3 ......... 91.36 21,3 .......... 182.50 42,4 100.00 430.00 VEGAGERÐ RtKISINS FRAMLAG RlKISSJÓÐS (VerClag 1980) VEGAGERÐ RÍKISINS fyrir 1000 millj. kr. framlagi úr Byggðasjóði, sem nú væru rúmir 2 milljarðar króna, og útgáfu happ- drættisláns, sem nú næmi 4 millj- örðum. Þessi stefnumörkun hefði þýtt stóraukið fjármagn til vegagerðar í ár og á næstu árum. Hún hefði krafist aðhalds á öðrum sviðum í eyðslu ríkissjóðs og framkvæmd- um. Þar hefur ríkt þveröfug stefna hjá vinstri stjórninni og núver- andi ríkisstjórn — gegndarlaus eyðslustefna í millifærslu og rekstrarútgjöldum ríkissjóðs með þeim afleiðingum m.a. að áfram verður haldið að sóa stórfé í vonlítið viðhald malarvega og slit bifreiða meðan gerð góðvega er frestað. Afstaða sjálfstæðismanna i fjár- veitinganefnd til vegáætlunar fyrir árin 1979-1982. Þegar vegáætlun var til umfjöll- unar í fjárveitinganefnd létu full- trúar sjálfstæðismanna í nefnd- inni, þeir Lárus Jónsson, Pálmi HLUTFALL VEGASJÓÐS í BENSlNSKÖTTUM % 60 50 • 40 30 20 - 10 - r / «o 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Jónsson og Ellert Schram, bóka eftirfarandi um afstöðu sína: „Sjálfstæðismenn, fulltrúar minni hlutans í fjárveitinganefnd, rita undir þetta nefndarálit með fyrirvara og áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillög- um. Þeir vilja taka fram, að vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um stórfelldan niðurskurð á framlög- um ríkissjóðs til vegamála á þessu ári mun verða um 15% magn- minnkun nýbygginga vega í land- inu frá því í fyrra, þrátt fyrir gífurlega auknar skattálögur á umferðina. Síðari ár vegáætlunar- innar er stefnt í nokkra magn- aukningu vegaframkvæmda, án þess að minnsta tilraun sé gerð til þess að ríkisstjórn og Alþingi móti stefnu í fjáröflun til þess á annan hátt en gera ráð fyrir nýjum lántökum." Augljóst er að sú breytingartil- laga, sem hér er um fjallað við gildandi vegáætlun, gerir ráð fyrir því að ganga miklu lengra í sömu átt. Skattahækkunin á umferðina eykst gífurlega og framkvæmdafé af skatttekjum er verulega skert á sama tíma. í ljósi þessa og fram- angreindrar greinargerðar ákváðu undirritaðir að lýsa ábyrgð á hendur þeim þingmönnum, sem standa að slíkri stefnu í ríkis- fjármálum og vegamálum, og skil- um við því sérstöku nefndaráliti. Alþingi, 10. maí 1980. Lárus Jónsson, Friðrik Sophusson, Guðm. Karlsson. AÐ SKATTAUKINN RENNI TIL VEGAMÁLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.