Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 49 Steingrímur Sigurðsson: Ný bílaleiga á Sauðárkróki Sauðárkrókur var gerður að kaupstað fyrir all-mörgum árum. íbúatala hans hefur aukizt jafnt og þétt undanfarið. Þar eru blóm- legir atvinnuvegir, tvö útgerðarfé- lög, tvö frystihús, þrír skuttogarar og margir stærri og smærri bátar. Þar er stór prjónastofa, sem framleiðir vörur fyrir erlendan markað; þar er stórt kaupfélag með verkstæðum, og þar á Krókn- um þrífast kaupmenn, sem verzla með fjölbreytilegar vörur. Ár er liðið sína Bílaleigan Blá- fell komst á laggirnar. Ungur maður Baldur Heiðdal af skag- firzku bergi brotinn réðst í að stofna þetta fyrirtæki af brýnni nauðsyn og af félagslegri ástæðu til að sýna fyrirgreiðslu og gefa ferðalöngum og túristum og öðru fólki þjónustu á stóru svæði, sem spannar yfir Norðvesturland allar götur frá Akureyri til Blönduóss. Þetta svæði nær frá Akureyri eins og áður segir (en þar á Ak. eru þeir „Kennedy-bræður“ með stærstu bílaleigu landsins og m.a.s. flugvélar). Það er engin bílaleiga á Sigló og engin á Ólafsfirði og í öðrum plássum við Eyjafjörð, en Akureyringurinn Júlíus Fossdal, starfsmaður KH og lögreglumaður og sjúkrabíl- stjóri og umboðsmaður Arnar- flugs m.m., rekur bílaleigu með Hér sjást kven- og karlsöðlar sem eru meðai sýningarmuna á sýningunni „Kvensöðull með öllum búnaði“. Vinstra megin er Guðný Guðmundsdóttir safnvörður og Nanna Hermannsson forstöðukona safnsins. Kvensöðull með öllum búnaði ÁRBÆJARSAFN hóf sína sumar- starfsemi 3. júní. Auk hinna hefð- bundnu sýningarmuna mun í sumar verða sérstök sýning á fornum íslenskum reiðtygjum og nefnist hún „Kvensöðull með öllum búnaði“. í bæklingi sem gefinn verður út í tilefni sýningarinnar er saga og þróun söðla rakin í stuttu máli. Einnig eru á sýningunni söðuláklæði sýningunni, skemmunni, smiðir sem fagurlega skreytt. Á sem er í eimreiðar- verða einnig söðla- sýna handbrögð við smíði reiðtygja. Töluverð vinna hefur verið unnin í vetur í tengslum við safnið og má þar nefna að lokið var smíði geymsluskemmu á safnsvæðinu, einnig var unnið áfram að viðgerð á „Prófessorsbústaðnum frá Kleppi“ sem fluttur var til safnsins sumar- ið 78. Safnið verður opið frá kl. 13.30—18.00 alla daga nema mánu- daga til 1. september. í vetur sem leið var safnið aðeins opið sam- kvæmt umtali fyrir ferðamenn og skólabörn o.fl. Marteinn Skaftfells: „Ginseng — alls ekki meinlaust“ Þáverandi forsætis- og atvinnu- málaráðherra, Tryggvi Þór- hallsson, segir svo er frumvarpið var lagt fram á fundi efri d. Alþingis 21. febr. 1931: „En þar sem með frumvarpi þessu, að dómi sérfræðinga, verða gerðar öflugar ráðstafanir til þess að fyrirbyggja þá hættu, er menn óttuðust áður að mundi leiða af slíkum innflutn- ingi, þá hefi ég ekki treyst mér til að standa lengur á móti þessu máli. og vil því fyrir mitt leyti opna þann möguleika, sem ætla má að leiði af sér aukinn arð fyrir landbúnaðinn og horfi til mikilla hagsbóta fyrir bændur landsins.