Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Á hrogn- kelsa- veiðiim eftir ÁSGEIR ÞÓRHALLSSON Klukkan átta að morgni í júlí síðastliðið sumar mætti greinar- höfundur við gömul rauð timbur- hús er standa á sjávarkambinum á Ægisíðu. Annað húsið var tvílyft og þar hafði fiskur verið saltaður á neðri hæðinni en verbúð á efri. Nú eru grásleppuhrogn söltuð í þessu húsi. Appelsínurauð plast- trilla með færeyska laginu og hvítu stýrishúsi stóð á sporvagni efst í fjörunni, glussaspil í stafni, net um borð. Logn var en þung- skýjað. Ég gekk inn í tvílyfta húsið, þar var Jón Sigurðsson í Görðunum og sonur hans Björn að gera klárt í róður. „Jæja, þú ert kominn, vinur. Þú færð ekki betra veður til að fara með,“ sagði Jón og sat í götóttum hægindastól. Ég gekk um gólf og ræskti mig, það brakaði í trégólfinu og viður- inn var rauðleitur. „Þetta gólf fúnar aldrei því það er orðið svo salt,“ sagði Jón og hló við. „Hvenær byrjaðir þú að róa á grásleppu?" spurði ég. „Ég byrjaði að fara með pabba svona 10—11 ára. Hann reri þar til hann dó, nítíu og tveggja og fór fyrst sem unglingur." „Voru hlutirnir ekki öðruvísi í þá daga?“ „Ég man að um fermingu var hrognunum kastað í beljurnar en grásleppan söltuð. Þá fékk maður 10 pund af smjöri fyrir 100 grásleppur. ‘35—‘40 fóru þeir að kaupa hrognin, salta í tunnur og flytja út. Nú fer þetta aðallega til Bandaríkjanna og Vestur-Þýska- lands, þar eru þau lituð og seld sem kavíar." „Þú notar plasttunnur sé ég?“ Gólfplássið var þakið plasttunn- um og voru lokin laus á. „Já , þær eru fínar; leka ekki, þurfa ekki að liggja í bleyti og það þarf ekki að slá þær til.“ „Hvað hafið þið margar tunnur á vertíð?" „Nú eru komnar 78, ætli þær verði ekki um áttatíu. Vertíðinni er að ljúka, lýkur 17 þessa mánað- ar; hófst 17 apríl. Þetta er lang- skársta vertíðin, vorum ekki með nema 48 tunnur í fyrra." „Hvað eru þið með mörg net?“ „Núna erum við með rúmlega 100 net í sjó, búnir að taka slatta upp, vorum mest með um 140 net; fimm net í trossu." í hlaðið rann bíll og út steig ungur maður með skegg og tveir drengir. „Ég ræ ekki í dag. Fiskifræðing- urinn ætlar með og mæla grá- sleppurnar, hann gerir að aflanum svo ég þarf ekki að koma með,“ sagði Jón og nikkaði. „Ertu ánægður með bátinn? „ Já, þeir eiga þakkir skilið fyrir að smíða þessa báta. Þó er slæmt að olíutankurinn skuli vera úr trefjaplasti því olían leysir trefj- arnar sem stífla olíudæluna. Einn- ig er stýrisblaðið of lítið því báturinn beygir ekki í afturábak. I bátnum er Volvo Penta vél og er það fyrsta flokks vara, en vara- hlutaþjónustan hér er fyrir neðan allar hellur; ekki einu sinni til olíusigti. Ef eitthvað bilar geta menn misst af grásleppuvertíð- inni, því maður þarf að bíða svo lengi. Eiginlega ekki eigandi þessar vélar nema maður eigi kunningja í Gautaborg. „Er dýrt að fara út í þetta?" „Stofnkostnaðurinn er mikill, svona 10 milljónir, en það er ágætt verð fyrir hrognin ef maður saltar þau sjálfur." Hann sýndi mér herbergi þar sem söltunin fer fram, þar voru sigti og fíngert salt í pokum, gólfið var lakkað, veggir hvítmálaðir; allt snyrtilegt. „Björn er búinn að salta. Hrogn- in þurfa að standa yfir nóttina svo sjórinn sígi af þeim.“ Björn, ungur maður með hreistraða kollhúfu, stóð við raf- magnsspil, lúga var til að sjá út, og beindi orðum til mín: „Drífðu þig um borð ef þú ætlar að koma með.