Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Minntu á sorgardag Upphaf hvalveiðanna Á sunnudag sigldu hvalveiði- bátarnir úr höfn til að hefja hvalavertíð. Eftir hádegi gengu þessi ungmenni úr félagi áhugamanna um hvalavernd, Skuld, fylktu liði með likkist- una þá arna frá Ásmundarsal, þar sem hvalasýningu Green- peaee manna var að Ijúka og niður á Austurvöll. Á Austurvelli var leikinn sorgarmars á selló. Þá hélt Jón Baldur Hlíðberg (líkkistuberinn í miðið) tölu og minnti á það að á svo fallegum degi listahátíðar og sjómanna, væri líka sorgardag- ur, þar sem nú væri að hefjast blóðbað og dráp hvalanna. Fleiri tóku til máls og kynntu málefni. Ljósm.: Kristinn. Grindavík: Minnisvarði um drukknaða sjó- menn afhjúpaður Samráðsfundur kennarasamtaka á Norðurlöndum: Undirbúningur að stofnun norrænna kennarasamtaka ferðarþróunar, sem síðan hefur átt sér stað. Formaður Hins íslenska kennarafélags er Jón Hnefill Aðalsteinsson. Sjö sækja um embætti bæjarfógeta á Akureyri RUNNINN er út umsóknarfrest- ur um embætti bæjarfógeta á Akureyri, Dalvik og sýslumanns Eyjafjarðarsýslu. Sjö umsóknir bárust og eru umsækjendur þess- ir: Andrés Valdimarsson, sýslu- maður í Stykkishólmi, Elías Elí- asson, bæjarfógeti á Siglufirði, Freyr Ófeigsson, héraðsdómari á Akureyri, Gunnar Sólnes hæsta- réttarlögmaður, Akureyri, Jó- hannes Árnason, sýslumaður á Patreksfirði, Sigurberg Guðjóns- son, fulitrúi í Kópavogi og Sigurð- ur Gizurarson, sýslumaður á Húsavík. Þrjár sölur erlendis ÞRJÚ fiskiskip lönduðu afla sínum erlendis í gær og á næst- unni landa allmörg skip ytra. í gær landaði Hringur GK 47,7 tonnum í Hull og fékk 25,7 millj- ónir fyrir aflann, meðalverð 539 krónur. Gullberg seldi í Grimsby 72,9 tonn fyrir 36 milljónir, meðal- verð 494 krónur. Olafur Frið- bertsson seldi 84,5 tonn í Cux- haven fyrir 33,6 milljónir, meðal- verð 397 krónur, en uppistaðan í afla togarans var gráiúða. Grindavik. 2. júní 1980. Á SJÓMANNADAGINN var af- hjúpaður i Grindavík minnis- varði um drukknaða sjómenn frá Grindavík. Kristín Þorvaldsdótt- ir, dóttir eins drukknaðs sjó- manns, afhjúpaði minnisvarðann sem ber nafnið Vonin. Minnis- varðinn er frábært handverk listamannsins, Ragnars Kjart- anssonar steypt í brons. Listaverkið túlkar hryggð sjó- mannsfjölskyldunnar sem horfir út á hafið og vonar að fjölskyldu- faðirinn komist heill í höfn. Drengurinn er farinn að skilja alvöru lífsins og styður hönd á kné móður sinnar, tilbúinn að halda starfinu áfram þó að illa fari. Björgunarhringurinn er tákn von- arinnar. Kvenfélgaskonur í Grindavík eru hvatamenn að þessu framtaki. Til var minningarsjóður um drukknaða menn í Grindavík og hafa konurnar nú eflt þann sjóð af miklum dugnaði studdar af bæjar- búum. — Fréttaritari. LÖGREGLUMAÐUR slasaðist illa á auga, þegar hann og starfsfélagar hans ætluðu að handtaka ungan mann í Naut- hólsvík á sjómannadaginn. Lög- reglan var að ryðja bryggjuna í Nauthólsvik þegar ungur maður neitaði að yfirgefa bryggjuna. Þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka manninn réðst hópur fólks að þeim og þurfti lögreglan að kalla til liðsauka. Til nokk- urra átaka kom milli lögreglu- mannanna og fólksins og var lögreglumönnum hrint í götuna og föt þeirra rifin. Guðmundur Hermannsson yfir- lögregluþjónn sagði að tildrög þessara átaka hefðu verið þau, að forráðamenn sjómannadagsins hefðu óskað eftir því að bryggjan í Nauthólsvík yrði rýmd vegna koddaslags, er þar átti að fara fram og verðlaunaafhendingar. Gekk vel að ryðja bryggjuna utan það að einn drukkinn og uppi- vöðslusamur ungur maður vildi