“ Frumvarpið um sauðfjárinn- flutninginn sömdu þeir Metúsal- em Stefánsson þáv. búnaðarmála- stjóri og Páll Zophaníasson sauðfjárræktarráðunautur. Frumvarpið var samþykkt og afgreitt sem lög frá Alþingi 10. ág. 1931. IV. Ráðunautar og búfræðikandidatar Eins og áður hefir verið tekið fram, var innflutningur á sauðfé frá Bretlandi til sláturfjárbóta, til umræðu á flestum eða öllum Búnaðarþingum frá 1907. — Bún- aðarþing er nánast aðalfundur Búnaðarfélags íslands. — Búnað- arþingi bárust ótal áskoranir frá samtökum bænda víðs vegar um land o.fl. T.d. Búnaðarþing 1917. Erindi frá kennurum bændaskól- ans á Hvanneyri um tilraunir með kynblöndun á innlendu og erlendu sauðfé í fyrsta lið (einblendings- rækt). Búnaðarþing 1921. Búfjár- ræktarnefnd lagði fram álit sitt um einblendingsrækt, samþ. með 9 atkvæðum gegn 2. í búfjárrækt- arnefnd áttu þá sæti: Halldór Vilhjálmsson, form., Jón H. Þor- bergsson, Tryggvi Þórhallsson, Sigurður Einarsson Hlíðar og Kr. Guðlaugsson. Búnaðarþing kom saman 18. marz 1933. Þar liggja fyrir áskor- anir um tafarlausan innflutning á karakúlfé, frá bændafundi á Eg- ilsstöðunj 29. jan. 1933, frá Vest- urdeild búnaðarsambands Húna- vatnssýslu, frá búnaðarfél. Naut- eyrarhrepps. Neðan við frumvarp ríkisstjórn- arinnar (1931) hafði svo verið prjónað heimild um innflutning á karakúlfé frá Þýskalandi, aðal- lega fyrir tilmæli frá sauðfjár- ræktarráðunaut Búnaðarfél. Islands, að því er segir í greinar- gerð búfjárræktarnefndar n.d. Al- þingis (Alþingistíðindi 1931 — Vetrarþing bls. 581—590). Búnaðarfélag íslands ásamt starfsliði þess, virðist hafa verið einfært og sjálfbjarga um inn- flutning á sauðfé og nautgripum til íslands, að sjálfsögðu eftir „pöntun" frá stórnvöldum (ríkis- stjórn). Hinir fáu „vanmenntuðu" ís- lensku dýralæknar, eins og búnað- armálastjóra dr. Halldóri Páls- syni þóknast að titulera þá, voru þar ekki tilkvaddir, nema ef vera skyldi ráðunautur rikisstjórnar- innar. Hannes Jónsson, vatnsvirkjun- arráðunautur Búnaðarfél. ísl. — Ásgeir Jónsson, mjög mætur maður, þýskmenntaður, var feng- inn til að sækja karakúlféð til Halle. Holdanautin skosku virðast hafa verið keypt fyrir milligöngu S.Í.S. (Sambands íslenskra sam- vinnufélaga) samkvæmt „pöntun". Hallgrímur Þorbergsson sótti sjálfur skoska féð og sá um flutning á því til íslands. Það er löng og hörmuleg saga, sem fylgdi í kjölfar þessara „bjargráða“ íslenskum landbún- aði til handa, og verður sú saga ekki rakin hér. Að lokum: Það er leitt til þess að vita að jafn mætur maður og búnaðarmálastjórinn dr. Halldór Pálsson er, skuli láta það eftir sér að fara með staðleysur í þessum málum, gegn betri vitund. (Grein þessi er skrifuð í árslok 1979). Þetta er fyrirsögn greinar í Mbl. í dag, 9. 5. 