Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 69 herra taldi tölur — sérstaklega háar tölur — hrein töfraorð á framboðsfundum, sagði Hermann Jónasson meistara í þeirri íþrótt. Hann lá líka í því hann Kristinn Andrésson að sleppa þeim í Bárð- ardal að ráði frambjóðanda síns, Jónasar Jónssonar. Á leið þeirra upp í Bárðardal sagði Jónas obboð sakleysislega. „Kristinn, slepptu þessum háu tölum frá Rússlandi, mér leiðast þær og bændur skilja þær ekki.“ Kristinn var hrekklaus og fór að ráðum Jónasar. I ræðu- stól sagði hann: „Ég er með tölur frá Rússlandi, en þar sem bændur skilja ekki svo háar tölur sleppi ég þeim.“ í svarræðu sinni taldi Jónas gáfnafar kjósenda reynast léttvægt á metaskálum Kristins, enda fór svo að þessi eini kjósandi sem talinn hafði fylgja Kristni hallaði sér að Jónasi á kjördegi. Enn eru töiur í hávegum hafðar. Menn skrifa að eitt eða annað lækki (þó ekki verðlag) fjórum sinnum og sinnum í merkingu margföldunartöflu. Prósentur njóta þó sérstakrar hylli. Sverrir Hermannsson alþingismaður skrifar í Mbl. 31. maí um kosti vega með bundnu slitlagi: „Slit ökutækjanna um 70—80% minna og einstakra hluta s.s. hjólbarða um 170—180% minna.“ Hér hefur opnast leið að gera aflóga hjólbarða nothæfa að nýju, aka á þeim fram og aftur austur á Hellu, þá ganga þeir í endurnýjun lífdagana líkt og aldinn skokkari öðlast fyrri lífsþrótt með tölti sínu yfir stokka og steina. Loksins kom ofjarl Sölva Helgasonar fram á sjónarsviðið. Palmam qui meruit ferat. Jón Á. Gissurarson. • Leitar uppruna ættar sinnar Velvakanda hefur borist bréf frá Emmonton í Alberta í Kanada skrifað af Carl Baldvinsson. Segir hann ömmu sína og afa vera fædd á íslandi og að hann sé að grafast fyrir um ætt sína. Leitar hann sérstaklega upplýsinga um eftir- talið fólk en segir ekki hvort eða hvernig það tengist honum: Frið- björn Jósefsson frá Akureyri og konu hans Halldóru Guðmunds- dóttur frá Breiðabóli á Sval- barðsströnd. Faðir Friðbjörns var Jósef Þórarinsson en kona hans hét Helga Sæmundsdóttir. Vantar Carl upplýsingar um þetta fólk og biður þá sem geta aðstoðað hann að hafa við sig samband. Heimilis- fang Carls er: 32 McLeod Place, Edmonton, Alberta Kanada. Þessir hringdu . . • Um yfirvinnu- bann flug- umferðarstjóra Stefán Sæmundsson hringdi: „í gærkvöldi neitaði flugum- ferðarstjóri einkaflugvél minni um flugheiminn frá Reykjavík á þeirri forsendu að slíkt gæti gefið fordæmi ef undanþága væri veitt frá tveggja daga gamalli tilkynn- ingu flugmálastjóra um takmark- anir flugs vegna yfirvinnubanns. Umferðin gæti leitt til yfirálags hjá flugumferðarstjórum sem þá gæti stofnað öllu flugi í hættu. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að með þessum aðgerðum eru flugumferðarstjórar að fylgja eft- ir kröfum um að sömu laun séu greidd fyrir venjulegar vaktir flugumferðarstjóra úti á landi eins og fyrir afleysingavaktir hér í Reykjavík. Hliðstætt væri ef lögregluvarð- stjórar bönnuðu alla umferð einkabíla frá Reykjavík eftir kl. 19.30 á kvöldin vegna þeirrar hættu sem gæti skapast á yfir- álagi á lögreglustöðina sem væri fáliðuð á kvöldin. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Búda- pest í Ungverjalandi kom þessi staða upp í skák heimamannanna J. Kovacz og Dr. Eperjesi, sem hafði svart og átti leik. 32. - Hxh4! (Ef nú 33. gxh4? þá Hg6+ og mátar í næsta leik) 33. f3 - Hgfi (En ekki 33. - Dxf3? 34. gxh4 - Hg6+ 35. Hg2) 34. Kg2 - Hhg4, 35. Dxf5 — Hxg3+ 36. Kh2 — Hxf3 og hvítur gafst upp. Hvorugt finnst mér til þess fallið að auka samúð almennings með launabaráttu og spurningin hvort ekki ætti frekar að hætta sérgreiðslum fyrir afleysinga- vinnu flugumferðarstjóra hér í Reykjavík og ná þannig samræmi. Hitt er svo annað mál hvort landslög leyfa ríkisstarfsmönnum að neita yfirvinnu." HÖGNI HREKKVÍSI ee mep ^óóatomnu.." S2P SIGGA V/öGA £ ‘ÚLVEfcAN Alkali og Frostskemmdir Fundur veröur haldinn miðvikudaginn 4. júní n.k. kl. 16.00 aö Hallveigarstíg í húsakynnum Byggingaþjónust- unnar — ráðstefnusal. Og eru verkfræöingar, arkitektar, tæknifræðingar, byggingaverktakar og byggingarmenn sérstaklega boönir á fundinn. Fundarefni: Alkali og frostskemmdavandamálið og glíma THORO verksmiöjanna viö þaö. Aöalefnafræöingur verksmiðj- anna, Mr. M. Kalandiak skýrir frá tilraunum sínum og svarar sþurningum fundarmanna. Tekiö skal fram aö_ THORO verksmiöjurnar hafa gert ísland aö tilraunasvæöi fyrir sig. Svæðisstjóri Evrópu frá THORO verksmiöjunum í Belgíu, Mr. G. Van Der Borgh, ftytur erindi og sýnir litskyggnur, einnig svarar hann spurningum fundarmanna. STANDARD DRY WALL PR0DUCTS Sl steinprýði Alúöarþakkir sendi ég öllum þeim, sem á einn eöa annan hátt, glöddu mig á sextugsafmæli mínu, þann 26. maí sl. Einar A. Jónsson. Sérverslun við Laugaveg til sölu. Velseljanlegur lager. Tilþoö merkt: „Sérversl- un — 6054“ skilist til Mbl. fyrir 10. júní nk. 29. JUNI Pétur J. Thorsteinsson Aöalskrifstofa stuöningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28518 ★ Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 — 29873. ★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. ★ Skráning sjálfboöaliða. ★ Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sór um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. 0A '&KrotoH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.