“ Ég klifraði um borð með myndavél dinglandi um hálsinn og skrifblokk á lofti, í blússu og götóttum strigaskóm. Fiskifræð- ingurinn og synir hans voru komnir um borð og hann var að klæða sig í rauðan sjógalla. Bátur- inn byrjaði að renna í átt til sjávar með vaxandi ferð. Er bát- urinn var kominn í sjóinn óð Björn út í á uppháum gúmmíbux- um, losaði úr sleðanum og hoppaði upp á stefnið. Vélin var ræst og bakkað út úr vörinni. Jón stóð á trépalli og veifaði. Stefna var tekin til hafs, vélin sett á fulla inngjöf. Ég fann byrðinginn titra undir fótum mínum. Björn stóð inni í stýrishúsi og söng hástöfum; en ég og fiskifræðingurinn sátum úti á dekki. „Hefur þú rannsakað hrognkels- in lengi?“ spurði ég. „Hver er tilgangurinn með þess- um rannsóknum?" „Meðal annars að athuga stærð, ástand og veiðiþol hrognkelsa- stofnsins. Þetta er nytjafiskur sem margir hafa afkomu af. Ár- angurinn kemur ekki í ljós fyrr en fylgst hefur verið með aldurs- samsetningu aflans í mörg ár. Um þessar mundir er mest um sex ára fisk, en átta ára fyrri hluta vertíðar; fimm ára áberandi í fyrra. Þetta gæti verið toppár.“ „Eru hrognkelsin við ströndina allt árið?“ „Nei. Þetta er farfiskur sem heldur sig úti í reginhafi en leitar grunnsævis til hrygningar og er að ganga alla vertíðina. Þau hafa sogskál fremst á kviðnum og soga sig við steina í vondum veðrum." „Á hverju lifa hrognkelsi?" spurði ég og vindurinn feykti til blaði í skrifblokk minni. „Á svifdýrum svo sem marfló og ljósátu." „Klekjast hrognin laus í sjón- um?“ „Nei. Rauðmaginn gætir hrogn- anna sem límast í svampkenda köku, myndar straum að horgnun- um svo þau fái súrefni og ver þau gegn hættum, á meðan etur hann ekkert. Seiðin halda sig i eitt ár á grunnsævi. Hrognkelsi geta orðið allt að 12 ára.“ „Vá, svo gömul grásleppa ætti að vera með slatta af hrognum?" „Mest er vitað um u.þ.b. 3 kíló í grásleppu en kíló er algengt." Báturinn var kominn út fyrir Suðurnes og nálgaðist Kerlinga- skerið. Það braut á því. Skammt frá duggaði svört og drungaleg siglingabauja. Utan af hafi kom „Þetta hefur verið mitt verkefni frá 1974.“ „Ertu að þessu upp á eigin spýtur?" „Nei, ég vinn hjá Hafrannsókn," sagði fiskifræðingurinn og brosti. Hann kvaðst heita Vilhjálmur Þorsteinsson og í ljós kom að netin í bátnum voru á hans vegum og var ætlunin að leggja þau, þótt rauðmaganet séu yfirleitt lögð á vorin. „Ætlunin er að veiða rauðmaga til merkinga," sagði hann. „Er þetta ekki skemmtilegt við- fangsefni?" „Jú, jú. Ég hef ferðast víða um landið og kynnst mörgum skemmtilegum körlum, þeir skammast og fá útrás. Hef ein- ungis verið í þessu undanfarin ár, enda næg verkefni." „Hvað er það sem þú gerir helst?" „Taka þarf sýni, merkja fiska, aldursgreina, fara yfir veiði- skýrslur. Var sjálfur með lítinn plastbát á tímabili." „Hvers vegna voru leyfisveit- ingar settar á grásleppuveiðarn- ar?“ „Það er til að hægt sé að fylgjast með sókninni, fá veiði- skýrslur og koma í veg fyrir ofveiði á þéttsetnustu veiðisvæð- unum.“ „Af hverju er rauðmaginn minni en grásleppan?" „Það hlýtur að hafa eitthvað líffræðilegt gildi, þetta hefur þróast svona. Stærðarmismunur kynja er hjá mörgum dýrategund- um.“ Jón í Göröum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.