fá að taka þátt í koddaslagnum og neitaði að fara af bryggjunni. Þurftu lögreglumenn að taka hann með valdi og ætluðu að setja hann í handjárn. Vegna óláta í mannin- um og árása nærstaddra slapp maðurinn. Lögreglan náði mann- inum þó fljótlega eftir að hann hafði hlaupið að bíl kunningja sinna. Þar réðst enn hópur fólks að lögreglumönnunum og þar var meðal annars sparkað í andlit lögreglumannsins, sem slasaðist á auga og áður segir frá. Alls voru 4 handteknir vegna þessa atburðar og var tveimur þeirra haldið þar til í gærmorgun, er Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn málsins. Lögreglan hefur kært viðkomandi fyrir brot á 106. grein almennra hegningar- laga en hún fjallar um refsingar við því að hindra opinberan starfsmann við störf sín. Vandað sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980 SJÓMANNADAGSRÁÐ Vest- mannaeyja hefur að vanda sent frá sér vandað sjómannadagsblað eða öllu heldur ætti að tala um sjómannadagsbók, en ritið er talsvert á annað hundrað blaðsið- ur að stærð og hið aðgengilegasta á allan hátt. í þvi er að finna margar greinar um hin ýmsu verkefni, sem sjómenn í Eyjum glíma við. Nú eru 30 ár liðin frá því að Sjómannadagsráðið i Vest- mannaeyjum réðst fyrst í það verk að gefa út slíkt blað, en síðan 1951 hefur blaðið verið árvisst. í blaðinu er ítarleg grein um upphaf humarveiða hér við land eftir Guðmund Vigfússon, Guðjón Ármann Eyjólfsson skrifar um síldveiðar fyrir 40 árum, viðtal við Óskar Matthíasson skipstjóra, lát- inna sjómanna er minnst, breyt- ingum á flota Eyjamanna eru gerð skil og meðal annarra höfunda efnis í fjölbreyttu blaði má nefna Þorstein Þorsteinsson og Sigur- geir Jónsson ritstjóra blaðsins. Sjómannadagsblað Vestmanna- eyja er selt í Sjóbúðinni á Granda- garði, Bæjarnesti við Miklubraut og í Blaðsölunni hjá Eymundssyni. DAGANA 30.—31. mai fór fram i Reykjavík samráðsfundur kenn- arasamtaka á Norðurlöndum i boði Hins islenska kennarafé- lags, sem er sameinað félag úr Félagi háskólamenntaðra kenn- ara á grunnskólastigi og Félagi menntaskólakennara. Hafa sam- ráðsfundir þessir verið haldnir árvisst hin síðari ár, og er nú í fyrsta skipti haldinn á íslandi. Fram að þessu hefur eingöngu verið um óformlegt samband að ræða milli íslenskra kennara og starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum, en með þessum fundi var stigið lokaskrefið til undirbúnings formlegri stofnun norrænna kennarasamtaka á þessu framhaldsskólastigi. Er ætlunin að stofnunin verði í ársbyrjun 1981. Megintilgangur- inn með stofnun þessara samtaka er að sögn forráðamanna þeirra sá, að vinna að sameiginlegum áhugamálum, skiptast á upplýs- ingum og skoðunum, og menn bera saman bækur sínar um hin ýmsu hagsmunamál í einstökum lönd- um. Það kom fram á blaðamanna- fundi sem forsvarsmenn samtak- anna boðuðu til, að fundir sem þessir væru oftast haldnir í kjöl- far aðalfunda kennarafélaga í því landi sem boðar til samráðsfund- anna. í ályktun sem samþykkt var í lok fundarins hér, segir m.a. að kennarasamtökin lýsa áhyggjum sínum yfir því að hrakandi efna- hagsástand á Norðurlöndum hafi leitt til þess að kröfur hafi verið gerðar um minnkandi fjárframlög til opinberra málefna, þ.á.m. til skólamála. Ennfremur benda samtökin á að það sé skammsýni hjá stjórnvöldum að skera niður framlög til menntamála, þar sem það sé viðurkennd staðreynd að hinar auknu kröfur sem gerðar hafa verið í menntakerfi Norður- landa eftir síðari heimsstyrjöldina séu forsenda hinnar miklu vel- Ráðist að lögreglu- mönnum í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.