1980, og vitnað til greinar í bandaríska læknaritinu „Journal of the American Medical Assosiation", þar sem sagt er, að „lyfið, sem framleitt.er úr rótum ginseng-jurtarinnar kínversku sé fjarri því að vera skaðlaust". Það árabil sem ég hef lítillega skyggnst eftir upplýsingum um holl efni hef ég ekki komist hjá að rekast á nokkurn fjölda greina um ginseng. Og ég hef hvergi séð þess getið, að ginseng, sem vex í sínum heimahögum, hafi nein skaðleg áhrif, þvert á móti. Og í grein í Reform-Runcschau, maí 1958, eft- ir dr. med Weiss, mjög kunnan þýskan lækni, sem einnig las grasafræði og hefur skrifað mikið um lækningajurtir, segir, að gin- seng sé „örugglega óskaðlegt". Og í bók sinni „Moderne Pflanz- enheilkunde" segir Weiss frá ýmsu um þessa „lífsins rót“ og allt að því helgu jurt og allra meina bót Austurlanda um árþúsundir, „panax ginseng", sem vex villt í frumskógum Mansjúríu, vissu svæði í Kína og Kóreu. Og hafi hún verið mikils metin og meðal elstu lækningajurta í Kína og Kóreu og talin lækna fjölda sjúk- dóma og tryggja heilbrigði upp í háa elli. Tengdamæður gáfu tengdasyni ginsengrót á brúðkaupsdaginn. Og konur fengu ginsengrót, er þær fæddu, svo að fæðingin yrði auð- veldari. Og er keisarinn vildi auðsýna háttsettum sérstakan heiður gaf hann þeim ginsengrót. Skógarnir fullnægðu ekki gin- Baldur Heiðdal með Lada Sport við Hestinn. tveim átta sílindra Scout-jeppum, sem útlendingar hér á ferðalagi taka gjarnan í þarfir sínar að sumrinu, oftast nær til öræfa- ferða. Heiðdal á Króknum er með fjóra bíla, tvo Lada Sport og tvo japanska Charade Daihatsu, sem eru neyzlugrannir, en heppilegir fyrir sumarkeyrslu. Jafnframt bílaleigunni Bláfelli rekur Heiðdal dag-, kvöld- og helgarsölu, og selur hann þar hamborgara meðal annars, „ham- burghers a la Americaine“), sem eru tilbúnir á nóinu“. Auk þess eru á boðstólum gjafavörur og algeng- ustu ferðamannavörur. Oft er mikil umferð um Sauðárkrók, einkum að sumrinu. Baldur Heiðdal starfaði sjö ár sem framleiðslumaður á Hótel Sögu undir stjórn Konráðs.Hann er lærður í þeirri listgrein, en meist- ari hans var sá kunni Valur Jónsson. Eftir að hann hvarf til sinna upprunalegu heimkynna fyrir 3—4 árum starfaði hann sem kokkur á einum skuttogaranum og einnig vann hann við pípulögn og sitthvað fleira, en fyrir tveim árum hóf hann sinn sjálfstæða atvinnurekstur, sem er til húsa við Skagfirðingabraut, beint á móti nýja safnhúsinu og steinsnar frá höggmyndinni Hestinum eftir Ragnar Kjartansson. sengþörfinni. Það er því langt síðan farið var að rækta ginseng í Kóreu og Mansjúríu. Og fyrir síðari heimsstyrjöld var hún flutt til Norður-Ameríku, sérstaklega Kanada, þó ekki „panax ginseng“, heldur „panax quadrifolius". Ginseng er orðin stórfelld versl- unarvara. Það þarf því engum að koma á óvart, þótt hún sé 1 Bandaríkjunum og víðar, ræktuð við tilbúinn áburð og drýgð með öðrum efnum og svikin. Framboð- ið sannar að svo hlýtur að vera, svo að engin ástæða er til að efast um upplýsingarnar í bandaríska tímaritinu. En þar er ekki um hina austurlensku „allra meina bót“ að ræða. Hollustugildi henn- ar er viðurkennt, þótt ekki sé hún „allra meina bót“. M.Sk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.